Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 12
H - DAGUR - 30. júlí 1988 Ijósvakarýni Eru Islendingar ámótibörnum? Ritari þessa pistils hefur reynt að rýna í það síðastliðna viku hvað Ijósvakamiðlar hafa á boðstólum fyr- ir börn sögueyjunn- ar, þar sem menning og listir eru á hærra stigi en annars staðar, ef marka má fréttaflutning frá opinberri heimsókn forseta okkar til Þýskalands á dögunum. Eftir þá rýni setur að undirrituðum depurð, sem er ekki á bætandi eftir norðan- nepjuna sem hefur hrjáð okkur Norðlend- inga þessa viku. Börnum virðist ekki gert hátt undir höfði í þessu samfélagi a.m.k. ekki í Ijósvakamiðlum þess. Ríkisútvarpið, rás 1 virðist vera eini fjöl- miðillinn sem þorir að halda áfram með „gamaldags“ barnatíma, þar sem stjórn- andi þáttanna er ekki aðalatriðið eða aug- lýsingum eða poppi skotið inn í þáttinn. Það er þörf fyrir þannig barnatíma. Það er þörf fyrir talmál, útvarpsleikrit og ævintýri í útvarpi og barnatímarnir mættu gjarnan vera lengri, t.d. á morgnana um helgar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvanna sýna börnum virðingarleysi með því að bjóða yfirleitt upp á óvandað efni og er Stöð 2 þar sýnu verri. Þar virðast ódýrar amerísk- ar teiknimyndaútgáfur á ofbeldismyndum vera hafðar í mestum hávegum. Við skul- um hafa í huga að sjónvarp er miðill sem börn nota gagnrýnislaust, (það gera reyndar fullorðnir líka í allt of ríkum mæli að mati undirritaðs) og flestar rannsóknir benda til þess að sjónvarpsgláp á heimil- um hefur letjandi áhrif á samskipti og sam- ræður innan fjöskyldunnar. Það er ekki á bætandi fyrir þorra íslenskra barna, en vinnuþrælkun foreldranna er ein hin mesta sem um getur í veröldinni, eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið og sam- skipti barna við foreldra sína í lágmarki vegna þessa skammarlega ástands. Mað- ur spyr sig hvort börn séu yfirleitt æskileg og velkomin í þessu þjóðfélagi. Svarið verður því miður nei. Hvað fjölmiðlar bjóða upp á fyrir börn, endurspeglar einmitt þetta viðhorf. Ráða- menn telja peningum betur varið í mont- hús eins og flugstöð eða ráðhús; að eyða þeim í börn er hin mesta firra. Eitt versta dæmi um lítilsvirðingu ráða- manna við börn og foreldra þeirra, hin síð- ari ár, var þegar fræðslustjóri nokkur var rekinn úr starfi, því hann var talinn hafa farið fram úr fjárlögum í þágu barna og unglinga. Það er því greinilegt að það er ekki sama hver á í hlut, börnin eða gæluverk- efni miðaldra ráðamanna sem eru haldnir þeirri þráhyggju að reisa sjálfum sér millj- arðaminnisvarða í sífellu. Kristján Jósteinsson. SJÓNVARPIÐ LAUGARDAGUR 30. júlí 17.00 íþróttir. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Litlu prúðuleikararnir. (Muppet Babies). 19.25 Barnabrek. Seinni hluti myndar frá Tomma- mótinu. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fyrirmyndarfaðir. (The Cosby Show.) 21.05 Maður vikunnar. 21.20 Fýkur yfir hœðir. (Wuthering Heights.) Bresk bíómynd frá árinu 1970 gerð eftir hinni þekktu ástar- sögu Emely Bronté. Þessi sígilda ástarsaga fjallar um æskuvinina Heathcliff og Cathy sem verða ástfangin og hittast leynilega í afdrepi úti á heiðunum. En ekki eru allir ánægðir með ráðahag þeirra. 23.00 Varnir í voða. (The Forbin Project.) Bandarísk bíómynd frá 1970. Spennumynd sem fjallar um tölvu sem tekur völdin af stjóm- endum sínum og stefnir öryggi Vesturlanda í hættu. 00.40 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SUNNUDAGUR 31. júlí 17.50 Sunnudagshugvekja. Sr. Þórhallur Höskuldsson prest- ur 1 Akureyrarsón flytur. 18.00 Töfraglugginn. Teiknimyndir fyrir böm þar sem Bella, leikin af Eddu Björgvins- dóttur, bregður á leik á milli atriða. