Dagur - 08.06.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 08.06.1988, Blaðsíða 16
Akureyri, miðvikudagur 8. júní 1988 KONTRA skrifstofuhúsgögn með ótal réttar lausnir. Hönnuður: Valdimar Harðarson. (Höfundur verðlaunastólsins Sóleyjar) Framleiðandi: 3K. Kontra skrifstofuhúsgögnin í allar skrifstofur. Sýningarbás á staðnum. Hrísalundi 5 Kjallara Kaupfélag Húnvetninga: Ámi S. Jóhanns- son lætur af störfum - tekur við Búvörudeild SÍS Arni S. Jóhannsson kaupfé- lagsstjóri hefur sagt starfi sínu lausu og hefur ákveðið að flytj- ast yfir til Búvörudeildar Sam- bandsins. Árni lióf störf hjá Kaupfélagi Húnvetninga sem gjaldkeri á árunum upp úr 1960, þá nýkom- inn úr Samvinnuskólanum. Hann flutti síðan til Hólmavík- ur og var kaupfélagsstjóri þar um skeiðr Þegar Ólafur Sverrisson kaup- félagsstjóri hætti störfum hjá Kaupfélagi Húnvetninga tók Árni við starfi hans og hefur ver- ið framkvæmdastjóri KH og SAH um tuttugu ára skeið. Und- ir stjórn Árna hafa samvinnufé- lögin unnið mikið að almennri uppbyggingu atvinnulífs á Blönduósi. fh Ákjósanleg- asta veður Utlit er fyrir hið besta veður á Norðurlandi næstu daga. Hit- inn verður á bilinu 8-16 stig. Það verður suðvestan gola sem verður ríkjandi fram á föstudag. Búast má við að ský dragi eitt- hvað fyrir sólu, en við ættum að vera laus við rigninguna. Menn geta því farið að huga að stutt- buxunum. Gekk Eggjatínsla í Grímsey hefur verið með allra minnsta móti á þessu vori og þá aðallega vegna slæmra veðurskilyrða. Bjarni Magnússon hreppstjóri í Grímsey, sem hefur stundað bjargsig til Ijölda ára, sagði í samtali við blaðið að gífurlega mikið af fugli væri í eyjunni en vegna veðurs hefði eggjatínsla gengið mjög erfiðlega í vor. Eyjarskeggjar sækja aðallega í svartfuglsegg, undan álku og Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra: 70-100 milljónir þarf til flugstöðvar í ár -Samstarfsnefnd utanríkisráðuneytis og fjármálaráðuneytis metur allar áætlanir og freistar þess að semja við verktaka um frestun greiðslna Fjárþörf til flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári er metin 120 milljónir. Að sögn Steingríms Hermanns- sonar utanríkisráðherra er um það samkomulag að tekið verði lán til að greiða það sem samstarfsnefnd utanríkisráðu- neytis og fjármálaráðuneytis telur óhjákvæmilegt. Stein- grímur segist felja þá upphæð verða á bilinu 70-100 milljónir en það ræðst einkum af kostn- aði við „óhjákvæmilegar fram- kvæmdir á árinu 1988“. Þetta kom fram á biaðamanna- fundi sem utanríkisráðherra boð- aði til í gær um það sem hann kallaði „misskilning" milli hans og fjármálaráðherra vegna ógreidds kostnaðar við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Steingrímur lagði á það ríka áherslu að af tæplega 91 milljón sem ógreidd er vegna fram- kvæmda við stöðina, væru innan við 8 milljónir vegna fram- kvæmda á þessu ári. Hitt væri allt svokallað geymslufé sem óhjá- kvæmilegt væri að greiða nema samkomulag næðist við verktaka um frest. „Óhjákvæmilegar framkvæmd- ir á árinu 1988,“ nema alls 34 milljónum króna. Ekki hefur ver- ið samið um þessar framkvæmdir en þeirra dýrust er uppsetning svokallaðra hverfihurða í aðal- innganga til að koma í veg fyrir storm og kulda í byggingunni. Starfshópur ráðuneytanna tveggja á að meta hvort hægt sé að fresta einhverjum greiðslum sem gjaldfalla á þessu ári, og meta áætlanir um framkvæmdir á þessu ári og allar aðrar fram- kvæmdir til að ljúka við stöðina. í fjárlögum fyrir árið 1988 var gert ráð fyrir 820 milljóna króna lántöku fyrir flugstöðina. Eftir að innlendum bráðabirgðalánum hafði verið skuldbreytt voru að- eins