Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKHR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Krossastaðaá: Nýsteypt brú brotín niöur - Aðalgeir Finnsson hf. ber skaðann Vinna við að brjóta niður brúna yfir Krossastaöaá í Hörgárdal er langt komin en steypa í sökkli og stöplum hennar stóðst ekki gæðakröf- ur, að dómi Vegagerðar ríkis- ins. Telja má að hér sé um nær einstæðan atburð að ræða hvað snertir vegagerð á Islandi. Forsaga málsins er sú að Arn- arfell hf. bauð í vegalagningu á hluta Norðurlandsvegar í Hörg- árdal. Bygging tveggja brúa, yfir Krossastaðaá og Fossá, var hluti af verkinu. Steypan var keypt frá undirverktaka, Aðalgeiri Finns- syni hf. á Akureyri. Aðalgeir Finnsson hf. mun láta byggja aðra brú í stað þeirrar sem er ónýt, en kostnaður við verkið er áætlaður um 1700 þús- und krónur. Talið er að um mán- aðartíma taki að byggja nýja brú og tefst verkið af þeim sökum, en brúin átti að vera tilbúin þessa dagana. Að sögn verktaka verður ekki um neinar skaðabótakröfur að ræða frá honum vegna tafar- innar og lýkur málinu að fullu með því að Aðalgeir Finnsson hf. tekur á sig skaðann, eins og áður sagði. EHB Akureyrarbær: Greiddi 246 þúsund krónur - vegna mistaka starfsmanna Akureyrarbær varð að greiða 246.000 krónur vegna mistaka mælingamanna bæjarins í sumar. Ljóst varð að grunnur að raðhúsum aldraðra við Víði- lund var rangt staðsettur og er bæjarsjóður ábyrgur fyrir greiðslu kostnaðar vegna þess- ara mistaka, samkvæmt svari Sigfúsar Jónssonar, bæjar- stjóra, til Heimis Ingimarsson- ar, bæjarfulltrúa. í fyrirspurn Heimis Ingimars- sonar er bæjarstjóri inntur eftir því á hvaða lið fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs sé gert ráð fyrir fjár- munum til greiðslu á mistökum sem starfsmenn bæjarins valda með störfum sínum. Einnig er spurt um hvort ekki sé þörf á að rannsaka með hvaða hætti verði komið í veg fyrir slík mistök sem kunna að hafa í för með sér skaða- bótaskyldu fyrir bæjarsjóð. í svari bæjarstjóra kom fram að skekkja í útsetningu hús- grunnana kom ekki fram fyrr en nokkuð var liðið á verkið. Hafði skekkja þessi farið framhjá öllum hlutaðeigandi aðilum en umfram- magn vegna hennar var 1450 rúmmetrar. Umframmagn í fyll- ingu varð 250 rúmmetrar. Reikn- ingurinn hefur verið færður á gjaldalið vegna gatna og holræsa við Víðilund og kemur þessi upp- hæð til lækkunar á framkvæmda- fé gatnagerðar. EHB íþróttaráð Akureyrar og snjótroðarinn: Aldrei var haft Ekki hefur tekist að manna Auðbjörgu EA og báturinn því verið bundinn við bryggju á Hauganesi á aðra viku. Mynd: tlv samband við um- boðið á Akureyri! Ekki viröast öll kurl komin til grafar varðandi kaup Akureyr- arbæjar á nýjum snjótroðara, að sögn Ellerts Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Þórshamars hf. á Akureyri, en fyrirtækið er með undirumboð fyrir Leitner-snjótroðara frá ístraktor hf. Ellert sendi íþróttaráði greinargóöar upp- lýsingar um Leitner-troðara en fékk aldrei nein viðbrögð og var hvorki spurður um verð né afhendingartíma. Ellert afhenti bæjarritara gögn og upplýsingar um Leitner-troð- ara og var þeim komið til íþrótta- ráðs með góðum fyrirvara. Aldrei var haft samband við Ellert vegna þessa og yfirleitt engra upplýsinga leitað. