Dagur - 26.08.1988, Qupperneq 13
26. ágúst 1988 - DAGUR - 13
hvaðerað gerast?
Kaupangskirkja endur-
vígð á sunnudag
Endurvígsla Kaupangskirkju
fer fram sunnudaginn 28. ágúst
kl. 13.30, en gagngerar endur-
bætur hafa verið gerðar á
kirkjunni.
Séra Sigurður Guðmundsson
vígslubiskup í Hólastifti vígir
kirkjuna, séra Birgir Snæbjörns-
son prófastur og séra Hannes
Örn Blandon þjóna fyrir altari.
Séra Bjartmar Kristjánsson
flytur ritningarorð, kirkjukórar
Kaupangs- og Munkaþverár-
sókna, undir stjórn Þórdísar
Karsldóttur syngja.
Atli Guðlaugsson leikur á
trompet og Þuríður Baldursdóttir
syngur einsöng við undirleik
Mögnu Guðmundsdóttur, Guð-
rúnar Þórarinsdóttur og Huldu
Bjarkar Garðarsdóttur.
Sem fyrr segir fer athöfnin
fram á sunnudaginn og hefst kl.
13.30.
Akureyri:
Kaffisala í Zontahúsi
Kaffisala og hlaðborð verður í
Zontahúsinu, Aðalstræti 54,
sunnudaginn 28. ágúst klukkan
14 til 17. Nonnahúsið verður opið
á sama tíma, aðgangur að safninu
er ókeypis.
Circus de Espana á Akureyri:
Sýningar um helgina
Spænski sirkusinn Circus de
Espana verður með sýningar á
Akureyri um helgina og á
mánudagskvöld. Tvær sýning-
ar fara fram á laugardag og
sunnudag og hefjast kl. 15 og
20 báða dagana og kl. 20 á
mánudag.
Sýningar fara fram við Drott-
ingarbraut, á túninu framan við
Samkomuhúsið. Miðasalan fer
fram á sýningarsvæðinu og er
opin allan daginn. Sýningarfólk-
inu er margt til lista lagt og þarna
er boðið upp á frábæra skemmt-
un fyrir alla fjölskylduna.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri:
Ed Femandez prédikar
Ed Fernandez mun prédika á
þremur samkomum í Hvíta-
sunnukirkjunni á Akureyri um
helgina.
f fréttatilkynningu frá Hvíta-
sunnusöfnuðinum segir að Ed
prédiki fagnaðarerindið sem
kraft Guðs þeim sem trúa. „Þess
vegna prédikar hann þennan Jes-
úm þó hann sé hæddur, hafi verið
grýttur, hafi verið settur í fang-
elsi fyrir trú sína og þó honum
hafi oft verið hótað lífláti.
Á hverjum degi fer Ed út á
götur heimaborgar sinnar og
prédikar fagnaðarerindið.“
Þeim sem vilja kynnast þeim
Jesúm sem Ed Fernandez þjónar
svo dyggilega, er velkomið að
hlýða á hann um helgina í Hvíta-
sunnukirkjunni v/Skarðshlíð.
Samkomurnar hefjast kl. 20.00 á
sunnudaginn 28. ágúst og kl.
20.30 á mánudag og þriðjudag.
Minnmgar-
leikur um
Óskar
Á mánudagskvöldið fer fram
knattspyrnuleikur á Akureyrar-
velli milli Þórs og Leifturs.
Leikurinn er í minningu Óskars
Gunnarssonar, sem um árabil var
burðarás í liði Þórs. Leikurinn
hefst kl. 19.00.
við Hvannavelli.
Símar 24119 og 24170.
Vegna mikillar
sölu undanfarið
vantar nýlega
bíla
á söluskrá og
í sýningarsaí
Sundlaugin
Syðra-Laugalandi
Frá og með 29. ágúst verður sundlaugin opin sem
.hér segir:
Mánudögum frá kl. 20.30-21.30.
Kvennatími fyrir fullorðna.
Föstudögum frá kl. 20.30-21.30.
Karlatími fyrir fullorðna.
Sunnudaga frá kl. 14.00-16.00.
Almenningstími.
Einkatíma er hægt að panta í símum 31228 og 31175.
Sjáumst.
Sundlaugarverðir.
Óskum eftir að ráða
★ Starfskraft til skrifstofu- og sölustarfa
★ Starfskraft til framleiðslustarfa
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veittar á skrifstofu okkar milli
kl. 10 og 12 næstu daga.
Kjötvinnslan Hrímnir
v/Hvannavelli, sími 22080.