Dagur - 26.08.1988, Qupperneq 9
26. ágúst 1988 - DAGUR - 9
Hestaíþróttir
Hestamennska er nokkuð sem margir segjast lifa fyrir. Norðlenskir hestamenn eru þekktir fyrir áhuga sinn og elju og ber hið glæsilega svæði
að Melgerðismelum þess m.a. vitni. Hestaíþróttir eru tiltölulega nýtt hugtak í hestamennsku en munurinn á keppni í þeim og t.d. gæðinga-
keppni er sá, að í hestaíþróttum er lögð áhersla á knapann og þar er það hann sem er að fara undir dóm, að sjálfsögðu með sínum hesti. Þar er
sýningin útfærð af mun meiri nákvæmni og aðrir þættir teknir til dóms. í gæðingakeppni er það t.d. vilji og fegurð í reið sem er sérstaklega
dæmt á tvöföldu vægi, en í íþróttakeppni er allt tekið saman án þess að vera tvöfaldað. f íþróttakeppni getur knapinn skipt um hest fram á
síðustu stundu því það er hann sem er að keppa, en í gæðingakeppni má skipta um knapa fram á síðustu stundu
því þar er verið að dæma hestinn.
Þið verðið öll með
harðsperrur á morgun
- Sigurbjörn Bárðarson fslandsmeistari
í hestaíþróttum tekinn tali
í síðustu viku fór fram nám-
skeið í hestaíþróttum fyrir
norðlenska hestamenn, og fór
það fram á Melgerðismelum.
Þar fór fremstur leiðbeinand-
inn, Sigurbjörn Bárðarson
Islandsmeistari í hestaíþróttum
og þegar blaðamenn komu á
staðinn var hann önnum kaf-
inn við að gefa áhugasömum
þátttakendum góð ráð.
„Mundu eftir hliðarhvetjandi
Mjög góð aðsókn var á námskeiðið hjá Sigurbirni og áhugi mikill.
Námskeiðið
mikil lyftistöng
Einn af nemendum Sigur-
björns á námskeiðinu var
Kristín Thorberg og gaf hún
sér tíma til þess að spjalla
aðeins við okkur þrátt fyrir að
við værum að trufla hana á
miðju námskeiði.
„Við erum að læra að vinna
með hestinn og sýna hvað hann
er orðinn þjálfaður. Það er sem
sé verið að þjálfa knapann,"
sagði hún aðspurð um hvað þau
væru að læra.
Kristín sagði námskeiðið
standa í 4 daga og taka 2-3 tíma í
einu. „Þetta er mikil lyftistöng
fyrir okkur að fá mann eins og
Sigurbjörn, sjálfan íslandsmeist-
arann. Bikarmót er framundan
um næstu helgi og flest okkar
sem erum hér munum taka þátt í
því,“ sagði hún að lokum.
„Það er verið að þjálfa knupann," ságði Kristín Thorberg.
fæti, því hann gefur þér iykilinn!
Þið eigið að leita eftir að fá
skrokkinn til þess að víkja undan
hliðarhvetjandi fæti! Svo verðið
þið öll með harðsperrur á
morgun!“
Þessar og fleiri fyrirskipanir
dundu á nemendunum en við
spurðum Sigurbjörn fyrst að því,
hvað hann væri að kenna þeim.
„Eg er hingað kominn gagn-
gert til að halda íþróttanámskeið
í keppnisíþróttagreinum. Fólk-
inu eru kennd undirstöðuatriði í
þessum greinum sem er alls 6
talsins. Þær eru 5 gangtegundir
(fimmgangur), tölt, 4 gangteg-
undir (fjórgangur), gæðinga-
skeið, hlýðniæfingar og hindrun-
arstökk. Við erum að fara í gegn-
um þessar greinar og ég miða við
að þetta fólk sé vant. Ég miðla af
minni reynslu og í kjölfar nám-
skeiðsins verður haldið bikarmót
í hestaíþróttum.“
- Er þátttaka a nálnskeiðinu
góð?
„Við miðuðum við að hafa um
20 þátttakendur en þeir urðu
heldur fleiri eða 29 svo áhuginn
er feikna mikill, þrát.t fyrir að
þessi tími síðla sumars sé ekki sá
besti til námskeiðahalds.“
- Gerir þú mikið af því að
halda svona námskeið?
„Nei, ég geri ekki mikið af því,
reyndar það lítið að það heyrir til
undantekninga.“
Sigurbjörn segir aðstöðuna á Melgerðismelum sérstaklega góða frá náttúr-
unnar hendi.
- Hvernig líst þér á aðstöðuna
á Melgerðismelum?
„Hún er alveg sérstaklega góð
frá náttúrunnar hendi og þar hef-
ur verið unnið feikna mikið upp-
byggingarstarf. Svæðið býður því
upp á einhverja bestu valkosti af
svæðum á landinu og er í hópi
bestu svæða.“
- Nú hefur töluvert verið deilt
innan Landssambands hesta-
mannafélaga og Eyfirðingar
dragast mjög inn í þá deilu, hvert
er þitt álit á þessum málum?
„Mér þykir mjög miður að
deilurnar skuli hafa þróast á
þennan veg sem þær hafa gert.
Menn eiga að geta sest niður.
:ekist í hendur og klárað sín mál.
Þess í stað er sífellt verið að kasta
bensíni á eldinn og öll blaðaskrif
eru ekki til þess að bæta stöðuna.
Þau ýta bara undir og kynda.
Best væri að reyna að láta staðar
numið, fá góða menn til liðs við
stg og leiða þetta saman á nýjan
leik. Það þarf að létta á spenn-
unni og hverfa frá öllum blaða-
skrifum."
- Að lokum Sigurbjörn, eru
norðlenskir hestamenn námfús-
ir?
„Já, virkilega og meðal þeirra
ríkir góður andi.“
Myndir: GB. Texti: VG
Hikaði ekki við að
fara á námskeiðið
Næst tókum við tali ungan og
efnilegan hestamann, Marinó
Aðalstcinsson en hann er
meðlimur í hestamannafélag-
inu Þjálfa í Þingeyjarsýslu.
Hann ætlaði að taka þátt í
bikarmótinu og notaði tæki-
færið til þess að sækja nám-
skeiðið.
Hann sagðist oft hafa farið á
námskeið sem þessi og segir gott
að fá tilsögn í hvernig vinna á
með hestana. „Sigurbjörn er
mjög góður leiðbeinandi og við
lærum mikið af þessu. Ég hikaði
ekki við að fara á þetta námskeið
hjá honum, það var engin
spurning,“ sagði hann og var þar
m$ð rokinn.
Marinó Aöalstcinsson í Þjálfa, Þingeyjarsýslu.