Dagur - 10.09.1988, Page 7

Dagur - 10.09.1988, Page 7
af erlendum veftvangi 10. september 1988 - DAGUR - 7 OfiOf «0r)mð«na9 nir .. Wi JÍMU1 - U Er orðið of seint að bjarga Ölpunum? - Yfirvöld vöknuðu við vondan draum eftir voveiflega atburði síðasta sumar - á elleftu stundu Þennan morgun hringdu engar kirkjuklukkur til morguntíða eða bænastunda. Óveðursgnýrinn hafði vakið íbúa þorpanna í Veltlin-dalnum klukkan fjögur um nóttina. Sú aðvörun bjargaði lífi þeirra. 28.000 manns yfirgáfu heimili sín fyrirvaralaust. Fæstir höfðu nokkra von um að geta snúið til baka, því héraðið virtist hreinlega vera að hverfa út í sortann. Fáeinum klukkustund- um síðar höfðu gífurlegustu nátt- úruhamfarir sögunnar á þessum slóðum skolað burt mestöllum jarðvegi úr 40 km löngum dalnum, sem áður hafði verið einn sá fegursti í ítölsku Ölpun- um. Með aurflaumnum hvarf einnig mestallur gróður, flest mannvirki og mikill hluti villtra jafnt sem taminna dýra. Neyðarástand ríkti einnig í mörgum öðrum dölum í ítölsku, austurrísku og svissnesku Ölpun- um. í úrhellisrigningu runnu hlíðarnar bókstaflega niður í dal- botnana. Kolmórauð, beljandi fljót kaffærðu þorp, vegi og járnbrautir og skildu eftir sig dauða Og eyðileggingu. Hamfarirnar í sumar urðu íbúum Alpalandanna allsherjar aðvörun og hristu hressilega upp í yfirvöldum. Nú leita stjórn- málamenn og náttúrufræðingar sameiginlega að leiðum til að varðveita fjalllendið milli Nice og Vínar, sem er víðáttumesta og fjölsóttasta ferða-, hvíldar- og útivistarsvæði Evrópu. En til að það hafi möguleika á að takast, verður sannarlega að láta hendur standa fram úr ermum. Um það eru vísindamennirnir sammála. „Klukkuna vantar aðeins fimm mínútur í tólf,“ aðvarar v-þýski líffræðingurinn Karl Partsch. „Ef við söðlum ekki um þegar í stað má afskrifa Alpana í núverandi mynd.“ Árum saman hljómuðu sams konar aðvörunarraddir fyrir daufum eyrum ráðamanna. Áhyggjufullir vísindamenn eins og Karl Partsch voru úthrópaðir Reinhold Messner, fjallgöngumað- ur og rithöfundur: „Það þýðir ekki að segja bara hálfan sannleikann. Þótt Olpunum vcrði bjargað, þá þarf fólk líka að hafa vit á því að vclja sér ekki búsetu beint í ein- hverjum ljónskjaftinum!“ Karl Partsch líffræðingur eða „Fjalla-Bensi“, ótrauður baráttu- maður fyrir uppgræðslu Alpanna: „Heilbrigð náttúra er okkar verð- mætasta eign - ckki síst fyrir land- búnað og fcrðaþjónustu. Við verð-' um að læra að fara vel með hana.“ 15 milljónir rúmmetra af grjóti ruddust niður í Veltlin-dalinn og færðu m.a. þorpið San Antonio í kaf. Brátt safnaðist stöðuvatn yllr staðnum. Náttúruhamfarir í ítölsku Ölpunum. Hér í Tartano urðu nær 30.000 manns að yfirgefa heimili sín. Sumir fórust í aur- og grjótskriðunum. sem „kolrugiaðir náttúruverndar- djöflar“ eða „óraunsæir ofstopa- menn“. „Var virkilega nauðsyn- legt að bíða eftir mannskaða til að hlusta á rökstuddar aðvaranir og viðurkenna augljósar staðreyndir?“ spyrja menn nú. Þetta er sorgleg staðreynd en sönn: Fólk lokar augunum og neitar að hugsa þangað til náttúru- öflin ganga berserksgang og afleiðingarnar æpa framan í það. Þegar svo er komið er hvorki auðvelt né ódýrt að bæta úr. Vart þýðir að tala um minni upphæðir en milljarða króna, ef reyna á að draga verulega úr afleiðingum synda fortíðarinnar - og kannski er það nú þegar orðið of seint á mörgum stöðum. Sjúka náttúru er ekki hægt að lækna með neinni skyndilausn. Vistkerfið allt er helsjúkt af margflókinni „eyðni“ - tiltölulega auðvelt væri að kom- ast fyrir hverja einstaka af hinum fjölmörgu, samverkandi sjúk- dómsorsökum. En þegar allar vinna saman og hafa grafið und- an lífkerfinu óáreittar í mörg ár, eru horfurnar ískyggilegar. Alvarlegasti þátturinn er skógardauðinn, sent nú ógnar 80% af hinum viði vöxnu hlutum Alpanna. Heilbrigður fjallaskóg- ur verndar dalina fyrir aurskrið- um, því skógarsvörðurinn gleypir vatnið og geymir það eins og svampur. Pess vegna heldur hann líka hæfilegum raka í jarðvegin- um í þurrkatíð og hindrar upp- blástur. Á veturna hindur hann snjóinn og kemur í veg fyrir snjóflóð.En þegar skógurinn er gegndarlaust beittur og höggvinn og meirihlutinn af því sem eftir er drepst af loftmengun eða svoköll- uðu súru regni, þá er þessi vörn ónýt. „Ef ráðamenn bæjanna undir Alpahlíðunum eins og t.d. Garmisch-Partenkirchen og Oberstdorf vissu hvernig skógur- inn fyrir ofan lítur út, þá mundu þeir ekki sofa væran dúr," segir Karl Partsch. „Hér í þýsku Ölp- unum gæti líka hvenær sem er orðið stórslys.“ Sífcllt fleirí fá sér vctrarfrí og stunda skíðaíþróttina. Fjöldi skíöalyfta hefur margfaldast á þcssuni áratug. Á vissum svæðum hafa af þessu oröið geysileg- ar gróðurskemmdir, einkum snjólitla vetur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.