Dagur - 08.06.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 08.06.1988, Blaðsíða 15
8. júní 1988- DAGUR~ 15 ÍSLANDSMÓTIÐ Jónas leikur sinn 100.1. deildarleik í röð í kvöld Hefur leikið lengst allra samfleytt í 1. deild Jónas Róbertsson, hinn snjalli miðvallarleikmaður Þórsara, mun leika sinn 100. 1. deildar- leik í röð þegar Þórsarar taka á móti Skagamönnum í kvöld. Jónas hefur þar með leikið lengst allra í 1. deild án þess að missa úr leik. Þess má geta að félagi hans úr Þór, Halldór Áskelsson, hefur leikið næst- lengst í 1. deildinni án þess að missa úr leik en hann leikur sinn 77. leik í röð í kvöld. Kristján Kristjánsson Þór er í þriðja sæti en hann hafði leikið 72 leiki í röð fyrir þetta tímabil en missti af fyrsta leiknum í ár vegna meiðsla. Jónas lék sinn fyrsta dcildar- leik með meistaraflokki Pórs gegn FH árið 1979. Fyrsta 1. deildarleik sinn lék hann gegn ÍBV árið 1981 og alls eru þeir nú orðnir 108, þar af 99 í röð. Deild- arleikir hans með Þór eru orðnir 167. Jónas sagðist í samtali við Dag ekki hafa leikið alla leiki Þórs frá 1981 þar sem hann hefði misst úr hálft sumarið 1982 vegna meiðsla, en það ár léku Þórsarar í 2. deild. Jónas var spurður hvort ein- hver leikur væri minnisstæðari en aðrir og svaraði hann því neit- andi. Hann var einnig spurður hvort hann væri ánægður með gengi Þórsliðsins undanfarin ár: „Nei, ég er ekki nógu ánægður með það. Það munaði að vísu litlu að við næðum Evrópusæti ’85 og '87 en við náðum ekki að halda það út.“ Jónas hló þegar hann var spurður hversu mikið hann hefði skorað í einum leik. „Ég er nú ekki frægur fyrir afrek á þeim vettvangi. Ég held ég hafi skorað mest tvö mörk í 1. deildarleik og aldrei meira en eitt í 2. deild.“ Þegar Jónas var spurður hvern- ig honum litist á leikinn gegn ÍA í kvöld sagði hann: „Ég held ég hafi nú enga ástæðu til að vera að monta mig, við höfum ekki spilað það vel. Við skulum segja að ég sé svona hæfiiega bjartsýnn." JHB Jónas Róbertsson snýr af sér 3 Leiftursmenn í leiknum í Ólafsfirði um síðustu helgi. Mynd: Tt.v Stórleikur á Húsavík: Völsungur leikur gegn meisturum Vals á Húsavík - „Höfum ekki átt minna í síðustu leikjum,“ segir Helgi Helgason Fyrsti grasleikur Þórs - Liðið fær ÍA í heimsókn á Pórsvöllinn í kvöld kl. 20 Þaö verður stórleikur á Húsa- vík í kvöld þegar Völsungur tekur á móti Valsmönnum í 4. umferð SL-deildar íslands- mótsins í knattspyrnu. Völs- ungar hafa farið illa af stað á þessu keppnistímabili, tapað þremur fyrstu leikjum sínum, og hafa eflaust fullan hug á að bæta stöðu sína með sigri í kvöld. Islandsmeistararnir hafa einnig farið illa af stað í ár. Þeir hafa aðeins fengið eitt stig það sem af er tímabilinu og því er hætt við að þeir muni mæta mjög ákveðnir til leiks í kvöld. Það er því Ijóst að þessi leikur verður erfiður fyrir Völsung. Dagur hafði sam- band við Helga Helgason, leikmann Völsungs, og kann- aði hvernig leikurinn leggðist í hann. „Mér líst ekki illa á hann. Það hafa komið ágætir kaflar hjá okk- ur þannig að þetta hefur ekki ver- ið eins slæmt og staðan gefur til kynna. Við stefnum á að vinna og ég er ekki svartsýnn á að það takist. Við höfum ekki átt neitt minna í síðustu leikjum, töpuð- um t.d. síðasta leik í lokin, höf- um átt ágætis tækifæri þannig að við erum ekki eins lélegir og allir halda," sagði Helgi. Þegar Helgi var spurður í hverju hann teldi styrkleika Vals- liðsins liggja sagðist hann í upp- hafi hafa reiknað með að vörnin hjá Valsmönnum yrði sterk auk þess sent mikið yrði stílað upp á Helgi Helgason er ekki hræddur við Islandsmeistarana. Árni Stcfánsson: „Kominn tími til að við vinnum leik.