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Knáir karlar. (The Devlin Connection.) Aðalhlutverk Rock Hudson og Jack Scalia. Nýr, bandarískur myndaflokkur um feðga sem gerast samstarfsmenn við glæp- auppljóstranir. Eitt síðasta hlutverk Hudsons. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá næstu viku. Kynningarþáttur um útvarps- og sjónvarpsefni. 20.45 Ugluspegill. Fylgst verður með undirbúningi að þátttöku íslensku kvennanna sem taka þátt í norrænu kvenna- ráðstefnunni Nordisk Fomm í Osló í ágúst nk. 21.35 Veldi sem var. (Lost Empires.) Breskur framhaldsmyndaflokkur í sjö þáttum. Sjötti þáttur. 22.20 Billy Joel í Leningrad. (Billy Joel - Live form Lenin- grad.) Upptaka frá hljómleikum sem þessi geysivinsæli tónlistarmað- ur hélt ' 'inni fyrstu ferð til Sovétríkjanna. 23.10 Óveður í aðsigi. (Gewitter im Mai). Þýsk kvikmynd frá 1987. Myndin fjallar um unga stúlku sem tveir menn elska. Hún verður að gera upp hug sinn gagnvart þeim og ákvörðun hennar reynist afdrifa- rík. 00.40 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. MÁNUDAGUR 1. ágúst Frídagur verslunarmanna 18.50 Fréttaágríp og táknmáls- fréttir. 19.00 Litla prínsessan. (The Little Princess.) Lokaþáttur. 19.25 Barnabrek. Endursýndur þáttur frá 30. júlí. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Djassað í Duushúsi. Jón Páll Bjamason djassar með félögum sínum í Heita pottinum í Duushúsi. Þeir sem koma fram ásamt honum eru Tómas R. Ein- arsson, Pétur Grétarsson, Stefán Stefánsson og Friðrik Theodórs- son. 21.10 Vistaskipti. (A Different World). 21.25 Óskadraumur. (Sweet Dreams.) Myndin gerist á sjötta áratugn- um og fjallar um líf og söngferil hinnar þekktu sveitasöngkonu Patsy Cline. Mörg vinsælustu lög hennar em flutt í myndinni. 23.20 Sveitaball. Svipmyndir frá dansleik í Ara- tungu sumarið 1976. Þar skemmtu Ragnar Bjamason og hljómsveit, Þuríður Sigurðar- dóttir, Bessi Bjamason og Ómar Ragnarssön. Síðast á dagskrá 8. maí 1985. 23.45 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. ÞRIÐJUDAGUR 2. ágúst. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fróttir. 19.00 Bangsi besta skinn. Lokaþáttur. 19.25 Poppkom - Endursýndur þáttur frá 29. júlí. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Kaupmaðurinn á horninu. - Árni í Ámabúð. Árni Einarsson rak verslun sína á Tómasarhaga 13, Reykjavík frá 1961 þar til í vor. Áður en hann hætti verslunarrekstri var tekið viðtal við Áma og nokkra við- skiptavini hans. Umsjón Guðmundur Bjartmars- son og Leó Löve. 21.05 Geimferðir. (Space Flight). Annar þáttur - Á vængjum Merkúrs. Bandarískur heimildamynda- flokkur í fjórum þáttum, þar sem rakin er saga geimferða allt frá hönnun fyrstu eldflauganna í Þýskalandi til stjömustríðsáætl- ana okkar daga. 22.05 Höfuð að veði. (Killing on the Exchange.) Breskur spennumyndaflokkur í sex þáttum. Fjórði þáttur. 22.55 Og það varð ljós. (Fra mörket til lyset). í þessari mynd er fjallað um Else Marie Jakobsen sem er talin meðal fremstu textillistamanna í Noregi. Hún er þekktust fyrir altaristöflur sem hún hefur ofið. 23.20 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJÓNVARP AKUREYRI LAUGARDAGUR 30. júli. 9.00 Með Körtu. 10.30 Penelópa puntudrós. (The Perils of Penelope Pitstop.) Teiknimynd. 10.55 Hinir umbreyttu. 11.25 Benji. Leikinn myndaflokkur fyrir yngri kynslóðina um hundinn Benji og félaga hans sem eiga í útistöð- um við ill öfl frá öðmm plánet- um. 12.00 Viðskiptaheimurínn. (Wall Street Joumal.) 12.30 Morðgátan. 13.40 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. 