Dagur - 26.08.1988, Síða 4

Dagur - 26.08.1988, Síða 4
4 - DAGUR - 26. ágúst 1988 viðtal dagsins ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRfMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, FÍEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Mikið fylgi stjómarflokkanna Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar ætti að hafa alla burði til að takast á við efnahagsvand- ann, þannig að árangur náist. Skoðanakann- anir hafa ítrekað sýnt að ríkisstjórnarflokk- arnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur hafa um tvo þriðju hluta kjósenda á bak við sig. Nú síðast stað- festu niðurstöður skoðanakönnunar Skáís og Stöðvar 2 þetta fylgi ríkisstjórnarflokkanna. Sá böggull hefur þó fram til þessa fylgt skammrifi að ríkisstjórnin í heild sinni nýtur ekki jafn óskoraðs trausts kjósenda. Má ef- laust skrifa það á reikning sundurlyndisfjand- ans, sem stjórnarþingmönnum hefur ekki tekist nægilega vel að hemja. Skoðanakannanir hafa jafnframt ítrekað sýnt að stjórnarandstaðan nýtur ekki mikillar hylli kjósenda. Alþýðubandalagið er á góðri leið með að skipa sér á bekk með flokksbrot- unum á þingi og ef flokkurinn réttir ekki sinn hag á næstu mánuðum, verða þingmenn hans taldir á fingrum annarrar handar eftir næstu kosningar. Fylgið hrynur jafnt og þétt af Borgaraflokknum og í skoðanakönnun Skáís og Stöðvar 2 er það komið niður í 3%. Eini stjómarandstöðuflokkurinn, sem hefur verulegt fylgi ef marka má skoðanakannanir, er Kvennalistinn. í Skáís-könnuninni lendir hann í 3. sæti á eftir Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki með 21,1% fylgi. Það er mun betri árangur en flokkurinn náði í síð- ustu alþingiskosningum, en samt sem áður verri útkoma en í mörgum fyrri skoðana- könnunum. Fylgið sækir Kvennalistinn þó fyrst og fremst til óánægðra Alþýðubanda- lagsmanna, enda eru þessir tveir flokkar í harðri samkeppni um sama fylgið. Niðurstöður allra skoðanakannana, sem gerðar hafa verið á undanförnum mánuðum á fylgi stjórnmálaflokkanna, eru í raun sam- hljóða: Stjórnarflokkarnir njóta fylgis tveggja af hverjum þremur kjósendum, þ.e. ef ein- ungis eru teknir þeir sem taka afstöðu. Það er gott fyrir stjórnarflokkana að vita af þessu mikla fylgi er þeir nú freista þess að treysta undirstöður atvinnulífsins og kveða verðbólgudrauginn í kútinn að nýju. Ríkis- stjórnin fær naumast annað tækifæri til að vinna tiltrú hins almenna kjósanda, þannig að samræmi náist milli stuðnings við einstaka ríkisstjórnarflokka og ríkisstjórnina í heild sinni. BB. Ferðamannatímabilið virðist vera að lengjast segir Margrét Jóhannsdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda. Mynd: ap Ferðaþjónusta bænda: Flakkarar njóta vinsælda í sumar - spjallað við Margréti Jóhannsdóttur A undanförnum árum hefur Ferðaþjónustu bænda verið að vaxa fiskur um hrygg og nú í sumar gátu þeir sem land lögðu undir fót og gistu á ferðaþjónustubæjum valið um 99 bæi víðs vegar um landið. Engir tveir bæir eru eins og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hœfi. Hjá Ferðaþjónustu bænda er boðið upp á mjög fjölbreytta afþreyingu og má sem dœmi nefna hestaferðir, jöklaferðir, silungs- og