Dagur


Dagur - 29.04.1988, Qupperneq 3

Dagur - 29.04.1988, Qupperneq 3
29. apríl 1988- DAGUR-3 Skólanefnd Akureyrar um húsnæðismál kennara: Fyrirgreiðsla í hús- næðismálum í tvö ár Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt að næsta skólaár verði í gildi sömu regl- ur og á yfirstandandi skólaári um fyrirgreiðslu skólanefndar við útvegun íbúða fyrir kennara á 1. og 2. ári. Skóla- nefnd hefur haft til ráðstöfunar 4 íbúðir sem eru í eigu Akur- eyrarbæjar og munu 3 þeirra losna í haust. Vonir standa til að hægt verði að útvega 3-4 íbúðir til viðbótar af frjálsa markaðinum fyrir næsta skóla- ár. Tilefni samþykktar skóla- nefndar er erindi frá kennararáði Glerárskóla þar sem leitað var eftir að kennarar sem búnir eru að vera í tvö ár njóti fyrirgreiðslu í húsnæðismálum eitt ár til við- bótar. Mjög erfiðlega gekk að útvega Stytt nám til stúdents- prófs? Á yfirstandandi þingi bar Geir H. Haarde, alþingismaður, fram eftirfarandi fyrirspurn til menntamálaráðherra um stytt- ingu námstíma til stúdents- prófs. „Hefur menntamálaráð- herra uppi einhver áform um að beita sér fyrir því að náms- fólk geti lokið stúdentsprófi á styttri tíma en nú er og geti þannig almennt hafið háskóla- nám á sama aldri og gengur og gerist í nágrannalöndunum?“ í svari menntamálaráðherra kom m.a. fram að hann hefði ákveðið að setja á laggirnar starfshóp til þess að athuga þessi mál og skyldu öll skólastigin hafa þar aðild, þ.e. grunnskóli, fram- haldsskóli og háskóli og auk þess fulltrúar kennarasamtaka og ráðuneytis. í samræmi við þetta hefur menntamálaráðherra nú skipað starfshóp „til þess að kanna ástæður þess að nemendur ljúka stúdentsprófi einu ári eldri hér á landi en víða annars staðar í okkar nágrannalöndum“ og er þess óskað að hópurinn ljúki störfum eigi síðar en 1. nóv. nk. Veitustofnanir Akureyrar: Gjaldskrá hitaveitu og rafveitu hækkar Breytingar verða á gjaldskrám Hitaveitu Akureyrar og Raf- veitu Akureyrar frá og með 1. maí. Bæjarstjórn hefur sam- þykkt breytingarnar. Veitustjórn lagði til á fundi sín- um 25. apríl að gjaldskrá Hita- veitu Akureyrar og taxtar C1 og C2 hjá Rafveitu Akureyrar hækki 1. maí til samræmis við hækkun byggingarvísitölu úr 107,5 stigum í 110,8 stig, eða um 3,07%. Pá hefur borist tilkynning frá Landsvirkjun um að söluverð hennar á raforku hækki um 3,7% frá 1. maí n.k. Veitustjórn leggur til að gjaldskrá Rafveitu Akur- eyrar hækki um 3,7%, en húshit- unartaxtar C1 og C2 hækki um 3,07%, eins og fram kemur hér að ofan. EHB húsnæði fyrir kennara á Akureyri síðastliðið haust og komið var fram að áramótum þegar síðustu íbúðirnar fengust. „Þetta var mjög erfitt í fyrra og ég er hrædd- ur um að svo verði einnig fyrir næsta skólaár. Þó kemur töluvert af nýjum íbúðum inn á markað- inn á árinu og maður vonast til að það minnki aðeins spennuna," segir Ingólfur Ármannsson, skólafulltrúi Akureyrarbæjar. Ekki eru komnar inn umsóknir um íbúðir hjá skólanefnd en Ing- ólfur segir að vitað sé um nokkr- ar umsóknir sem berast á næst- unni frá kennurum sem koma til Akureyrar fyrir næsta skólaár. Skólafulltrúa var falið á fundi skólanefndar að auglýsa sem fyrst eftir íbúðum á Akureyri. JÓH Árshátíð Sameiginleg árshátíð verkfræðinga og tækni- fræðinga verður haldin laugard. 7. maí næst- komandi að Hótel KEA. Tæknifræðingar eru vinsamlegast beðnir um að til- kynna þátttöku sína í einhvern eftirfarandi síma: 24411 Eiríkur, 27072 Kristinn, 26230 Magnús. Allar nánari upplýsingar varðandi dagskrá verða einnig gefnar í ofangreindum símanúmerum. Stjórnin. MEÐ SKILVÍSI HAGNAST PÚ Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostn- að af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú hagnast á skilvísinni því þú getur notað peningana þína til gagnlegri hluta, til dæmis í að: mála stofuna fyrirsumarið setjaný blöndunartæki á baðherbergið eða leggja parket áforstofuna. I / 'I m með láns: Greiðslufrestur er til 15. mai n i U'. reiKnasi urattarvexti di A^gnigarvísítðln. maí Gréiðs luf'restur ér tii 31. ffiáí, bann 1. j-úhí rei knast dráttár\/exti SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öll- um bönkum og sparisjóðum landsins. GYLMIR/SfA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.