Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. júlí 1988
„Margt býr í djúpinu.“
ATH.
Lokað vegna sumarleyfa dagana 1. til 7.
ágúst.
Járntækni hf.
TONLISTARSKOLINN A AKUREYRI
Oskar eftir leiguíbuð
fyrir kennara frá og meö 1. september eða 1. október.
Æskileg stærö 2-3 herbergi.
Einnig gætu herbergi með aögangi aö eldhúsi komiö
til greina. Skilvísum greiðslum og reglusemi heitið.
Upplýsingar veitir Ingólfur Ármannsson, skóla- og
menningarfulltrúi Akureyrarbæjar sími 21000 (kl. 9-16)
og Jón Hlöðver Áskelsson, skólastjóri í síma 21460
(vinna) eöa 23742 (heima).
til kyndingar me
rafmagni, olíu eða
timbri, margar
gerðir.
Mjög góð hitanýt-
ing og möguleiki á
stýrikerfum, til að
fá jafnara hitastig.
C.T.C. Total er
öflugur nýr ketill
fyrir rafmagn, timb-
ur og olíu með inn-
byggðu álagsstýri-
kerfi,sem nýtir vel
rafmagnið fyrir þá
sem kaupa
árskílóvött.
Hallfreður
Örgumleiðason:
Dramatísk
utanlandsferð
Góðan og blessaðan daginn.
Það er alltaf sama mollan
hérna á Fróni, eða hitt þó
heldur. Hvort sem þið trúið
því eða ekki þá var ég á
ferðalagi um Danaveldi fyrir
skömmu ásamt fjölskyldunni
og þar var hitastigið örlítið
hærra en hér, reyndar óbæri-
legur hiti á köflum, sérstak-
lega inni í kvenfatabúðunum.
Upphaf þessa alls má rekja til
þess að konan mín fékk bréf
frá gamalli frænku sinni í ríki
Schlúters og í því kom fram
að nú væru útsölur að
hefjast. Par með var sprengjan
sprungin og konan þeyttist úr
landi með mig og barnið í
eftirdragi, undir því yfirskini
að við værum að fara í
sumarfrí.
Ég hlakkaði mikið til þess
að keyra um sveitir Jótlands
og skreppa í tívolí og dýra-
garða með stelpuskottinu því
sú stutta er mjög hrifin af
slöngum, krókódílum og alls
kyns skriðdýrum sem ekki
finnast á Islandi nema í
afbakaðri mynd. Eftirvænt-
ingin breyttist í skelfingu
þegar konan dró okkur á
milli stærstu borganna í leit
að hinni einu sönnu flík.
Þessi flík fannst aldrei þannig
að konan neyddist til að
kaupa hitt og þetta í sárabæt-
ur til að koma ekki tómhent
úr „sumarfríinu“.
„Hallfreður, sjáðu þessa
æðislegu kápu, hún kostar
ekki nema 899 krónur," gal-
aði konan og sveiflaði flík
sem líktist gömlum ryk-
frakka. „Þegar þú ert búin að
margfalda með sjö er þetta
ekki ódýrt lengur“ sagði ég
byrstur. „Iss, það verður
búið að breyta genginu þegar
við komum heim. Þá þurfum
við kannski bara að marg-
falda með fjórum," sagði
konan uppveðruð og gekk að
afgreiðsluborðinu.
„Jeg skal ha denne vidunder-
lige . . ., Hallfreður, hvað er
kápa á dönsku?“ æpti konan
en ég læddist út.
Þannig liðu dagarnir en þó
voru nokkrir ljósir punktar
inni á milli sem fólust í neyslu
svínakjöts, kjúklinga, nauta-
kjöts og alls kyns pylsumetis
og hamborgara. Þá var
kneyfaður drykkur sem enn
er bannaður á íslandi og fór
sú athöfn vel fram nema þeg-
ar ég taldi konu minni trú um
að Elefant væri veikasta
bjórtegundin og hún gæti
óhrædd drukkið 6-8 flöskur
af þessu miði. Morguninn
eftir sluppum við þó við
útsöluráp.
Ég hugsa að ég sé dálítill
Dani í mér, a.m.k. hef ég
svipað lífsmottó og þeir,
nefnilega að hafa það
„hyggeligt“ og vera ekki að
„anstrenge sig“ of mikið. Ég
var næstum farinn að orða það
við konuna að flytja til Dan-
merkur er heljarstór vespa
stakk sér ofan í bjórflöskuna
mína og beið þar eftir því að
geta stungið mig í tunguna og
kæft mig. Hvílíkur skepnu-
skapur. Því miður virðast
vespurnar hafa frétt að bjór-
inn verður leyfður á íslandi á
næsta ári því þær eru farnar
að nema hér land.
Enn ein bæjarferðin.
Göngugöturnar fullar af
Þjóðverjum, Svíum og
íslendingum í leit að ódýrum
flíkum. Tilbud. Udsalg. Kom
og kpb. Hvarvetna lágu tættir
leppar eftir útsöluþyrstar
konur. Allt í einu heyrði ég
skaðræðisóp og kenndi ég
þar konu mína í nauðum.
Frummaðurinn blossaði upp
í mér því svo virtist sem
danskt karlhross hefði gerst
nærgöngult. En þegar ég ætl-
aði að skakka leikinn féllust
mér hendur. Þarna var konan
mín að togast á við þýska
kerlingu um leðurjakka úr
moskusuxaskinni sem kost-
aði aðeins 3.999 danskar
krónur. Ég forðaði mér á
næstu krá ásamt dóttur minni
þar sem við höfðum það
notalegt í návist rólegra
Dana.
Loksins komumst við í
tívolí. Það skal viðurkennt
að ég var enn æstari en dóttir
mín og heimtaði að fá að fara
í öll tækin. Konan glotti og
sendi mig í rosalegasta rússi-
bana í Evrópu, eða Boomer-
ang. Eftir þá ferð þurfti að
sprauta mig niður en ég lækn-
aðist af tækjaæðinu. Vildi
ekki einu sinni fara einn
hring á íslenskum hesti, en
þeir eru vinsælir þrælar í
Danaveldi, líkt og íslenska
þjóðin forðum.
Nú eru útsölurnar byrjaðar
í Reykjavík, svo byrja þær á
Akureyri. Af hverju er ekki
hægt að láta þetta taka af á
einni viku eða svo? Það er
ekki þverfótað fyrir útsölu-
flíkum í íbúðinni.
Bless.
Hér er konan í nýju smekkbuxunum sem hún fékk í H&M. Ef myndin
prentast vel má sjá glitta í moskusuxaleðurjakkann á bak við konuna.