Dagur - 08.06.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 08.06.1988, Blaðsíða 9
8. júní 1988 - DAGUR - 9 Sinfóníuhljómsveit íslands Fimmtudaginn 9. júní leikur Sin- fóníuhljómsveit íslands í Háskóla- bíói verk eftir Sibelius, Leonca- vallo, Verdi og Respighi. Stjórn- andi er Petri Sakari en einsöngv- ari er finnski baritonsöngvarinn Jorma Hynninen. Hann er mjög eftirsóttur söngvari og hann mun halda tónleika á Akureyri 10. júní ásamt Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara. Jorma Hynn- inen hefur sungið í La Scala óperunni í Mílanó, Vínaróper- unni, Parísaróperunni og öðrum frægum óperuhúsum um allan heim. Sinfóníuhljómsveitin verður aftur á ferðinni sunnudaginn 19. júní á lokadegi Listahátíðar í Reykjavík. Á efnisskránni eru Sinfónía nr. 41 í c-dúr k.551 „Júpiter“ og Exultate Jubilate eftir Wolfgang Amadeus Mozart, „Scene de la follie“, aría Ófelíu úr óperunni Hamlet eftir Ambro- ise Thomas og Jónsmessunætur- draumur eftir Felix Mendelsohn. Stjórnandi hljómsveitarinnar á þessum tónleikum er Gilbert Levine. Bandaríski hljómsveit- arstjórinn Gilbert Levine er að góðu kunnur hér á landi, bæði sem stjórnandi sinfóníutónleika og ópera. Eftir glæsilegan náms- feril í heimalandi sínu við Yale og Princeston háskólana og Juilli- ard tónlistarháskólann í New York, vakti hann athygli umheimsins fyrir frammistöðu sína í Karajan keppninni árið 1975. Síðan hefur hann í sívax- ?°ðu kl'n»»r hér á landi. Debra Vanderlinde syngur nnsveit íslands þann 19. juni. andi mæli verið gestur fremstu hljómsveita í Evrópu og Banda- ríkjunum. Á sl. ári var hann ráð- inn aðalstjórnandi og listrænn framkvæmdastjóri Fílharmoníu- hljómsveitarinnar í Kraká í Pól- landi og er hann fyrsti Vestur- landabúinn sem ráðinn er til að stjórna einni af helstu hljómsveit- um austantjalds. Áður hafði hann stjórnað bæði á „Vori í Prag“ og á tónlistarhátíðinni í Sofíu. Einsöngvari á tónleikunum er sópransöngkonan Debra Vand- erlinde en hún er ung, bandarísk koloratur-sópran söngkona og býr í New York. Hún stundaði nám við Denison háskólann og Eastman tónlistarháskólann og kom fyrst fram í óperu árið 1979. Síðan hefur hún sungið Papag- enu í Töfraflautunni eftir Mozart og Frasquitu í Carmen í New York City óperunni. Hún hefur einnig sungið stór hlutverk í óperuhúsum víða um Bandarík- in. Pessi unga söngkona hefur fengið frábærar viðtökur og lof gagnrýnenda og er henni spáð glæstum ferli á óperusviðinu. Auk þess er hún vinsæll ein- söngvari í oratoríum og hefur sungið inn á nokkrar hljómplöt- ur. Breskt popp og Cohen sem ábætir Fleiri tónlistaratriði mætti auðvit- að nefna, s.s. tónleika í Háskóla- bíói 18. júní þar sem píanóleikar- inn góðkunni Vladimir Ashken- azy leikur verk eftir Scumann og Chopin. Ashkenazy er einn af frumkvöðlum Listahátíðar í Reykjavík og hefur hann oft sett svip sinn á hátíðina allt frá 1970. Nú skulum við vinda okkur í poppið en fimmtúdaginn 16. júní heldur breska hljómsveitin The Blow Monkeys tónleika í Laug- ardalshöll. Par er fremstur í flokki laga- og textahöfundurinn, söngvarinn og gítarleikarinn Dr. Roberts. Hljómsveitin hefur gef- ið út þrjár breiðskífur og kemur sú fjórða á markað í haust. Föstudaginn 17. júní verða aðrir tónleikar í Laugardalshöll en þá treður hljómsveitin The Christians upp. Hún er ættuð frá bítlaborginni Liverpool. Hljóm- sveitin kom fram á sjónarsviðið snemma á síðasta ári og vakti verðskuldaða athygli með