Dagur - 29.04.1988, Blaðsíða 23
29. apríl 1988 - DAGUR - 23
Sniglabandið og er núna á föstu
með Sverri!"
- Ertu þá hættur í Sniglaband-
inu?
„Eigum við ekki að segja að ég
sé í leyfi frá störfum í Snigla-
bandinu um óákveðinn tíma.“
- En hvenær byrjaði ykkar
samstarf?
Stefán: „Það var í fyrra,
snemmendis..."
Sverrir: „Já, Stígur hefði
ábyggilega endað í Sniglaband-
inu hefði ég ekki komið auga á
hann í Kvennó!"
- Nú kom þín fyrsta plata út
fyrir þremur árum, Sverrir, hafði
hún lengi staðið til?
„Já, fyrir útgáfu hennar átti ég
ein 8-900 lög á lager og þau lög
hafa reyndar verið að koma út
allar götur síðan.“
- Þú hefur einmitt oft verið
gagnrýndur fyrir að vanda
kannski ekki nægilega öll lögin?
„Petta er nú bara tveggja ára
gömul meinloka hjá einhverjum
úrillum gagnrýnendum, þeir sjá
bara ofsjónum yfir því ef menn
eru afkastamiklir. Það er bara
þeirra höfuðverkur, eða bein-
verkur því það er sjaldnast neitt
milli eyrnanna á þeim flestum.“
- En hvað um „leynigagnrýn-
endurna“, plötusnúðana á Sí-
byljustöðvunum?
„Sko, meðan þeir eru að spila
mín lög vil ég ekki meina að þeir
séu að spila síbylju, þá myndi ég
segja að þeir stæðu undir nafni
sem ágætis plötusnúðar. í raun-
inni eru einu kröfurnar sem ég
geri til poppstöðvanna er að þær
spili lög eftir mig! Að vísu er það
dálítil hræsni þegar plötusnúðar
sem aldrei hafa spilað lög eftir
mig eru allt í einu farnir að gera
það, í kjölfar júróvisjon.
- Nú hefur þú óneitanlega sér-
stakan stíl. Hvernig vinnurðu lög
þín, ertu handverksmaður?
„Já, auðvitað er maður hand-
verksmaður að vissu leyti, þetta
er eins og maður sem er að negla
nagla í vegg, en til þess að negla
í vegg verður maður náttúrlega
að hafa heila. Mér er alveg sama
hvernig lögin verða til, hvort sem
þau koma út úr kjaftinum á mér
eða fingurgómunum. Ég sem
flest öli mín lög á píanó, að vísu
er þetta lag sem núna er á
toppnum, Þú og þeir, eitt örfárra
laga sem maður hefur samið á
gítar. Þar að auki er þetta eitt
fárra laga sem ég tók aldrei upp á
kassettu, heldur bara mundi það.
Skrýtið, því yfirleitt gleymi ég
nýjum lögum hvort sem þau eru
góð eða slæm.“
- Nú ert þú oftast flest í flestu
á plötunum þínum, útsetur t.d.
allt sjálfur.
„Málið er það að maður er svo
frekur, vill endilega fá að ráða.
Hins vegar er það þannig að þeg-
ar maður er búinn að semja eitt
stykki lag er manni illa við að
ganga frá króanum þannig að
hann sé bara í bleiu og búið.
Maður vill klæða hann upp, hafa
hönd í bagga með hvernig hann
kemur t.a.m. til með að líta út á
sviðinu í Dublin. Maður vill
fylgjast með lögunum frá vöggu
til grafar. Það er þess vegna sem
ég kem líklega til með að útsetja
næstu plötu ásamt Stebba. Eyþór
Gunnarsson mun alltaf verða
pródúser að því leytinu til að
hann verður svona handverks-
maður í orðsins fyllstu merkingu,
þ.e.a.s. hann heldur á barninu
undir skírn en ég helli yfir hann
vatninu, krakkann ekki Eyþór!
Eyþór er mjög góður aðstoðar-
maður, hann sér um að koma
þessu skikkanlega á teip, hefur
enda miklu meiri reynslu í því en
ég, þannig að hann er sá maður
sem ég kem til með að vilja vinna
með.“
- Hvernig er með textagerð-
ina, endurskrifarðu textana mik-
ið eða semurðu þá í stundarbrjál-
æði?
„Nei, alls ekki, þó að textarnir
virki kannski þannig að þeir séu
samdir í stundarbrjálæði þá ligg-
ur mikil vinna að baki. Eg
endurskrifa hvern texta, þó að
hann sé kannski ekki nema 300
orð, aftur og aftur og er svona í
kringum 10 daga með hvern
texta. Það er nefnilega svo margt
í sambandi við textagerð sem
maður þarf að taka tillit til og
fólk virðist engan veginn gera sér
grein fyrir. Þessir palla- eða
sleggjudómar sem hafa verið um
textana fram að þessu byggjast á
gamalli þröngsýni eða no. 1, 2 og
3 heimsku! Fólk veit ekki út á
hvað textagerð gengur. Maður
verður að taka tillit til stuðla og
höfuðstafa séu þeir á annað borð
brúkaðir, einnig kemur hljóð-
fræði inn í spilið, t.d. hvort söng-
varinn hefur hátt eða lágt radd-
svið.“
- En hverjir teljast þá góðir
textasmiðir?
