Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 3
I aoer iiuj .öe - ru£)ao - s 30. júlí 1988-DAGUR-3 Skiltið við gömlu innkeyrsluna nýtist fáum og spurningin er: Hver á að færa það á nýjan stað? Sauðárkrókur: Hver á að færa skiltið? Það er víða orðin mikil skilta- mergð við innkeyrslu kaup- staða og bæja landsins. Við innkeyrsluna í Sauðárkrók á Áshildarholtshæð er einungis gult skilti frá Vegagerðinni sem flestir kannast við, með kflómetrafjölda og staðanöfn- um. Sem betur fer stendur þar nú að beygja skal til vinstri til Sauðárkróks. En hvar er hvíta skiltið með merki Sauðár- króksbæjar, sem er t.d. við innkeyrsluna í bæinn eftir Borg- arsandi þar sem er nóg af skiltum? Pegar keyrt er eftir nýju inn- keyrslunni um Áshildarholtshæð sést ekkert slíkt skilti, sem sann- ar það fyrir þér að þú sért að keyra inn í Sauðárkrók. En þegar þú ert á leið inn í bæinn og lítur til vinstri eftir gömlu innkeyrsl- unni þá sérð þú í bakhlið skiltis sem stendur upp úr miklu grasi. Blaðamaður Dags beygði eitt sinn til vinstri af nýju innkeyrsl- unni og ók upp eftir þeirri gömlu, sem fáir aka eftir í dag. Þegar fram fyrir skiltið er kom- ið þá sést að þar er hvíta skiltið með merki Sauðárkróksbæjar, frekar fáum til gagns. Það er spurning hvort ferðalangurinn eigi að leggja krók á leið st'na til að sjá þetta skilti, eða er það bara fyrir túneigendur þarna í nágrenninu og skepnur þeirra? Þegar blaðamaður fór að leita svara við þessari spurningu og hringdi á skrifstofu Sauðárkróks- bæjar þá var sagt að Vegagerð ríkisins hafi umsjón með þessu skilti. En þegar hringt var í Vega- gerðina þá var sagt að Sauðár- króksbær hafi sett skiltið niður á sínum tíma með leyfi Vegagerð- arinnar. Þannig að enginn vill bera ábyrgð á þessu skilti við gömlu innkeyrsluna og hver á þá að færa það á nýju innkeyrsluna? -bjb Skemmdir af völdum fjórhjóla: Áróður- inn ber árangur Á síðasta ári var töluvert kvartað yfír eigendum fjór- hjóla og ekki að ástæðulausu. Margir þeirra áttu erfitt með að hemja sig á hjólum sínum, æddu yflr fjöll og firnindi og ollu skemmdum á viðkvæmum gróðri víða um landið. Að sögn Þóroddar Þórodds- sonar framkvæmdastjóra Nátt- úruverndarráðs hefur lítið borið á slíku framferði fjórhjólaeig- enda í ár og vildi hann fyrst og fremst þakka það áróðri og umræðu um þetta mál. Margir jeppaeigendur hafa einnig þótt heldur glannalegir utan vega en þrátt fyrir mikla fjölgun slíkra bíla í landinu undanfarið virðist þróunin einnig jákvæð á þeim bænum. Þóroddur sagði að vegalögreglan væri mik- ið á ferðinni um hálendið og fylgdist með ferðamönnum og það hjálpaði einnig mikið til. -KK Egilsstaðir: Vinnu- vélum lagt í íbúða- hverftun Nokkuð hefur borið á því á Egilsstöðum að vinnuvélum hefur verið lagt ólöglega í íbúðahverfum í bænum. Sam- kvæmt lögreglusamþykkt er bannað að leggja vörubifreið- um og vinnuvélum í íbúða- hverfum. ÞÚ HAGNAST Á EIGIN SKILVÍSI Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú getur notað peningana þína til mun gagnlegri hluta, til dæmis í að: Flísaleggja baðherbergið kaupa nýtt veggfóður á bamaherbergið eða eignast nýjan borðbúnað. Eindagi lána með lánskjaravísitölu. Eindagi lána með byggingam'sitölu. Gjalddagar húsnæðislána eru 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí (sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn). Merktu gjalddaga þíns láns inn á dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu. w Œ I > O Þeim eru ætlaðir ákveðnir staðir í bænum þar sem leyfilegt er að leggja. Fyrir tveimur árum var gert átak í því að kynna vinnuvélaeigendum reglur þessu aðlútandi, og var því vel tekið. Nokkuð hefur farið að bera á þessu á ný og hafa bæjaryfirvöld því snúið sér til viðkomandi og bent þeim á að fara eftir lögreglu- samþykkt bæjarins, annars komi til kasta lögreglu. kjó SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar fyrir 1. ágúst hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGi 77 101 REYKJAVIK S: 69 69 00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.