Dagur - 26.08.1988, Síða 20

Dagur - 26.08.1988, Síða 20
Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Sirkusmenn óhressir: Sóttu um skemmtana- leyfi í aprfi „Ég sótti um skemmtanaleyfi til bæjarfógetans á Akureyri í apríl og tilgreindi að við yrðum á Akureyri í ágúst,“ sagði Jörundur Guðmundsson, umboðsmaður sirkussins sem nú dvelur á Akureyri í samtali Loðnuveiðin tregum þessar mundir - Hólmaborgin að landi með 4-500 tonn „Loðnuveiðin gengur ekki neitt um þessar mundir. Hólmaborgin kemur að öllum líkindum í nótt til Eskifjarðar með um 4-500 tonn,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson skip- stjóri og rekstrarstjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf. í samtali við Dag í gær. Þorsteinn var einmitt skipstjóri í fyrstu veiðiferð Hólmaborgar- innar sem kom með fyrsta loðnu- farminn til löndunar á þessari vertíð. Skipið kom þá með um 1200 tonn til Eskifjarðar og fékk greitt 3200.- kr. fyrir tonnið. „Það eru tvö önnur skip á mið- unum, Háberg GK og Börkur NK og það hefur verið jafn tregt hjá þeim. Loðnuveiðin hefur yfirleitt gengið frekar treglega á þessum árstíma og það er ekki fyrr en í október og nóvember sem skemmtilegast hefur verið að eiga við hana,“ sagði Þorsteinn einnig. -KK við Dag, heldur óhress með þau ummæli bæjarfógeta í blaðinu í gær, að ekki hafí ver- ið sótt um leyfí í tæka tíð. Jörundur sagði að í maí hafi hann fengið svar þess efnis að skemmtanaleyfi verði veitt, ef þeim skilyrðum verði fullnægt, að aðgöngumiðar á Akureyri verði sérprentaðir á íslensku. Féllst hann á þetta, en þegar til kom þótti sérprentun það dýr, að fyrir tæpum tveimur vikum hringdi hann til Arnars Sigfús- sonar hjá fógetaembættinu á Akureyri og spurði hvort ekki væri hægt að fá undanþágu vegna miðanna. „Þegar sirkusinn kom til landsins, tók Tollstjóraembættið í Reykjavík alla aðgöngumiða sem nota átti, taldi þá og tók númer af hverjum einasta þeirra. Þetta var því allt samkvæmt lög- um og reglum sem mér voru sett- ar í Reykjavík í fyrra þegar undirbúningur hófst.“ Að sögn Jörundar hafði Arnar sagt að hann sæi ekki ástæðu til annars en að hægt væri að nota upphaf- legu miðana, nema að hann þyrfti að koma með þá tímanlega til stimplunar. Sæi hann ekki að þarna væri um vandamál að ræða, fyrst tollstjórinn í Reykja- vík hefði skráð allar tölur hjá sér. Á miðvikudagsmorgun fór Jörundur með miðana til stimpl- unar á Akureyri, en þá neitaði fógeti alfarið að þeir yrðu notað- ir. Þurfti því í flýti að láta sér- prenta aðgöngumiða á skemmt- anirnar. Þeir voru tilbúnir síð- degis í gær og var þegar farið með þá til stimplunar hjá fógeta. VG Sirkus á Akureyri er ekki hversdagslegur atburður og kærkomin tilbreyting, ekki síst fyrir yngri kynslóðina. Mynd: TLV RQdsstjómin hugsar málin - 9% launlækkun skilar einungis 3% lækkun verðlags Ríkisstjórnin kom saman til fundar í gær til að ræða efna- hagsaðgerðir. Allir stjórnar- ilokkarnir höfðu samþykkt daginn áður að reyna niður- færsluleiðina, en á þessum fundi var ekki tekin nein ákvörðun þar að lútandi. Hins vegar var samþykkt að taka upp viðræður við launþega- hreyfíngarnar og verður fyrsti fundurinn með stjórn ASÍ í dag. Flugklúbbar á Akureyri: Útgarður keyptur af MA - Miðstöð fyrir flugsport á Melgerðismelum Utgarður, skáli Menntaskól- ans á Akureyri, hefur nú verið seldur klúbbum á Akureyri sem hafa það sameiginlega áhugamál að líða um loftin blá. Þetta eru Vélflugfélag Akur- eyrar, Svifflugfélag Akureyr- ar, Fallhlífarklúbbur Akureyr- ar og Flugmódelfélag Akur- eyrar. Menntskælingar hafa farið ófáar ferðirnar í Útgarð og stundað útivist í Vaðlaheiðinni en oft