14.35 Kraftaverkið; saga Helen Keller. (Helen Keller, the Miracle Cont- inues) Þetta er saga biindu og heymar- lausu stúlkunnar Helen Keller og kennara hennar, Annie Sull- ivan. 16.15 Listamannaskálinn. (Southbank Show.) Bandaríski rithöfundurinn Paul Bowles hefur verið búsettur í Marokkó síðastliðin fjömtíu ár og sækir efnivið bóka sinna að miklu leyti í umhverfið. Hér er bmgðið upp mynd af þessu umhverfi, allt frá iðandi borgar- lífinu í Tangier til hinnar þöglu eyðimerkur Sahara. 17.15 íþróttir á laugardegi. 19.19 19.19. 20.15 Ruglukollar. (Marblehead Manor.) 20.45 Hunter. 21.35 Brjóstsviði.# (Heartbum.) Rachel og Mark em ungt, ást- fangið par sem hefur nýlega kynnst. Þau ganga í hjónaband, fjárfesta í íbúð, eignast sitt fyrsta barn og eiga von á öðm. Líf Rachelar snýst um heimilið, barnið og eiginmanninn þar til dag einn að hún uppgötvar óheiðarleika Marks. Meryl Streep og Jack Nocholson fara með aðalhlutverkin. 23.20 Dómarinn. (Night Court.) 23.45 Hefndin.# (Blue City.) Eftir fimm ára fjarvem frá heimabæ sínum snýr Billy aftur og kerast að því að faðir hans hefur verið myrtur níu mánuðum áður. Málið er enn óleyst, en hann fær fyrrverandi skólafélaga sinn til að aðstoða sig við að leysa þessa morðgátu. 01.05 Árásin á Pearl Harbor. (Tora! Tora! Tora!) Mynd þessi er afrakstur sam- vinnu Japana og Bandaríkja- manna. Greint er frá aðdrag- anda loftárásarinnar á Pearl Har- bor frá sjónarhomum beggja aðila. Alls ekki við hæfi barna. 03.25 Dagskrárlok. #Táknar fnunsýningu á Stöð 2. SUNNUDAGUR 31. júlí 9.00 Draumaveröld kattarins Valda. (Waldo Kitty.) 9.25 Alli og íkornarnir. (Alvin and the Chipmunks.) 9.50 Funi. (Wildfire.) 10.15 Tóti töframaður. (Pan Tau.) 10.45 Drekar og dýflissur. (Dungeons and Dragons.) 11.05 Albert feiti. (Fat Albert.) 11.30 Fimmtán ára. (Fifteen.) 12.00 Klementína. (Clementine.) 12.30 Útilif í Alaska. (Alaska Outdoors.) Þáttaröð þar sem náttúmfegurð Alaska er könnuð. 12.55 Sunnudagssteikin. 14.20 Menning og listir. Einn fremsti dansflokkur Banda- ríkjanna, „The Alvin Ailey Dance Theatre", dansar fjóra stutta dansa. 15.50 Lífslöngun. (Bigger than Life) James Mason fer með hlutverk manns sem haldinn er ólækn- andi sjúkdómi og fær mikið af lyfjum sem eig^að stilla kvalim- ar. Fljótlega verður hann svo háður lyflunum að líf hans verð- ur að martröð. 17.25 Fjölskyldusögur. (After School Special.) Júlíu langar til að breyta rétt og reynir að sækja visku sína í handbækur en hún kemst að því að ekki verður allt lært af bókum. 18.15 Golf. 19.19 19.19. 20.15 Heimsmetabók Guinness. (Spectacular World of Guinnes.) 20.45 Á nýjum slóðum. (Aaron’s Way.) 21.35 Eintrjáningurinn.# (One Trick Pony.) Mynd um líf og starf lagasmiðs- ins og söngvarans Paul Simon, en hann á stóran þátt í popp- tónlistarbyltingunni sem varð upp úr sjöunda áratugnum. Paul á sjálfur heiðurinn af kvik- myndahandritinu og leikur auk þess aðalhlutverkið, en það tók hann alls þrjú ár að fullgera myndina. 23.10 Víetnam. Framhaldsmyndaflokkur í 10 hlutum. Ekki við hæfi barna. 23.55 Óðalseigandinn. (Master of Ballantrae.) Bresk mynd í hæsta gæðaflokki, sem gerist í Skotlandi á átjándu öld. Tveir skoskir bræður keppa um ástir sömu stúlkunnar en þegar herkvaðning berst ber þeim að varpa hlutkesti um hvor þeirra skuli sinna kallinu. Aðalhlutverk: Richard Thomas, Michael York, Finola Hughes og Sir John Gielgud. 02.30 Dagskrárlok. RÁS 1 LAUGARDAGUR 30. júlí 6.45 Veðuriregnir - Bœn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustend- ur.“ Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir á ensku kl. 7.30. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veður- fregnir kl. 8.15. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli bamatíminn. 9.20 Sígiidir morguntónar. Stöö 2 er meö bamaefni á laugardags- og sunnudagsmorg- uninn, m.a. hana Penelópu puntudrós.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.