Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 9. september 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stjóm og stjómleysi Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar virðist ætla að gjalda fyrir forystuleysi sitt. Þessi annars efnilega ríkisstjórn, sem hefur á bak við sig mikinn þingstyrk, hefur ekki enn sýnt þau tilþrif sem við var búist. Hún hefur látið hjá líða að taka á þeim vanda sem við er að etja í þjóðfélaginu og ætlar sýnilega að sitja aðgerðalaus enn um sinn. Á sama tíma eru undirstöðuatvinnuvegirnir komnir að því að stöðvast. Mátt- og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar skrifast fyrst og fremst á reikning sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn er að sönnu fjölmennur flokkur en að sama skapi flokkur margra ólíkra fylkinga. Megin- hlutverk formanns Sjálfstæðisflokksins hef- ur verið að sætta ólík sjónarmið innan þeirra og leggja þá línu, sem allir flokksmenn gætu sætt sig við. Þetta hefur Þorsteini Pálssyni, formanni flokksins og forsætisráðherra, ekki tekist. Hvað eftir annað hafa frjálshyggjuöfl- in, sem eru áhrifamikil innan flokksins, sett Þorsteini stólinn fyrir dyrnar og neitað að ljá máls á ákveðnum atriðum sem til umræðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar. Frá því niðurfærsluleiðin kom fyrst til álita, hefur t.d. lögbinding verðlags og „lækkun vaxta með handafli", aldrei komið til greina af hálfu Sjálfstæðisflokksins. í raun hafa for- ystumenn hans verið tilbúnir til að skoða all- ar leiðir, svo framarlega sem þær fælu í sér að fjármagnsmarkaðurinn fengi að vera frjáls og óheftur áfram. Við þetta geta sam- starfsflokkarnir auðvitað ekki unað til lang- frama. Forsætisráðherra ýtti niðurfærsluleiðinni út af borðinu áður en hún hafði verið könnuð til fullnustu og vill nú grípa til annarra aðgerða, sem enn er ókannað með öllu hvaða afleiðingar hafa. Þolinmæði sam- starfsflokkanna er á þrotum, enda hefur tæpum mánuði verið eytt í að skoða niður- færsluleiðina - að því er virðist til einskis vegna einstrengingslegrar afstöðu sjálf- stæðismanna. Sú spurning gerist áleitin hvort kosningar séu ekki að verða álitlegur kostur í stöðunni. Þeim fylgir að vísu nokkurra vikna stjórn- leysi, en spurningin er sú hvort stjórnleysi sé í raun verulega frábrugðið núverandi ástandi? Sífellt fleiri spyrja sig þeirrar spurn- ingar þessa dagana. BB. Fékk fylfulla meri í hestakaupum og fylið var Fengur - segir hrossaræktunarmaðurinn Guðmundur Sigfússon frá Eiríksstöðum Flestir þeir sem komið hafa nærri hestamennsku og hrossa- rækt kannast án efa við hrossa- kynið frá Eiríksstöðum í Svart- árdal. Hross af Eiríksstaða- kyninu eru löngu orðin dreifð um allt land og alþekkt. Meðal landsþekktra kynbótahesta af Eiríksstaðakyninu má nefna Sörla frá Sauðárkróki sem er sonur Fengs frá Eiríksstöðum og Gust frá Höfða sem er af Eiríksstaðakyni í báðar ættir. Sá sem heiðurinn á af ræktun þessa þekkta hrossakyns er Guðmundur Sigfússon frá Eiríksstöðum. Blaðamaður Dags heimsótti Guðmund og tók hann tali í Sauðanesi í Torfalækjarhreppi þar sem hann dvelur nú hjá dóttur sinni og tengdasyni. Þótt Guðmund- ur sé kominn af léttasta skeiði, svolítið á níræðisaldurinn, er hann ekki hættur hrossarækt- inni og fer talsvert á hestbak. Hann var með sex hross á járn- um í sumar og fór langferðir á hestunum sínum. Eignaðist Feng af hreinni hendingu - En hvernig stóð á því að Guð- mundur eignaðist Feng, þennan mikla kynbótahest? „Það var nú af hreinni hend- ingu að ég eignaðist hann. Þannig var að Tryggvi í Finnstungu var með gráa meri sem hann var alltaf að reyna að hafa hestakaup á og það endaði með því að ég skipti við hann og lét hann hafa jarpan fola sem ég átti, ótaminn, fyrir merina. Sú gráa var fylfull þegar ég fékk hana og fylið var einmitt Fengur,“ segir Guð- mundur og brosir ánægjulega að þessum hrossakaupum. „Það voru ágæt grá hross til í Finns- tungu af kyni Sveins