Dagur - 10.09.1988, Page 8

Dagur - 10.09.1988, Page 8
8 - DAGUR - 10. september 1988 Húsavík: Heilsað upp á hressa krakka í spranginu Mörg börn og unglingar á Húsavík hafa verið iðin við sprang í sumar og hafa sum þeirra náð ótrúlegri leikni í snúningum og sveiflum og virðast una sér hið besta í köðlunum. Tveir lýsisgeymar eru í fjörunni sunnan við Suðurgarðinn og efst á þá festa krakkarnir kaðlana. Oft er margt ungt fólk samankomið við tankana því þótt tveir kaðl- ar séu á hvorum geymi og fjór- ir geti sprangað samtímis, vilja oft myndast biðraðir og svo er líka gaman að koma og fylgjast með þegar aðrir leika listir sínar. Dagur hitti nokkra hressa krakka í góða veðrinu um daginn og spjallaði við þá svolitla stund, en afþakkaði ágætt boð um að fá að prófa einn kaðalinn. Þegar krakkarnir voru spurðir hvort fólk væri eitthvað að skipta sér af spranginu og jafnvel að banna þeim að vera við tankana svaraði einn guttinn: „Aðallega foreldrarnir, svona fyrst en það hefur minnkað mjög mikið," og annar guttinn bætti við: „Löggan var að koma hér fyrst og skera niður kaðlana en svo nenna þeir því ekki, eða kannski þora þeir ekki upp á tankana." Sigurður Veigar, Þorgrímur, Þorsteinn. Neðri röð: Guðlaugur, Börkur, Henry, Hlynur og Edda Lóa. „Fótboltinn hefur þetta alveg“ - sagði Þorgrímur Þorgrímur Sigmundsson, 12 ára, var spurður hvort sprang hefði lengi verið stundað af krökkun- um. „Þetta er annað sumarið sem við erum hérna og það hafa alltaf fleiri og fleiri gaman af þessu. Það er ekki svo langt síðan ég byrjaði að spranga að ég viti hverjir settu fyrst upp kaðlana en ég held að strákarnir hafi byrjað í bjarginu en ekki hérna.“ - Er gott að vera hérna? „Já, ef maður hefur ekkert að gera, þá er bara að fara og spranga.“ - Hver er flinkastur? „Það eru margir flinkir, Steini er flinkur og fleiri." - Er þetta ekki vandi? „Nei, ekki nema rétt fyrst. Þetta er alveg rosalega gaman, þó ekki meira en fótboltinn, hann hefur þetta alveg." - En er þetta hættulegt? „Það er mjög misjafnt hvað sagt er um það, að þetta sé hættu- legt eða ekki, sumir segja að þetta sé rosalega hættulegt en aðrir að þetta sé ekkert hættu- legt.“ Og svo af stað í sveifluna... Sigurður Veigar Bjarnason. „Leikur en ekki íþrótt“ - sagði Þorsteinn Þorsteinn Pálmason á fullu. Þorsteinn Pálmason, 12 ára, var spurður hvort það væri rétt að hann væri sá flinkasti við spangið: „Ég veit það ekki, það eru svo margir flinkir. Ég byrjaði rétt fyrir landsmótið og hef síðan stundað þetta eiginlega á hverj- um degi.“ - Er þetta gaman? „Já, það er gaman að sveifla sér í þessum köðlum og svífa í lausu lofti en maður fær svolítið sigg á hendurnar.“ - Langar þig til að síga í bjarg? „Nei, mig langar ekki til þess.“ - Hvort líturðu á sprangið sem leik eða íþrótt? „Leik, þetta er ekkert íþrótt.“ - Finnst þér þetta vera hættu- legt? „Þetta getur verið hættulegt, ef maður dettur úr kaðlinum fer það svolítið eftir því hvar maður dettur og hvernig maður lendir. Þetta er svona jafnhættulegt og íþróttirnar sem við erum í, þar getur maður meitt sig alveg jafn- mikið.“ „Erfiðara en í Vestmannaejjiim“ - sagði Sigurður Veigar Sigurður Veigar Bjarnason, 12 ára, þekkir slysahættu við sprangið af eigin raun: „Ég brotnaði á hendi þegar ég flaug fram af skúrnum. Ég ætlaði að hjálpa Jóa en það var svo sleipt að ég rann sjálfur. Það brotnaði bein hérna í handleggnum og færðist til en svo gréri það saman á öðrum stað. Sprangið er hættu- legt á sumum stöðum, ef maður snýst í hringi og lendir vitlaust á tanknum, þá flýgur maður niður. í hitti fyrra sagði strákur kenn- aranum okkar að það væri ekki hægt að meiða sig á þessu en sama dag slitnaði hjá honum kað- all og hann fótbrotnaði." - Hvar fáið þið kaðlana og hjálpar einhver ykkur við að setja þá upp? - Við fáum kaðlana bara úr netunum við netaverkstæðið. Við förum sjálfir upp með reglulegu millibili til að athuga hvort allt er í lagi, um daginn slitnuðu tveir kaðlar." - Hefur þú lengi stundað sprangið? „Ég byrjaði rétt fyrir lands- mótið í fyrra.“ - Eru oft margir krakkar hérna og hvað eru þeir gamlir? „Það eru frekar margir krakk- ar hérna, stundum alveg helling- ur og þau eru alveg frá fimm ára upp í sautján. Við erum með kaðal hérna sem er svo nálægt að hann er bara fyrir byrjendur en kaðlarnir á skúrnum geta verið hættulegri." - Hefur einhver sagt ykkur til við sprangið? „Nei, við höfum bara kennt okkur sjálf en við mundum alveg þiggja það að fá kennara. Það kom krakki frá Vestmannaeyjum hérna í gær og hann sagði að það væri miklu erfiðara að spranga hér en í Vestmannaeyjum." Þrír í sama spottanum, Stcini, Sig. V. og Toggi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.