Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 30. júlí 1988 „Það er mjög algengt að karlmenn eigi 2-3 konur og vinna þær utan heimilisins en það er svona meira á huldu hvað þeir gera - mér sýndist þeir nú aðallega drekka bjór. Þetta er karla- samfélag . . .“ ,Jíami haíði aldrei áður séð konu sleppa sér^4 — segir Hrafiihildur Karlsdóttir sem dvaldi í fjóra mánuði í Zimbabwe og sagði kerfínu stríð á hendur Afríka - framandi land en engu að síður heillandi í aug- um margra. Eyðimerkur, hiti, villidýr, leirkofar með strá- þaki, frumstætt fólk - allt þetta kemur upp í hugann þegar maður heyrir minnst á þetta land sem virðist svo fjarska langt í burtu. Akureyrsk stúlka, Hrafnhildur Elín Karls- dóttir, er meðal tiltölulega fárra Islendinga sem þangað hafa komið. Hún dvaldi nánar tiltekið í fjóra mánuði í land- inu Zimbabwe sem er umkringt af löndunum Suður- Afríku, Mósambik, Zambiu og Botswana. „Eftir stúdentsprófið í fyrravor bauðst vinkonu minni að fara til Bandaríkjanna sem au pair. Þar sem hún var búin að ákveða að fara í skóla til Englands sló ég bara til og fór í byrjun júní í fyrra. Ég vissi að það stæði til að fjöl- skyldan sem ég var hjá færi til Afríku því hjónin voru bæði læknar. Hún var doktor í hita- beltissjúkdómum og hann í atvinnusjúkdómum og þau voru búin að fá vinnu þarna í fjóra mánuði. Ég ætlaði ekki að fara með því þetta var eitthvað svo langt í burtu að mér fannst,“ sagði Hrafnhildur þegar ég hitti hana á heimili hennar á dögun- um. Það var greinilegt að Afríka var ennþá í huga hennar því frá plötuspilaranum bárust ljúfir tón- ar suður-afrísku hljómsveitarinn- ar Lady Smith black mambazo. „Einhvern veginn æxlaðist það síðan þannig að ég ákvað að skella mér með. Við lögðum af stað í lok janúar, fjögurra manna fjölskylda og ég með fimmtán ferðatöskur. Ferðin tók um þrjá daga en var samt skemmtileg því margt nýtt bar fyrir augu.“ Þegar ég spyr Hrafnhildi hvernig henni hafi liðið þegar hún steig á afríska jörð, sagði hún: „Það var heitt, guð minn góður það var sko heitt.“ Þau höfðu þurft að fara til London á leið frá New York og þar var rigning og kuldi. „Við vorum því mjög vel klædd og að auki vorum við með svo óhemju mikinn farangur að við hreinlega neyddumst til að vera í sem flest- um fötum.“ Er ísland í Evrópu? Hrafnhildi og fjölskyldunni gekk bara vel að komast í gegnum útlendingaeftirlitið þó svo að afgreiðslumaðurinn þar hafi ekki haft nokkra hugmynd um hvar ísland væri á hnettinum. „Fólk í Zimbabwe vissi yfirleitt ekkert um ísland. í fyrsta skipti sem ég fór með bréf í póst til íslands þá tók það starfsfókið þar Iangan tíma að geta sér til um hvar landið væri og að lokum var ég spurð: „ísland, er það í Evr- ópu?“ Það var nú ekki laust við að mér hafi sámað aðeins þessi fáfræði," segir Hrafnhildur og fær sér kaffisopa. „Annars heyrði ég tvisvar sinn- um minnst á ísland í fjölmiðlun- um. í fyrra skiptið var það umfjöllun um bjórmálið sem birt- ist á forsíðu dagblaðsins The Herald sem kemur út í Harare höfuðborg Zimbabwe, þar sem ég var. Og í seinna skiptið birtist sjálfur Jón Páll í íþróttaþætti í sjónvarpinu." Karlaveldi Zimbabwe er nokkuð frábrugðið fslandi eins og auðvelt er að gera sér í hugarlund. Ég bað Hrafn- hildi að reyna að útskýra þennan mun fyrir mér. „Konur þarna úti eru alls ekki metnar eins mikils og á íslandi,“ segir hún og er greinilega umhug- að um málefni kvenna. „Þær eru kúgaðar og það kom fram í könnunum að um 80 prósent þeirra væru barðar heimafyrir. Það voru alveg heilmikil greina- skrif og umræður í fjölmiðlunum um stöðu konunnar meðan ég