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði frá aðalumboði Leitner væri hægt að útvega slíka troðara með litlum fyrirvara fyrir mun lægra verð en það sem Akureyr- arbær hefur samþykkt að greiða fyrir troðara frá samkeppnisaðil- anum, Kassbohrer. „Mér finnst það alvarlegt sem kom fram í útvarpsviðtali um snjótroðarakaupin að það þyki sjálfsagt að Akureyrarbær liggi með varahluti í snjótroðara en ekki umboðsmaðurinn. Þetta Eyjafjörður: Bátar bundnir við bryggju vegna manneklu! - ástæðan fyrst og fremst bág kjör Auðbjörg EA, 50 tonna bátur frá Hauganesi, hefur legið bundin við bryggju á aðra viku, þar sem ekki hefur reynst unnt að manna bátinn. Að sögn Valdimars Kjartanssonar útgerðarmanns bátsins er ástæðan fyrst og fremst sú að launakjörin eru ekki nógu góð. Kauptryggingin á þessum bát- um er það lág að það er hægt að hafa mun meiri tekjur í landi og þá eru menn ekkert að þvælast út á sjó. Þetta er afleitt ástand og ef ekki rætist úr fljótlega, er ekki um annað að ræða en að selja. Menn gefast upp á því að hafa bátana lengi bundna við bryggju,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið á rækjuveið- um í sumar en það var stefnan að fara á þorskanet nú í haust ef hægt verður að manna bátinn. Það eru fjórir skipverjar um borð og þeir réttindamenn sem voru á bátnum í sumar, bæði stýrimaður og vélstjóri eru famir í skóla og nú vantar menn í þeirra stað og einnig háseta. Þetta er ekkert einsdæmi hjá mér, ég veit um tvo aðra báta, í Hrísey og á Dalvík þar sem ástandið er svipað.“ Valdimar sagði að lækningin við þessum vanda væri einfald- lega sú að útgerðinni verði gert kleift að borga betri laun. „Afla- samdrátturinn hjá þessum minni bátum hefur orðið svo mikill, bæði á þorski og rækju að það gefur mönnum ekki nógu góðar tekjur að stunda þær.“ -KK finnst mér mjög einkennilegur hugsunarháttur. Við þurfum að liggja með varahluti í öll tæki sem við þjónustum og erum með fullkomið verkstæði sem er eitt af þeim stærstu á landinu. Við telj- um okkur í stakk búna til að þjóna þessum tækjum mjög vel,“ sagði Ellert. í máli Ellerts kom fram að hann leggði ekki neinn dóm á kosti eða galla hinna ýmsu gerða af snjótroðurum. Hitt væri aðal- atriði málsins að það hlyti að telj- ast óeðlilegt að leita ekki eftir til- boðum frá söluaðilum og reyna þannig að komast að sem hag- stæðustum kjörum fyrir bæjarfé- lagið. EHB ÓlafsQörður: 60 tilkyniiingar umtjónáeignum Alls bárust 60 tjónatilkynning- ar frá Ólafsfirðingum á skrif- stofu Brunabótafélags íslands þar í bæ, sem tók við þeim fyr- ir Viðlagasjóð. Margrét Sig- urgeirsdóttir hjá Brunabóta- félaginu hefur því haft nóg að gera á skrifstofu sinni eftir aur- skriður og flóð sem dundu á bæjarbúum. Að sögn Margrét- ar voru 56 tilkynningar vegna tjóna á húsum og lóðum og 4 vegna tjóna á bílum, sem lentu í skriðunum. Þessar tilkynningar eru ein- göngu frá einstaklingum þannig að það tjón sem Ólafsfjarðarbær varð fyrir er ekki inni í þessu. Það voru um 30 hús sem skemmdust vegna vatnsflóða og sagði Margrét að hún ætti ekki von á fleiri tjónatilkynningum, en það ætti eftir að koma betur í ljós síðar. „Ég get ekkert sagt um hvað fólk fær tjónið mikið bætt, enda höfum við bara tekið við til- kynningunum fyrir Viðlagasjóð. Það mun koma hingað matsmað- ur og líta á skemmdirnar og meta hvað mikið er bótaskylt og hvað ekki,“ sagði Margrét. -bjb Tillögur í efnahagsmálum: Forsætisráðherra fær frest fram yfir helgi Miklar blikur eru á lofti varð- andi ríkisstjórnarsamstarfið eftir þingflokksfundi stjórn- arflokanna í gær. Steingrímur Hermannsson, utanríkisráð- herra og formaður Fram- sóknarflokksins, var óánægð- ur með að forsætisráðhcrra hefði hætt við niðurfærslu- leiðina. Steingrímur taldi tillögur Þorsteins Pálssonar í efnahags- málum líkjast mest minnis- punktum en þörf væri á heil- steyptum tillögum. Tíminn væri löngu runninn frá stjórninni og þolinmæði sín væri á þrotum. Framsóknarmenn samþykktu að veita forsætisráðherra nokk- urra daga frest til að fullmóta tillögur. Meðal þess sem þeir leggja til eru mikil nafnvaxta- lækkun, afnám lánskjaravísi- tölu við 10% verðbólgu, skatt- lagning á fjármagnstekjur og niðurfærsla verðlags og íauna í sex mánuði. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.