Dagur - 03.08.1988, Síða 3

Dagur - 03.08.1988, Síða 3
3. ágúst 1988 - DAGUR - 3 Stórsveit TónKstarskólans: Tónleikar í kvöld Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri heldur tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld kl. 20.30. Hljómsveitin er skipuð 18 hljóðfæraleikur- um og stjórnandi hennar er Norman H. Dennis. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af Danmerkurferð hljóm- sveitarinnar en hún leikur á vina- bæjamóti í Randers dagana 14,- 24. ágúst. Á tónleikunum verða leikin mörg vinsæl lög og á meðal þeirra eru: „Mood Indigo“, „The Preacher", „La Bamba“, „Little Brown Jug“, „Star Dust“ og „I just can’t stop loving you“. Stórsveit Tónlistarskólans hef- ur starfað frá 1983 og stjórnaði Edward J. Fredriksen henni fyrstu 3 árin en síðan hafa Finnur Eydal og Norman H. Dennis stjórnað sveitinni. Hún hefur leikið á fjölmörgum tónleikum og einnig fyrir ríkisútvarpið. Ennfremur hefur sveitin tekið þátt í námskeiðum og leikið und- ir stjórn Mikael Radberg frá Svíþjóð, Paul Weeden frá Noregi og Michael Jaques frá Englandi. Egilsstaðir: Staða bæjarsjóðs að mörgu leyti góð Mikil óvissa ríkir um hverjar tekjur Egilsstaðabæjar verða í raun í ár. Margt bendir til að Iitffl hluti spariijár á neikvæðum vöxtum - aukning hjá Kaup- þingi Norðurlands hf. Neikvæðir raunvextir eru ein- göngu á almennum sparisjóðs- bókum og tékkareikningum, segir Jón Hallur Pétursson hjá Kaupþingi Norðurlands hf. Þetta á ekki við um skiptikjara- reikninga, en stór hluti af sparifé bankanna er á þannig reikningum. Jón Hallur telur að fólk hafi eingöngu eyðslufé á almennum sparisjóðsbókum og tékkareikn- ingum og hugsi þá frá degi til dags, en kaupi verðbréf með það í huga að geyma fé þar í ákveð- inn tíma. Á verðbréfamarkaðin- um eru vextir nú frá 7,2%, sem eru á spariskírteinum rfkissjóðs og upp í ca. 13% ávöxtun. Stöðug aukning hefur verið í viðskiptum hjá Kaupþingi Norðurlands, „en ég vil benda á að við höfum ekki starfað nema í rúmt ár og ég reikna með því að okkur vaxi áfram fiskur um hrygg“. _____________________kjó Húnavatnssýslur: Verslunar- mannahelgin róleg hjá lögreghmni Að sögn lögreglunnar í Húna- vatnssýslu var verslunar- mannahelgin að öllu leyti óvenju róleg og umferðin lítið meiri en um aðrar helgar í sumar. Reynt var að halda tvo dans- leiki en báðir féllu þeir niður þar sem aðeins einn gestur kom á dansleikinn sem vera átti á föstu- dagskvöldið en fjórir mættu á laugardagskvöldið. Fjögur minni- háttar óhöpp urðu í umferðinni en engin slys á fólki. Einn öku- maður var kærður fyrir meinta ölvun við akstur og nokkrir voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var tekinn á 139 km hraða svo hann losnar trúlega við ökuskírteinið sitt um nokkurt skeið. fh launþegar minnki við sig yfir- vinnu vegna staðgreiðslunnar, þetta getur orðið til þess að heildarlaunagreiðslur lækka og við það lækka útsvarsstekjur sveitarfélagsins. Einnig ríkir töluverð óvissa um álagningu á eftiráskatti, upplýsti Sigurður R. Símonarson bæjar- stjóri á Egilsstöðum í samtali við Dag. Reynt var að gera ráð fyrir þessari óvissu í fjárhagsáætlun, tekjur voru þess vegna áætlaðar í lágmarki og það