Dagur - 29.04.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 29.04.1988, Blaðsíða 8
2#M.ðPríi<jlf9§&: Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Sextánda sæti enn - eða hvað? Hann er glaöhlakkalegur, Scott Fitzgerald, fulltrúi Breta, enda hef- ur honum veriö spáð góðu gengi í keppninni. Það hefur tæplega farið fram hjá mörgum, að annað kvöld verður sýnd í Sjónvarpinu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Nú sem fyrr, eru miklar vonir bundnar við framlag íslands til keppninnar, lag Sverris Stormsker, Sókrates. Veðbankar erlendis eru ekki jafn bjartsýnir og landinn því þeir spá laginu einhverju miðjusætanna. Ef miðað er við fyrri ár, yrði að telja það góðan árangur, nái lagið svo langt. F»egar lagið sigraði í undankeppni þóttust margir geta spáð því að Sverrir yrði landi og þjóð ekki til sóma á erlendri grund sakir hegðunar sinnar. Líklega hefur það valdið þessum sömu vonbrigðum, hversu prúður drengurinn hefur verið til þessa. F»að mætti ætla að Jón Páll, sterkasti maður heims, hafi svona góð „tök“ á honum, en hann ku hafa borið hann á örmum sér á götum Dyflinnar. Pjóðirnar sem taka þátt í keppninni að þessu sinni eru alls 21. Helst hefur verið veðjað á að lög Bretlands og Sviss sigri í keppninni, en allt kemur þetta í ljós annað kvöld og því ekki um annað að ræða en að bíða og sjá. Hér á síðunni birtum við atkvæðaseðil fyrir heimilið, sem gefur kost á að fylgjast betur með atkvæðagreiðslunni í beinni útsendingu. Hvar lenda þeir? Hinir íslensku Beathoven, Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson sem augu flestra munu beinast að annað kvöld. ísland «o 'O !£ > (/) Finnland Bretland Tyrkland Spánn Holland ísrael Sviss írland ■O -c (0 ro (/> £L Austurríki Danmörk Grikkland Noregur Belgía Luxemburg Ítalía Frakkland Portúgal Júgóslavía Samtals Röð e 5. <5 (B < 1. Ísland: SÓKRATES Flytjendur: Beathoven 2. Svíþjóð: STAD I LJUS Flytjandi: Tommy Körberg 3. Finnland: NAURAVAT SILMÁT MUISTETAAN Flytjendur: Boulevard 4. Bretland:GO Flytjandi: Scott Fitzgerald 5. Tyrkland: SUFI (HeyjaHey) Flytjandi: Maznar-Suat-Ozkan 6. Spánn: LA CHICA QUI YO QUIERO Flytjendur: La De Cata 7. Holland: SHANGRI-LA Flytjandi: Gerard Joling 8. ísrael: BEN-ADAM Flytjandi: Yardena Ara Zi 9. Sviss: NE PARTES PAS SANS MOI Flytjandi: Céline Dion 10. írland: TAKE ME HOME Flytjendur: Jump the gun 11. Þýskaland: LIED FUR EINEN FREUND Flytjendur: Maxi og Chris Garden 12. Austurríki: LISA MONA LISA Flytjandi: Wilfried Scheutz 13. Danmörk: KA’ DU SE HVA’ JEG SA’ Flytjendur: Kirsten Siggaard og Sören Bundgaard 14. Grikkland: CLOWN Flytjendur: Afroditi Fryda og kór 15. Noregur: FOR VÁR JORD Flytjandi: Karolina Kriiger 16. Belgía: LAISSER BRILLER LE SOLEIL Flytjandi: Reynaert 17. Luxemburg: CROIRE Flytjandi: Lara Fabian 18. Ítalía: Tl SCRIVO Flytjandi: Luca Barbarossa 19. Frakkland: CHANTEUR DE CHARME Flytjandi: Gerard Le Norman 20. Portúgal: VOLTAREI Flytjandi: Dora ' 21. Júgóslavía: MANGUP Flytjendur: Silver wings

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.