Dagur - 06.09.1988, Page 4

Dagur - 06.09.1988, Page 4
cí SUOAQ — 88BÍ ,r) 4 - DAGUR - 6. september 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍNII: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthóll 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. „Veltum borðum víxlaraima“ Samband ungra framsóknarmanna er 50 ára um þessar mundir. Af því tilefni var haldið sérstakt afmælisþing á Laugarvatni um helgina, en S.U.F. var einmitt stofnað þar fyrir hálfri öld. Frá upphafi hefur verið unnið mjög þróttmikið starf innan vébanda Sambands ungra framsóknarmanna og enginn vafi er á því að S.U.F. er virkasta ungliða- hreyfing stjórnmálaflokkanna í dag. í 50 ára sögu S.U.F. hafa skipst á skin og skúrir eins og gengur. Einu sinni í sögu þess munaði minnstu að sambandið leystist upp í frumeindir sínar. Það var þegar hluti svokallaðrar Möðruvalla- hreyfingar ákvað að ganga úr Sambandi ungra framsóknarmanna eftir harðvítugar deilur innan S.U.F. í þeim hópi voru margir þeirra sem verið höfðu í forsvari fyrir S.U.F. um árabil. Það tók því unga framsóknarmenn nokkurn tíma að jafna sig eftir áfallið. Síðan hefur stefnan verið upp á við. 50 ára afmælisþing S.U.F. á Laugarvatni var hald- ið undir kjörorðunum „Veltum borðum víxlaranna" og er þar skírskotað til þess ástands sem nú ríkir á fjármagnsmarkaðinum. í stjórnmálaályktun þingsins, segir meðal annars: „í 50 ár hefur Samband ungra framsóknarmanna barist fyrir jöfnuði og jafnrétti byggða á stefnu án öfga til hægri eða vinstri, lagt áherslu á velferð þegna landsins og frelsi þeirra til orða og athafna. Á þessum 50 árum hafa ungir framsóknarmenn oft gengið fram fyrir skjöldu og brýnt forystumenn þjóðarinnar og Framsóknarflokksins til átaka við vandamál, sem þeir hafa viljað leiða hjá sér. Sé litið til þess ójöfnuðar og misréttis sem hvar- vetna blasir við í þjóðfélaginu í dag, má ljóst vera að slíkt ástand er ósættanlegt hugsjónum ungra framsóknarmanna. Víxlarar og peningafurstar fitna eins og púkar á fjósbita, meðan undirstöðuatvinnu- vegirnir, sem þjóðin á efnahagslegt sjálfstæði sitt að þakka, riða til falls. Sá tími er kominn að hin breiðu bök fái byrðar að bera og ekki verður ljáð máls á því eina ferðina enn, að sukkveislan verði greidd með því að kaupræna þá lægstlaunuðu. Við þessar aðstæður er lífsnauðsyn að þjóðin öll taki höndum saman við lausn þeirra gríðarlegu efna- hagslegu vandamála, sem við blasa. “ í ályktuninni er einnig að finna fjölmargar ábend- ingar sem lúta að stjórn efnahagslífsins í heild sinni - ábendingar sem ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar ætti að taka til gaumgæfilegrar athugunar. Ungir framsóknarmenn hafa nú sem fyrr margt til málanna að leggja. Dagur færir Sambandi ungra framsóknarmanna árnaðaróskir í tilefni afmælisins. Megi þeir halda ótrauðir áfram á sömu braut, þjóðinni til heilla og framfara. BB. Fjórðungssamband Norðlendinga: Fjölmennt og starfsamt þing á Húnavöllum Fjóröungsþing Norðlendinga var haldið aö Húnavöllum dag- ana 2. og 3. september. Fund- arstjóri var Valgarður Hilm- arsson. í upphafi þingsins iluttu formaður og fram- kvæmdastjóri sambandsins ávörp þar sem þeir skýrðu frá störfum stjórnar á síðasta ári. