Dagur - 10.09.1988, Side 13
barnasíðan
Umsjón: Stefán Sæmundsson.
10. september 1988 - DAGUR - 13
Eldspýtnaleikir
og þrautir
Blaöamenn Dags glíma nú ákaflega viö eldspýtnaþrautirnar, enda verða lausnirnar að liggja fyr-
ir á næstu barnasíðu. tlv
Mörgum finnst gaman aö glíma við
þrautir, t.d. eldspýtnaþrautir eða
talnaleiki. Þið ættuð aið glíma við
þessar eldspýtnaþrautir og prófa
þær á einhverjum, en lausnirnar birt-
ast ekki fyrr en í næsta blaði. Við
leggjum líka fyrir ykkur aðrar þrautir
og lausnirnar við þeim má finna á
hvolfi hér á síðunni.
Fjórir jafnstórir þríhyrningar
Þessi leikur er í því fólginn aö búa til
fjóra jafnstóra þríhyrninga úr sex
eldspýtum, að sjálfsögöu án þess aö
brjóta nokkra þeirra í sundur. Er
þetta virkilega hægt? Hvernig í
ósköpunum getur maður búiö til fjóra
jafnstóra þríhyrninga úr sex eldspýt-
um? Viö látum ykkur eftir aö reyna
þetta og kannski hafið þiö dottið nið-
ur á lausnina áöur en hún birtist í
næsta helgarblaði.
Þrír ferhyrningar
í þessa þraut eru notaöar níu eld-
spýtur. Já, þiö eigiö að búa til þrjá
ferhyrninga úr níu eldspýtum. Við
erum að glíma við þetta núna hérna
á Degi og vonandi getum viö birt
lausnina á næstu barnasíðu.
Eldspýtnakross
Fjórar eldspýtur eru lagðar í kross
og eru þær látnar snertast í miöj-
unni. Eina eldspýtuna á aö færa til
þannig aö fram komi réttur ferhyrn-
ingur. Þiö megið sem sagt aöeins
færa eina eldspýtu og reyna þannig
að búa til ferhyrning. Þetta virðist
ægilega erfitt en er í raun sáraein-
falt.
Krakkar Jóns og Gunnu
Jón og Gunna höföu verið gift sitt í
hvoru lagi og höfðu bæöi eignast
börn í þeim hjónaböndum. Einhvern
veginn slitnaöi upp úr hjúskap þeirra
beggja og seinna rugluöu þau sam-
an reitum sínum, sem raunar voru
lítið annað en krakkarnir. Eftir fárra
ára sambúð voru þau búin aö bæta
viö mörgum krökkum og því ansi
fjörugt heima hjá þeim. Alls voru
börnin á heimilinu orðin 16. Af þeim
voru 11 börn Jóns en 12 börn
Gunnu. Hve mörg börn höföu þau
eignast eftir að þau tóku saman? Og
hve mörg börn áttu þau hvort um sig
þegar þau tóku saman?
Ferðin til Húsavíkur
Ég fór einu sinni til Húsavíkur meö
varkárúm bílstjóra. Hann ók fremur
hægt aö mínu mati en ég leit á
klukkuna þegar viö fórum af staö frá
Akureyri og einnig þegar viö komum
til Húsavíkur. Viö vorum nákvæm-
lega 80 mínútur á leiðinni. Þegar við
lögöum af stað til baka leit ég líka á
klukkuna og einnig er viö komum til
Akureyrar. Þá haföi bílstjórinn verið
1 klukkustund og 20 mínútur á leið-
inni. Hvaö haldiö þiö aö hafi tafið
hann?
Þórður þorskur
Brandarar
Hér koma nokkrir brandarar,
sumir aðsendir:
Kennarinn: - Úr hvaöa efni eru
skórnir þínir gerðir?
Pétur litli: - Þeir eru úr skinni.
Kennarinn: - Af hvaöa dýri?
Pétur litli: - Það er af nauti.
Kennarinn: - Hvaða dýri er það
þá að þakka aö þú hefur fengið
skóna?
Pétur litli: - Honum pabba
mínum.
- Þjónn! Þessi súpa er óæt.
Viltu kalla á forstjórann.
- Blessaöur vertu. Hann hefur
örugglega ekki lyst á henni
heldur. (Stína frá Dalvík)
- Hvers veana varstu rekinn af
kafbátnum Oli?
- Ég vildi sofa við opinn glugga!
(Sigrún Alda Viöarsdóttir, 11 ára,
Brakanda í Hörgárdal)
Móðir: - Sýnist þér ekki hún
dóttir mín líkjast mér mikið?
Gestur: - Jú, hún er ákaflega lík
þór. En vertu alveg róleg, því
hún getur fríkkað með aldrinum.
Einu sinni var Óli litli í kristin-
fræðitíma. Þá spuröi kennarinn:
- Hverjir vilja fara upp til Guðs?
