Dagur - 10.09.1988, Qupperneq 5
carmína
10. september 1988 - DAGUR - 5
Á hálfsíðum kjólum
og háhæluðum skóm!
- Sigrún Björgvinsdóttir riQar upp stærðfræðitíma í MA
„Latínan var skelfílegt torf,“ segir Sigrún Björgvinsdóttir kennari „en hún
var skemintileg“. Mynd: gb
Snemma vors árið 1945
brann Hótel Gullfoss við
Hafnarstræti á Akureyri.
Ótti greip um sig á meðal
þeirra sem í nágrenninu
bjuggu. Foreldrar reyndu að
forða börnum sínum frá
hættusvæðinu. Strákur leiðir
litla systur sína burtu frá bál-
inu, þau fóru upp á brekku-
brúnina fyrir ofan húsið og
fylgdust með því sem
gerðist. Að eldsvoðanum
afstöðnum ræddu bæjarbúar
mikið um heimilislausa
skólapilta, en margir
menntaskólanemar leigðu
herbergi yfir vetrartímann í
húsinu. „Ég hugsaði mikið
um hverjir þeir væru eigin-
lega þessir skólapiltar sem
alitaf var verið að tala um. í
hvaða skóla væru bara
piltar, en ég átti einmitt að
byrja í skóla á þessum tíma,“
segir Sigrún Björgvinsdóttir
sem komin er í Carmínu-
viðtal. Sigrún er litla systirin
í frásögninni hér að ofan.
Hennar fyrstu minningar um
Menntaskólann á Akureyri
tengdust umræðunni um
húsnæðislausu skólapiltana.
Sigrún segir það mjög hafa
blundað í sér að ekki væri rétt að
karlmenn einir sæktu Mennta-
skólann, eins og tíðkaðist á fyrri
árum. Þessi minning hafi ef til vill
blundað í sér og að einhverju
leyti orðið til þess að hún hóf
nám við skólann. Sigrún varð
stúdent árið 1957, Brynjólfur
Sveinsson yfirkennari útskrifaði
hópinn í fjarveru Pórarins skóla-
meistara Björnssonar. Á útskrift-
inni ræddi hann gildi vinnunnar
og þá gleði sem þeim féili í skaut
er lokið hefði góðu starfi, hann
brýndi fyrir stúdentum að gera
ætíð skyldu sína og verða skóla
sínum æ til sæmdar.
Sigrún var í máladeild eins og
þær stúlkur aðrar sem útskrifuð-
ust þetta árið. „Það var mjög gef-
ið í skyn að stúlkur ættu ekkert
erindi í stærðfræðideildina og
þær fengu ekki höfðinglegar mót-
tökur margar sem þangað fóru.
Það þótti fullgott fyrir konur að
vera í máladeildinni,“ segir
Sigrún.
Skólabræðraheimsóknir
Island insula est, var fyrsta setn-
ingin í latínukennslubók Sigrún-
ar. Góðar latínuglósur stúlkunn-
ar nutu vinsælda innan bekkjar,
en þær þóttu til mikillar fyrir-
myndar. „Ég hafði að láni góðar
glósur og betrumbætti þær. Það
var fljótt að spyrjast út,“ segir
Sigrún, en bekkjarbræðurnir
ásældust glósur hennar mjög og í
sjálfu sér hafði hún ekki á móti
því að lána þær. „En ég lét þá
alltaf koma heim og ná í þær.
Mér fannst þeir ekki of góðir til
þess. Það vissi auðvitað enginn
erindi þeirra nema ég, en fólk
furðaði sig á þessum tíðu heim-
sóknum!“
Sigrún segir latínuna hafa ver-
ið skelfilegt torf og enginn hafi
getað komið ólesinn í tíma. „Við
kynntumst þessum góðu mönn-
um; Caesari, Cecero, Salluts,
Virgli, Horazi og Ovid,“ segir
hún um þessa gömlu kunningja
sína frá menntaskólaárunum.
„Mér fannst latínan skemmtileg,
en hún var erfið.“ Textann segir
hún oft á tíðum hafa verið býsna
erfiðan og átti það ekki einungis
við um latínutextann. „Sigurður L.
Pálsson kenndi okkur ensku og
hann lét okkur til dæmis lesa
Kaupmanninn frá Feneyjum. Við
lentum iðulega í því þegar við
lásum heima að finna ekki orðin í
orðabók og þetta vafðist fyrir
okkur. En einhvern veginn kom-
umst við í gegnum þetta,“ segir
Sigrún og brosir við minningunni
um heimalesturinn.
Snargataði
Á þessum tíma voru þær kennslu
aðferðir allsráðandi að taka
nemendur upp. Sigrún rifjar upp
stærðfræðitíma þar sem Brynjólf-
ur Sveinsson var að fara yfir
algeberuna með nemendum sínum.
„Fæstir vilja segja frá því þegar
þeir gata,“ segir hún en fellst á að
segja eina slíka. „Ég var tekin
upp í algebrunnni og átti að leysa
dæmi. Mér varð svarafátt, snar-
gataði og varð hálf lúpuleg yfir
þessu. Þá klappar Brynjólfur
vinalega á öxl mína og segir: Að
þú skulir ekki vitað þetta Sigrún
mín, eins og þú heitir fallegu
nafni. Mér er þetta ákaflega
minnistætt. Hvernig hann fór að
því að segja þetta, það er svo
mikilvægt að gleyma ekki mann-
lega þættinum í kennslunni. Það
er ekki sama hvernig hlutirnir eru
sagðir og þessi viðbrögð hafa
hjálpað mér mikið eftir að ég fór
sjálf að kenna.“ Sigrún hefur
unnið við kennslu í árabili og
kennir núna í Barnaskóla Akur-
eyrar.
