Dagur - 29.04.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 29.04.1988, Blaðsíða 13
hvað er að gerasf? 29. apríl 1988 - DAGUR - 13 Vortónleikar forskóladeildar Fyrstu vortónleikar Tónlist- arskólans verða haldnir í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 30. apríl kl. 13.30. En það eru 80 nemendur í forskóladeild á aldrinum 5-9 ára sem flytja þar ýmis lög og viðfangsefni sem þau hafa æft í vetur. Þarna verð- ur leikið á blokkflautur með undirleik annarra hljóðgjafa og hljóðfæra undir stjórn þeirra Lilju Hallgrímsdóttur og Sigurlínu Jónsdóttur. Aðgangur er ókeypis. Tónleika á Húsaví < Prjár hljómsveitir skipaðar yngri og eldri nemendum í Tónlistarskólanum á Akur- eyri, leika fyrir almenning og skólafólk í Barnaskólan- um á Húsvík í dag, föstu- daginn 29. apríl kl. 13 (1 eft- ir hádegi). Alls taka um 60 nemendur þátt í þessari tón- leikaferð. Stærsta verkið á tónleika- skrá þeirra er hinn sívinsæli Brandenborgarkonsert nr. 5 eftir Bach, en í honum leika einleik: Ásta Óskarsdóttir á fiðlu, Margrét Stefánsdótt- ir á flautu og Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó. Auk ýmissa smærri verka og laga verður einn þáttur flutt- ur úr konsert fyrir strengja- sveit og 2 lágfiðlur eftir Tel- emann, en einleikarar í því verki eru þær Elísabet Hjálmarsdóttir og Eydís Ulfarsdóttir. Stjórnendur eru þau Magna Guðmundsdóttir, Michael J. Clarke og Nigel W. Lillicrap. Aðgangur ókeypis. Hljómsveit Ingimars Eydal: Eurovision í Mánasal Laugardagskvöldið 30. apríl mun hljómsveit Ingimars Eydal skemmta í Mánasal Sjallans, en undanfarnar vikur hefur hljómsveitin verið í fríi úr Sjallanum. Þema kvöldsins í Mánasaln- um verður „Eurovision- keppnin" en lögin úr keppn- inni verða væntanlega á hvers manns vörum um helgina. Fyrirhugað er að hafa fleiri slík „þemakvöld“ í Mánasalnum með hljóm- sveit Ingimars Eydal og verður efni þeirra kynnt síðar. Jónas í hvalnum: Nemenda- heimsókn fellur niður Fyrirhuguð heimsókn nemenda í Hafralækjar- skóla í Dalvíkur- og Glerár- kirkju sunnudaginn 1. maí með söngleikinn Jónas í hvalnum fellur niður af sér- stökum ástæðum. Íslandsglíman á laugardag Íslandsglíman 1988 fer fram á laugardaginn. Mótið verð- ur haldið í íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal og hefst kl. 14.00. Eyþór Péturs- son, HSÞ er' núverandi handhafi Grettisbeltisins. Knattspyrna: Fyrstu úti- leikarnir á Húsavík um helgina Tveir æfingaleikir milli Völsungs og Einherja eru fyrirhugaðir á Húsavík um helgina. Leikið verður á malarvellinum og hefst fyrri leikurinn kl. 16.00 á laugar- dag en sá síðari kl. 14.00 á sunnudag. Leikur milli Þórs og 3. flokks Völsungs fer fram kl. 14.00 á laugardag. Opið hús á Hljóðbylgjunni Hlíðarbær: Árleg söngskemmtun á sunnudag og mánudag Næstkomandi sunnudags- og mánudagskvöld, verður árlegur samsöngur Söng- sveitar Hlíðarbæjar. Að venju verður skemmtunin haldin í Hlíðarbæ í Glæsi- bæjarhreppi. Alls eru 26 söngvarar í kórnum og á efnisskrá eru að mestu inn- lend lög tengd vorinu. Stjórnandi sveitarinnar er Hjörtur Steinbergsson og undirleikari á píanó, Hólm- geir S. Þórsteinsson. Unn- endur fallegs söngs ættu ekki að láta skemmtun þessa fram hjá sér fara. Eining: Sýning frístunda- safnara Á laugardag og spnnudag verður Verkalýðsfélagið Eining með sýningu á mun- um tómstundasafnara meðal félagsmanna sinna. Til- gangurinn er m.a. að hressa upp á 1. maí, frídag verkamanna. Á sýningunni verður margt skemmtilegra muna; gamlar kakó- og kaffikönnur, steinasöfn, frí- merkjasöfn, hannyrðir og til og með gamlir skömmtunar- seðlar frá stríðsárunum. Allir ættu að hafa gaman af að sjá þessa sýningu, en hún verður í Alþýðuhúsinu við Skipagötu á Ákureyri og er opin frá 14.00 til 22.00 báða dagana. Sauðárkrókur: Skátar og foreldrar með kleinusölu Á morgun munu skátar í skátafélaginu Eilífsbúum á Sauðárkróki og foreldrar þeirra koma saman í Selinu á Eyrinni. Foreldrarnir ætla að steikja kleinur og krakk- arnir munu taka þær jafnóð- um og þær koma