laginu „Forgotten Town“. Breiðskífa fylgdi í kjölfarið um sumarið og bar hún nafn hljómsveitarinnar. Platan rauk þegar upp breska breiðskífulistann og hefur verið í hópi vinsælustu platna í Bret- landi síðan. Pá er rétt að minnast á sérstak- an listahátíðarauka í Laugardals- höll föstudaginn 24. júní. Þar heldur hinn heimsfrægi tónlistar- maður Leonard Cohen tónleika sem eflaust munu ylja mörgum um hjartarætur. Aðalsmerki kanadíska söngvarans Leonards Cohens er skáldskapurinn, en hann innleiddi sígildan skáldskap í rokkheiminn með fyrstu plötu sinni, Songs of Leonard Cohen, sem kom út árið 1967. Hann var þá þegar viðurkennt skáld og tal- inn ein bjartasta vonin í kanadísk- um bókmenntum. Hann gaf út ljóðabækur og skáldsögur en það var ekki fyrr en hann fór að semja lög við ljóð sín að hjólin fóru að snúast og lög eins og Suzanne og So Long Marianne færðu honum heimsfrægð. Pessi 53ja ára gamli listamaður er nú búinn að senda frá sér tíundu hljómplötuna og í sumar heldur hann 50 tónleika ásamt hljómsveit sinni víðs vegar um Evrópu. Chagall sýningin stórviðburður Myndlist er líka áberandi á Lista- hátíð í Reykjavík og ber þar að sjálfsögðu hæst Chagall sýning- una í Listasafni íslands. Hvar sem er í heiminum er sýning á verkum Marc Chagalls mikill list- viðburður og þótt sýningin í Listasafni íslands sé ekki stór gefur hún okkur ágæta innsýn inn í hinn fjölbreytilega heim listar hans. Verkin sýna vel öll helstu viðfangsefni sem Chagall hefur beitt sér að. Marc Chagall er af gyðingaætt- um, fæddur í Vitebsk í Rússlandi árið 1887. Hann hóf listnám í heimalandi sínu en hélt síðan til Parísar þar sem hann varð fyrir sterkum áhrifum frá frönskunt listamönnum. Hann settist síðar að í Frakklandi. Chagall hefur mikla sérstöðu meðal listamanna 20. aldar. Frá 1907, í Pétursborg, þar til hann dó 1985 í Suður-Frakklandi, skapaði hann ótrúlegar myndir sem endurvekja hugmyndaflug- ið, drauma og minningar. List hans hefur frá upphafi haft sterkt sjálfsævisögulegt ívaf, sem endurspeglar uppruna hans og virðingu fyrir táknum og hefðum gyðingadómsins. Hann er fyrst og fremst sögumaður og það er heimur Biblíunnar og hringleika- hússins sem hefur verið honum endalaus uppspretta hugmynda. Aðrar sýningar á Listahátíð eru Norræn konkretlist 1907- 1960 í Listasafni íslands, Maður- inn í íslenskri myndlist 1965-1985 á Kjarvalsstöðum, sýning Textíl- félagsins og sýning á verkum Lenu Cronqvist í Norræna hús- inu, sýning á verkum eftir Donald Judd, Richard Long og Kristján Guðmundsson í Nýlistasafninu og sýning á verkum eftir Howard Hodgkin í FÍM-salnum. Þá er í Stofnun Árna Magnússonar sýn- ing á handrita- og bóka„facsi- mile“ frá 5.-18. öld víðs vegar úr heiminum, fengin að láni frá Austurríki. Par verður einnig íslensk handritasýning. Gler, keramik og batik eftir íslenska listamenn verða til sýnis í íslenskum heimilisiðnaði og í Ásmundarsal er sýningin Byggt í Berlín. Black Ballet Jazz og Islenski dansflokkurinn Eitt af stærri atriðunum á Lista- hátíð 1988 er sýning Black Ballet Jazz í Þjóðleikhúsinu 15., 16., 18. og 19. júní. Akureyringar eru líka svo heppnir að fá þessa sýn- ingu á Listahátíðardaga 20. júní. Black Ballet Jazz er 17 manna hópur sem með dansi, látbragðs- leik og akróbatík sýnir sögu dansins í Ameríku í 200 ár, allt frá afrískum tromrnu ritúölum til break-dansins og þeirra dansa sem dansaðir eru í dag. Markntið hópsins er að varðveita sögu dansins