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, flutti þar ítar- legt erindi um félagslega stöðu landsbyggöarinnar og fjallað var um kostji landsbyggðar og landsbyggðina í fréttum. í skýrslu forrnanns kom fram að rekstur sambandsins hafði gengið vel á síðasta ári, tekjur orðið 2% undir áætlun en gjöld 3% hærri en áætlað hafði verið. Það setti vissan svip á þingið að Siglfirðingar hafa sagt sig úr sam- tökunum og virtust ýmsir fundar- menn óttast að úrsögn þeirra mundi veikja stöðu sambandsins. Ljóst er að margir sveitarstjórn- armenn taka útreikningum verkaskiptanefndar um kostnað af tilfærslu verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga með tortryggni. Ástæður þess eru margar og rakti framkvæmdastjórinn þær að nokkru. í skýrslu formanns kom fram að þótt ljóst sé að víða verði sam- dráttur í hinum dreifðu byggðum landsins þá þurfi ekki að örvænta því annars staðar væru blómlegir vaxtarbroddar. Formaðurinn hvatti menn til bjartsýni þótt á móti blési. Hann sagði að sér virtist skorta kjark til að viður- kenna vissar staðreyndir í byggðamálum og hvatti þing- menn og sveitarstjórnarmenn til að taka á þeim málum. Nokkrar umræður urðu um skýrslur formanns og fram- kvæmdastjóra og var auðheyrt að fundarmenn voru ákveðnir í að takast á við þau vandamál sem steðja nú að landsbyggðinni. í ræðu félagsmálaráðherra kom fram að hann taldi ástæðu til að gera könnun á fylkjaskipan í Noregi til að hafa til hliðsjónar þegar farið yrði í alvöru að ræða að koma á þriðja stjórnsýslustig- inu hérlendis. Ráðfierrann kom víða við og ræddi m.a. húsnæðis- mál á landsbyggðinni og þar þyrfti að gera stórt átak. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, kvaddi sér hljóðs og kvaðst vera sammála félagsmálaráðherranum um flest sem hann hefði sagt. Sagði Guð- mundur að gott væri ef Jóhanna kynnti þessa stefnu sína ítarlega fyrir flokksbræðrum sínum í ríkisstjórninni. Fyrri fundardaginn var mála- flokkurinn um lífið á landsbyggð- inni, framsögumenn Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, Marteinn Friðriksson, fram- kvæmdastjóri á Sauðárkróki og Kristinn G. Jóhannsson skóla- stjóri á Akureyri. Sigfús Jónsson sagði að stærstu kostir við búsetu í dreifbýli væru lífsrými og tengsl við náttúru landsins, háar tekjur, einkanlega í sjávarplásum, fólk héldi þar betur sínum persónulegu ein- kennum og rynni ekki saman við fjöldann og síðast en ekki síst að fylgikvillar borgarlífsins, streita, glæpir og fíkniefni væru mun fágætari í hinum dreifðu byggðum. Marteinn Friðriksson sagði viðskiptahallann við útlönd eitt mesta mein þjóðarbúskaparins. Skera þyrfti niður framkvæmdir en það væri vandasöm aðgerð. Hann sagði að þjónustustarfsemi væri ekki í réttu hlutfalli við framleiðsluna. Seinni dag þingsins var lands- byggðin í fréttum á dagskrá. Framsögumenn voru Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, Jónas Kristjánsson, ritstjóri og Bragi V. Bergmann, ritstjóri og ræddu þeir hlut landsbyggðarinn- ar í fréttum fjölmiðla. Þann dag var einnig gengið frá ályktunum þingsins og kosið í stjórn. Formaður var kjörinn Björn Sigurbjörnsson, skólastjóri á Sauðárkróki. Nánari grein verður gerð fyrir einstökum mál- um þingsins í blaðinu næstu daga. fh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.