Ingimundar, hann átti alveg indælis hross, en Fengur var ekki af því. Móðir hans var undan Skó frá Eyvindar- stöðum og faðir Fengs var Jarpur frá Brandsstöðum sonarsonur Þokka frá Brún. Það sem er eftir- tektarvert við Feng er að Jarpur frá Brandsstöðum var undan brúnni meri sem var kölluð Bensa-Brúnka og hún var undan brúnni meri taminni sem Bensi, faðir Sigga á Leifsstöðum átti og hún var alveg úrvalsgæðingur. Móðurætt Jarps var út af sokk- óttri meri frá Leifsstöðum sem var líka tamin og úrvalshross. Það voru tamdar góðhryssur sem að honum stóðu svo ekki þarf að furða sig á að kæmi gott út af honum.“ - Var Fengur fljótur til að sýna kostina þegar þú fórst að temja hann? „Alveg um leið og svo var hann svo sérstaklega þægur og skapgóður. Þegar ég fór út með hann í fyrsta skipti missti ég hann fyrir klaufaskap og það var eina óþægðin sem hann sýndi um ævina.“ - Fórst þú strax að fjölga hrossunum eftir að þú fór'st að fá undan Feng? „Já þetta var á mæðiveikiárun- um og það stuðlaði líka að því að maður fór að fjölga hrossunum.“ - Fékkst þú strax sölumarkað fyrir hrossin? „Já, fljótlega eftir að Fengur var taminn fór ég að selja folöld og seinna fullorðna og tamda hesta.“ - Hvenær var það sem þú sýndir Feng með afkvæmum? „Það var 1968 og fékk þá á hann góð fyrstu verðlaun. Þá fylgdu honum fjórir hvítir góð- hestar, Vinur, Hörður, Glaður og Geisli, sem þá var ungur stóð- hestur og jarpur hestur frá mér sem Kristján á Húnsstöðum átti, það var mikill hörkuhestur. Þess- ir hestar voru allir fæddir hjá mér.“ - Hefur ekki hvíti liturinn horfið mikið úr hrossunum þínum? „Þau voru mörg hvít eða grá en sá litur er horfinn að mestu en auðvitað er fljótlegt að ná honum upp aftur vegna þess að hrossin eru öll út af gráu.“ - Varst þú ekki alltaf með Feng í brúki eins og hvern annan taminn hest, að sumrinu? „Jú, venjan var að þegar hann var tekinn úr merunum á vorin var honum riðið í stóðreksturinn og oft fóru krakkar á honum. Yildi helst ekki fara af baki Einu sinni kom Sigurður Birkis, söngmálastjóri, að finna mig. Þá var Fengur í merum en ég sótti hann og lánaði Sigurði hann. Sigurður kom ríðandi norðan úr Skagafirði og ég fylgdi honum að sýslumörkunum og hann reið Feng. Hann var svo hrifinn af klárnum að hann vildi helst ekki fara af baki. Sigurði þótti afskap- lega gaman að hestum. Óli Sveins var með Sigurði og konur þeirra. Þetta var ansi skemmtilegur dagur.“ - Hrossaræktarsamband A.- Hún. keypti af þér stóðhestinn Storm en seldi hann svo úr landi, voru það ekki mistök? „Jú, það voru mistök að selja Storm það kom út af honum mik- ið af góðum hrosum. Hann var ólíkur Feng þótt hann væri sonur hans, miklu harðari og alveg gríðarlegur yfirferðarhestur. Fengur hafði líka mikla yfirferð, gríðarlega rúmur á öllum gangi. Það eru nú að gerast skemmti- legir hlutir með Geisla Fengsson í hrossunum á Bringu í Eyjafirði. Góðhryssan Elding á Bringu er dóttir Geisla og svo notaði Reynir Rúmfatalagerinn: Svefiiherbergisvömr í 460 fermetra verslun Viö Óseyri 4 á Akureyri hefur verið opnaöur stórmarkaður- inn Rúmfatalagerinn. Verslun- in er útibú frá sömu verslun í Reykajvík, en þar hefur hún starfað í rúmt ár. Er Dagsmenn komu þar við á fyrsta degi, var fjölmennt á staðnum og kunna Akureyringar greinilega vel að meta þessa nýbreytni. Jóhann Purkhus sagði okkur að vörurnar væru frá versl- uninni Jysk sengetoy í Dan- mörku sem ætti að vera mörgum íslendingum að góðu kunn. Þarna má fá allt í svefnherbergið, gardínur, sængur, kodda, sæng- urfatnað, rúm og rúmteppi, í öll- um stærðum, gerðum og litum á góðu verði. Verslunin er í 460 fermetra húsnæði svo vel rúmast um vörurnar. í vetur verður opið Aðstandendur Rúmfatalagersins, frá vinstri Jóhann Purkhus, Jónvör Stein hólm verslunarstjóri og Jakob Purkhus. Mynd tl\ frá kl. 9.30 á morgnana til 18.00 mánudaga til fimmtudaga, til 19.00 á föstudögum og 12.00 á laugardögum. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.