Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 11
bílor 30. júlí 1988- DAGUR-11 Toyota Corolla 4WD Toyota Corolla 4WD er ný gerö af Corolla, sem ætlað er að koma í stað Tercel 4WD, sem verið hefur vinsæll hér á iandi undanfarin ár. Toyota Corolla er reyndar til í fleiri gerðum en flestir aðrir bílar og framleiddir hafa verið fleiri bílar með þessu tegundarheiti en nokkru öðru. Þessi nýi fjórhjóladrifni bíll er náskyldur öðrum nýjum Cor- olla bílum og útlitið ber það með sér ef framendinn er skoðaður. Að öðru leyti er Cor- olla 4WD allsérstæður og auð- þekktur af útlitinu. Einkum eru það sérkennileg hliðarrúða aft- ast og „bólgið" þak ásamt vindskeið, sem setja sérstakan svip á bílinn. Bólgan á þakinu er gagnleg og veitir aukið rými, svo betur fer um fólk af hinum hávaxna og glæsilega norræna kynstofni í þessum bíl en mörgum öðrum slíkum frá landi sólarinnar. Innandyra er bíllinn í hefð- bundnum japönskum stíl. Mælaborðið og stjórntækin líkj- ast þó í vaxandi mæli því sem tíðkast í evrópskum bílum og eru því ágætlega staðsett og auðveld í notkun. Sætin eru góð og veita ágætan stuðning án þess að vera beinlínis í sér- flokki. Rými í bílnum er allgott miðað við stærð hans og vegna áðurnefndrar þaklyftingar virð- ist bíllinn jafnvel enn rýmri en hann er í raun og veru. Ágæt- lega fer um farþega bæði í fram- og aftursæti. Farangursrýmið er drjúgt, og mun stærra en í Terc- elnum. Hægt er að leggja aftur- sætið niður, að hluta eða allt (skipting 'A eða %) og stækka þannig farangursrýmið. Nokkur smáhólf eru í bílnum fyrir minni hluti. Miðstöðin virðist nægi- lega afkastamikil og tiltölulega hljóðlát. Frágangur er ágætur jafnt innan sem utan. Toyota Corolla 4WD er tæknilega svipuð framhjóla- drifnum frænkum sínum. Aftur- ásinn í Corolla 4WD er þó auð- vitað frábrugðinn hinum þar sem hann er drifinn. Toyota hefur valið heilan afturás sem festur er með 4 langsörmum og Panhardstöng og fjaðrar á gormum. Það kemur nokkuð á óvart að Toyota „splæsir" ekki sjálfstæðri fjöðrun að aftan því það hefði verið í samræmi við það sem lagt er í Corolluna að öðru leyti. Toyota sparar nefni- lega hvergi við sig tæknilegt góðgæti í þennan bíl. Ef við höldum okkur við drif- búnaðinn til að byrja með þá er hér um að ræða sítengt fjór- hjóladrif með venjulegu „mekan- ísku“ mismunadrifi, sem læsa má handvirkt. Þessi búnaður er að mínu viti áreiðanlegur og hrekkir ekki ökumann með því að læsa drifrásinni fyrirvara- laust og að ökumanni forspurð- um. Drifaflinu er skipt bróður- lega milli fram- og afturhjóla og því hefur bíllinn alltaf sömu aksturseiginleikana. Handvirka læsingin er auðveld í notkun, einungis þarf að ýta á takka í mælaborðinu. Eini gallinn er sá að ekki er hægt að nota ABS- bremsukerfi með þessum drif- búnaði. Vélin er heldur ekki af ómerkilegustu tegund. Hún er 1,6 lítra og hefur 4 ventla við hvern strokk, tvo yfirliggjandi knastása, tvöfaldan blöndung og skilar 94 hö. við 6CM)0 sn./mín. Hún er bráðskemmtileg í notk- un og virðist ekki í neinum vandræðum með bílinn í götu- akstri. Það gildir hins vegar um þennan bíl eins og aðra svipaða frá Japan, að fátt kemur í stað slagrýmis þegar þörf er átaks á litlum snúningshraða. Toyota hefur valið þann kostinn að auka afl vélarinnar og eldsneyt- isnýtingu með því að fjölga ventlunum og svara þannig kröfum um meira vélarafl. Þessi lausn er alveg fullgild í flestum tilfellum en dugar síður þegar þörf er á mjúku átaki, eins og stundum þarf í vondri færð, hálku eða bröttum brekkum. Hér er þó ekki yfir neinu að kvarta og vélin skilar sínu með prýði og bíllinn hefur furðu líf- lega eiginleika þegar tillit er tekið til þess að hann er 1120 kg að þyngd. milli fram- og afturhjóla, er ólæst. Ekki vottar fyrir þvingun milli fram- og