„Megas hefur náttúrlega alltaf
verið góður og Bubbi, frá og með
Dögun. Þeir eru alla vegana
meðal þriggja bestu textasmiða
landsins!“
- Stefán, þín uppáhöld í tón-
listinni?
„Ég hef gaman af öllu svo sum,
nema kántríi. Annars hlusta ég
fremur lítið eftir góðum textum,
alla vegana á ensku enda eru þeir
flestir þannig að ef þú myndir
snúa þeim upp á íslensku mætti
halda að Hallbjörn Hjartarson
hefði samið þá alla!“
- Sverrir, er óskabarn þjóðar-
innar með eitthvað í bígerð?
„Af hverju er alltaf verið að
kalla mig óskabarn þjóðarinnar,
ég fatta þetta alls ekki, ég er ekk-
ert óskabarn, ég er óskamaður
þjóðarinnar... Stebbi má vera
óskabarnið. Nei annars, ég er
annar helmingurinn af þessum
dúett, Beathoven, um þessar
mundir og við munum væntan-
lega gefa út plötu fyrir næstu jól
með mínum lögum og Stebba
söng.“
- Er þetta fullt starf að vera
poppari?
Stefán: „Já, núna að minnsta
kosti og Sverrir er alvöru popp-
ari, fyrir hádegi að minnsta
kosti!“
Sverrir: „Að öllu gamni
slepptu þá hefur þetta verið mitt
aðalstarf undanfarin þrjú ár.“
- Er þá ekki best að snúa sér
að því sem lesendur fýsir eflaust
mest að vita eitthvað um. Júró-
visjon. Hvernig hefur ykkur lík-
að öll athyglin í kjölfar sigursins í
forkeppninni?
Stormsker: „Mér finnst þetta
bara virkilega almennilegt, eigin-
lega fer ég alltaf á alveg hvínandi
bömmer ef það birtist ekki mynd
af mér í blöðunum daglega. Þá
sný ég bara tánum upp í loft og
sef af mér daginn.“
- Nú er eldri kynslóðin hrædd
um að þið gerið einhvern fjand-
ann af ykkur þarna í Dublin...
Stefán: „Fólk getur varla verið
hrætt um að ég geri eitthvað af
mér þarna úti, ég er svoddan
óskabarn. Nei annars, ég held að
fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur
af neinu slíku.“
Sverrir: „Stebbi er nefnilega
algjör engill!"
- Er undirbúningurinn að ein-
hverju leyti hafinn?
Stormsker: „Nei, þetta er allt í
lausu lofti og þetta lausa loft er
allt inn í hausnum á honum Birni
Emilssyni en hann er fram-
kvæmdastjóri keppninnar. En
eins og ég segi þá er undirbúning-
urinn á algjöru byrjunarstigi, við
komum til með að æfa raddirnar í
flugvélinni á leiðinni út og fata-
málin held ég að blessist hrein-
lega á einhverjum pöbbnum í
Dublin. Eigum við ekki bara að
segja að öll málin reddist úti í
Dublin, bæði fatamál, söngmál
og sviðssetning. Annars gerir
þetta ekkert til, við briUerum
hvort sem er!“
AKUREYRARB/ER
Hjúkrunarfræðingar
Dvalarheimilið í Skjaldarvík óskar að ráða
deildarstjóra frá 1. júlí.
Upplýsingar um starfið gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 23174 eða 21640.
Upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmanna-
stjóri Akureyrarbæjar í síma 21000.
AKUREYRARB/CR
Unglingavinna
Skráning 13,14 og 15 ára unglinga (árgangar
’73, ’74 og ’75) sem óska eftir sumarvinnu
hefst mánudaginn 2. maí.
Skráningin fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni
Gránufélagsgötu 4, sími 24169 frá kl. 9-12 og 13-
16 alla virka daga.
Skráningu lýkur föstudaginn 13. maí.
Garðyrkjustjóri.
-----------------— v
AKUREYRAR&ÆR
Skólagarðar
Skráning 10, 11 og 12 ára unglinga (árgangar
’76, 77 og ’78) sem vilja nýta sér aðstöðu í
skólagörðum bæjarins á komandi sumri hefst
mánudaginn 2. maí.
Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni
Gránufélagsgötu 4, (sími 24169) frá kl. 9-12 og
13-16 alla virka daga.
Skráningu lýkur föstudaginn 13. maí.
Garðyrkjustjóri.
Smiðir athugið!
Okkur vantar smiði sem fyrst.
Mikil vinna - Komið og ræðið málin.
Haraldur og Guctlciugur
byggingaverktakar
Möðrusiöu 6. Símar: Har. 25131. GuV 22351.
Starfskraftur
óskast í gestamóttöku.
Upplýsingar í síma 22970.
Hótel Akureyri.
Starfsfólk vantar
í fiskverkun KEA Grímsey.
Fæði og húsnæði á staðnum.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 96-73105 og á
kvöldin í síma 96-73118.
i.«<
iK.»nni