Dagur - 08.06.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 08.06.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 8. júní 1988 Stjómarbót er vonlaus án persónukjörs fulltrúa - Jónas Pétursson fyrrverandi alþingismaður hvessir röddina Til þess að ná þeim markmiðum, sem eru líf og framtíð íslensks þjóðfélags: Byggð um allt ísland í jafnvægi lífsskilyrða hvers landshluta. f>ar sem samstilltir kraftar náttúrlegra gilda, búvits og félagsanda fólksins í fóstri náttúru svæðisins til sjávar og sveita, í þekkingu samtímans eru siðræn lög lífsbókarinnar! Megininntak er manngildi. Stjórnarbót er vonlaus án pers- ónukjörs fulltrúa. Persónukjör, þar sem hver maður velur aðeins hluta fulltrúa. Efling sveitarfélag- anna verði gerð með stjórnsýslu- stigi sem nær yfir hvert svæði, þeir sem í það eru kjörnir eru valdir úr sveitarstjórnarmönnum hvers svæðis, þeirra, sem gefa kost á sér af eigin hvötum, eða eftir óskum annarra á svæðinu. Allir kjósendur svæðisins velja úr þeim hópi þrjá menn. Skrifa á sérstakan kjörseðil nöfn þriggja manna úr hópi þeirra sem í fram- boði eru. Þá skiptir ekki máli hvort þeir eru í einum hópi eða þrernur, á einum eða þremur listum, ef það skilst betur, og þar raðað í stafrófsröð. Jafnframt því að breyta í þetta kerfi fylgir ákvörðun um alla málaflokka úr ríkiskerfinu til sveitarfélaganna ásamt yfirstjórn á hverju svæði. Þar má ætla að um verði að ræða 30-40% af ríkisreikn. síðustu ára. Á móti því kemur sama upphæð ríkis- tekna, segjum t.d. 35 hundraðs- hlutar, sem skiptast á milli svæð- anna eftir gjaldeyrisöflun hvers svæðis, og greiðast mánaðarlega til hvers svæðis þ.e. þeirrar yfir- stjórnar sem felst í viðbótar stjórnstiginu. Svæði! Fjórðungur! Fylki! Þing! Flvaða nafn sem verður valið, hefi ég ákveðið form í huga, sem ég hefi áður kynnt, og kynnt hefur einnig verið í stjórn- arskrárdrögum. En hugmyndin er: Vesturland, þ.e. núverandi 2 kjödæmin, Norðurland, eins og stendur að Fjórðungssambandi Norðlendinga, - Austurland, frá Gunnólfsvík á Skeiðarársand, - Suðurland, frá Skeiðarársandi með Vestmannaeyjum og Reykja- nesi, - Höfuðborgarsvæði, frá suðurmörkum Hafnarfjarðar í Hvalfjarðarbotn. Það, sem styður þetta sérstak- lega í mínum huga, er sú skipting þess hluta ríkisteknanna, sem ég tel í fyrstu þurfa að koma til framkvæmda til að mæta verk- efnahlut svæðanna. Skiptingin milli svæðanna mið- ist við gjaldeyrisöflun hvers svæðis! Þess vegna þurfa svæðin að spanna mismunandi byggðar- lög, svo að sem mest jafnvægi náist, sem bakhjarl hins eflda stjórnstigs sveitarfélaganna! Menn skulu varast, ef þetta lít- ur nýstárlega út við fyrstu sýn, að blása á það. Ef sérhyggja og skæklatog á að standa að baki björgunaraðgerða íslenskra byggða í stað félagslegrar sam- hyggju, þá skríður jörðin áfram undan fótum okkar í fjármagnið og valdafaðminn við Faxaflóann. Þess vegna ríður á að nú þegar Ijúki menn upp augum um allt land, líti til allra átta og komist að niðurstöðu um hvernig er far- sælast að skipta í svæði. Það ger- ist ekki í andstöðu við fólkið. En umfram allt: Hlustið ekki á róg- tungur sundrunaraflanna. Högg- ormstungur sleikja