Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 13
9. september 1988 - DAGUR - 13 Jarðvegsskipti Fyllingarefni Tilboðsgerð Guðmundur Kristjánsson Sími 96-23349. Bílasími 985-25349. Akureyrarprestakall: Messað verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 11 f.h. Sálmar: 216-224-36-505-531. B.S. Glerárkirkja. Kvöldmessa sunnud. 11. sept. kl. 21.00. Síðasta kvöldmessan að sinni. Pálmi Matthíasson. HVÍTASUtinUWKJAn ^mrdshúð Sunnudagur 11. sept. kl. 20.00 almenn samkoma. Ræðumaður Jó- hann Pálsson. Fórn tekin fyrir innanlandstrúboðoð. Mikill söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hvítasunnusöfnuðurinn. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. ► Sunnudaginn 11. sept. hermannasamsæti kl. 17.30. Bæn kl. 19.30. Fagnaðarsam- koma fyrir nýja deildastjórann kl. 20.00. Ofurstilautinant Odd Tellef- son talar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Guð mun refsa þeim sem eyða jörð- inni. Opinber biblíufyrirlestur sunnudag- inn 11. september kl. 10.00 í Ríkis- sal votta Jehóva, Sjafnarstíg 1, Akureyri. Ræðumaður Roger Björck. Allt áhugasamt fólk er velkomið. Vottar Jehóva. Hjúkrunarfræðingar \ Norðurlandsdeildar eystri rinnan H.F.Í. Fyrsti fundur vetrarins verður mánudaginn 12. sept. kl. 20.30 í Zontahúsinu, Aðalstræti 54. Fundarefni: Karolína Stefánsdóttir, félagsráð- gjafi talar um fjölskylduráðgjöf. Önnur mál. Stjórnin. Davíðshús lokað frá 1. september. Uppl. hjá safnverði í síma 22874. Safnahúsið Hvoll á Dalvík. Verður opið í sumar frá 1. júlí til 15. september frá kl. 14-18 Amtsbókasafnið. Opið kl. 13-19 mánud.-föstud. Lokað á laugardögum tii 1. október. Munið minningarspjöld Kvenfélags- ins „Framtíðin". Spjöldin fást í Dvalarheimilinum Hlíð og Skjaldarvík, hjá Margréti Kröyer, Helgamagrastræti 9, Versl- uninni Skemmunni, Blómabúðinni Akri, Kaupvangi og Bókabúð Jón- asar. Allur ágóði rennur f elliheimilissjóð félagsins. Fleiri réttarfréttir Degi hafa borist fréttir af fleiri réttum á svæðinu, en í blaðinu í gær eru haldgóðar upplýsing- ar um flestar réttir sem haldnar verða í haust. Kolholtsrétt í Kelduhverfi verður í dag, föstudaginn 9. sept- ember og byrjar eftir hádegi. Katastaðarétt í Núpasveit verður sunnudaginn 11. september og byrjar fyrir hádegi og sömuleiðis Leirhafnarrétt á Sléttu. Garðs- rétt í Þistilfirði, aðal skilarétt þeirrar sveitar verður miðviku- daginn 14. september og byrjar fyrir hádegi eins og Tungurétt í Oxarfirði. Landsrétt í Öxarfirði verður föstudaginn 16. septem- Lifandion) Jesús sagði: „Ritað er: „Hús mitt á að vera bænahús, en þér gjörið það að ræningja- bæli. “ (Matt. 21:13). Musterið í Jerúsalem þótti glæsileg bygging og var mikill helgidómur. Á dögum Jesú var byggingin enn hin feg- ursta, en árið 70 e.K. var allt jafnað við jörðu í Jerúsalem, eins og Drottinn hafði sagt fyr- ir um. Þegar Jesús gekk inn í Musterið og sá viðskiptin, sem þar döfnuðu, var honum mis- boðið. Hann rak út með harðri hendi þá, sem þar voru að versla og „hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfna- salanna". Þessi atburður var nær einstæður, þegar miðað er við baráttuaðferðir hans. Á róttækan hátt vildi hann leggja áherslu á að helgihaldiö ætti að koma fram í tilbeiöslu og lotningu fyrir Guði. Hann gagnrýndi allra mest hræsni og yfirborðsmennsku. Hann vísaði á fánýti þess að þykjast vera guðrækinn í augum manna og hann varaði sífellt við innantómri guðsdýrkun. Það var hin innri afstaða til Guðs, sem skipti öllu máli. Hinn innri helgidómur sálar- innar var ætlaður Guði og mestu varðaði, að hjartað væri rétt fyrir honum. „Hús mitt á að vera bæna- hús.“ Um þetta er nánar skrif- að hjá Páli postula í bréfi hans til hinna kristnu í Efesus: „Þér eruð bygging, sem hefir að grundvelli postulanna og spá- mennina, en Krist Jesúm sjálfan að hyrningarsteini. í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni. í honum verðiö þér líka bústaður handa Guði fyrir Anda hans.“ (Efesus 2:20- 22). Þetta er tilgangur Guðs, að hann megi fá að búa í hjarta þér og mér. Að hann fái rúm í hugsun okkar og öllu lífi. En við lifum á þeim tímum, þegar margt er til þess fallið að vanhelga hinn innri mann. í stað þess að uppbyggjast viö bæn og lestur Guðs orðs, fá hin illu öfl aö rífa niður og skemma næmustu strengi mannshjartans. Sá, sem hins vegar tekur á móti Jesú Kristi í einlægri trú, eignast innri frið og gleði, sem Guð einn getur veitt. Slys gera ekki ^ boð á undan séiTu^' ber og Sandfellshagarétt byrjar fyrir hádegi laugardaginn 17. september. VG Steypan kom frá undir- verktaka Vegna fréttar um steypu- skemmdir í brú á Krossastaðaá kom Konráð Vilhjálmsson frá Brekkum að máii við blaðið og vildi koma því á framfæri að í nefndri frétt væri hann ranglega sagður verktaki að brúnni. Hið rétta væri að hann starfaði hjá fyrirtækinu Arnarfelli hf. sem væri verktaki að hluta Norður- landsvegar í Hörgárdal, þ.m.t. brúnni á Krossastaðaá. Það væri því ekki rétt hjá Vegagerð ríkis- ins að hann væri verktakinn. Þá vildi hann benda á að steypan í brúna hefði verið keypt af undir- verktaka og væri ekki framleidd af Arnarfelli hf. DAGUR Ilúsavík S 9641585 Norðlenskt dagblað Vélstjóra vantar á Svan EA 14. Upplýsingar í síma 985-22684 og um helgina í sím- um 96-61733 og 96-61754. 14. september Nánar í Dagskránni og Degi. Veriö ávallt velkomin Upplýsingar i síma 26226 kl. 13-20 frá Brauðgerð KEA verður í dag föstudag frá kl. 16-19. Kynntar verða: ★ Döðlutertur ★ Marengs með súkkulaðibitum ★ Kornfleksmarengs ★ Kryddbrauð Tilboðsverð í dag á döðlubotnum, marengs með súkkulaðibitum og kornfleksmarengs Fullt verð 176 kr. Tilboðsverð 150 kr. Kryddbrauð, fullt verð 180 kr. Tilboðsverð 153 kr, Velkomin Hrísalund Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Munið kjötborðið okkar. Þar er ávallt úrval í helgarmati

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.