úr steik- arpottinum, bera í hús og selja, glóðvolgar. Þetta er liður í fjáröflun Eilífsbúa sem í sumar ætla í heimsókn til Kóge í Dan- mörku vinabæjar Sauðár- króks. Kóge á 700 ára afmæli í ár og þar verður í sumar haldið vinabæja- skátamót. Þangað fer 35 manna hópur og mun dvelja ytra frá 29. júní til 10. júlí. Krakkarnir í Eilífsbúum sem flestir eru á aldrinum 12-15 ára eru búnir að gera ýmislegt til fjáröflunar. M.a. hafa þeir gengið á fjöll í Skagafirði og safnað áheit- um vegna þess. Hljóðbylgjan á Akureyri er eins árs á morgun, laugar- dag. Þeir útvarpsmenn ætla að bjóða alla Akureyringa og nærsveitamenn velkomna milli kl. 14.00 og 16.00 í hljóðver, þar sem möguleiki verður á að láta til sín heyra í beinni útsendingu. Þá verða veitingar á boðstóium og ættu því allir velunnarar Hljóðbylgjunnar að líta inn og berja staðinn augum. Kútmagakvöld Hugins í kvöld I kvöld, föstudagskvöld, heldur Lionsklúbburinn Huginn sitt árlega kútmaga- kvöld á Hótel KEA kl. 19.30. Að venju er fjöl- breytt skemmtidagskrá á boðstólum. Meðal þeirra sem láta ljós sitt skína að þessu sinni er Jón Örn Marinósson, höfundur Jónsbókarþátt- anna í dægurmálaútvarpi Ríkisútvarps og fer hann á kostum að venju. Þá kemur Jóhannes Kristjánsson, ekki veiðimaður heldur eftir- herma, (þessi sem tekur Steingrím Hermannsson svo frábærlega) og skemmtir gestum kvöldsins. Að venju mætir á svæðið Stjáni málari og fer með gamanmál í bundnu máli en Stjáni hefur mætt á síðustu 100 kútmaga- kvöld og aldrei brugðist. Ekki má gleyma böggla- uppboðinu og skyndihapp- drættinu en að sjálfsögðu eru margir eigulegir munir boðnir upp og góðir vinn- ingar í happdrættinu. Allur ágóði rennur til líknarmála. Verðinu er stillt í hóf og kostar því miðinn kr. 1750. Forsala aðgöngumiða verð- ur í dag á skrifstofu Almennra trygginga við Ráðhústorg. Ijósvakarýni Voríð hefurbeturí samkeppninni Verulega fer að versna í því þeg- ar komið er aö Ijósvakarýni og maður hefur lítið sem ekkert horft eða hlýtt á Ijósvakamiðla síðustu vikurnar. Og eflaust er því þannig farið með marga, að þegar nálægðar vorsins gætir minnkar þörfin fyrir þessi annars ómiss- andi fyrirbæri, Ijósvakamiðlana. En fólk má líka passa sig, sér- staklega að horfa ekki of mikið á sjónvarpið, því með því fer það ansi margs á mis. Og ekki kæmi mér á óvart aö of mikið sjón- varpsgláp skapaði tóm hjá fólki, þó að það ef til vill geri sér ekki grein fyrir því. Ég horfði þó á síðasta þátt spurningaþáttarins Hvað held- urðu? á sunnudagskvöldið. Þátt- urinn var þrælskemmtilegur, þótt auðvitað væri mikill Ijóður á hvað Reykvíkingaranir vissu mikið. Og vitanlega var þaö Flosi sem kór- ónaði þetta allt saman. Þessi maður er gjörsamlega óborgan- legur og lokaorðin, rúsínan í þylsuendanum, voru alveg rosa- leg. Gáfu þau lokaræðu Chaþlíns í myndinni um einræðisherrann ekkert eftir. Væri óskandi að þjóðin fengi að njóta Flosa nokk- uð í framtíðinni og hann fari ekki að taka upp á þeim óskunda að draga sig í hlé eða setjast í helg- an stein. Maður enn á léttasta skeiði, með líkamlegt og andlegt atgervi í besta lagi. Það yrði skarð fyrir skildi í skemmtana- málum þjóðarinnar. Svo fylgdist maður í fyrrakvöld með skinum og skúrum í ástarlífi þeirra fráskildu hjóna Dominicks og hvað heitir hún nú aftur? Þetta eru nokkuö athyglisverðir þættir verð ég að segja, en blessað barniö hlýtur að vera orðið ansi ruglaö í ríminu á öllum þessum þvælingi, þar sem hér er komið í þáttunum. Annars býst ég við að Sjón- varpinu hafi hrakað upp á síð- kastiö, enda ekki nema von eins og fjármagn til stofnunarinnar hef- ur verið skorið niður. Er það mið- ur að þessi ágæta stofnun Ríkis- útvarpið skuli nú vera orðið oln- bogabarn stjórnvalda og þjóðar- innar um leið. En ég held ég láti það samt alveg vera að fá mér Stöð 2 í bili, ætli maður bíti ekki alla slíka pressu af sér alveg fram á veturnætur í það minnsta. Enda sýnist mér ekki af svo miklu að missa. Þórhallur Ásmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.