Dagur


Dagur - 29.04.1988, Qupperneq 10

Dagur - 29.04.1988, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 29. apríl 1988 BALTIMORE WASHINGTON 3 x í viku FLUGLEIDIR jSBr -fyrírþíg- * I Sumarbúðimar við Vestmannsvatn ★ Innritun er hafín ★ Tekið er á móti umsóknum í síma 96-41668 milli kl. 17 og 20 alla virka daga. LOKAÐ Vélsmiðjan Atli hf. tilkynnir lokun eftir hádegi föstu- daginn 29. apríl vegna jarðarfarar Friðnýjar S. Möller. Vélsmiðjan Atli Strandgötu 61, Akureyri. Mm Merkjasölubörn Hin árlega merkjasala 1. maí nefndar er framundan. Þau sölubörn sem áhuga hafa á að selja merki hafi samband við nefndina í síma 23621 frá kl. 18.30- 20.30 föstudaginn 29. apríl. Merkin verða afhent á skrifstofu Iðju, Skipagötu 14 frá kl. 16.30-19.30, laugardaginn 30. apríl. ★ Góð sölulaun ★ 1. maí nefnd. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Slmi 21635 - Skipagötu 14 Verslunar- og skrifstofufólk á Akureyri og nágrenni Allsherjar atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður á skrifstofu félagsins Skipagötu 14 föstudag 29. apríl kl. 13-19, og laugardag 30. apríl kl. 10-16. Kosning fyrir félagsmenn á Dalvík og Ólafsfirði fer fram á skrifstofu KEA á Dalvík kl. 14-17 á föstudag. Kjörstjórn. Ávarp 1. maí nefndar verka- lýðsfélaganna á Akureyri / dag sem svo oft áður minnumst við baráttu forvera okkar fyrir mannsæmandi kjörum. Baráttu sem bæði var hörð og óvægin og er, þrátt fyrir sýndarvelmegun okkar nú, langt frá því að vera lokið. Með samstilltu átaki hefur okkur tekist að byggja upp þjóðfélag í átt til jöfnuðar en þann árangur er nú reynt að eyðileggja. Það er gert á markvissan hátt t.d. með því að auka frelsi fjármagnsins, með því að auka skattheimtu á almennar neysluvörur, með því að vega að jafnri byggð í landinu og með því að rífa og tæta í félagslega öryggisnetið. Við verðum að bregðast hart gegn öllum árásum. Hverri árás verðum við að hrinda með margföldu afli til baka. En hverniggerum við það? Hvernig eigum við að koma lífi í stirðnaða limi hreyfingar- innar sem er margklofin og sundurleit? Við verðum að breyta skipulagi hennar, þannig að þeir sem starfa í sömu starfsgrein- um verði sameinaðir í sérgreinasamböndum og starfi saman að samningum. Við verðum að auka miðstýringu hreyfing- arinnar til mótvægis við sameinaða stöðu vinnuveitenda. Við verðum að hrista af hreyfingunni ok núverandi stjórnmálaflokka og skapa innan hennar stjórnmálalegt afl til hliðar við hið faglega starf. Hreyfingin má ekki láta blind- ast af hagsmunum einstakra flokka til hægri eða vinstri. Við verðum að gera þá kröfu til forustumanna okkar að þeir hafi einungis fagleg og pólitísk markmið samtaka verka- fólks í huga í starfi sfnu en ekki skammtíma flokkshagsmuni. í ár fögnum við 140 ára afmæli kommún- istaávarpsins en það var gefið út í ársbyrjun 1848. í þessu ávarpi kemur fram, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, grundvallar- stefna verkalýðshreyfingarinnar. Þetta litla rit gaf svo Ijósa skilgreiningu á þróun auðvaldsskipulagsins, að slíkt hafði ekki sést fyrr, og þar var í fyrsta sinn lýst með rökum orsökum stéttaskiptingarinnar, og sýnt fram á nauðsyn