Dagur - 29.04.1988, Page 4
4 - DAGUR - 29. apríl 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 60 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR.
RITSTJÓRAR.
ÁSKELL PÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉSPÉTURSSON
(Reykjavfk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÚTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
UÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Hugleiðing um strjál-
býli, stjórnmálamenn
og reykvískar hallir
Undanfarnar vikur og mánuði hafa stjórnmálamenn
mikið rætt um nauðsyn þess að draga úr framkvæmd-
um - og þar með þenslu - á Reykjavíkursvæðinu.
Þessi málflutningur hefur hljómað fremur vel í eyrum
þeirra sem á landsbyggðinni búa enda heyrir það t.d.
til undantekninga í sumum byggðarlögum ef tekinn er
grunnur að nýju húsi. Því miður horfir ekki vænlega í
sumum byggðum á Norðurlandi hvað atvinnuástand
varðar og það stefnir í að fólk flytji í enn ríkari mæli til
Reykjavíkursvæðisins.
Fólksfækkun í Þingeyjarsýslu er t.d. uggvænleg, en
á síðustu 20 árum hefur fólki í N.-Þingeyjarsýslu fækk-
að um 20% og á Raufarhöfn hefur fólki fækkað úr 550
í 450 á árunum 1981-1986. Stöðnun er á mannfjölda í
þjónustugreinum og iðnaði. Fólki hefur fækkað bæði í
sveitum og þéttbýlisstöðum og við blasir áframhald-
andi fækkun. Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi hjá Iðnþró-
unarfélagi Þingeyinga, segir í skýrslu sem hann sendi
nýlega frá sér að ekki sé vilji fyrir ríkisstyrktu atvinnu-
lífi á landsbyggðinni. Hann segir einnig að það sé ekki
kræsin mynd af framtíðinni ef landbúnaður leggst nið-
ur í stórum héruðum og sjávarplássin verði að ver-
stöðvum þar sem aðeins er unnið við fisk. „Þá er jafn-
vel hætt við að föst búseta leggist niður og fólk hafi
þar aðeins viðdvöl til að ná í uppgrip og fari svo annað
til að eyða peningum.“
í upphafi var ögn minnst á stjórnmálamenn og vilja
þeirra til að draga úr þenslu á höfuðborgarsvæðinu.
Dagur skilur þessar viljayfirlýsingar á þann hátt að
þess í stað verði unnið að uppbyggingu atvinnulífs
t.d. á því svæði sem Ásgeir lýsti. En því miður verður
ekki séð að mikið mark sé hægt að taka á yfirlýsingum
stjórnmálamanna. Þess er nefnilega t.d. skemmst að
minnast að menntamálaráðuneytið sendi frá sér til-
kynningu þess efnis að nú sé í undirbúningi að hefja
byggingu mikillar hallar í Reykjavík - hallar sem kost-
ar nokkur hundruð milljónir. í umræddri fréttatil-
kynningu segir: „Ríkisstjórn íslands lýsir því yfir að
áætlanir eru uppi um byggingu nýrrar íþrótta-, sýn-
ingar- og ráðstefnuhallar í Reykjavík, sem tekin yrði í
notkun nokkru áður en heimsmeistarakeppnin
(heimsmeistarakeppni karla í handknattleik - innsk.
Dagur) verður haldin 1993/94 og gert er ráð fyrir að
hún geti rúmað um átta þúsund áhorfendur." Þessi
yfirlýsing stjórnenda landsins er sérkennileg og ekki
hægt að sjá að þar fari hópur fólks með fjármálavit.
Sömuleiði s er athyglisvert hvernig íþróttahreyfingin
virðist hafa stjórnmálamenn í vasa sínum og geti
fengið úr opinberum sjóðum hundruð milljóna í bygg-
ingu sem aldrei mun skila krónu í arð. En e.t.v. er hægt
að nota húsið í framtíðinni til að sýna borgarbörnum
þá einstaklinga sern enml^ersk^llast.við &ð flytja suð-
ur í rigrúnguná. Eftir sýftinguna mætti bjóöa þéssum
Leikfélag Akureyrar:
Fiðlarinn er kominn
á þakið
- Frumsýning í kvöld
Söngieikurinn „Fiðlarinn á
þakinu“ verður frumsýndur
hjá Leikfélagi Akureyrar í
kvöld og er þetta síðasta verk-
efnið á viðburðaríku leikári.
