Dagur - 29.04.1988, Síða 7
29. apríl 1988 - DAGUR - 7-
5strur
er alls ekki nógu gott og þessar
konur ættu aö hugsa sinn gang.
Dagmæður fá mikið út úr því að
vera í félaginu. Við hjálpum
þeim á ýmsan hátt, veitum þeim
upplýsingar og þær fá fræðslurit
og gögn sem nýtast þeim í starfi.
Ef einhver vandamál koma upp í
sambandi við börnin hlýtur það
að vera mikill stuðningur fyrir
þær að vera í tengslum við okkur
og geta leitað ráða. Síðan eflir
það auðvitað stéttarvitund hjá
þeim að hittast á fundum og ræða
sín mál og við verðum æ betur
vör við það að þær eru farnar að
líta á þetta sem atvinnugrein,
ekki bara dútl með heimilisverk-
unum sem gefur þeim einhvern
aukapening."
- Hvað eru mörg börn hjá
dagmæðrum í hverfinu og í dag-
vistun yfirhöfuð?
„Á dagvistunum sjálfum eru í
rauninni ekki nema í kringum
150 börn, enn sem komið er, en
það mun breytast þegar Hlíðar-
ból og Sunnuból taka til starfa.
Hjá dagmæðrum eru kannski 50-
60 börn en þessar tölur sveiflast á
milli mánaða. Þessa stundina er
ekki mikil ásókn í pláss hjá dag-
mæðrum og þó nokkrar hafa ver-
ið að auglýsa eftir börnum og
ekki gengið vel. Ásóknin er alltaf
mest á haustin og þá hrúgast inn
á biðlista en síðan dregur úr
þessu og á vorin og sumrin er
ásóknin minni. Dagmæðrum
fækkar líka yfirleitt á sumrin
þannig að þessar sveiflur mega
kannski teljast heppilegar.“
„Þær komu alveg af
fjöllum“
- 1 ljósi þeirrar reynslu sem
komin er á þessa tilraun, sýnist
þér að það sé grundvöllur fyrir
hverfaskiptri dagvistun á Akur-
eyri?
„Já, mér líst mjög vel á þessa
tilraun og tel að hún eigi eftir að
skila góðum árangri. Eg er líka
virkilega ánægð í þessu starfi.
Svo við minnumst aðeins á gæslu-
vellina líka þá fer þar fram mjög
gott starf og ábyggilega meira en
mörgum dettur í hug. Það kom til
dæmis fram í samtölum okkar við
fóstrur annars staðar á landinu
„Það eru skiptar skoðanir um þetta mál og fóstrur verða að velja á milli þessara stéttarfélaga.
sem eru með eftirlit með gæslu-
völlum að hér er mun meiri rækt
lögð við gæsluvellina en víðast
hvar á landinu. Jón Björnsson
félagsmálastjóri var að skýra frá
kostnaði við vellina og þær skildu
ekkert í því hvaða kostnaður
þyrfti að vera við gæsluvelli utan
við launakostnað fyrir tvær
manneskjur. Við spurðum þá á
móti: Hvað með leikföng, föndur-
efni og annað slíkt? Þá komu þær
alveg af fjöllum. Svona starf
þekkist bara ekki á gæsluvöllum
annars staðar, en þó þekki ég
ekki til alls staðar og get því ekki
fullyrt að ekki sé unnið hliðstætt
starf í öðrum sveitarfélögum."
„Ég held að næsta sumar verði ástandið orðið nokkuð gott og þá þurfum við alls ekki að vera óánægð með dagvist-
artttál í Glerárltverfi."
- En skólagæsla. Er hún ekki
ný af nálinni á Akureyri?
„Jú, hún er svo að segja nýtil-
komin. Það hefur að vísu verið
skólagæsla í Síðuskóla undanfar-
in ár en að öðru leyti var þetta
bara að fara í gang. Ég held að
skólagæslan eigi eftir að gefa
góða raun. Þetta er mjög gott
fyrirkomulag, foreldrar geta nýtt
betur þann tíma sem börnin eru í
skólanum og jafnvel unnið utan
heimilisins hálfan daginn. Hins
vegar þarf að bæta ýmislegt í
sambandi við skólagæsluna,
aðstöðu og slíkt, en þetta er mjög
mismunandi eftir skólum."
- Hvernig fer þessi skólagæsla
fram?
„Hún gerir börnunum kleift að
vera í skólanum í fjórar klukku-
stundir. Ef þau eiga t.d. að byrja
í kennslustund klukkan hálf tíu
þá geta þau komið í skólann
klukkan átta og verið í skóla-
gæslu fram að kennslu. Eins er
þetta seinnipart dags, eftir að
kennslu lýkur til klukkan fimm.
Þetta miðast við að foreldri geti
unnið 50% vinnu meðan barnið
er í skólanum.“
Dagvistarformin
tengd saman
Nú er tæpt ár liðið frá því Jón
Björnsson félagsmálastjóri
kynnti hugmyndina að „Tilrauna-
verkefninu í Síðuhverfi" fyrir
fóstrum á Akureyri. í kynning-
arplaggi kemur fram að talið er
tímabært að færa dagvistarformin
nær hvert öðru og láta þau
mynda eina heild, m.a. til að ein-
falda skipulag og viðskipti neyt-
enda við dagvistarkerfið og mæta
þjónustuþörfinni betur. Einnig
yrði þetta til þess að tryggja upp-
eldisfræðilega þekkingu í öllum
formum dagvistar. Eg spurði
Húldu að lokum hvort hún væri
byrjuð að tengja saman dagvist-
arformin fjögur:
„Ekki get ég sagt það en það
var vissulega eitt af verkefnunum
að tengja saman öll þessi dagvist-
arform, gera þau nátengdari og
bjóða upp á heimsóknir eða jafn-
vel skipti t.d. á milli gæsluvalla
og dagheimila. Það var líka
meiningin að ég myndi hringja í
fólk og grennslast fyrir um hvaða
form hentaði því best og púslaði
jafnvel saman forntum ef á þyrfti
að halda. Þetta er lítið farið í
gang og ég reikna með að það
geti frekar farið af stað þegar bið-
listinn er orðinn styttri á dagvist-
unum, þannig að ég hafi meira
svigrúm til að bjóða fólki upp á
mismunandi dagvistarform.
Eins og staðan er í dag hef ég
ekki annað en dagmæður og
gæsluvelli upp á að bjóða.“ SS