um 66 milljónir eftir til að ljúka þeim samningum sem fyrir liggja og ekki er unnt að segja upp. Þessi upphæð fór í raun fyrir lítið vegna mistaka í útreikning- urn fjármálaráðuncytis á endur- greiðslu aðflutningsgjalda um 40 milljónir og þess að vegna seink- unar á töku erlendra lána hækk- aði vaxtakostnaður um 23 millj- ónir. ET Lágheiðin opin fyrir bíla undir 2 tonnum Lágheiöin hefur nú verið opn- uð fyrir jeppa og fólksbíla und- ir 2 tonnum að heildarþyngd. Heiðin var rudd 28. maí sl. og opnuð fyrir umferð sl. föstu- dag. Stefnt er á að geta sett öxulþungatakmarkanir á heið- ina upp á 7 tonn, en að sögn Vegagerðamanna verður það ekki í þessari viku. Þannig að stórir bflar verða að hinkra með að komast yfir heiðina. Gísli Felixson hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki sagði að Lágheiðin væri mjög blaut og víða liggi snjór að veginum. „Það var byrj- að að byggja þennan veg í kring- um 1946 og síðan hefur ekkert verið gert fyrir hann, ekkert efni til að malbera með eða færa hann til betri vegar. Þetta er eingöngu sumarvegur, alls staðar í landhæð og nánast hvergi upphækkun. Ef gert yrði eitthvað fyrir þennan veg, t.d. hækkaður meira upp þá væri hægt að hafa hann opinn miklu lengur, það er ekkert vafa- mál,“ sagði Gísli. Gísli minntist á að sl. vetur hafi verið mjög snjóléttur, heiðin hafi verið opin fram undir jól. „Það er alveg einstakt, við minn- umst þess ekki að það hafi gerst áður,“ sagði hann. Af öðrum verkefnum hjá Vega- gerðinni er það að frétta að verið er að byrja í Norðurárdal. Þar á að undirbúa vegarkafla undir klæðingu við Silfrastaðafjall. Næsta verk verður við Hofsós, en þar mun verktakafyrirtækið Hvítserkur frá Blönduósi byrja í næstu viku að undirbúa 2 km kafla undir klæðingu. -bjb Hér á landi er nú staddur hópur ritstjóra helstu tímarita sem fjalla um matvæli og matvælaiðnað í Bandaríkjunum. í gær skoðaði hópurinn frystihús Útgerðarfélags Akureyringa og heimsótti einnig frystihús KEA í Hrísey og fór í skoðunarferð um eyna. Hópurinn er hér á ferð á vegum NASA, sem eru samtök fiskframleiðenda í löndum við Norður-Atlanshaf, en helsti tilgangur samtakanna er að koma fiski úr Norður-Atlanshafi á framfæri í Bandaríkj- unum. Mynd:GB Eggjatínsla í Grímsey: illa vegna veðurs - Fugli fjölgar ár frá ári í eyjunni langvíu en einnig eru rituegg tekin með, en þau egg eru mun minni. „Við fengum mjög góð egg í fyrra, enda var tíðarfarið mjög gott þá. En það er alveg með ólíkindum hversu illa hefur geng- ið í ár miðað við í fyrra. í ár hefð- um við þurft að fara niður fyrir hvítasunnu en þá var frost á hverri nóttu, grýlukerti í björg- unum og því ekkert hægt að gera. En síðan hlýnaði um hvítasunn- una og við sigum fyrst niður á annan í hvítasunnu en þá voru flest egg orðin unguð. Veðrið setti einnig strik í reikninginn í næstu tvö skipti sem átti að fara niður og aftur fengum við því ónýt egg, loks þegar hægt var að síga. En það fór þó ekki eins illa hjá öllum hér og þeir sem fóru helst að kvöldlagi náðu í dálítið af eggjum," sagði Bjarni. „Fuglum fjölgar ár frá ári í Grímsey og sérstaklega hefur ritunni fjölgað mikið og segja má að hún verpi orðið alls staðar. Því getur hver og einn fengið eins mikið af eggjum og hann kærir sig um. En menn fara í þetta aðal- lega sér til skemmtunar og tína egg einungis fyrir sjálfa sig og kunningjana. Þeim fer þó ört fækkandi sem stunda bjargsig og unga fólkið hér kærir sig ekki um þetta. Og ef heldur sem horfir, má eins búast við því að þessi iðja leggist af innan einhverra ára, “ sagði Bj arn i að lokum. KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.