Að öllum líkindum mun Fiðl-
arinn setja punktinn yfir i-ið
því uppselt er á frumsýninguna
og fjölmargar miðapantanir
komnar á aðrar sýningar. Eftir
að hafa séð æfingu hjá leikfé-
laginu er ekki óvarlegt að
áætla að Fiðlarinn fái mjög
góða aðsókn og muni jafnvel
slaga upp í „My Fair Lady“.
Söngleikurinn gerist í þorpinu
Anatevka í Úkrainíu í Rússlandi
í kringum árið 1905. Við fylgj-
umst með gyðingafjölskyldu,
hjónunum Tevje og Goldu og
dætrum þeirra, Tzeitel, Hodel,
Chava, Sprintze og Bielke og
tökum þátt í sorgum þeirra og
gleði. Aðrir þorpsbúar koma
einnig mikið við sögu, ýmist gyð-
ingar eða Rússar, en umtalsverð-
ur hluti sögunnar fer í hjóna-
bandshugleiðingar dætranna og
þar koma upp ýmis vandamál.
Fátækt og gyðingaofsóknir
skína í gegnum skondnar lýsingar
á lífi fjölskyldunnar. Það voru
ekki Þjóðverjar sem fundu upp
gyðingaofsóknirnar þótt þeir hafi
gengið hvað harðast fram í þeim í
seinni heimsstyrjöldinni. Ofsókn-
ir hafa fylgt gyðingum í gegnum
aldirnar. í Rússlandi bjuggu gyð-
ingar við mikla fátækt í Ökrainíu
og eftir að Alexander II var myrt-
ur 1881 hófust ofsóknir gegn
þeim fyrir alvöru.
Gyðingum var kennt um óró-
ann og byltingarástandið sem
myndaðist í Rússlandi upp úr
aldamótunum og þeim var kennt
um byltingatilraunina 1905.
Margir ungir gyðingar tóku þátt í
baráttunni gegn keisaraveldinu
Iíkt og Perchik í Fiðlaranum.
Þekktastur þessara ungu gyðinga
var Leo Davidovich Bronstein
sem síðar varð þekktur undir
nafninu Leon Trotsky. En lang-
flestir gyðingar, líkt og Tevje,
óskuðu einungis eftir því að fá að
lifa í sátt við zarinn og aðra
þegna ríkisins, þrátt fyrir fátækt
og ofsóknir, sáttir við hlutskipti
fiðlarans á þakinu.
Fiðlarinn sló öll met
Ævintýrið um „Fiðlarann á þak-
inu“ hófst með því að höfundun-
um, Joseph Stein (handrit),
Sheldon Hamick (söngtextar) og
Jerry Bock (tónlist) var bent á að
athuga skáldsögu eftir jiddíska
rithöfundinn Shalom Aleichem
með það í huga að gera úr henni
söngleik. í staðinn rákust þeir á
sögur hans um mjólkurpóstinn
Tevje og dætur hans, sem gefin
var út árið 1894. Höfundurinn
hafði sjálfur gert leikgerð úr
sögunum. Þeir félagar tengdu
síðan myndlist Marc Chagalls við
þetta efni og nafnið „Fiðlarinn á
þakinu" er komið úr málverkum
hans.
Söngleikurinn „Fiðlarinn á
þakinu“ var frumsýndur á Broad-
way í september 1964 og nokkr-
um árum síðar hafði hann slegið
öll sýningarmet og því meti var
ekki hnekkt fyrr en með „A
Chorus Line“ löngu síðar. Fiðlar-
inn hefur verið færður upp víðast
hvar í heiminum og hér á landi
var hann sýndur í Þjóðleikhúsinu
1969, þar lék Róbert Arnfinns-
son Tevje, og hjá Leikfélagi
Húsavíkur 1979 og þar var
Sigurður Hallmarsson í hlutverki
Tevjes.