sama var gert varðandi útgjaldahliðina í fjár- hagsáætluninni. í ágústmánuði verður fjárhags- og framkvæmda- áætlun endurskoðuð með tilliti til þess að þá verður álagningu lokið og þá sést væntanlega hver þró- unin verður. „Staða bæjarins er að mörgu leyti ágæt, því að hluti tekna bæjarins kemur reglulega sem áður, og þá á ég við útsvarshluta launafólks. Nú bæt- ast við útsvarsgreiðslur af áætluð- um tekjum þeirra sem eru í sjálf- stæðum atvinnurekstri og skila reglulega, þannig að við erum með heldur hærra innheimtu- hlutfall af útsvari en áður.“ Sigurður sagði hins vegar að það hefði gengið verr að inn- heimta aðstöðugjöld og fast- eignagjöld fyrirtækja. Hann taldi skýringuna vera þá, að það væri gengið það hart eftir staðgreiðslu- skattinum að fyrirtækin létu sveitarfélögin sitja á hakanum þótt þau þyrftu þá að greiða dráttarvexti. kjó Hitaveita Siglufjarðar: Leitað að nýju Samkvæmt skýrslu Orkustofn- unar frá því síöastliðið haust er jarðhitasvæði Hitaveitu Siglu- fjarðar í Skútudal fullnýtt og annar það ekki þörf fyrir heitt vatn á Siglufirði. Innan skamms er von á sérfræðingum stofnunarinnar norður til þess að leita leiða til aukinnar orku- öflunar fyrir bæinn. Jarðhitasvæðið í Skútudal hef- ur lengi verið til vandræða vegna þess hve illa svæðið liggur með tilliti til snjóflóðahættu. Á svæð- inu eru ellefu holur en aðeins þrjár þeirra hafa verið virkjaðar. Tvær holurnar hafa raunar aðeins verið notaðar sem varaholur og í snjóflóðum í vetur lenti önnur þeirra, hola 10, einmitt undir flóði. í ljós hefur komið- að holan er ekki eins illa farin og gert var ráð fyrir. Ákveðið hefur verið að byggja yfir dælubúnað holunnar, en þó aðeins til bráðabirgða, í þeirri von að nýtt hitasvæði finn- ist utan dalsins. Pannig er ætlunin að treysta ekki lengur á holu tíu en nýta hinar tvær meðan þær endast. Viðnámsmælingar sem gerðar voru fyrir tíu árum gefa vísbend- ingar um að þetta framtíðarsvæði hitaveitunnar kunni að vera að finna í Hólshyrnunni sem er sunnan Skútudals. Þá hafa menn von um að jarðhiti kunni að finn- ast í Skarðsdal sem er vestan fjarðarins. Ef þessar vonir rætast ekki þarf að sögn Sverris Sveins- sonar veitustjóra að fá sterka raflínu til Siglufjarðar og treysta á rafhitun í framtíðinni, þ.e.a.s. ef á annað borð á að nota inn- lenda orkugjafa. ET Vinningstölur 30. júií 1988. Heildarvinningsupphæð kr. 4.670.766.- 1. vinningur kr. 2.035.732.- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur kr. 609.606.- Skiptist á milli 274 vinningshafa kr. 2.252 á mann. 3. vinningur kr. 1.422.428.- Skiptist á milli 5492 vinningshafa sem fá 259 kr. hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánu- degi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. jarðhitasvæði WBSSH5/32 Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasimi: 685111 íHugsum fram % '""'vr *A>»i K .. «w’ . >r . 4 K á veginn! Brýr og ræsi krefjast sérstakrar varkárni. Draga verður úr hraða og fylgjast vel með umferð á móti. Tökum aldrei áhættUl yu^EBOAB ERIIM FUJTTIR frá Nóatúni að HÁTÚNI12 í Sjálfsbjargarhúsið HlðLPðRTÆKJðBdnKinn Hátunl2 &21333 ~LTLT

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.