Dagur - 10.09.1988, Page 18
sakamálasaga
p j* «. /*{ LFí!) /3 r'i — I '|cj(*ic'ii<4í rj'-tjí* q [•
18 - DAGUR - 10- september 1988
l
Belle Gunness var ekkja og lifði
góðu lífi á sveitabæ sínum í La
Porte í Indiana.
Vinna var henni ekki áhugamál.
Meðan nágrannarnir fengust við
ræktun, sáði hún líkum og
uppskar dollara í stórum stíl.
Hún var ekkja eftir Mads
Sorenson. Hjónaband þeirra
hafði ekki varað lengi og gat
ekkjan þakkað það bjór, vel
blönduðum með stryknin, sem
hún gaf honum á góðri stund.
Ekkjan nýorðna var ekki að tví-
nóna við hlutina og lét bálförina
fara fram í skyndi, áður en rann-
sóknarmenn Iíftryggingafélagsins
höfðu áttað sig. Tryggingafélagið
mótmælti, en allt kom fyrir ekki.
Það varð að punga út 8.500 doll-
urum.
Nýtt fórnarlamb
Það var ekkert vandamál að
ná sér í nýjan mann. Belle, sem
ekki var nema 31 árs, var aðlað-
andi kona, og það reyndist
afdrifaríkt fyrir Peter Gunness,
fasteignasala í La Porte.
Belle og Peter giftust og eignuð-
ust þrjú börn, tvær dætur og son
og allt var í sómanum þar til pen-
ingarnir voru upp urnir.
Dag nokkurn í desember sagði
Peter Belle, að allt, sem þau ættu
eftir, væri tíu þúsund dollara
trygging, sem þau yrðu að taka
út. Hann hafði fjárfest allt þeirra
fé í landinu næst járnbrautinni og
það hafði reynst verðlaust, þar eð
ekki fengust byggingarleyfi þar.
Belle hjálpaði honum að finna
tryggingabréfið og fylgdi honum
til dyra. Þegar hann sneri sér við
til að kveðja hana með kossi,
klauf hún hann í herðar niður
með kjötöxi.
Lögregluþjónarnir, sem kallaðir
voru til, voru ekki betri til
höfuðsins en svo, að þeir tóku þá
skýringu hennar góða og gilda,
að höfuðið hefði klofnað á
hvassri tröppubrún. En þeir hjá
tryggingafélaginu voru fullir
grunsemda. Margra mánaða
rannsókn fór fram, áður en Belle
fékk peningana fyrir eiginmann
númer tvö.
Arangursríkar auglýsingar
Næsta skref Belle var að auglýsa
í einkamáladálki blaðs eins í
Minneapolis. Agnið var „tólf
herbergja hús á 75 hektara lóð, í
alfaraleið“. Gráðugir eða
einmana karlmenn ginu einnig
við „persónutöfrum" eigandans.
Belle yfirfór svörin mjög
nákvæmlega. Þeir menn, sem til
greina komu, máttu ekki eiga
nokkra ættingja, en aftur á móti
nægjanlegt af handbæru fé.
Sá fyrsti birtist í júlí
árið 1905. Hann hét George
Berry og var frá Tusca í Illinois.
Hann hafði í hlýðni tekið með sér
allt sitt sparifé, 1.500 dollara í
reiðufé. Undrun hans varð varla
með orðum lýst, er hann leit
Belle augum. Hún hafði bætt á
sig, var orðin vaggandi í göngu-
lagi oj» ekki laus við yfirvara-
skegg. A leiðinni heim frá járn-
brautarstöðinni, taldi Belle hon-
um trú um, að hún væri hjú hinn-
ar fögru ekkju. En meðan hann
þolinmóður beið ekkjunnar í við-
hafnarstofunni, læddist hún aftan
að honum með nýbrýnda öxi í
hendi.
Næstu árin komu þrír karlar í
viðbót í sveitasæluna með ailt sitt
sparifé. Enginn þeirra átti aftur-
kvæmt.
Árið 1908 lentu tvö lík til
viðbótar í grafreit svörtu
ekkjunnar. Annað þeirra var af
Andrew Helgeliens frá Aberdeen
í Suður-Dakota. Hann hafði þó
ekki sagt ekkjunni frá því, að
hann ætti eldri bróður, Ásle að
nafni.