Saumaklúbbskvöldin
Um ást sína á rifjasteik sem um
er getið í Carmínu hafði hún lítið
að segja. Jú, hún hefur enn ágæta
lyst á rifjasteikum, en minntist
þess ekki að það hafi komist í
hámæli á menntaskólaárunum.
Hins vegar hafi þær skólasystur
komið saman á síðkvöldum og
hafi þá borð verið hlaðin stríðs-
tertum miklum. Ekki hafi lystar-
leysi verið áberandi meðal þeirra
og voru tertum gerð góð skil.
Kvöldin þau hétu saumaklúbbs-
kvöld.
Ef við höldum áfram að rýna í
textann, þá kemur það fram að
Sigrún sé vel fær í meðhöndlun
blýanta og málarapensla, og segir
hún að sér hafi ætíð þótt gaman
að mála og þyki enn. „Það nýtist
mér vel í kennslunni,“ segir hún.
Og áfram. „Henni þykir gaman
að bílurn," stendur þar og segir
hún setninguna þá vera tilkomna
vegna þess að hún hafi strax og
aldur leyfði tekið bílpróf. Afar
sjaldgæft hafi verið að stúlkur
tækju bílpróf á þessum tíma. „Og
það þótti algjör fásinna af mér að
læra á bíl, þar sem enginn var til
bíllinn á heimilinu og ekki átti ég
hann sjálf. “
„Frægust mun hún þó vera fyr-
ir afburða frammistöðu í því að
hreppa háðungaverðlaun á spila-
kvöldum," segir í texta. „Þetta er
alveg rétt. Ég fékk ævinlega háð-
ungarverðlaunin og á nú mikið
safn smábarnabóka sem gjarnan
voru veittar til háðungar. Ég tók
þetta aldrei nærri mér. Ef ég er
óheppin í spilum, þá er ég bara
heppin á öðrum sviðum.“
Stærðfræðikennarinn
ungi
Við höfum spjallað dágóða stund
um menntaskólaárin Ijúfu. Enda-
punktinn sláum við með sögu úr
stærðfræðitíma. Bekkurinn hafði
fengið nýjan stærðfræðikennara,
ungan að árum og þótti sá helst
til hrokafullur. Sendi nemendur
sína miskunnarlaust í sæti sín,
væru þeir ekki með hlutina fylli-
lega á hreinu. „Hann var að sýna
okkur veldi sitt og hversu góðan
aga hann hafði á bekknum,“ seg-
ir Sigrún, en að því kom að
bekkjarsystkinum þótti full mikið
komið af því góða. Var því skotið
á fundi, hvar á voru þær bekkjar-
systur, en þær tóku lausn málsins
í sínar traustu hendur. Fundar-
efnið var að sjálfsögðu hvernig
koma mætti hinum unga stærð-
fræðikennara í skilning um villu
síns vegar og var rætt um ýmsa
möguleika í því sambandi.
Niðurstaða fundarins var sú að
stúlkur skyldu mæta í sínu fínasta
pússi í næsta stærðfræðitíma.
Hálfsíðir flegnir kjólar, háhælað-
ir skór; það var hátíska tímans.
Áður en til stærðfræðitíma var
gengið var haldin létt æfing fyrir
óvanar og gekk hún bærilega vel.
Víkjum þá nánar að útfærslunni.
Er kennari kallaði upp að töflu,
skyldu stúlkur ganga eins nálægt
læriföður sínum og þær frekast
þorðu og gekk það allt eftir.
Hver stúlkan af annari gekk í
flegna kjólnum sínum að töflunni
og samkvæmt áætlun var gengið
þétt að kennara, sem var á miklu
undanhaldi. Leikar fóru svo, að í
lok tímans sat hinn ungi heldur
lúpulegur úti í glugga. Segir ekki
fleiri sögur af agaáætlun hans og
gjörbreyttist andinn í bekknum á
eftir. mþþ
Ur Carmínu:
Við latínuna fínnst mér leiðinlegt að glíma,
hún lamar frjálsan vilja og reynir hugans þrótt.
En hafí maðurglósur að láni góðan tíma,
þá grána hárin minna og dimmir seinna af nótt.
Hún Sigrún litla Björgvinsdóttir lenti í kapphlaupi við árið
1937, en varð ögn á eftir og birtist ekki í þessum heimi fyrr
en 21. jan. það herrans ár. - í æsku dvaldist hún lengi vel í
sveit og tók tryggð við allt, sem þar hrærðist, þó einkum
hesta og ketti. Annars hefur hún dvalið allan sinn aldur á
Akureyri og numið þar sinn bóklega lærdóm. Síðastliðin
sumur hefur hún starfað við að pranga alls kyns munum upp
á samborgara sína. Áhugamál á Sigrún fjölmörg. Hún er
mikið fyrir góðan mat og mun rifjasteik vera eftirlætisréttur
hennar. Hún er mjög fær í meðhöndlun blýanta og málara-
pensla, enda er faðir hennar málari. Henni þykir gaman að
bílum. (NB. Ekki bílstjórum). Eina íþróttagreinin, sem hún
leggur stund á er sund, og hefur hún náð töluverðri færni í
því. Frægust mun hún þó vera fyrir afburða frammistöðu í
því að hreppa háðungarverðlaun á spilakvöldum.
Framtíðaráform hennar munu ekki birt almenningi fyrr en
síðar meir.