Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 5
9. september 1988 - DAGUR - 5 Það er gott að hafa þrjá til reiðar ef langt er að fara. á Bringu bæði Sörla frá Sauðár- króki og Náttfara og fær þessa framúrskarandi hesta úr þessari skyldleikaræktun. Þar hefur það undarlega gerst að það hafa kom- ið tveir klárhestar, Hlynur og Fengur, undan þessari hryssu og Sörla. Það er sótt nokkuð langt fram í ættir því afi Geisla var klárhestur. Litur og eiginleikar hrossa geta alveg erfst í fimmta lið. Það er að mínu viti vitleysan öll þessi blöndun í hrossarækt- inni, því það veit enginn hvað erfist.“ - Veist þú til þess að hrossa- kynið þitt sé skyldleikaræktað annars staðar en í Bringu? „Nei ekki nema hjá okkur Eyjólfi syni mínum, við erum alltaf með þetta skylt nema eitt árið þá notuðum við Hnokka frá Steðja. Ég held að það komi vel út, Hnokki er afskaplega góður hestur og ljúfur. Þótt Sörli frá Sauðárkróki sé undan Feng finnst mér hann ekki hafa verið eins góður hestur og Fengur var.“ Sennilega aldrei átt betri reiðhest en Feng - Hvað finnst þér að hafi verið mesti reiðhestur sem þú hefur átt? „Ég hef átt marga góða hesta og á þá enn og þess vegna er þessu vandsvarað, sennilega hef ég þó aldrei átt betri hest en Feng. Sonur hans, Vinur, var líka alveg yndislegur hestur og margir aðrir synir hans hafa verið mikið góðir. Svo fékk ég einu sinni rauðan klár í hestakaupum hjá Klemensi á Brún, það var afskaplega góður hestur. Ég átti einu sinni fjóra hvíta klára undan Feng, hvern öðrum betri það voru Vinur, Glaður sem ég seldi Bjössa á Gili, Hörður, og Kunningi sem var mikill hörkuhestur og ég seldi hann til Akureyrar. Hrossin okk- ar Eyjólfs eru öll út af Feng nema ein meri sem er frá Kirkjubæ, ég fékk hana í hrossakaupum." - Er hrossaræktin á réttri leið í dag? „Öfugt við flesta aðra þá er ég á þeirri skoðun að hún sé ekki á réttri leið. Ég las grein í Eiðfaxa eftir þýska konu og mér fannst hún koma inn á réttu punktana þar sem hún sagði að Þjóðverjar væru á rangri hillu í ræktun íslenska hestsins og við erum það líka með sama hætti. Það er bar- ist við að rækta upp skörungs- hesta en ekki neitt hugsað um að rækta þæga og góða hesta sem allir geta notað, það er ekki hugs- að um annað en fá upp einhverja garpa en þeir henta ekki öllum. Trippin eru krafín um of mikið í upphafí tamningar Þessir sýningarhestar sem maður sér í dag eru orðnir stífir af skeið- sperringi, þeim er riðið of mikið á skeiði og farið óvægilega með þá og þeir fara að kvíða brúkun- inni. Ljúfi hesturinn er að hverfa og sumir sem þykjast vera hesta- menn halda að ljúfir og góðir hestar séu letingjar af því að þeir liggja ekki í taumunum, þetta er alveg satt. Sumir nágranna minna héldu að Fengur væri letingi, hann var svo ljúfur í beislinu. Sumir halda að Kirkjubæjar- hrossin séu letingjar og það er af sömu ástæðu. Svo geta leikmenn ekki lengur keppt við atvinnumennina á þess- um vettvangi og það drepur niður áhugann þegar sömu knaparnir ráða ríkjum á öllum sýningum.“ - Hvað finnst þér með þá hraðtamningu sem tíðkast í dag? „Það er löngu komið út í tóma vitleysu með þær kröfur sem eru gerðar bæði til hrossanna og tamningarmannanna. Það er ekki nóg að trippin eigi að vera alþæg eftir einn til tvo mánuði heldur eiga þau líka að vera komin með bullandi skeið. Ég sá hest frá mér suður í Reykjavík sem var verið að byrja að temja. Það var búið að setja á hann þyngingar og gangólar og ég man ekki hver ósköp var búið að hengja á hann. Þetta var á fyrstu dögum tamningarinnar. Þetta var klárgengur foli sem hefði átt að vera auðvelt að temja rólega. Ég átti brúna meri i tamningu hjá Gísla frænda mín- um frá Álftagerði. Hún var vel tamin, alveg upphringuð og mjúk í beislinu. Ég hafði gaman af því fyrst þegar ég kom á bak á hana hjá Gísla, að þá bað hann mig að taka ekki á henni. Hún var sko óskemmd í kjaftinum eftir beisl- ið.“ Það hefði gjarnan mátt hafa mun lengra viðtal við Guðmund því af nógu er að taka enda hefur hann ákveðnar skoðanir varð- andi ræktun og tamningu hrossa. Ræktunarstarf hans hefur borið þann árangur að hestar ættaðir frá Eiríksstöðum fara á kostum á flestum eða öllum hestamótum víðs vegar um landið. fh n l 24 ^ ^ . —V— ty--1*>-*- —-—s ^—- —W - sFu y -. irrs ■ ^ r~W — ^ TL-l-— j.J— •r—ML- -a—=—- Kennsla á hljómborð og rafinagnsorgel Byrjendanámskeið og framhald. Innritun í síma 24769 eftir klukkan 17.00. Orgelskóli Gígju. Bera spariskírteini þín hámarks ávöxtun? Ný spariskírteini ríkissjóðs bera nú 7-8% vexti umfram verðtryggingu Mörg eldri spariskírteini beramun lægri vexti Innleysanleg spariskírteini Flokkur Innleysanleg dagur Vextir % 1973 1 b 15.09.88 5.00 1974 1 15.09.88 5.00 1977 2 10.09.88 3.50 1978 2 10.09.88 3.50 1979 2 15.09.88 3.50 1980 2 25.10.88 3.50 1981 2 15.10.88 3.20 1982 2 01.10.88 3.53 1983 2 01.11.88 4.16 1984 2 10.09.88 8.00 1984 3 12.11.88 8.00 1985 2a 10.09.88 7.00 Taktu gömlu skírteinin og fáÖu þér ny Gengi Einingabréfa 9. september 1988 Einingabréf 1 ........................ 3.261 Einingabréf 2 ........................ 1.868 Einingabréf 3 ......................... 2.102 Lífeyrisbréf .......................... 1.640 Skammtímabréf.......................... 1.149 ééJKAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700 NEYTENDUR & KAUPMENN í SEPTEMBER ER BANNAÐ AÐ SELJA VÖRUR Á HÆRRA VERÐI EN SÍÐAST VAR í GILDI FYRIR VERÐSTÖÐVUN. ÞETTA GILDIR JAFNT UM NÝJAR SEM GAMLAR VÖRUBIRGÐIR. VERÐIAGSSTOFNUN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.