Áhyggjur bróðurins
Þegar Asle hafði ekki heyrt
neitt frá bróður sínum í tvær vik-
ur sendi hann harðort bréf til
frúarinnar og krafðist þess að fá
að vita, hvað orðið hefði um
bróður sinn. Hún svaraði því til,
að Andy sinn hefði horfið á
dularfullan hátt og hún stakk upp
á því, að Asle kæmi til La Porte
og hjálpaði henni að leita. Ekki
sakaði, að hann tæki með sér eins
mikla peninga og hann ætti tök á.
Sá maður, sem birtist, var þó
ekki Asle, heldur lögreglustjór-
inn í La Porte, sem Asle hafði
látið vita, að eitthvað dularfullt
væri á seyði. Ekkjan reyndi að
tefja tímann. Hún sagðist alveg
nýverið hafa heyrt frá Andy og
hann myndi örugglega birtast
bráðlega.
Lögreglustjórinn kom aftur á
bæinn síðdegis sama dag. Þá stóð
íbúðarhúsið í ljósum logum og á
örskömmum tíma breyttist gegn-
þurrt bjálkahúsið í rjúkandi
rústir. Þegar lögreglustjórinn
rannsakaði garðinn að húsabaki
fann hann sex lík. Eitt þeirra var
af Andrew Helgelien. í rústum
hússins fundust þar að auki ösku-
brunnar líkamsleifar fjögurra
mannvera, einnar fullorðinnar og
þriggja barna.
Voru þær af Belle og börnunum
hennar?
Yfirvöldin hölluðust að því,
að svo væri, en í reynd töldu
menn aldrei að mál Belle
Gunness væri lokið. Vitni full-
yrti, að það hefði séð Belle og
börnin skömmu áður, en eldur-
inn braust út.
Skemmdarverk í
kirkjugarði
Daginn eftir var tilkynnt um
furðuleg skemmdarverk á
kirkjugarði í nágrenninu. Ein-
hver hafði flutt til legsteina
þriggja barna og fullorðinnar
konu.
Asle Helgelien hélt áfram
þrjóskulegri leit sinni að ekkj-
unni, þar til hann dó. Hann fann
hana aldrei.
„Hæfileikamir berast
okkur úr norðri“
Sigurður Þorgeirsson á vinnustofu sinni í Frakklandi.
Sigurður Þorgeirsson Ijós-
myndari hefur um nokkurt
skeið verið búsettur í Frakk-
landi og unnið þar að Iistgrein
sinni, en hann er fæddur og
uppalinn á Akureyri. Fyrir
nokkru barst okkur í hendur
grein úr franska blaðinu „Echo
Republiq“, þar sem fjallað er
um líf og starf Sigurðar á
franskri grund. Hér á eftir birt-
ist lausleg þýðing á grein þess-
ari.
„Á annarri hæð í Anjou bygg-
ingunni í Murger býr þekktur
ljósmyndari, Sigurður Þorgeirs-
son, eini íslendingurinn sem
búsettur er í Dreux. Sigurður
hefur sérhæft sig í ljósmyndum til
notkunar við myndskreytingar,
tískumyndir og meiri háttar
fréttamyndir. Hann hefur fyrir
nokkru opnað vinnustofu í
Dreux.
Fjölhæfur Ijósmyndari
Fréttamyndir á forsíðum frá
Marmottespítala hjá Olivenstein
lækni eru gerðar af honum.
Kápumyndir á vinsælustu bókum
sem seldar eru á brautarstöðvum
eru einnig verk hans. Ekkert fer
framhjá haukfránum augum
þessa snjalla ljósmyndara, sem er
heillandi og fjarska viðfelldinn.
Meðal verka hans má bæði finna
leiftrandi ferska andlitsmynd af
ungfrú Alheimi 1986 og mynd af
kindum sem komið er að óvörum
á vegi á sléttunni.
Fyrir ári kom hann sér fyrir í
Murger ásamt franskri konu sinni
og tveimur börnum. Sigurður
ferðast nú með Nikon, Mamyia
og Hasselblad Ijósmyndavélar
um Dreux héraðið. Sigurði er
vinnan allt. Hann er meðal
fremstu ljósmyndara á íslandi,
landi eldsins þar sem ekki sér til
sólar hálft árið og hinn helming
ársins ríkir þar alger birta. Hann
hefur farið burtu frá landi sínu til
þess að beita hæfileikum sínum í
Frakklandi.