hefur verið erfitt að kom- Útgarður, skáli MA, hefur verið seldur fjórum félögum á Akureyri. Mynd: TLV ast að skálanum vegna ófærðar, auk þess sem vatninu hætti til að frjósa í leiðslum yfir háveturinn. Það hefur staðið til um nokkurn tíma að selja skálann. Davíð Jóhannsson hjá Vél- flugfélagi Akureyrar sagði að Útgarður yrði fluttur inn á Mel- gerðismela í haust. Þar verður hann settur á steyptar undirstöð- ur frá stríðsárunum, sem reyndar hafa verið endurbættar, og þar með fá klúbbarnir góða aðstöðu fyrir starfsemi sína. „Þetta er mjög ánægjulegt spor sem við erum að taka og það verður áreiðanlega gaman þarna næsta sumar. Skálinn verður miðstöð alls flugsportsins og þarna ætlum við að hafa það huggulegt á sumrin. Aðstaðan á Melgerðismelum er stórkostleg,“ sagði Davíð. Hann sagði að skálinn hefði verið keyptur fyrir fé sem safnað- ist á Flugdögum fyrir nokkrum árum, en það var látið ávaxtast uns klúbbarnir höfðu bolmagn til að ráðast í kaup á viðeigandi húsnæði. SS Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra hefur látið Þjóðhagsstofn- un og Verðlagsstofnun reikna út hve mikil áhrif niðurfærsla launa myndi hafa á verðlag og til hve mikils hluta launþega væri hægt að ná með þessari aðferð. Samkvæmt heimildum Dags eru upplýsingarnar ekki uppörv- andi fyrir stuðningsmenn niður- færsluleiðarinnar. Þar kemur fram að einungis væri hægt að ná til um 80% launþega með lækkun og sú aðgerð myndi einungis skila um 2-3% lækkun verðlags miðað við 9% niðurfærslu launa. Stjórn ASÍ fundaði fram á kvöld í gær og m.a. kom Ás- mundur Stefánsson formaður sambandsins fyrr úr ferð sinni til Færeyja, en þar var hann á fundi Samtaka norrænu verkalýðssam- bandanna, vegna þessa máls. Líklegt var talið að Alþýðusam- bandið myndi samþykkja ein- hvers konar viðræður við ríkis- stjórnina, þótt svo að mikil andstaða sé innan ASÍ við niður- færsluleiðina. Kristján Thorlacius formaður BSRB hefur einnig lýst sig and- vígan niðurfærsluleiðinni, en hann flýtti einnig för sinni frá Færeyjum vegna þessa máls. Það blæs því ekki byrlega fyrir niður- færsluleiðinni og virðist hún æ erfiðari eftir því sem hún er betur skoðuð. AP Alþjóðlegt skákmót í London: Amar og Bogi með þrjá viniimga af sex - 180 keppendur á mótinu Fjórir skákmenn úr Skákfé- lagi Akureyrar, þeir Jón Garðar Viðarsson, Bogi Pálsson, Arnar Þorsteinsson og Tómas Hermannsson, taka nú þátt í alþjóðlegu skákmóti í London. Alls taka 180 keppendur þátt í mótinu, stórmeistarar, alþjóðlegir meistarar og stigalægri skák- menn. Dagur hafði samband við þá félaga í gær og var þá 6. umferð að ljúka, en alls verða tefldar 10 umferðir eftir Monrad kerfi. Arnar og Bogi höfðu báðir náð í 3 vinninga í sex skákum og Tómas Hermannsson 2l/i. Jón Garðar var einnig með 2lA vinn- ing en skák hans í 6. umferð var ekki lokið. Að sögn Tómasar var Jón Garðar með betri stöðu. Arnar gerði jafntefli í 6. umferð, Bogi vann sína skák, en Tómas tapaði. Aðspurður sagðist Tómas hafa teflt við enskan alþjóðlegan meistara í 1. umferð og í 4. umferð lenti hann á móti undrabarni frá Englandi sem mjög er hampað í sjónvar nu þar í landi. Jón Garðar t’efur lent á móti þrem- ur aiÚJölegum meisturum og náð tveimur jafnteflum út úr þeim viðureignum. Jón Garðar hefur teflt víða að undanförnu en hinir hafa litla reynslu af alþjóðlegum skákmótum. Þeir tóku þó þátt í Reykjavíkurmótinu og hafa einnig tekið þátt í skólamótum og teflt með unglingalandsliði. „Jú, við erum nokkuð sáttir við frammistöðuna, en vinning- arnir mættu þó vera fleiri,“ sagði Tómas, en mótinu lýkur næstkomandi mánudag. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.