stéttabaráttunnar. í ávarpinu voru verkalýðnum fengin þau fræðilegu vopn, sem hann þarfnast í hagsmuna- og valdabar- áttu sinni. Þar var í fyrsta sinn sú skoðun sett fram að verkalýðurinn verði að taka völdin með byltingu. Við höfum viðurkennt að leita beri annarra leiða en byltingar til að ná fram markmiðum okkar en því er auðvitað ekki að leyna að í einstökum tilvikum verður að víkja af vegi lýðræðisins. Lýðræði sem ekki tryggir vinnandi stéttum batnandi hag er ekkert lýðræði, heldur hjúp- ur fyrir arðrán og kúgun auðvaldsins. Lýð- ræðið er aðferð til að tryggja velferð fólksins, öryggi og menningu. Hvað er framundan í kjarabaráttunni? Svarið er einfalt en ekki er eins auðvelt að hrinda því í framkvæmd. Það þýðir ekkert, eins og staðan er í dag, að berjast einungis fyrir auknu tímakaupi ef það verður strax frá okkur tekið. Við verðum því að huga að eig- in skipulagi og þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir m.a. með því að: - setja á verðstöðvun á nauðsynjavörum, lækka vexti og taka lánskjaravísitöluna úr sambandi. - setja reglur um starfsemi fjármagnsmark- aðarins og takmarka erlendar lántökur. - setja lög um lágmarkslaun og lágmarks kaupmátt þeirra. - bæta við þrepum inn í staðgreiðslukerfi skatta þannig að hátekjumenn greiði sam- bærilegan skatt og áður var. Auk þess sem að beita verður skattkerfinu til meiri launa- jöfnunar en nú er gert. - bæta núverandi húsnæðiskerfi með öllum ráðum sem til eru og gera öllum kleift að koma sérþakiyfir höfuðið, með kaupum eða kaupleigu, án tillits til þjóðfélagsstöðu eða launa. Ef stjórnvöld eru ekki tilbúin til þessara aðgerða þá verðum við að vera undir það búin að knýja á um nýjar kosningar og nýja stjórn. Þarmá enginn undan skorast. Enginn má láta blindast af sérhagsmunum einstakra flokka. Skylda félagsmanna hreyfingarinnar jafnt og forustumanna hennar er að bæta kjörin með þeim ráðum sem eru nauðsynleg og tiltæk. Langtímamarkmið okkar eru þau: - að bæta kjörin þannig að 8 stunda vinna einstaklings dugi til framfærslu meðal-fjöl- skyldu, að auka atvinnulýðræðið, auka og bæta starfs- og iðnmenntun og gera starfs- mönnum kleift að taka vaxandi þátt í stjórnun fyrirtækjanna. - að auka vald og mátt ASÍ og annarra heildarsamtaka launafólks á ákvörðunartöku í þjóðfélaginu þannig að aldrei verði vikist undan þeirri skyldu stjórnvalda á hverjum tíma að leita samþykkis hreyfingarinnar í þeim málum sem mikilvægust eru. - að gera vinnustaðina þannig úr garði með tilliti til öryggis og aðbúnaðar að til fyrir- myndar verði. Því fyrr sem atvinnurekendur gera sér grein fyrir því að heilbrigt vinnuum- hverfi er ein af forsendum hagsældar vinnu- staðanna og fyrirtækjanna því betra. Við verðum einnig að vinna með þeim öfl- um sem stuðla að afvopnun og mannréttind- um. Við verðum jafnt innanlands sem utan að berjast gegn illmennsku og auðsöfnun fárra. Sameinuð rödd okkar er voldugt afl, sem blæs burt ánauð ogkúgun. Stöndum því saman - til sigurs. Jtmwmmfííöcjin ómu vimmíi jvfki tíf ójáuur otj jireita dfm feíffa áfcmttu-ocj mtíJisdccji dfjjó&fecjrar irerltaftjkfimjfmíjar. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.