var úti og auðvitað sýndist sitt hverjum. Það er mjög algengt að karlmenn eigi 2-3 konur og vinna þær utan heimilisins en það er svona meira á huldu hvað þeir gera - mér sýndist þeir nú aðal- lega drekka bjór. Þetta er karla- samfélag og því til staðfestingar get ég nefnt að kona sem er deildarstjóri í háskólanum í Har- are og þarf að ferðast mikið ætl- aði að fara að endurnýja vega- bréfið sitt. Henni var þá sagt að hún þyrfti að taka manninn sinn með sér og hann að gefa sam- þykki sitt fyrir því að vegabréfið yrði endurnýjað. Hefurðu heyrt annað eins?!“ Fréttir á þremur tungumálum Zimbabwe var áður bresk nýlenda og hét þá Rhodesía. Árið 1980 fékk landið hins vegar sjálfstæði eftir blóðuga styrjöld. „Ég held að Zimbabwe sé það land í Afríku sem á hvað mesta möguleika á að standa sig,“ segir Hrafnhildur. „Það eru auðvitað vankantar á samfélaginu því að það er jú mjög ungt. Fólk á kost á góðri menntun sem er borguð af ríkinu og það á örugglega eftir að skila sér. Landið er líka mjög ríkt af alls konar námum s.s. demanta-, gull- og asbestnánum. Aðalvandamálið er þó gjaldeyr- isvandræði og ekki má t.d. taka nema mjög lága upphæð með sér út úr landinu.“ „í landinu eru tveir þjóðflokk- ar: Natabelely og Shona. Þegar sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst þá voru það Natabelely sem sáu aðallega um bardagana. Það má eiginlega segja að Shona menn séu viljalausari því þeir hafa sam- lagast nýjum lifnaðarháttum miklu betur en hinir. Shonar eru miklu fleiri þannig að þegar stofnað var lýðveldi þá fengu þeir forsetann og flesta ráðherrana og út af þessu urðu mikil sárindi.“ Nafnið Zimbabwe er tekið frá fornri borg Shona manna sem kölluð var Hin mikla Zimbabwe. „Borgin var uppi á hæð og húsin voru hlaðin mjög óreglulega en samt skipulega í óreglunni. Þang- að upp þurftu þeir að bera alla steinana í hleðslurnar, vatn og fleira. Við fórum einu sinni að skoða þetta fyrirbæri og þá átti ég nú í mestu vandræðum með að koma sjálfri mér upp,“ segir Hrafnhildur sannfærandi. Þrjú mál eru töluð í Zimb- abwe: Natabelelymál, Shonamál og enska og segist Hrafnhildur stundum hafa verið orðin svolítið þreytt á að horfa þrisvar á sömu fréttirnar á öllum málunum. Hulduher S.-Afríkustjórnar Það var ekki hjá því komist að minnast á Suður-Afríku þar sem segja má að það sé umdeildasta land Afríku. Hrafnhildur vildi fúslega tjá sig um ástandið þar því landið á jú landamæri að Zimbabwe og því berast fréttir auðveldlega þar á milli. „Það var sagt í Zimbabwe að það komi til með að verða sprenging í S.-Afríku innan 10 ára og þá brjótist út borgarastyrj- öld. Það má segja að þótt við vildum þá gætum við ekkert gert því stríðið stendur á milli hvíta fólksins, Afrikanos, og blökku- mannanna. Ég las nokkrar bækur um S.-Afríku og þar kom fram að auðvitað gætum við fordæmt aðskilnaðarstefnuna en það virð- ist bara ekki ganga að setja við- skiptahömlur og slíkt á. Þegar Bandaríkjamenn settu viðskipta- hömlur á S.-Afríku þá voru þeir búnir að ganga frá því við Japana að þeir keyptu frá S.-Afríku og Bandaríkjamenn aftur af Japön- um. Þriðji aðilinn var s.s. fenginn inn í dæmið. Svo virðist líka sem almenningi sé alveg sama hvaðan Nashymingar þurfa víst að borða eins og aðrir. 