Dagur - 03.08.1988, Page 13
í
i
i
„Þið komuð ekki til að sofa . . sungu
Greifarnir og syngja enn um stemmningu
verslunarmannahelgarinnar. Helgarinnar
þegar landinn leggst í ferðalög. íslands
unglinga fjöld var á ferðinni um helgina og
lögðu um 4000 manns leið sína á Melgerð-
ismela í Eyjafirði - fóru á Eina með öllu.
Vonandi skemmtuð þið ykkur vel! Úti í
skógi og inni í tjaldi, eða bara hvar sem er
var mannskapurinn á Melunum í fínu formi
- eins og við sjáum mætavel á myndunum.
Nema hvað vantar skóginn. En hverju
skiptir það? Það er alveg nóg að vera í
stuði, syngja og tralla fram á morgun. Það
er verslunarmannahelgin.
Myndir tala sínu máli og það gera líka
þessar myndir sem teknar voru á Melgerð-
ismelum um helgina. Við sjáum unglinga
sem skína af kátínu og fjöri og það minnir
á hin spöku orð leiðarahöfundar Dags fyrir
helgina. Þar sagði efnislega að markmið
unglinga á útisamkomu væri ekki að ná sér
í vín og verða vitlaus, heldur vilji þeir
skemmta sér með vinum og kunningjum,
komast á sjens og vaka um nætur. Það er
kjarni málsins og verða því ekki höfð fleiri
orð um málið að sinni. mþþ