Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 4
4 — DAGUR — 30: júlí 1988
sögubrot
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavlk),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Gangstéttir
vilja gleymast
Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á að
snyrta og prýða Akureyri. Trjáplöntur hafa verið
gróðursettar í þúsunda tah og innan fárra ára munu
þær setja mikinn svip á bæinn. Smám saman er
Glerárhverfi að taka á sig mynd og íbúar þegar
farnir að huga mjög að görðum og útliti húsa sinna.
Um hverja helgi sumarsins má sjá íbúa í umræddu
hverfi vinna baki brotnu við gróðursetningu, máln-
ingu og hellulögn svo eitthvað sé nefnt.
Það fer hins vegar mjög í taugarnar á íbúum á
Akureyri að ráðamenn bæjarins láta gangstéttir og
gangstíga sitja á hakanum. Að sjálfsögðu óprýða
malarstígarnir umhverfið auk þess sem sú hætta
vofir yfir að gangandi vegfarendur arki eftir götunni
í stað þess að nota gangstéttir.
Trassaskap bæjaryfirvalda má vafalaust skýra
með skorti á peningum. Þeir eru af skornum
skammti, segja þeir sem til þekkja. En íbúar í þeim
hverfum þar sem frágengnar gangstéttir eru sjald-
séðar eiga erfitt með að sætta sig við að bíða svo
árum skiptir. Frágengin gangstétt er öryggisatriði
um leið og hún gerir það að verkum að fólk getur
gengið endanlega frá lóð og þ.h. Uppbyggingu
hverfis er ekki lokið fyrr en „smámál" á borð við
þetta er úr sögunni.
í sumar hefur nokkuð verið unnið að lagfæringum
og snyrtingu umhverfis iðnfyrirtæki á Akureyri. En
því miður verður að segja hverja sögu eins og hún
er: Eigendur og ráðamenn í alltof mörgum fyrir-
tækjum á Akureyri virðast ekki hafa nokkurn áhuga
á að ganga þannig frá næsta umhverfi fyrirtækj-
anna að sómi sé að. Því síður virðast þeir hafa upp-
götvað að málning er tiltölulega einföld lausn ef
hús líta illa út.
Og nú þarf
veiðileyfl!
Allt frá því að nýja brúin yfir Eyjafjarðará var tekin
í notkun hafa Akureyringar, og þá einkum börn og
unglingar, rennt fyrir silung af brúnni eða í næsta
nágrenni hennar. Margir krakkar hafa öðlast áhuga
á veiðiskap eftir að hafa staðið með stöng á þessum
slóðum. Ekki hefur verið um stórfelldan veiðiskap
að ræða - síður en svo. En eitthvað virðist þetta
hafa farið fyrir brjóstið á stjórn Veiðifélags Eyja-
fjarðarár og nú er búið að banna veiðar á þessum
slóðum - nema viðkomandi hafi keypt sér veiðileyfi.
Dagur leyfir sér að efast um að stjórnin hafi gert
rétt. Með gjaldtökunni er búið að útiloka marga af
ungu veiðimönnunum sem síðar hefðu gerst enn
áhugasamari og veitt í sjálfri ánni — og greitt fyrir
það. Hægt er að ganga of langt í skipulagningu og
peningaleit. ÁÞ.
I
Leynast skrímsli
á Norðurlandi?
- Nokkrar skrímslasögur rifjaðar upp
íslenskar þjóðsögur eru hluti
af menningu vorri og synd ef
þær ætla að verða gleymskunni
að bráð. í þessu Sögubroti ætl-
um við að líta á Þjóðsögur
Olafs Davíðssonar og finna
nokkrar sögur af atburðum
sem eiga að hafa átt sér stað á
Norðurlandi. Skotar eiga sög-
una af Loch-Ness skrímslinu
og eru enn að leita að því, en
Norðlendingar eiga líka sín
skrímsli.
Skrímslið í Grímsey
„Einn dag að vori til var mjög
gott veður í Grímsey og glaða
sólskin, og fóru því mörg börn
upp á eyjuna til þess að leika sér.
Þau komu þar að, er dýr eitt lá,
mjög stórt, með ákaflega langan
hala. Það lá á hliðinni og sleikti
allt, sem það náði til með tung-
unni, en börnin komu ekki svo
nærri því, að það næði með tung-
unni til þeirra. Þegar þau komu
heim, höfðu þau gleymt þessu að
mestu. Þó minntust þau á það
seint um kvöldið, en þá var orðið
svo dimmt, að ekki tjáði að
grennslast frekar eftir dýrinu.
Um morguninn var farið þangað,
er börnin höfðu séð skrímslið;
var það horfið, en svart bæli sást,
þar sem dýrið hafði legið, sviðið
ofan í rót. Það fylgdi sögunni, að
skrímslið hefði ekki getað hreyft
sig, meðan sólskin var.“ (Eftir
sögn Óla Björnssonar frá Syðsta-
bæ í Hrísey 1901).
