Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 15
9. september 1988 - DAGUR - 15 Eddie May sést hér stýra liði KS-inga fyrr í sumar. Trúlega hefur hann nú sagt skilið við Siglufjörð fyrir fullt og allt. Mynd: bjb 5. flokkur Leifturs ásamt þjálfara sínum, Lúðvík Bergvinssyni. Knattspyrna: Eddie May aftur hættur með KS-inga - Freyr Sigurðsson tekinn við þjálfun Meistaraflokkur kvenna: Stórsigur KA á Þór KA gjörsigraði Þór með tíu mörkum gegn einu þegar liðin mættust í meistaraflokki kvenna á Akureyrarvelli á miðvikudag. Leikurinn var lið- ur í sumarmóti KRA og höfðu KA-stúlkurnar algera yfirburði allan leikinn eins og tölurnar gefa til kynna. Inga Birna Hákonardóttir og íris Thorleifsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor fyrir KA í þessum leik. Eydís Marinósdóttir skoraði tvö og Borghildur Freysdóttir og Linda Hersteinsdóttir skoruðu eitt mark hvor. Sveindís Bene- diktsdóttir skoraði mark Þórs. JHB Knattspyrna helgarinnar: Úrslitaleikur 3. deildar - og heil umferð í 1. og 2. deild Þjálfari Siglflrðinga í knatt- spyrnu, Eddie May, hefur aft- ur fárið frá félaginu, og fór hann af landi brott í gær. Eftir leikinn gegn Víði um síðustu helgi var ákveðið að Eddie hætti og voru KS-ingar ekki ánægðir með úrslit síðustu leikja. „Eddie er hæfur þjálf- ari og allt það, en það bara gekk einhvern veginn ekki allt upp, þannig að við ákváðum að láta hann fara. Það fór allt fram í góðu,“ sagði Hörður Júlíusson formaður KS í sam- tali við Dag. Freyr Sigurðsson frá Siglufirði hefur tekið við þjálfun liðsins, en það gerði hann einnig í fyrra, þegar þáverandi þjálfari, Gústaf Björnsson, þurfti að fara utan til náms. Þess má geta að Gústaf lék með KS-ingum gegn Víði um síðustu helgi, og lék seinni hálf- leikinn. Að sögn Harðar Júlíussonar er alveg óvíst hvort Gústaf gefur kost á sér í þá leiki sem eftir eru, en sem kunnugt er þjálfar hann handknattleikslið Fram. Hörður sagði að ágætt hljóð væri í herbúðum KS-inga og menn væru staðráðnir í að halda sætinu í 2. deild. „Við eigum eftir tvo heimaleiki og útileik við Þrótt, þannig að þetta er ekkert búið,“ sagði Hörður að lokuni. -bjb Um helgina fer fram heil umferð í 1. og 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu. Þá fer einnig fram úrslitaleikurinn í 3. deild íslandsmótsins. Fjórir leikir verða í SL-deild- inni á laugardag. Nágrannarnir KA og Leiftur mætast á Akureyr- arvelli, Völsungar mæta nýbökuðum íslandsmeisturum Fram á Húsavík og Pórsarar halda til Reykjavíkur og mæta Víkingi. Þá mætast ÍBK og Valur í Keflavík. Allir þessir leikir hefj- ast kl. 14. Umferðinni lýkur síð- an með leik KR og ÍA kl. 14 á sunnudag. í 2. deildinni leika KS og ÍBV á Siglufirði, FH og Tindastóll í Hafnarfirði, Selfoss og Víðir á Selfossi, ÍR og Fylkir á ÍR-velli og UBK og Þróttur í Kópavogi. Allir leikirnir hefjast kl. 14 á laugardag. A sama tíma fer fram úrslita- lcikur 3. deildar en það cru Ein- herji frá Vopnafirði og Stjarnan úr Garðabæ sem leika til úrslita. Leikurinn fer fram á Tungu- bakkavelli í Mosfellsbæ. JHB/SS Knattspyrna yngri flokka: Haustmótínu lokið í mörgum flokkum Að undanförnu hcfur farið fram nokkuð mikið af leikjum í haustmóti KRA og einnig hafa cinstakir flokkar verið að leika síðari leik sinn í sumar- mótinu. Hér á eftir fer yfirlit yflr þá leiki sem blaðið hefur upplýsingar um. 6. flokkur karla í síðustu viku mættust KA og Þór í haustmótinu á KA-velli. Þrír leikir fóru fram og sigruðu KA menn í þeim öllum. A lið KA sigraði 5:0 og þar skoraði Ingibjörg Harpa Olafsdóttir tvö mörk fyrir KA og þeir Lárus Stef- ánsson, Hörður Flóki Ólafsson og Arnar Vilhjálmsson eitt hver. Leik B liðanna lauk með 5:2 sigri KA. Heimir Árnason skor- aði tvö mörk fyrir KA og Hafþór Einarsson, Halldór Sigfússon og Gunnþór Jónsson eitt hver. Því miður tókst ekki að afla upplýs- inga um