Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 9. september 1988 spurning vikunnar Hvað búa margir á Akureyri? (Spurt í Reykjavík) (rétt svar 13.819 1. des. 1987) Finnbogi Júlíusson: Það er ég nú ekki nógu viss um. Það búa svipað margir í þess- um þremur bæjum: Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Ætli það sé ekki eitthvað á milli 12- 14 þúsund sem búa á Akureyri. Jónína Davíðsdóttir: Ég hef ekki hugmynd um það. Nei, ég held ég treysti mér ekki til þess a§ giska á töluna. Ætli það sé ekki svipað margir og búa í Kópavogi, en ég veit ekki hvað margir búa þar. Jóhann Ingimundarson: Þar stend ég á gati og verða aö viðurkenna að ég hef ekki hug- mynd um það. Nei, ég vil ekki giska því sú ágiskun yrði líkleg- ast langt frá raunverulegri tölu. Guðni Bjarnason: Er ekki alltaf að fjölga þar? Ég er búinn að gleyma hvað margir búa þar. Ætli ég giski ekki á svona 10-12 þúsund. Stefán Guðjónsson: Ætli það séu ekki um 17 þúsund. Nú, búa tæplega 14 þúsund á Akureyri. Jæja, þessi tala verður þá rétt eftir nokkur ár! Spennandi brúðu- leikhús á Akiu*eyri Það er alltaf voða, voða gaman að fá brúðuleikhús í heimsókn. Börnin á leikskóla FSA og dagheimilinu Krógabóli á Akureyri fengu á dögunum skemmtilega uppákomu, sem var brúðuleikhús í umsjá Hallveigar Thorlacius. Þar var lítil mús í aðalhlutverki og hlaut hún að sjálfsögðu samstundis stuðning ungra áhorfenda sem skemmtu sér konunglega. Við fullorðna fólkið verðum að láta okkur nægja að öfunda ungviðið af því að geta lifað sig inn í ævintýraheiminn af einlægni, en látum myndirnar tala sínu máli . Myndir: GB íslenska kvikmyndin Foxtrot: Tilveraréttur íslenskra kvikmynda sannaður - Tveir framleiðendanna Karl og Hlynur Óskarssynir „Þegar við fórum af stað með Foxtrot vorum við ekkert að fela það að við ætluðum að gera spennumynd sem væri pínulítið skálduð út frá amer- ískum myndum. Myndin er engu að síður algjörlega íslensk og við göngum ekki of langt við að „copera“, sögðu þeir Karl og Hlynur Oskars- synir frá Frostfilm sem er framieiðandi áðurnefndrar myndar. Samvinna við norska aðila Þeir bræður komu til Akureyrar sl. fimmtudag og höfðu þá með sér eintak af myndinni og var hún tekin til sýningar í Borgarbíói sama kvöld. „Fyrir einu ári fengum við styrk úr kvikmyndasjóði upp á tíu milljónir eftir að við höfðum sent inn handrit eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Við sáum að þetta myndi ekki vera nógu mik- ið og leituðum eftir samvinnu við erlend fyrirtæki. Það gekk erfið- lega í fyrstu og við vorum byrjað- ir á myndinni sjálfir. Þegar menn sáu síðan hvað við höfðum tekið fengu þeir áhuga og það endaði með því að norskir aðilar Film- í stuttu spjalli effect og Vikingfilm lögðu 18-20 milljónir í dæmið,“ segir Karl. „Það er kannski gaman að koma því að að það var lengi vel danskt fyrirtæki inni í myndinni,“ segir Hlynur. „Það og þeir norsku trúðu lítið á íslenska kvikmyndagerð og voru virkilega hrædd við að leggja út í þetta. En þegar upp er staðið þá endaði með því að danska fyrirtækið keypti myndina fyrir miklu meiri pening. Þetta sýnir hvað hægt er að fara að treysta mönnum í stærri og alþjóðlegri verkefni en áður.“ Enska útgáfan gerð fýsilegri Myndin var bæði tekin upp á ensku og íslensku og enskir og amerískir leikarar fengnir til að lesa raddirnar inn á ensku útgáf- una. Þeir Karl og Hlynur voru sammála um að það hefði verið nokkuð fyndið að heyra íslensku leikarana tala með allt öðrum röddum en þeirra eigin. „Það hefur komið fram nokkur gagnrýni á okkur fyrir að taka myndina upp á ensku líka,“ segir Karl. „Staðreyndin er sú að allar myndir eru hvort sem er endur- hljóðunnar og ef myndin væri seld til Bandaríkjanna þá væri talað inn á hana á ensku og sama gildir um flest önnur lönd. Ef hún væri seld til Japans þá væri talað inn á á japönsku og svo framveg- is. Það skiptir því ekki máli hvernig varahreyfingarnar eru en við erum bara að gera ensku útgáfuna fýsilegri með því að hafa þær réttar." Góðar móttökur Enska útgáfan var fyrst kláruð af, seld og sýnd á Cannes. Síðan snéru þeir sér að íslensku útgáf- unni og unnu að henni í fjóra mánuði. Daginn fyrir frumsýn- inguna var síðan komið með myndina til landsins en að sögn þeirra Karls og Hlyns er það ekki óalgengt með íslenskar myndir. Aðsóknin á myndina hefur verið betri en á nokkra aðra íslenska mynd og fyrstu vikuna komu um 11.500 manns til að berja hana augum. „Það sannar tilverurétt íslenskr- ar kvikmyndagerðar hversu góð- ar þessar móttökur hafa verið. Það sama má segja um þessa tvo nýju bíósali hér á Akureyri. Til

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.