afturhjóla, svo mismunadrifið vinnur verk sitt vel. Toyotan er nokkuð há frá vegi (17,5 cm) og því bærilega nothæf á vondum vegum. Geta bílsins í ófærð er þó háð tak- mörkunum eins og annarra sambærilegra bíla. Þetta er fólksbfll en ekki jeppi. (Svona bílar auðvelda mönnum að komast leiðar sinnar á vegum með misjafnri færð af meira öryggi en í venjulegum bílum. Þeir eru hins vegar ekki heppi- legir til að fást við eiginlegar torfærur og ár og vötn.) Corolla 4WD er einnig frem- ur hljóðlátur, einkum ber minna á veghljóði en gengur og gerist í bílum af þessum stærð- arflokki. Og svo er auðvitað komið í hann vökvastýri. Toyota Corolla 4WD er að flestu leyti afbragðs bíll. Útlitið er sérstakt (dálítið töff) og rým- ið nægjanlegt og notadrjúgt. Vél og drifbúnaður eru fyrsta flokks og það gildir einnig um aksturseiginleikana. Fjöðrun er e.t.v. það eina sem Toyota gæti bætt, og er þá einkum við hinn þunga heila afturás að sakast og ég yrði ekki hissa á því þótt sjálfstæð afturfjöðrun sæist fljótlega í þessum bíl. Gerð: Toyota Corolla 4WD, 5 dyra, 5 manna, vél að framan, drif á öllum hjólum, sídrif. Vél og undirvagn: 4 strokka, vatnskæld, fjórgengis-bensínvél, borvídd 81,0 mm, slaglengd 77,0 mm, slagrými 1587,0 cc, 94 hö. við 6000/ ntín., 127,0 Nm við 4000/mín., þjöppun 9,5:1,2 yfirliggjandi knastásar, tveggja hólfa blöndungur, rafeindakveikja. Sjálfberandi yfirbygging, fjórhjóladrif, sídrif með læsanlegu mismunadrifi milli ása, handvirk læsing. Fimm gíra gírkassi. Sjálfstæð fjöðrun að framan, þríhyrndir þverarmar með McPherson gormlegg og jafnvægisstöng; heill afturás með 4 langs-örmum, gormum, dempurum og jafnvægisstöng. Aflstýri, aflbremsur, diskabremsur að framan, skálar að aftan, handbremsa á afturhjólum. Hjólbarðar 185/70 SR 13. Bensíngeymir 50 1. Mál og þyngd: Lcngd 425,0 cm, breidd 165,5 cm, hæð 148,5 cm, hjólahaf 243,0 cm, sporvídd 144,0/138,0 cm, þyngd 1120 kg. Hámarkshraði ca. 175 km/klst. 0-100 á 12,5 sek. Framleiðandi: Toyota Motor Corporation, Tokyo, Japan. Innflytjandi: P. Samúelsson & Co. hf., Reykjavík. Umboð: / Bílasalan Stórholt, Akureyri. Verð: Ca. kr. 850.000. Umsjón: Úlfar Hauksson Gírkassinn hefur vel heppn- uð hlutföll til venjulegs aksturs, en ég saknaði sérstaks lággírs, sem forverinn, Tercel 4WD, hafði. Toyotan hefur ekki milli- kassa með háu og lágu drifi og því væri slíkur lággír til þæg- inda, enda þótt vélaraflið sé nú sýnu meira en í gamla Tercel bílnum og því minni ástæða af þeim sokum til að hata serstak- an lággír. Drifhlutfallið er auk þess fremur lágt. Gírskiptingar ganga lipurlega fyrir sig en þó fylgja þeim dálítil hljóð í milli- stöngunum sem liggja fram í gírkassann. Fjöðrunin er ágæt, virðist jafnvel heldur slaglengri en gengur og gerist í japönskum bílum. Þægindin yrðu þó vafa- laust enn meiri ef sjálfstæð fjöðrun væri að aftan, því heil- um afturás fylgir oftast meiri ófjöðruð þyngd og þar með meiri . tregða. Aksturseigin- leikarnir eru annars góðir og öruggir og bíllinn er stöðugur og rásfastur hvort sem er á möl eða malbiki. Bíllinn er nánast hlutlaus í beygjum, þ.e. eigin- leikar hans breytast nær ekkert þótt gefið sé í í beygjum.Drifbún- aðurinn er með þeim hætti, eins og áður er lýst, að bíllinn hefur ávallt óbreytta aksturseiginleika, a.m.k. á meðan mismunadrifið Opið ■um verslunarmanna- helgina: Fösfudag nœtursala til 04.00 Laugardag nœtursala til 04.00 Sunnudag nœtursala til 04.00 ◦llt í ferðalagið ◦llt í svanginn ◦llt í drykkinn ◦llt í veiðiferðina ◦llt í útileguna nestin Leiruvegi • Veganestí Þar sem þjónustan situr f fyrirrúmi. aveginn! Brýr og rmai krefjast sérstakrar varkárni. Draga verður úr hrada og fylgjast vel með umferð á móti. Tökum aldrei áhættu! híumferoar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.