í Ameríku og í sýningu hópsins kemur skýrt í ljós hversu mikil áhrif menning svertingja hefur haft á dansinn í Ameríku. Stjórnandi hópsins og choreo- grapher, stepp-dansarinn Chest- er Whitmore, komst fyrir tilvilj- un í læri hjá einum besta stepp- dansara heims, Fayard Nicholas, þegar hann fór að hjálpa ókunn- um manni með sprungið dekk er hann var á leið heim af dans- æfingu sumarið 1974. Hann lærði einnig ballet, choreography og nútímadans og hefur fengið verð- launin Los Angeles Dance Alliance Award fyrir choreo- graphy. Hann er einnig leikari og söngvari og hefur leikið í mörg- um söngleikjum vestra og komið fram í kvikmyndum. Meðal annarra í hópnum er söng- og leikkonan, dansarinn og choreographerinn Trina Parks, en hún hefur komið fram víða í Bandaríkjunum og Frakklandi, á tónleikum, í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Trina Parks er kunn fyrir leik sinn í sjónvarps- þáttunum Fame og einnig fyrir hlutverk í James Bond mynd. Black Ballet Jazz hópurinn hefur verið styrktur af America’s National Endowment for the Arts og útnefndur sem „menn- ingarlegir sendiherrar" Los Angeles borgar, en þar er hópur- inn upprunninn. Sýningar hóps- ins hafa fengið frábæra dóma og ætti enginn að láta þennan við- burð fram hjá sér fara. Þann 7. og 8. júní sýnir íslenski dansflokkurinn nýtt verk eftir Hlíf Svavarsdóttur, listdans- inn Af mönnum. Tónlistin er eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson en Hlíf Svavarsdóttir er st jórnandi. Sýn- ingarnar verða í Islensku óper- unni. Dansarar í Af mönnum eru: Birgitte Heide, Guðmunda Jóhannesdóttir, Helena Jóhanns- dóttir, Helga Bernhard, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir og gesta- dansararnir Patrick Dady og Hany Hadaya. Sjö manna hljóm- sveit undir stjórn Jóhanns G. Jóhannssonar leikur undir dans- inunt og er hún þannig skipuð: Laufey Sigurðardóttir (fiðla), Óskar Ingólfsson (klarinett), Pét- ur Grétarsson (slagverk), Rúnar Vilbergsson (fagott), Sverrir Birgisson (trompet), Edward J. Frederiksen (básúna) og Richard Corn (kontrabassi). Búningana hannaði Sigrún Úlfarsdóttir. Á undan sýningu dansflokksins syngur Hamrahlíðarkórinn kór- verkið Tíminn og vatnið eftir Jón Ásgeirsson við ljóð Steins Stein- arr. Stjórnandi er Þorgerður Ing- ólfsdóttir. Marmari í nýrri leikgerð Leiklist af ýrnsunt toga er á með- al atriða á Listahátíð í Reykja- vík. Auk hefðbundinnar leikrit- unar má nefna látbragsleik, leik- brúðuland og brúðuleikhús. Stærsti viðburðurinn á þessu sviði er efalítið Marmari eftir Guð- mund Kamban og verður leikrit- ið sýnt í Þjóðleikhúsinu 8. og 10. júní. Leikgerð og leikstjórn er í höndum Helgu Bachmann, Karl Aspelund hannaði leikmynd og búninga og tónlistin er eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Tuttugu leikarar taka þátt í sýningunni, en aðalhlutverkið, hugsjóna- manninn Robert Belford, leikur Helgi Skúlason. Með sýningunni á Marmara er Þjóðleikhúsið að minnast aldarafmælis skáldsins. Guðmundur Kamban hóf að skrifa Marmara í Ameríku, en lauk verkinu í Kaupmannahöfn sumarið 1918 og kom leikurinn þar út á prenti sama ár. Leikur- inn gerist í Bandaríkjunum snemma á öldinni og í honum felst ádeila á réttarfar og brot á mannréttindum. Viðteknar þjóð- félags- og siðgæðishugmyndir manna eru oft gagnrýndar á eftir- Áttræður snillingur, franski djassfiðlulcikarinn Stéphane Grappelli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.