Höfundur sagnanna um mjólk-
urpóstinn Tevje, Shalom
Aleichem, hét í rauninni Salom-
on Rabinovitz og var fæddur árið
1859 í Pereyaslav í Poltavafylki í
Úkrainíu, stóra gyðinga-gettó-
inu. Hann hóf ritstörf 18 ára með
því að rita greinar um menning-
armál í dagblöð gyðinga. Hann
skrifaði ýmist á hebresku og
rússnesku en það var ekki fyrr en
hann byrjaði að skrifa á jiddísku
sem hann náði verulegum vin-
sældum. Þá tók hann sér dulnefn-
ið Shalom Aleichem sem þýðir
„Friður sé með yður“ eða ein-
faldlega „góðan dag“.
Shalom tapaði aleigunni í
kauphallarbraski og á tímum
fátæktar og niðurlægingar bjó
hann til sögur um mjólkurpóstinn
Tevje, smásögur og eintöl. Fyrsta
eintalið kom út 1894 og hann hélt
áfram að skrfa sögur af Tevje til
dauðadags 1916. Tevje átti sér
fyrirmynd í mjólkurpóstinum
sem færði fjölskyldu Shalom
Aleichem mjólk, smjör og osta í
Bojarka þar sem þau dvöldust í
sumarleyfum. Þessi góðhjartaði
mjólkurpóstur var sífellt með til-
vitnanir í Biblíuna og hebresk
orðatiltæki sem hann sneri og
lagaði frjálslega að þörfum sínum
til að lifa af ömurlegan veruleika.
Fjölmargir
þátttakendur
Fjöldi manns tekur þátt í upp-
færslu Leikfélags Akureyrar á
„Fiðlaranum á þakinu". Stefán
Baldursson er leikstjóri, Sigurjón
Jóhannsson hannar leikmynd og
hefur yfirumsjón með búningum,
höfundur dansa er Juliet Naylor,
Ingvar Björnsson sér um lýsingu
og tónlistarstjóri er Magnús
Blöndal Jóhannsson, en hann var
einmitt tónlistarstjóri í uppfærslu
Þjóðleikhússins á Fiðlaranum.
Jón Hlöðver Áskelsson stjórnaði
kórnum á æfingum en auk leikara
taka þátt í sýningunni kór Leik-
félags Akureyrar sem vakti
athygli fyrir þátttöku sína í „Pilti
og stúlku" og stór hljómsveit
með góðum tónlistarmönnum og
fjölbreyttri hljóðfæraskipan. Þá
tekur starfsfólk Leikfélags Akur-
eyrar virkan þátt í undirbúningi
og umgjörð sýningarinnar.
Hlutverkin í sýningunni eru
mörg og skal nú reynt að nefna
helstu leikara en þar er um að
ræða fastráðna leikara hjá LA,
gestaleikara, t.d. frá Leikklúbb-
inum Sögu, svo og kórfélaga og
dansara. Theodór Júlíusson leik-
ur aðalhlutverkið, mjólkurpóst-
inn Tevje, Anna Sigríður Einars-
dóttir leikur Goldu konu hans og
dæturnar leika þær Arnheiður
Ingimundardóttir (Tzeitel), Mar-
grét Kr. Pétursdóttir (Hodel),
Erla Ruth Harðardóttir (Chava),
Helga Hlín Hákonardóttir
Cyðingaljölskyldan, frá vinstri: Tevje (Theodór Júlíusson), Golda (Anna Sigríður Einarsdóttir), Tzeitel (Arnheið-
ur Ingimundardóttir), Hodel (Margrét Kr. Pétursdóttir), Chava (Erla Ruth Harðardóttir), Sprintze (Helga Hlín
Hákonardóttir) og Bielke (Arnbjörg Valsdóttir). Myndír: gb