Heim og aftur út
Sigurður Þorgeirsson hefur nú
öðru sinni tekið til starfa í Frakk-
landi. Hann segir svo frá að hann
hafi fyrr á árum unnið fyrir tíma-
rit eins og Nous Deux og Intimité
sem njóta vinsælda meðal
kvenna. „Síðan fór ég aftur til
Reykjavíkur, þar sem ég opnaði
vinnustofu."
Sigurður útskrifaðist frá þekkt-
um enskum skóla fyrir ljósmynd-
ara og vinnur einkum við
tískuljósmyndun og myndskreyt-
ingar. Hann segir það „áhugavert
að gera ljósmyndir af fyrirsætum,
en ég kýs að beina augum mínum
að lífinu, að börnum og gamal-
mennum, sem gædd eru blíð-
lyndi. Ég tel að ljósmyndarinn sé
maður sem sér hlutina eins og
fólk gerir almennt en þó nokkru
betur.“
Sérhæfður
í andlitsmyndum
Hann hefur um nokkurra mán-
aða skeið unnið hjá fyrirtækinu
Marco-Polo sem fæst við mynd-
skreytingar, en það er staðsett
við Rue de Lauriston í París. Þar
fæst Sigurður við tískuljósmynd-
un og myndskreytingar.
„Mér fellur þessi vinna vel,“
segir hann. „Hins vegar kysi ég
heldur að helga mig alveg andlits-
myndun, sérstaklega af konum.
Ef í Dreux héraðinu er að finna
ungar stúlkur sem vilja gera sér
„ljósmyndasýnisbók“ vegna
fyrirsætustarfa geri ég myndirnar
þeim að kostnaðarlausu. En þær
verða að hafa starfsmetnað til að
bera.“
Sérsvið Sigurðar er svarthvítar
ljósmyndir og hann setur í fyrir-
rúm hina eilífu dulúð konunnar.
Hann vinnur ljósmyndirnar með
málarabursta og lífgar þær með
lit. Árangurinn er undraverður
og vekur með fólki draumsýnir.
Verk hans sem öll bera merki um
næmi virðast stöðva tímans rás.
Að Ijósmynda
lífið sjálft
„Ég hefi mikinn áhuga á ljós-
myndum úr lífinu sjálfu,“ segir
hann. „Fyrir nokkrum árum vann
ég að þemanu um lífið. Ég gerði
ljósmyndir af nýfæddum
börnum, síðan af börnum, ungl-
ingum, fullorðnu fólki, fjölskyld-
um og loks af öldungum á elli-
heimilum. Ég vildi endurvinna
þráð lífsins.“
Sigurður nýtur þess að anda að
sér andrúmslofti myndefna sinna.
Með andlitsljósmyndinni tekst
honum að afhjúpa mjög nær-
færnislega innra tilfinningalíf
barna og kvenna sem hann hefur
yndi af að festa á filmu. Ljóð-
rænu auga hans sést ekki heldur
yfir hreyfingar hagleiksmannsins
og vélvirki verksmiðjanna. Það
er fjölþættum hæfileikum lista-
mannsins að þakka að Sigurður
Þorgeirsson fæst ekki einungis
við hefðbundið svið myndskreyt-
inga, heldur tekst hann á við
verkefni sem krefjast enn fagur-
fræðilegri vinnubragða."
Greinin í „Echo Republiq“
endar á þessum orðum:
„Einn fremsti ljósmyndari
íslands er nú búsettur í Dreux.
Hann er ekki aðeins stolt bæjar-
ins heldur verðskuldar hann
meiri frægð hér um slóðir. Jacq-
ues Garcia, forítjóri fyrir félags-
og menningarmiðstöðinni í
Liévre d’Or, hefur nú þegar tekið
frá svæði undir sýningu á verkum
Sigurðar, sem ætlunin er að setja
upp í náinni framtíð.“
Svo sannarlega jákvæð
umfjöllun um þennan akureyrska
listamann.
Nokkuð er umliðið frá því
greinin hér að ofan birtist í
Frakklandi, en þess má að lokum
geta að Sigurður vinnur nú um
sinn að iðju sinni á Akureyri.