Allir réttu upp hönd nema Óli.
- Af hverju vilt þú ekki fara til
Guðs Óli minn? spurði kennar-
inn.
- Af þvi að mamma sagði að ég
ætti að koma beint heim úr
skólanum. (Stína frá Dalvík)
Lausnir
jnjnujai 02 6o punjsn>j>|n|>| y b68|
-uiæA^u b68|!U}8u ma jnjnujuj 08 'uue
-joljsijq iqjb) )J8H>I3 'jn>i!ABsnH I!) ujQjaj
)sn)j!6 nBj ua jnQB g Buuno
6o b>j>ibj>j v H? Jnjaq uop Qe jjQiaj jaJ jv
ubujbs ujoq l H? euuno 6o upp bjbij bc|
mjæj l EQa 9 J suj8QB moA uiujoq was
jBq subwbs |!) 02 eQ8 zv nuuno ujgq
us u moA su9p ujqg euuno 6o uop
Barnasagan í síðasta helgarblaði
var tilvalin fyrir 6 ára og yngri en nú
ætlum við að birta nýlega sögu sem
hentar ágætlega barnaskólakrökk-
um, enda gerist sagan í barnaskóla.
Þórður sterki var hann kallaður,
stærsti strákurinn í 4. bekk, endavar
hann svo sterkur að hann réði við
alla stráka í 5. og 6. bekk. Samt var
Þórður enginn slagsmálahundur,
sei, sei nei, en þegar hinir strákarnir
voru að stríða honum varð hann
stundum æstur og hjólaði í þá. Þórð-
ur var nefnilega ekki bara kallaður
Þórður sterki, því þeir sem stríddu
honum uppnefndu hann Þórð þorsk.
Af hverju skyldi hann vera upp-
nefndur þorskur? Sennilega var það
vegna þess að hann var með stór og
útstæð augu og svo var hann alltaf
með hálfopinn munninn og þá þótti
krökkunum hann gapa eins og
þorskur á þurru landi. Auðvitað er
það illa gert að stríða fólki og upp-
nefna það, en börn hugsa stundum
ekki um afleiðingarnar.
Nú voru börnin að læra náttúru-
fræði í 4. bekk. Kennarinn var búinn
að segja þeim ýmislegt um spendýr-
in og í þessum tíma var komið að
fiskunum. Hann hengdi stórt spjald
með skrautlegum fiskamyndum á
töfluna og benti á þá hvern á eftir
öðrum.
„Hér sjáið þið þorskinn," sagði
kennarinn og benti á gula fiskinn
með hvítu röndinni, útstæðu augun-
um og gapandi munninum. Krakk-
arnir litu á Þórð og sumir fóru að
flissa. Þegar Þórður sá að allir voru
að glápa á hann og flissa þá roðnaði
hann ákaflega og gapti enn meira en
áður. Augun tútnuðu út og bekkurinn
sprakk af hlátri.
„Hvað gengur hér á?“ spurði
kennarinn höstugur. „Egill! Hvað er
svona fyndið?“ Egill hætti að hlæja
og leit skömmustulega niður. Þögn.
„Þuríður! Af hverju varst þú að
flissa?“ Þuríður blóðroðnaði og
stamaði óskiljanlega afsökunar-
beiðni. „Getur enginn skýrt það út
fyrir mér hvað er um að vera?“ Ekk-
ert svar. „Jæja, ég vil ekki hafa
svona læti,“ sagði kennarinn og hélt
áfram að tala um þorskinn.
í frímínútunum gerðu krakkarnir
at í Þórði. „Hí, hí. Þorskurinn er
mikilvægur fyrir þjóðarbúið, en er því
miður að hverfa. Ha, Þórður, ertu að
hverfa?" Alls kyns glósur dundu á
honum og loks sleppti hann sér og
lumbraði á nokkrum strákum. Allt
logaði í slagsmálum og þetta endaði
með því að Þórður var kallaður inn til
skólastjórans. Skólastjórinn skamm-
aði hann og sagðist ætla að hafa
samband við foreldra hans. Já, það
getur verið erfitt að vera ööruvísi en
aðrir og geta ekkert að því gert.
Pennavinir
Langar ykkur til að
skrifast á við einhvern?
Þið getið auglýst eftir
pennavinum á Barnasíðunni.
Krakkar -
Takið eftir
Barnasíðan er blaðsíðan ykkar.
Sendið okkur teikningar, skrýtlur,
eða annað skemmtilegt efni.
Munið að láta nafn fylgja með.
Biðjið mömmu og pabba að hjálpa
ykkur með utanáskriftina sem er:
Dagur - Barnasíða
Pósthólf 58
602 Akureyri.
Þessi fiskur heitir reyndar hlýri en þaö hlýtur aö vera leiðinlegt fyrir ungan strák að vera kallaður
þorskur.