“ Mynd: kk Það verður stórleikur á Þórs- vellinum á Akureyri í kvöld þegar Þórsarar taka á móti Akurnesingum í 4. umferð SL- deildarinnar. Leikurinn, sem hefst kl. 20, verður leikinn á grasi og verður því fyrsti „gras- leikur“ Þórsara í ár. Þórsliðið hefur aðeins leikið tvo leiki til þessa í íslandsmótinu þar sem leik þeirra gegn KA í fyrstu umferð var frestað. Liðið hefur aðeins hlotið eitt stig úr þessum tveimur leikjum, það tapaði fyrsta leiknum gegn Fram á Akureyri og gerði jafntefli sl. laugardag við Leiftur. Skagantenn hafa byrjað mótið ágætlega og hlotið 7 stig úr fyrstu þrernur leikjum sínum. Liðið \ irðist sterkara en margir höfðu reiknað með í upphafi móts og er til alls líklegt í sumar. T.d. sigr- aði það Valsmenn um síðustu helgi, 1:0. Það verður því fróð- legt að sjá hvernig þeim reiðir af gegn Þórsurum í kvöld. JHB Fyrsti úti- leikur Leifturs - leikur gegn Víkingi í kvöld kl. 20 „Mér líst vel á þetta og ég held að möguleikar okkar séu góðir. Það er kominn tími til að við vinnum leik. Víkingun- um hefur ekki gengið sein skyldi og við vonumst til að vinna þarna okkar fyrsta sigur,“ sagði Árni Stefánsson, leikmaður Leifturs, þegar hann var spurður um mögu- leika Leifturs gegn Víkingi í Reykjavík í kvöld. Leikurinn er liður í 4. umferð SL-deildarinnar og markar ákveðin tímamót fyrir Leiftur þar sem þetta verður fyrsti útileikur liðsins í deildinni. Liðið hefur sem kunnugt er leikið 3 heima- leiki og gert jafntefli í þeim öllum. Liðið er því enn taplaust og hefur sá árangur komið mörg- unt á óvart. Eins og Árni segir hefur Vík- ingsliðinu ekki gengið vel til þessa. Liðinu var spáð nokkurri velgengni en hefur ekki staðið undir þeim spám. Það hefur að- eins hlotið eitt stig úr þremur leikjum og því má búast við að Víkingarnir verði grimmir í kvöld. Þá má geta þess að Lárus Guðmundsson er nú kominn inn í lið Víkinga og því má reikna með að leikurinn verði erfiður fyrir Leiftursmenn. Aðspurður um styrkleika Vík- ingsliðsins sagði Árni: „Þetta eru liprir strákar og flinkir en ég held að það vanti dálitla baráttu í liðið. Ef við komum af fullum krafti í leikinn þá eigum við að vinna hann. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, við ætlum að standa okkur í sumar," sagði Árni Stefánsson og spáði að lokum 2:0 sigri Leifturs. JHB háar sendingar til Jóns Gunnars í framlínunni. „Það hefur síðan komið í Ijós að vörnin hefur stað- ið sig ágætlega en þeir hafa hins vegar ckki skorað eitt einasta mark og það hefur komið mér mest á óvart af öllu því sem hefur gerst í deildinni til þessa." Helgi mun að ölium líkindum leika framar á vellinum í kvöld en til þessa og hann var spurður hvort hann reiknaði með að skora. „Mér er eiginlega alveg sama hvort ég skora eða ekki. Aðalatr- iðið er að við spilum vel og vinnum. Ég held að það sé stíg- andi í þessu hjá okkur og ef við náum toppleik er ég ekkert hræddur við Valsmenn," sagði Helgi Helgason. JHB Staðan 2. defld Þriðju umferð 2. deildar íslandsmótsins í knattspymu lauk á mánudagskvöld með leik Þróttar og Fylkis. Honum lauk með sigri Fylkis, 2:4, og staðan eftir 3. umferðina er því þessi: FH Fylkir Víðir LBK KS ÍR ÍBV Tindastóll Selfoss Þróttur Markahæstir: Eyjólfur Sverrisson LiMFT 3 Guðmundur Magnússon Selfossi 3 Hörður Magnússon FH 3 Jón Þórir Jónsson UBK 3 Pálmi Jónsson FH 3 Sigurður Hallvarðsson Þrótti 3 3 3-0-0 8: 2 9 3 2-1-0 7: 4 7 3 1-1-1 5: 3 4 3 1-1-1 6: 5 4 3 1-1-1 7: 7 4 3 1-1-1 5: 6 4 3 1-0-2 6: 8 3 3 1-0-2 6:10 3 3 0-2-1 5: 7 2 3 0-1-2 6: 9 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.