sífellt! Auð- vitað verður svæðaskiptingin að hvíla á samhug fólksins. Með öðrum hætti verður hún ekki það afl, sem í henni felst. Þess vegna lífsnauðsyn að rekja í sundur óljósar hugmyndir sem enn hafa einkennt orðræðu um fram- kvæmd markmiða. Að fengnum þessum breyting- um á formi til afls og ábyrgðar í stjórnstigi sveitarfélaganna og með aigjöru valdi yfir þeim sam- félagsþáttum, þeim verkefnum, sem koma heim í byggðarlögin, þá koma til breytingar á skipan Alþingis, sem myndar ríkisstjórn og fer með löggjöfina. Deilt er um atkvæðavaldið: Alkunn er setningin: Einn maður eitt atkvæði. Ég hefi sett fram til- lögu. Hið fyrsta: Algjört pers- ónukjör: Kosið í einu lagi fyrir landið allt. Hver kjósandi velur þrjú nöfn. Framboð eða tilnefn- ing á hópum (listum) og úr hópi þeirra velur hver kjósandi þrjú nöfn, hvorki færri né fleiri og kjörseðill aðeins með þremur línum, sem kjósandi skrifar nöfn- in á í kjörklefa (eða vélritar). Þingmenn verði 45, ekki fleiri. Framboðshópar (listar) eru í Skiptingin milli svæðanna miðist við gjaldeyrisöflun hvers svæðis! Þess vegna þurfa svæðin að spanr mismunandi bygg íög, svo að sem jst jafnvægi náist m bakhjarl hins t a stjórnstigs svei álaganna! stafrófsröð. Kjósandi velur þrjá, af þremur Iistum, tveimur, eða einum lista. Aðeins þrjú nöfn. Allir 45 þingmennirnir persónu- kjörnir - þeir 45 er flest atkvæði fá. Flokkar, eða samtök munu standa að framboðunum og fjöldi hvers hóps takmarkaður við visst hámark. Það yrði með þessum hætti ómetanleg endurbót á stjórnmálalegu siðgæði, þegar enginn frambjóðandi er fyrirfram kosinn, í stað listakosninganna nú, þar sem út úr áflogum próf- kjöranna koma að mestu Ieyti sjálfkjörnir þingmenn peninga- legra valdahópa! Markmið Byggðahreyfingar, sem ég átti mestan þátt í að móta. Þannig sett fram 1985: 1. Að styðja og vernda byggð um allt land. 2. Að styðja og vernda þjóðlíf sem byggir á hemaöflun í sam- ræmi við lífbeltin tvö, gróður- beltið og hafið umhverfis, í ljósi þekkingar á samhengi nota og verndar. 3. Að í stjórnarskrá komi svæða- skipting, fylki eða þing og stjórnun og vald á svæðunum hvíli á sveitarfélögunum. Þar tilheyri land, vatns- og hita- orka, sem ekki er í einkaeign hverju svæði, og verður sam- eign fólksins þar. Megin þeirra umsvifa í samfélags- málum sem nú eru á valdi ríkisins falli í hlut sveitarfé- laga á hverju svæði í réttlátu hlutfalli skyldu og réttar. Reyna skal til hlítar hvort enn er traust í því sem forðum hét: „Bestu manna yfirsýn.“ 4. Að á hverju svæði komi sjálf- stæður viðskipta- og gjaldeyr- isbanki og verði staða þeirra banka, skyldur og réttur, tryggður í stjórnarskrá. 5. Manngildi er meira en auð- gildi. Að lokum þetta: Ég hefi ekki komist hjá að læra allt lífið. Hugsjónir mínar hafa ekkert breyst. Þingvera mín var minn háskóli. Þingveran hefir gert námið auðveldara árin á eftir. Mesti styrkur minn nú er sá, að tæpast getur nokkur núið mér því um nasir að ég sé með persónupot! Takið mark á mér lesendur! Þessi ritsmíð, tillögurnar, eru þrauthugsaðar fyrir íslenska velferð! Á fyrstu sumardögum 1988. Jónas Pétursson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.