Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 7
 „Loft er læviblandið“ Það sem ber hæst í fréttum í dag er glíma ríkisstjórnarinnar við efnahagsvandann, gjaldþrot nokk- urra stórfyrirtækja og síðast en ekki síst dugnaður og æðruleysi Ólafsfirðinga sem hafa unnið af ótrúlegum dugnaði við hreinsun kaupstaðarins eftir náttúruham- farirnar þar undanfarið. Ólafsfirðingar skila miklum auð í þjóðarbúið með fiskvinnslu sinni og sjósókn bæði með togur- um og bátum, því hlýtur Viðlaga- sjóður að bæta þeim það efna- hagslega tjón sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta minnir okkur á að við vitum aldrei hvar eða hvenær náttúruhamfarir geta skollið á, hér á landi voru. Eldgosið í Heimaey forðum gerði ekki boð á undan sér, en þar var sama Guðsmildin yfir, að engir mann- skaðar urðu. í DV 2. september er sagt að gjaldþrot vofi yfir mörgum sveit- arfélögum og þar séu útgerðar- kaupstaðirnir verst settir. Á for- síðu blaðsins stendur nánast með stríðsfréttaletri að Davíð Oddsson segi að nú sé komið að úrslita- stund ríkisstjórnarinnar, að framtíð hennar ráðist á tveimur til þremur næstu vikum. Það hef- ur oft verið sagt áður um þessa ríkisstjórn að hún væri að splundrast en hún virðist harla lífseig. Víst er loft læviblandað og það er eins og enginn vilji tjá sig að fullu um hvort niðurfærslu- leiðin sem þegar er hafin með verðstöðvun ásamt tilheyrandi aðgerðum, til að fylgja henni eftir, sé fær. Óvissuþættirnir eru svo margir að þetta er eins og mjög flókin staða á taflborði og ef sú líking er notuð gæti stjórnin óneitanlega orðið „patt“. Ef sú yrði raunin er þó alltaf fyrir hendi gamla bragðið, að fella gengið með miklum hraða og þá svo mikið að það bjargi fiskvinnslunni í bili. Henni hlýtur að þurfa að bjarga fljótt, því eins og Steingrímur sagði á dögunum, versta kjaraskerðing sem við gæt- um orðið fyrir er atvinnuleysi og hjá því yrði varla komist ef útgerðin stoppast fyrir alvöru. Þjóðhagsstofnun spáir l,5-2ja milljarða fjárlagahalla á þessu ári en fjármálaráðherra heldur fast við að hallinn verði ekki nema 700 milljónir. Hvað sem því líður er ekki að sjá að almenningur búi við sult né seyru í öllu hallæristal- inu, hinu er ekki að leyna að í heiminum öllum er ástandið uggvænlegt og sums staðar er spáð að milljónir manna muni látast af matarskorti t.a.m. í Bangladesh, Súdan og víðar. Fyrir rúmum hundrað árum þegar íslendingar bjuggu flestir í moldarkofum skall hver plágan af annarri yfir ísland. Hver hefur ekki heyrt um Skaftárelda og afleiðingar þeirra? í heimildum frá nóvember 1783 segir: Dapur- legar horfur við vetrarkomu: Heyfengur lítill og illur, bjargar- leysi á heimilum og fiskilaust við sjóinn. Síðan segir: Sjaldan eða aldrei hefur fólk á íslandi horft til vetrarins með slíkri ógn og skelf- ingu sem nú. í desember sama ár: Fjársöfnun hafin í Höfn, sam- skotabaukar hafðir við kirkjudyr tvo sunnudaga í röð. Svo í apríl 1784: Allt kvikt lostið kröm og kvöl: Fólk og fénaður hrynur nið- ur eins og hráviði um gervallt landið. Einhverjum finnst þetta kannski full langsótt til saman- burðar við kjör manna nú. Ég held hins vegar að okkur sé hollt að minnast þessara atburða og njóta þess að lifa meðan við höf- um það þó þetta gott og höfum þessa peninga til ráðstöfunar. Þessi ríkisstjórn eins og aðrar þarf aðhald og sterka stjórnar- andstöðu, og það þarf engan að undra að launafólk sé ekki ginn- keypt fyrir því að laun þess séu lækkuð eftir að hafa barist fyrir þeim um langt skeið, oft á tíðum með verkföllum og öðrum neyð- arúrræðum. Auðunn Blöndal skrifar Það er eins með verkföll og ann- að að það eru til margar hliðar á þeim. Það var 27/6 1945 að frétt barst frá Kaldaðarnesi: Verkfall á drykkjumannahæli. í fyrradag lögðu vistmenn á drykkjumanna- hælinu hér niður vinnu. Þeir hafa að undanförnu verið að rífa bragga. Hefur þeim verið greitt fyrir vinnuna á Dagsbrúnartaxta, en frá kaupinu dreginn fæðiskostn- aður þeirra. Nú neita þeir að vinna, nema þeir fái Dagsbrúnar- taxta og ókeypis fæði að auki. Húsnæðið er ókeypis. Verkfallið var algert. Vistmenn neituðu að sækja vatn til matargerðar handa sjálfum sér. Þetta var rúmum mánuði eftir friðardaginn (8. maí) og líklega hafa menn verið bjartsýnir eftir að hildarleiknum var lokið. Það er nú saga út af fyrir sig hvernig íslendingar högnuðust á styrjöldinni meðan borgir margra annarra þjóða voru í rúst að meira eða minna leyti. Hvað er framundan spyrja svo menn í dag. Ekki vitum við það en kjarkur og trú munu fleyta okk- ur yfir þessa erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir. Það er boðið upp á rándýrar skemmtan- ir í dag og nú hlakka margir til komu bjórsins eins og menn gerðu þegar áfengisbanninu var aflétt 29. ágúst 1934. En það er svipað með skemmtanirnar og fæðið, hið einfalda og óbrotna er það sem menn síst offylla sig á. A.B. Fólk er ekki ginnkeypt fyrir því að laun þess séu lækkuð, segir greinarhöfundur ni.a saer isdmsíqoe .6 - flUÐAQ - 6 9. september 1988 - DAGUR - 7 Glæsilegur blómamarkaður íVín hefst í dag Fullt hús af blómum og verðið hreint ótrúlegt. Nú er tækifæri að endurnýja og bæta við. Blóm af öllum stærðum fyrir heimili og fyrirtæki. Það er notalegt að njóta veitinga í Vín eftir slík reyfarakaup. Vín Opið allt árið. Dansleikur laugardagskvöld 10. september Gautar frá Siglufirði frá Siglufirði leika fyrir dansi Mætið tímanlega síðast var uppselt kl. 23.30 Matseðill Hörpuskel og humar á teini kr. 750,- Blandaðir sjávarréttir í smjördeigsformi kr. 640.- ★ Rjómabætt spergilsúpa kr. 380,- Humarsúpa með hvítlauksbrauði kr. 470.- ★ Pönnusteikt heilagfiski með vínþrúgusósu kr. 1.040.- ★ Kryddlegið lambalæri með rósapiparsósu kr. 1.380.- Aligrísalundir með hnetum og Grand Marniersósu kr. 1.570.- Hreindýrasteik með perum og bláberjasósu 2.550.- ★ Whiskyísterta á karamellugrunni kr. 420.- Borðapantanir í síma 22200

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.