30. júlí 1988 - DAGUR - 9 Mamusaon, ,ends in Rl-YKJAViK (.lcelaod). AIXOHOLIC beer became legai aftor 73 years of prohi- bitíon, but Icelanders wUl Kavc to ke«p cooi for 10; moro tnon'ttis Keforc it comes on thu.market. Aftcr a year-long debate In parliament and the media, a . Jull tumout of thc uppcr house of Iceland's Althlng (parUatnent) voted 13-8 to stamp mt the Jast vestlgés of prohlbltioíi Mtheifdarwi iuid i eonlw.t ahove 125 1 p«rceht.: A dozen beer-lovexs the Althing ailer the post itíidnight vote, but tliere wai iiítle other public rejoicing. The beer won’t go on sal nnUl Míucb 1 next year, aiu while no price has been 6et, jnx>- and ami-wi-ohibitíonisK united in calilnfi for high prJces, l'earing ihe change Cfould eneourage áicohol ’ nbuse. . Former lawmaker Jon important that people realise that beer is just as dangerous as other alcchol.” — Ziana ) AP. Umfjöllunin um bjórmálið sem birtist í blaði í Zimbabwe. . auðvitað gætum við for dæmt aðskilnaðarstefnuna en það virðist ekki ganga að setja viðskiptahömlur . . .“ kvittun í umslaginu og búið að stela ávísuninni. Ég hringdi aftur og tilkynnti stuldinn en ákvað að gera ekki neitt voðalega mikið mál úr þessu. Síðan gerist það um þremur mánuðum seinna - daginn áður en við fórum úr landinu - að ég fékk senda ávísun upp á 25 dollara. Ég dreif mig og ætlaði að fara að skipta ávísun- inni og eyða henni því það er ekki leyfilegt að taka svona mik- inn pening með sér úr landi. Afgreiðslumaðurinn sagði þá við mig að þar sem þetta sé tvístrik- uð ávísun þá verði hún að leggj- ast inn á reikning. Ég sagðist auðvitað ekki eiga neinn banka- reikning og væri auk þess að fara úr landinu. Hann benti mér þá á að fara á tollskrifstofuna og þar könnuðust þeir við mig frá fyrri heimsókn og bentu mér á ein- hverja aðra skrifstofu. Þar var ég send manna á milli þangað til ég setti hnefann í borðið og sagðist vilja fá einhvern til þess að redda þessu. Þá kom mjög elskulegur maður sem gat skrifað nýja ávís- un fyrir mig og henni gat ég svo skipt í banka. Það var nú mikið hlegið að þessu og sagt að ég væri sennilega eina manneskjan sem hefði sagt stjórninni stríð á hendur og unn- ið það.“ Langar aftur „Mér fannst alveg ofsalega gam- an í Afríku og myndi jafnvel vilja búa þar í nokkur ár en ekki samt ein. Ég var mikið ein með krakk- ana því það var erfitt að kynnast fólki þarna,“ segir Hrafnhildur sem er þekkt fyrir annað en eiga í erfiðleikum með að kynnast öðrum. „Ég sá eftir að hafa ekki skellt mér í háskólann á staðnum því ég hafði nægan tíma til þess og kennslan fór þar fram á ensku. Þarna hefði ég getað kynnst ein- hverjum því fólk gerir ekki eins og hér heima og fer bara á ball til að hitta fólk heldur er þetta mik- ið eins og í Bandaríkjunum. Það eru sem sé stefnumótin sem gilda - það sem við erum búin að vera að hlæja að í bíómyndum." „Þetta er auðvitað dýrmæt reynsla sem maður öðlast. Það er margt sem er svo allt öðruvísi en maður hefur áður kynnst. Ég sá þarna t.d. í fyrsta skipti dýr eins og fíla, flóðhesta, ljón, nashyrn- inga og allt það sem maður hafði bara séð í sjónvarpinu,“ segir Hrafnhildur „Það er líka svo skemmtilegt landslag í Zimbabwe. Alls konar landslag s.s. sléttur, fjöll og svo auðvitað hinir stórkostlegu Vikt- oríufossar sem ég fór að sjá. Þeir eru alveg meiriháttar," segir Hrafnhildur og á augnaráðinu sýnist mér hún vera komin til Áfríku. Umm haww umm haww, heyr- ist mér þeir syngja í Lady Smith black mambazo og eins og Hrafn- hildur finnst mér ég vera komin til Afríku því ég sé fyrir mér ljón hlaupandi í skógi og heyri dyninn í Viktoríufossunum. KR ég vör við mikið kynþáttahatur í New York og þar voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að vera að hjálpa blökkumönnum í Afríku en ekki í sínu heimalandi." Fjölskyldan sem Hrafnhildur fór með. vörurnar eru sem hann kaupir," segir Hrafnhildur og er mikið niðri fyrir. „Það er gerður út eins konar hulduher á vegum