Dagur - 08.06.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 08.06.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 8. júní 1988 107. tölublað Filman þm a skiliö þaö besta1 Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106' Sími 27422 ■ Pósthólf 196 Hraö- framköllun Opið á laugardögum frákl. 9-12. Starfshópur ráðuneyta um vanda fiskeldis: Tillögur um auknar fjárfestingar Unnt er að vista umframfram- leiðslu sjógönguseiða á íslandi í því eldisrými, sem til staðar er í landinu, fram á haust. Þannig mun eldisfyrirtækjum gefast ráðrúm til ákvarðana um ráðstöfun þeirra seiða sem ekki verður sleppt í hafbeit á næstu vikum. Þetta kemur m.a. fram í niður- stöðum samstarfshóps ráðuneyta sem ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum 10. maí s.l. að setja á fót. Tildrögin voru upplýsingar um að verulegt misræmi hefði skapast í framboði og eftirspurn eftir gönguseiðum. Af 12 milljónum gönguseiða hefur aðeins um 5 milljónum verið ráðstafað og vegna markaðstregðu í Noregi og innflutningsbanns í írlandi er útlitið ekki gott. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra kynnti niðurstöður starfs- hópsins á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. í þeim segir m.a. að fjár- festingarlánasjóðir þurfi auknar lánsheimildir til að hrinda megi í framkvæmd áformum um áfram- haldandi uppbyggingu fiskeldis og að stöðvarnar þurfi að leita eftir frekari vátryggingum til að auka svigrúm banka við að veita rekstrarlán. Þá telur hópurinn athyglisverða þá hugmynd að sett verði á fót eignarhaldsfyrirtæki með það markmið m.a. að styrkja eiginfjárstöðu eidisfyrir- tækja. Starfshópurinn leggur til að úttekt verði gerð á samkeppnis- stöðu innlendra fiskeldisstöðva gagnvart erlendum og að aukin áhersla verði lögð á vöruþróun, markaðs- og sölumál. ET Með uppbrett eyru og hringað skott eða því sem næst. Rammíslenskir, í sólskinsskapi. Mynd: GB Fasteignagjöld: Búið að inn- heimta 70% Um síðustu mánaðamót höfðu Akureyringar borgað um 70% af fasteignagjöldum sínum, en síðasti eindagi gjaldanna er næstkomandi föstudag, þann 10. júní. Þeir sem ekki hafa gert skil fyrir þann tíma bæta á sig dráttarvöxtum. í tekjuáætl- un voru fasteignagjöld áætluð 246 milljónir króna, þar af var búið að innheimta um 170 milljónir um mánaðamótin. Valgarður Baldvinsson bæjar- ritari sagði að þetta væri svipað hlutfall og á síðasta ári. „Það er mitt mat að . innheimtan hafi gengið fremur vel. Við gerum ráð fyrir að á eindaga verði búið að greiða á milli 80 og 85% af fast- eignagjöldunum og að um ára- mót hafi komið inn um 95-97% gjaldanna," sagði Valgarður. Eftir helgina hefjast harðari inn- heimtuaðgerðir og sagði Val- garður að það væru alltaf ein- hverjir sem þyrftu hastarlegar áminningar áður en þeir borguðu gjöld sín. mþþ Áhrif gengisbreytinga: Skuldir Hitaveitu Akureyrar hækkuðu um 345 milljónir króna - „að nýju útlit fyrir aukna skuldasöfnun,“ segir hitaveitustjóri Gengisbreytingar undanfarna mánuði hafa komið sér illa fyr- ir fjárhag Hitaveitu Akureyr- ar. Skuldir veitunnar voru um síðustu áramót, á gengi 31. desember 1987,2 milljarðar og 73 milljónir króna. Miðað við gengi í dag eru skuldir hennar Akureyri: Jóhanni boðið að í Davíðshúsi dvelja - og undirbúa leikfléttur gegn Karpov Bæjaryfírvöld á Akureyri hafa boðið Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara að dvelja