laxveiði. Þá geta þeir sem áhuga hafa stundað rjúpna- og gæsaveiði á lögboðn- um veiðitíma þessara fugla. Berjatínsla og bátsferðir eru í boði og ferð í réttir að hausti er einnig á meðal þess sem upp á er boðið. Þeim sem gista ferðaþjónustubœi er einnig boðið upp á að taka þátt í daglegum störfum fólksins á bœnum. Þeim fer mjög fjölgandi sem nota sér þá fjölbreyttu þjónustu sem boðið er upp á hjá Ferða- þjónustu bænda og sagði Margrét Jóhannsdóttir hjá ferðaþjónust- unni að gott hljóð væri í þeim bændum sem bjóða upp á slíka þjónustu. „Ferðamannatímabilið virðist vera að lengjast," sagði hún og bætti við að nú væri bók- að mun lengra fram á haustið en áður hefði tíðkast. Var hún að vonum ánægð með það, sem og einnig að veruleg aukning hefur orðið í nýtingunni. Júnímánuð sagði hún þó ekki hafa verið sér- stakan, fremur leiðinlegt veður á Suðurlandi hafi sett nokkurt strik í reikninginn. Þó taldi hún nýtinguna ekki hafa verið verri en í júnímánuði í fyrra. 99 bæir Nú í sumar bættust 11 nýir bæir við í keðjuna og eru þeir eins og áður sagði alls 99. Svokallað svæðisfulltrúakerfi er við lýði og allir nýir bæir sækja sérstaklega um að komast að í ferðamanna- þjónustuna. Fulltrúar fara á stað- inn og gefa umsögn um hann og stjórn Ferðaþjónustu bænda gef- ur síðan út leyfi. Kröfur sem gerðar eru til bæjanna eru nokk- uð miklar og ákveðinn standard sem þarf að uppfylla. Islendingar flestir „Markaðurinn er hvergi nærri mettur, það er greinilegt að íslendingar eru mikið að vakna, þeir virðast hafa haldið að þessi þjónusta stæði einungis útlend- ingum til boða. Nú er stór hluti þeirra sem notfæra sér þessa þjónustu íslendingar og þeir sem panta gistingu í gegnum okkur eru að stærstum hluta íslending- ar, eða 65%. Þjóðverjar koma næstir í röðinni, eru 23% þeirra sem við höfum skráð, aðrar þjóð- ir eru ekki með eins stórt hlutfall," sagði Margrét og bætti við að Norðurlandaþjóðirnar virtust vera að sækja í sig veðrið og ferðalög þeirra væru mjög að aukast. Flakkarar Gistiflakkari og veiðiflakkari eru á meðal nýjunga sem Ferðaþjón- usta bænda bauð upp á í fyrsta skipti í sumar. Margrét sagði að flökkurum þessum hefði verið vel tekið. í gistiflakkara felst að fólk kaupir minnst sjö nátta gistingu og getur bókað sig með eins dags fyrirvara. Margrét sagði að gisti- flakkarinn hentaði mjög vel fyrir fólk sem ekki vildi gera stífar áætlanir varðandi ferðalög sín. Veittur er 10% afsláttur á gist- ingu noti menn gistiflakkarann. Varðandi veiðiflakkarann sagði Margrét að tekin hefðu ver- ið þrettán veiðisvæði á landinu og ítarlegar upplýsingar um veiði á þessum svæðum hefðu verið gefnar í bæklingi. Til að fá þenn- an bækling þurfa menn að kaupa tíu veiðimiða, sem greitt er með fyrir veiði og gilda þá mismun- andi margir miðar á hverju svæði fyrir sig, eða allt frá tveimur upp í þrettán. „Veiðiflakkarinn vakti mikla athygli og fólk sem prófaði hann var mjög ánægt. Hann er örugglega eitthvað sem á framtíð fyrir sér,“ sagði Margrét. mþþ Hjá Ferðaþjónustu bænda er boðið upp á mjög fjölbreytta afþreyingu og má sem dæmi nefna hestaferðir, jöklafcrðir, silungs- og laxveiði.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.