Dagur - 10.09.1988, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 10. september 1988
I
Sigrún, Kristín Inga og Gunnlaugur, komin heim í Hafralækjarskóla.
Mynd: IM
Ársdvöl í Danmörku:
„Við íslendingar
höfum það gott“
- Gunnlaugur Árnason og Sigrún Valtýsdóttir,
kennarar við Hafralækjarskóla í helgarviðtali
Skömmu eftir landsmótiö í fyrrasumar ók Þ-110 um borð í Norrænu á Seyðisfirði, bifreiðin er
af gerðinni Subaru, station og var með vélsleðakerru í eftirdragi. Eigendur bflsins eru tveir
kennarar við Hafralækjarskóla, hjónin Sigrún Valtýsdóttir og Gunnlaugur Árnason, þau
voru á leið til Danmerkur með bíl, kerru með búslóð og börnin sín þrjú. í Danmörku dvaldi
fjölskyldan í eitt ár og síðan skilaði Norræna hópnum og farartækinu til íslands aftur. Eflaust hafa
margir hug á að breyta til, reyna eitthvað nýtt, kynnast öðrum siðum og venjum eða sjá hvernig fólkið
hefur það hinum megin við hafið. Þegar til kemur eru samt ekki allir sem drífa í því að koma heilli fjöl-
skyldu af stað til ársdvalar erlendis. Skömmu eftir að Sigrún, Gunnlaugur og börnin komu heim í
Hafralækjarskóla heimsótti Dagur þau og var erindið að forvitnast um ferðalagið og hvers þau hefðu
helst orðið vísari í Danaveldi á árinu.
Gunnlaugur er sonur hjónanna
Ingibjargar Gunnlaugsdóttur og
Árna Helgasonar, fyrrum sím-
stöðvarstjóra. „Ég er fæddur og
uppalinn í Stykkishólmi og þar
var ég þar til að loknu landsprófi.
Síðan lá leiðin í Kennaraskólann
og 1970 lauk ég kennaraprófi. Ég
fór strax í kennslu og kenndi við
Varmalandsskóla í Borgarfirði í
sex ár, eða þar til ég villtist hing-
að norður í leit að góðu veðri.
Hér fann ég fljótlega konuna
mína en þurfti að fara upp að
Laugum tii að leita að henni.“ Nú
brosir Sigrún sem er frá Nesi í
Fnjóskadal, foreldrar hennar
voru Kristín Sigurðardóttir og
Valtýr Kristjánsson. Þegar
Gunnlaugur „fann“ Sigrúnu
starfaði hún sem handavinnu-
kennari við Héraðsskólann og
Húsmæðraskólann á Laugum.
Gunnlaugur heldur áfram með
ævisöguna sem hann var beðinn
að segja: „Við hófum búskap hér
1978. Áfkomendurnir eru Valtýr,
sonur Sigrúnar sem nú er 15 ára
og svo eigum við Árna Hólmar 7
ára og Kristínu Ingu sem er að
verða 5 ára.“
Ævintýraþrá og
forvitni
„Kennarar eiga rétt á að fá orlof
eftir að vera búnir að kenna í tíu
ár og við byrjuðum að sækja um
orlof um leið og við höfðum rétt
til en eftirspurnin er svo mikil að
alltaf má reikna með að fá tvö
nei. Við vorum búin að safna
okkur tveimur neium, en svo var
það fyrir tveimur árum að við
sóttum um í þriðja sinn og feng-
um jáið. Það var búið að blunda
lengi með okkur, að fara út í
heim, skoða okkur um og kynn-
ast öðrum viðhorfum, þetta er
einhver ævintýraþrá og forvitni.
Við fengum sem sagt loforð um
orlofið í jólagjöf 1986 og stefnd-
um þá strax á Danmörku, m.a.
vegna þess að við þekktum
kennara sem höfðu verið þar í
ársleyfi og líkað mjög vel. í Dan-
mörku er kennaraháskóli sem
býður upp á fjölbreytt námskeið
sem standa íslenskum kennurum
til boða. Þessi háskóli er með úti-
bú víða um Danmörku, við
stefndum í fyrstu á að fara til
Óðinsvéa en þegar til kom leist
okkur best á námskeiðin sem
halda átti í Árósum svo við
breyttum til og héldum þangað.“
- Er það ekki heilmikið mál
fyrir fimm manna fjölskyldu að
leggja upp í slíka ferð?
„Jú, miklu meira mál en maður
reiknaði með og það er gott að
vita ekki hlutina fyrirfram því
það myndi oft draga úr fram-
kvæmdunum hjá manni. Við
þurftum að pakka öllu niður og
losa okkar íbúð. Við hugsuðum
okkur þetta nokkurs konar úti-
legu og tókum eins lítið með okk-
ur og við gátum. Dótið settum
við í vélsleðakerru sem við
keyptum og ókum svo til Seyðis-
Fyrsti skóladagurinn í Danmörku, Árni Hólmar að leggja á menntaveginn.
Myndir: GA
fjarðar. Reyndar kom í ljós að
við hefðum mátt taka meira með
okkur því við þurftum að kaupa
ýmislegt sem vantaði en var til
hérna heima.“
Danir töluðu
allt annaö mál
„í Árósum leið okkur mjög vel.
Ég stundaði nám við kennara-
háskólann og Sigrún líka að hluta
til en einnig sótti hún mikið