á Akur- eyri við æfíngar fyrir einvígið við Anatoly Karpov sem fram fer í Seattle í Bandaríkjunum næsta vetur. Hafa bæjaryfír- völd hug á íbúð í kjallara Davíðshúss í þessu sambandi. Ingólfur Ármannsson, fulltrúi í menningarmálanefnd, hefur yfir- umsjón með íbúðinni og hann sagði að stefnt væri að því að hún yrði tilbúin í sumar og um leið íaus til ráðstöfunar. Meiningin væri að gefa lista- og fræðimönn- um kost á að dvelja í tbúðinni og sagði Ingólfur að stórmeistarinn Jóhann Hjartarson gæti vel fallið undir þá skilgreiningu. „Það er hins vegar ekki búið að taka þessa ákveðnu úthlutun fyrir hjá menningarmálanefnd. Við höfum ákveðið að íbúðin verði tilbúin fyrir haustið og við mun- um fljótlega hefjast handa við að kynna þá möguleika sem skapast með þessari íbúð í Davíðshúsi," sagði Ingólfur. Jóhann hefur margoft látið hafa það eftir sér að honum líki vel á Akureyri og hefur honum gengið einstaklega vel á skák- mótum í bænum. Því ætti ekki að vera ólíklegt að hann þiggi boð um að dvelja á Akureyri við undir- búning fyrir slaginn við Karpov fyrrum heimsmeistara. SS 2 milljarðar og 418 milljónir. Þær hafa því hækkað um 345 milljónir króna. Á Akureyri eru uppsettar mælagrindur alls 3200, sem þýðir 108 þúsund króna hækkun á hverja grind. í kjölfar þessarar hækkunar sagði Franz Árnason hitaveitustjóri að vaxtagreiðslur þessa árs myndu hækka um 21 milljón króna, úr 165 milljónum í 186. Gjaldskrá Hitaveitunnar hefur að undanförnu hækkað í samræmi við byggingarvísitölu og ef hún hækkar minna á ársgrund- velli en skuldir veitunnar, sagði Franz að fyrr eða síðar hlyti að koma til þess að gjaldskrá veit- unnar yrði endurskoðuð. „Þessi skuldahækkun kemur sér mjög illa fyrir Hitaveituna, en á síðasta ári var farið að líta bet- ur út með fjárhaginn og veitan gat á því ári greitt 21 milljón af skuldum sínum en í ár er að nýju útlit fyrir aukna skuldasöfnun,“ sagði Franz. Að öðru leyti sagði Franz stöðu Hitaveitunnar góða. Vatnsbúskapur hennar er viðun- andi þrátt fyrir mikla vatnsnotk- un á fyrstu fimm mánuðum í kjölfar gengisbreytinga hækka skuldir Hitaveitu Akureyrar verulega. Nemur hækkunin um 108 þúsund krónum á hverja uppsetta mælagrind. Hitaveitustjóra þykir hækkunin ansi myndarleg og greiðendur eru sjálfsagt sammála honum í þeim efnum. ársins. Seinni partinn í þessum mánuði hefjast rannsóknir á veg- um Orkustofnunar, að Botni í Eyjafirði þar sem kannað verður hvort afla megi meira vatns fyrir veituna. Ekki verður mikið um framkvæmdir að ræða á vegum veitunnar í ár, en nýlega var lögð stofnlögn í Vestursíðu og í athug- un er að leggja bakrennslislögn frá Óseyri. Aðrar nýframkvæmd- ir eru háðar því hversu mikið verður byggt af húsum. mþþ Fljótalax hf.: 200 þúsund seiði seld til Noregs? Fljótalax hf. hefur fengið leyfi Hafnarstjórnar Sauðárkróks til að hafa 2-4 kvíar í sjó út af út- hlaupi Gönguskarðsár í júní og júlí í sumar. Þeir hjá Fljótalaxi ætla að hafa í þessum kvíum um 200 þúsund seiði, sem þeir síðan stefna á að selja til Noregs. Að sögn Teits Arnlaugssonar framkvæmdastjóra Fljótalax er ekki búið að ganga frá þessum sölumálum til Noregs, en vonast er til að þau skýrist fljótlega. „Við erum eingöngu að fá leyfi fyrir þessum kvíum vegna söl- unnar til Noregs, við stefnum ekki á neitt sjóeldi þarna fyrir utan úthlaupið,“ sagði Teitur. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.