Dagur - 03.08.1988, Side 1

Dagur - 03.08.1988, Side 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 3. ágúst 1988 143. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir Jogginggallar HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Lögreglan: Lagði hald á mikið magn áfengis Frú Vigdís sett í embætti Frú Vigdís Finnbogadóttir undirritaði í fyrradag embættiseið sinn sem forseti íslands og hófst þar með þriðja kjörtímabil hennar. Athöfnin hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni og gengu gestir síðan yfir í Alþingishúsið. Eftir að Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, hafði lýst forsetakjöri og frú Vigdís Finnbogadóttir hafði skrifað undir embættiseiðinn, gekk forsetinn fram á svalir Alþingishússins og minntist fósturjarðarinnar. AP 25 teknir fyrir ölvun við akstur Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af 25 manns vegna ölv- unaraksturs um helgina og 20 voru teknir fyrir of hraðan akstur. Tveir voru sviptir öku- leyfi á staðnum, enda höfðu þeir kitlað pinnann verulega. Nokkur ölvun var í bænum, en að sögn lögreglu fór allt frið- samlega fram. Á Melgerðis- melum var talsverð ölvun og fengu 40 að gista fangageymsl- ur lögreglunnar. Nokkur umferðaróhöpp urðu um helg- ina, en meiðsl urðu smávægi- leg. Matthías Einarsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri sagði umferð hafa gengið vel og öku- menn almennt notað bílbelti og haft ökuljós kveikt. Umferðar- óhöpp á Akureyri og í nágrenni urðu alls 8, tvisvar útafakstur og 6 árekstrar. Meiðsl urðu óveru- leg, en eignatjón varð nokkurt. Alvarlegasta óhappið varð á brúnni við Torfur í Eyjafirði þeg- ar tveir fólksbílar skullu saman. Treysti ekki ríkisvaldi sem óglldir samninga - segir Björn Snæbjörnsson hjá Einingu um skýrslu vinnutímanefndar Um niðurstöður vinnutíma- nefndar, sem félagsmálaráð- herra skipaði til þess að leita Kartöflur: Nýjar íslenskar í verslanir Nýjum íslenskum kartöflum var dreift í verslanir KNÞ á Kópaskeri og í Ásbyrgi i gær og síðar í vikunni eru nýjar kartöflur væntanlegar í verslun á Akureyri. Kartöflurnar eru frá kartöflu- ræktarfyrirtækinu Mónaco en eigandi þess er Gunnar Björnsson, Sandfellshaga í Öxar- firði. Gunnar ræktar kartöflurnar á söndunum þar sem þær njóta yls frá jarðhitasvæðunum og eru því fyrri til að vaxa í söluhæfa stærð. Það var 1. ágúst sem Gunnar tók upp fyrstu fram- leiðslu sumarsins sem fer á mark- að en undanfarna daga hefur heimilisfólkið í Sandfellshaga neytt nýrra kartaflna úr görðum Gunnars. IM leiða til að stytta vinnutíma, eru nokkuð skiptar skoðanir. I skýrslunni kemur m.a. fram tillaga um að hækka dagvinnu- kaup á kostnað yfirvinnukaups í þeirri von, að fólk minnki við sig yfirvinnu en gengið er út frá því að flestir sem vinni yfir- vinnu, geri það til að auka tekjur sínar. Björn Snæbjörnsson varafor- maður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar í Eyjafirði sagði það vissu- lega draum sinn, að dagvinnu- laun hækkuðu það mikið, að hægt verði að lifa af þeim einum. „Menn hafa reynt það í áföngum, en það hefur verið kroppað til baka aftur. Ég treysti því tæp- lega, þó dagvinnulaunin yrðu hækkuð verulega, að þau yrðu ekki tekin aftur með einhverju móti. Með þessu yrði yfirvinnan seld ódýrt og það er ekki hægt með pennastriki að segja að minnka eigi yfirvinnu því hún verður unnin. Verðmætin verða ekki látin liggja og eyðileggjast.“ Þá sagði Björn ríkisvaldið æði oft hafa gert undirskriftir ómerk- ar. Nú væri t.d. búið við lög þess efnis að bannað er að gera kjara- samninga og út í hött að tala um skipulagsbreytingar sem þessar á sama tíma. í skýrslu nefndarinnar kemur sömuleiðis fram sú gamalkunna staðreynd, að íslendingar vinna að jafnaði mikla yfirvinnu. 70% aðspurðra töldu að draga ætti úr yfirvinnu, þó með því skilyrði, að grunnkaup hækkaði. VG Leitað að áfengi á Melgerðismelum. Mynd: GB Stúlka í annarri bifreiðinni við- beinsbrotnaði og sagði Matthías að bílbelti hefðu bjargað að ekki fór verr, en báðir bílarnir eru óökufærir. Matthías sagði útihátíðina á Melgerðismelum hafa farið vel fram og verið forráðamönnum hennar til sóma. Vel hafi verið staðið að allri gæslu á svæðinu og óspektir hafi verið með minna móti. Ölvun á svæðinu var talsverð, „það voru nokkrir ansi vel hreifir," eins og Matthías tók til orða. Lögreglan lagði hald á talsvert magn af áfengi og giskaði varðstjóri á að það hefði verið á milli 600-1000 flöskur. Tók lög- regla góssið í sína vörslu og í gær lá straumurinn á lögreglustöðina, en þeir sem náð höfðu tvítugu gátu vitjað áfengis síns þangað. „Við erum allt í einu orðnir vin- sælir,“ sagði Matthías. mþþ ÁTVR á Akureyri: Seldi áfengi fyrir 9 miflj- ónir á tvehnur dögum Starfsmenn áfengisútsölunnar á Akureyrí höfðu í mörg horn að líta síðustu daga fyrir versl- unarmannahelgina. Samtals var selt áfengi fyrir 9,2 milljón- ir króna í útibúinu á fimmtu- dag og föstudag sem reikna má með að þýði um 8000-9000 flöskur. „Við seldum fyrir rúmar þrjár milljónir á fimmtudaginn og á föstudaginn var salan rúmar sex miUjónir þannig að það var nóg að gera. Þessi sala er svipuð og verið hefur en ef eitthvað er þá er hún ívið meiri en áður,“ segir Haukur Torfason útbússtjóri ÁTVR á Akureyri. Aðspurður segir Haukur að salan sl. föstudag sé tvöfalt meiri en á „venjulegum“ föstudegi, þeim vikudegi sem hvað líflegust sala er í „Ríkinu". Haukur sagð- ist ekki merkja að farið sé að draga úr áfengissölu þrátt fyrir að víða þrengi að. „Ætli sé ekki með þetta eins og sumt annað. Það er alltaf til króna fyrir sígarettu- pakkanum og flöskunni. Maður verður í það minnsta ekki mikið var við sparnað á þessu sviði, allra síst fyrir helgi sem þessa,“ segir Haukur. JÓH Áfengissalan í „ríkinu“ á Akureyri var mikil fyrir verslunarmannahelgina eins Og oft áður. Mynd: TLV

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.