Áttfætta skrímslið
„Eitt sinn reið maður fram í
æðarvarp einhvers staðar í Húna-
vatnssýslu, en ekki er sögumanni
mínum ljóst, hvar það var. Hann
reið brúnum hesti góðum. Þegar
hann var á leiðinni til lands aftur,
tók sá brúni að ókyrrast í vatn-
inu, og vissi maðurinn ekki,
hverju það sætti, þangað til hann
sá ferlíki eitt koma upp úr
sjónum. Hann hafði með sér
hlaðna byssu og skaut á skrímsl-
ið, en því brá mjög lítið við, og sá
maðurinn ekki aðrar afleiðingar
af skotinu en að skrímslið leit
við. Maðurinn flýtti sér nú til
lands og hleypti slíkt sem af tók,
en skrímslið elti hann. Samt
komst maðurinn til bæja, en
skrímslið hvarf aftur í sjóinn.
Hann hafði virt skrímslið svo vel
fyrir sér, að hann gat dregið upp
mynd af því, þegar hann kom
heim til sín. Það var gráleitt að lit
og áttfætt, og virtist manninum
hornkennd trjóna standa fram úr
því.“ (Eftir sögu Gísla Guð-
mundssonar frá Hofstöðum í
Skagafirði 1901).
Haganesskrímslið
„Jón á Höfða á Skagaströnd í
Skagafirði var einu sinni heimilis-
maður í Haganesi í Fljótum.
Hann átti unnustu á Mói og sótti
hana heim við og við. Eitt kvöld
fór hann að hitta unnustu sína
sem oftar í ágætisveðri. Mikla-
vatn er milli Mós og Haganess,
og lá það á ísi, en Jón var
afbragðs skautamaður, og fór
hann því á skautum. Hann hitti
nú unnustu sína og hélt svo heini-
leiðis aftur, en þegar hann kom
að ós þeim, er rennur til sjávar
vestan til við Haganes, kom að
honum skrímsli eitt mikið, og var
Jón þá að binda upp á sig skaut-
ana. Jón hljóp nú heimleiðis á
skautunum sem mest hann mátti,
en skrímslið elti hann, og dró
heldur saman. Jón þóttist sjá, að
hann mundi ekki geta haft undan
skrímslinu heim að Haganesi,
svo að hann tók krók á sig og
hljóp fram allt vatn, og skrímslið
á eftir, þangað til hann kom að
koti einu. Þar hljóp Jón alla leið
heim á hlað á skautunum, en
skrímslið hvarf aftur, þegar það
heyrði hundgá frá bænum. Svo
hafði Jón lagt að sér, að hann lá
þrjár vikur eftir hlaupin." (Eftir
sögn Gísla Guðmundssonar frá
Hofstöðuin í Skagafirði 1901).
Skrímsli í Hrísey
„Um 1840 var Gísli nokkur
Brandsson, bróðir Jóns bónda
Brandssonar á Yztabæ í Hrísey,
á gangi niður við sjó í eynni að
hyggja að nótalögnum. Hann sá
skrímsli mikið ösla úr sjónum
upp í fjöru, og var það á stærð
við hest, en miklu gildara, eink-
um fæturnir. Gísli sá að skrímslið
stefndi að honum, og hélt undan,
en skrímslið sótti á eftir og dró
heldur saman, því að Gísli varð
að vaða yfir tvo forvaða undir
hendur. Snörl eða hringl heyrðist
til skrímslisins. Gísli hljóp nú
cins og fætur toguðu, og var
skrímslið komið á túnið, þegar
hann gat lokað bænum. Gísli lá
um hríð eftir tilburð þenna, því
að bæði hafði hann orðið mjög
óttasleginn og svo hafði hann
tekið hlaupin mjög nærri sér.“
(Eftir handriti Gísla Konráðsson-
ar í hrs. Á.M. 276, 8vo).
Fleiri skrímslasögur eru til frá
Hrísey og Grímsey, einnig frá
Fjörðum, Árskógsströnd,
Hestaleigan Hófatak í Mývatnssveit:
„Þetta eru nú allt algjörir byrj
endur þannig að við förum
bara stutt,“ sagði Sigurður
Axel Benediktsson hjá hesta-
leigunni Hófataki í Mývatns-
sveit þegar Dagur kom við hjá
honum á dögunum. Leiguna
rekur Sigurður ásamt Jóni III-
ugasyni og segir nóg að gera
þessa dagana. Leigan var opn-
uð þann fyrsta júní og lýkur í
byrjun september. Fyrsti mán-
uðurinn var rólegur en nú er
ferðamannastraumurinn að ná
hámarki og margir vilja kom-
ast á bak.
„Svo bremsarðu svona
og beygir svona“
Hópurinn sem var að gera sig
kláran í útreiðartúrinn innihélt
Þjóðverja sem greinilega voru
ekki vanir útreiðartúrum, hvað
þá íslenska hestinum.
„Já, svona bremsarðu," sagði
Sigurður Axel sýnir einum Þjóðvcrjanna hvernig stýra skal hcsti. Hinum
síðarnefnda þótti mikið til koma og virtist hinn spenntasti yfir öllu saman.
Uuendingar eru um^0%
viðskiptavina