Suður-Afríku- stjórnar sem gengur undir nafn- inu MNR. Þessi her hefur ekkert markmið heldur fer hann bara um nágrannalöndin og eyðilegg- ur. Flestir hermannanna eru svartir en meðan ég var úti fannst ein bækistöðva þeirra í Mósam- bik og þar var við stjórn austur- þýskur sálfræðingur. Herinn fer um þorpin og þar eru konur og börn skotin en karlmönnunum rænt. Þeim er síðan skipað að ganga til liðs við MNR og eigin- lega hálf heilaþvegnir." Hrafnhildur sagði ennfremur að í Zimbabwe væru miklar var- úðarráðstafanir við innkomu í allar borgir vegna hræðslu við MNR. „Það eru miklir vegatálm- ar og leitað er í öllum bílum. Mér , Michele, Esme, Mark og Zoe. fannst þessar aðfarir við bíla- skoðanir stundum hálf undarleg- ar og við vorum oft að reyna að geta okkur til hvað myndi verða gert næst. Stundum gengu verð- irnir í kringum bílinn og spörk- uðu í dekkin eða þeir prófuðu flautuna, blikkuðu ljósunum og fleira slíkt. Aðaláhugi þeirra virt- ist nú samt beinast að strætis- vögnunum og ég spurði einu sinni hvers vegna það væri. Þeir sögðu að það væri vegna þess að ef MNR kæmi þá væri það lang lík- legast að þeir kæmu í strætisvagni vegna þess að þeir eru alltaf yfir- fullir af fólki. Þeir líta út eins og þeir séu að springa. Ég ætlaði alltaf að prufa að fara í strætó en lagði það aldrei á mig því það er gjörsamlega troðið í þá.“ Kynþáttahatur Fjölskyldan sem Hrafnhildur var hjá leigði stórt hús með sundlaug „Ætlaöi ekki að fara með,“ sagði Hrafnhildur. Mynd: GB Kerfínu sagt stríð á hendur „Kerfið er ferlega stirt þarna úti. Ég fékk sendan pakka frá Banda- ríkjunum með íslenskum blöðum og krossgátum og fór að sækja hann á pósthúsið. Þar var mér sagt að ég ætti að borga 25 doll- ara og ég gerði það og hélt að ég væri að borga fyrir póstkostnað- inn. Þegar ég lít síðan á pakkann sé ég að hann hefur þegar verið borgaður af sendanda og ég er að borga toll af íslenskum blöðum! Ég vildi ekki alveg samþykkja þetta og manngreyið sem afgreiddi mig var greinilega ekki vanur að sjá konu sleppa sér opinberlega. Hann sagði mér að hringja á tollskrifstofuna og kanna málið þar, sem ég og gerði. Þeir sögðu mér að koma og ég æddi niðureftir og var rétt byrjuð að kynna mig í afgreiðsl- unni þegar maðurinn segir við mig: „Hérna góða mín farðu bara þarna inn og talaðu við þennan mann.“ Hann hafði greinilega kannast við röddina úr símanum og ekki viljað tala við mig aftur,“ segir Hrafnhildur og hlær. „Ég spyr þann sem mér var vísað á hvemig standi á því að ég sé látin borga toll af íslenskum blöðum. Svarið sem ég fékk var að ég gæti selt þau þegar ég væri búin að lesa þau vegna þess að það væri svo mikill pappírsskortur í land- inu. Ég klikkaðist alveg og sagð- ist sjá hinn dæmigerða Zimb- abwebúa fyrir mér lesandi íslensk blöð og að ráða íslenskar kross- gátur. Hann sá að þarna átti ég góðan punkt og sagði að ég fengi senda ávísun upp á 25 dollara. Þremur vikum seinna fékk ég bréf frá stjórninni en þá var bara og stórum garði. Einnig höfðu þau garðyrkjumann, kokk og konu sem þvoði af þeim. „Það var nokkuð algengt að fólk væri með þjónustufólk hjá sér og svarta millistéttin var sko ekki barnanna best í meðferð þjónustufólksins. Þetta er það sem þeir hafa séð í gegnum árin og ætla sér að lifa eins. Einhvern veginn hélt maður ekki að þetta myndi gerast en í sjálfu sér er þetta „eðlilegt" þótt þarna séu húsbændur og hjú af sama litar- hætti. Kynþáttahatrið virðist eig- inlega mikið til vera einhvers konar stéttahatur,“ segir Hrafn- hildur og er hugsi. „Annars varð i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.