markaskorara Þórs. Loks sigruðu KA-menn 3:1 í Mynd: bjb leik C liðanna. Guðmundur Ketilsson, Sverrir Jónsson og Ásgeir Gestsson skiptu mörkum KA á milli sín en ekki er vitað hver skoraði mark Þórs. 3. flokkur kvenna Sarna dag og leikir 6. flokks fóru fram á KA-velli mættust Þór og KA á Þórsvellinum í 3. flokki kvenna. Þar fóru fram tveir leikir og lauk leik A liðanna með markalausu jafntefli en B lið Þórs vann síðari leikinn með fjórum mörkum gegn þremur. Kristín Steindórsdóttir og Inga Stella Pétursdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þór en Svanhildur Björgvinsdóttir skoraði öll mörk KA. 2. flokkur kvenna Fyrir allnokkru fór fram síðari leikurinn í sumarmóti 2. flokks kvenna. Þeim leik lauk með 2:1 sigri KA. Arndís Ólafsdóttir og Linda Hersteinsdóttir skoruðu mörk KA en Ellen Óskarsdóttir skoraði fyrir Þór. Nokkrar svipt- ingar virðast vera í leikjum þessa flokks því KA vann fyrri leikinn í sumarmótinu 10:1 en Þór vann vormótið 3:2. 3. flokkur karla 3. flokkur karla leikur aðeins einn leik í sumarmóti þar sem sá flokkur tekur þátt í bikarkeppni á Norðurlandi. Þessi leikur fór fram um síðustu helgi og lauk honum með 3:0 sigri KA. Það voru Helgi Níelsson, Jón Egill Gíslason og Karl Karlsson sem skoruðu mörkin fyrir KA. 5. flokkur karla KA og Þór léku þrjá leiki í haust- móti 5. flokks á KA-velli um síð- ustu helgi. Þórsarar voru í essinu sínu og unnu alla leikina. A lið Þórs vann stórsigur, 8:0. Sigur- geir Finnsson skoraði fjögur mörk fyrir Þór, Kristján Örnólfs- son þrjú og Þórður Steindórsson eitt. Leik B liðanna lauk rneð 5:1 sigri Þórs. Þar skoruðu Bjarni Guðmundsson og Heiðmar Fel- ixson tvö mörk hvor fyrir Þór og Orri Stefánsson eitt. Mark KA var sjálfsmark. Loks vann C lið Þórs 3:0 sigur í sínum leik. Ingólfur Pétursson skoraði tvö mörk og Elmar Steindórsson eitt. 4. flokkur karla Sl. mánudag mættust KA og Þór í 4. flokki á KA-vellinum. Leikn- ir voru tveir leikir og voru þeir liðir í haustmótinu. Þórsarar sigr- uðu í báðum leikjunum, A liðið 3:2 og B liðið 5:2. Guðmundur Benediktsson skoraði tvö mörk fyrir A lið Þórs og Jósep Ólafsson eitt. Helgi Arason og Ivar Bjark- lind skoruðu mörk KA. Sigurður Hafþórsson og Arn- steinn Jóhannesson skoruðu tvö rnörk hvor fyrir B lið Þórs og Þórarinn eitt. John Cariglia og Benedikt Benediktsson skoruðu mörk KA. JHB Jaðarsvöllur: Minningar- og unglingamót um helgina Um helgina fer fram minning- armót í golfl á golfvellinum að Jaðri. Mótið verður haldið í minningu frú Astu Jónsson sem var frumkvöðull í kvenna- golfi á íslandi og fyrsta konan sem lék golf á Akureyri. Frú Asta lést nú fyrir skömmu. Keppt verður í karla- og kvennaflokki og verða leiknar 36 holur, með og án forgjafar. Á sama tíma fer fram unglingamót, 16 ára og yngri, og kallast það Blöndumót, en Akva sf. gefur verðlaunin. Verða leiknar 36 holur, með og án forgjafar. Bæði mótin hefjast kl. 9 í fyrramálið. JHB Ungir Leiftursmenn: Fyrsta æfing eftir flóðið Malarvöllur Ólafsfírðinga fór nánast allur á kaf í mestu flóð- unum um daginn. Lengi leit út fyrir að Leiftur gæti ekki spilað næsta heimaleik í 1. deildinni á vellinum en það náðist að ræsa fram vatnið og þurrka völlinn í tæka tíð. Þegar blaðamaður Dags var á ferð um Ólafsfjörð í síðustu viku voru yngri flokk- arnir á sinni fyrstu æfíngu eftir flóðið. Það var 5. flokkur sem var á æfingu undir stjórn Lúðvíks Berg- vinssonar leikmanns Leifturs og þrátt fyrir kalsaveður léku poll- arnir við hvern sinn fingur á æfingunni. Aðspurðir sögðust þeir vera ánægðir með árangur sumarsins á hinum ýmsu mótum, sér í lagi sigur liðsins á Króks- mótinu sem haldið var á Sauðár- króki. Atburðir fyrri daga í bæn- um virtust ekki hafa komið miklu róti á þessa drengi, þeir voru bísperrtir og tilbúnir að takast á við lífið og tilveruna. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.