Dagur - 10.09.1988, Síða 20

Dagur - 10.09.1988, Síða 20
Snvrtivörur í úrvali - Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali Stakfclliö við bryggju á Akureyri. Fjær er Björgúlfur togari Dalvíkinga. Mynd: kk Báðir togarar Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga bilaðir - Vélin í Súlnafellinu úrbrædd og niðurfærslugír í Stakfellinu bilaður í Qórða skipti Skagafjörður: Ekið á hross á Vatnsskarði Ekiö var á hross viö bæinn Valagerði á Vatnsskarði sl. fímmtudagskvöld. Bifreiðin sem ók á hrossið skemmdist tölvuvert, en ökumaður hlaut lítilsháttar meiðsli. Hrossið var aflífað á staðnum. Petta gerðist um 10 leytið um kvöldið og var verið að reka hrossið yfir veginn, sem var 15 vetra gamall heimilishestur frá Valagerði. -bjb Dalvík: Lionessur selja plastpoka Lionessur á Dalvík munu ganga í öll hús á Dalvík og einnig fara á bæi í Svarfaðardal á mánudag og þriðjudag. Konurnar ætla að bjóða plastpoka til heimilisnota til sölu en slíkir pokar eru t.d. hentugir þessa dagana við slátur- gerð. Allur ágóði af sölu plast- pokanna rennur til líknarmála. Þetta er í fyrsta sinn sem Lioness- ur á Dalvík fara í slíka söluher- ferð til styrktar líknarmálum, en klúbbur þeirra var stofnaður í fyrra. EHB Báðir togarar Útgerðarfélags Norður Þingeyinga, Stakfell og Súlnafell, liggja bundnir við bryggju vegna bilunar. Aðal- vélin í Súlnafellinu bræddi úr sér fyrr í sumar og niðurfærslu- gír í Stakfellinu bilaði fyrir viku, er skipið var að leggja af stað í veiðiferð. Súlnafellið er í viðgerð í Hafn- arfirði, þar sem skipt er um aðal- vél og er reiknað með að skipið verði tilbúið til veiða um næstu mánaðamót. Stakfellið er í við- gerð á Akureyri og er ljóst að skipið kemst ekki til veiða á ný fyrr en í fyrsta lagi eftir viku til tíu daga. Þetta mun vera í fjórða sinn sem niðurfærslugírinn fyrir rafal- inn í Stakfellinu bilar, síðast fyrir um 18 mánuðum. Ekki hefur tek- ist að fá legur í stað þeirra sem fóru í gírnum en verið er að leita þeirra víða í Evrópu. „Þetta er hreinlega ekki nógu góð lausn mála og þessi bilun er fæðingargalli. Nú það verður gert við gírinn eins og áður en ég held að það sé kominn tími til þess að fá þarna varanlega lausn,“ sagði Sigurður Friðriksson skipstjóri á Stakfellinu í samtali við blaðið. Aðspurður um kvótastöðu togarans, sagði Sigurður að hún væri léleg. „Við fengum þriggja vikna stopp vegna bilunar fyrr í sumar og svo aftur núna. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búnir með kvótann. Við eigum engan þorskkvóta eftir, nema þá sem hægt væri að breyta þannig og við erum búnir með karfa- kvótann. Við eigum aftur á móti 180 tonna ýsakvóta eftir og 300 tonn af grálúðu. Þannig að við erum langt komnir og eigum kannski eftir tvo til þrjá túra,“ sagði Sigurður einnig. Súlnafellið á eftir nokkuð af kvóta sínum og til greina kemur að Stakfellið, sem frystir aflann um borð, fái eitthvað af honum. Þrátt fyrir þessar bilanir togaranna hefur vinna haldist í frystihúsinu á Þórshöfn, þó hjólin snúist kannski heldur hægar um þessar mundir. -KK Akureyrarbær: Skert svigrúm tíl framkvæmda - segir Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi Sérkennilegur rafmagnsreikningur: Milljón í endurgreiðslu Sigurður Jóhannesson, bæjar- fulltrúi, lýsti því yfír á síðasta fundi Bæjarstjórnar Akureyr- ar að hann hefði miklar áhyggjur af því hvernig fjár- hagsafkomu bæjarins væri komið. Ljóst væri að bærinn hefði skert stórlega svigrúm sitt til framkvæmda næstu árin. „Ég lýsi yfir verulegum áhyggj- Sigurður Jóhannesson. um af því hvernig fjármál bæjar- ins í heild standa,“ sagði Sigurð- ur. „Þetta er alvarlegt mál, ekki eingöngu á þessu ári heldur er búið að binda mestallt fram- kvæmdafjármagn bæjarins næstu árin. Þessi slæma fjárhagsstaða bæjarfélagsins kemur þannig fram að sífellt er verið að leita með logandi ljósi að einhverjum fjármunum eða eignum í eigu bæjarins sem hægt er að selja. Rætt er um að selja hlutabréf bæjarins í arðsömum fyrirtækjum því peninga vantar í kassann." Sigurður sagði í þessu sambandi að sjónarmið sitt væri að ekki kæmi til greina að selja hlutabréf bæjarins í Oddeyri hf. ef pening- arnir væru látnir renna beint í rekstur Akureyrarbæjar. Slíkum fjármunum þyrfti að finna stað í nýjum atvinnurekstri, ef á annað borð væri æskilegt að losa þá. Sigurður vakti einnig máls á því að fjárhagsáætlun dvalar- heimilanna fyrir yfirstandandi ár væri ennþá óafgreidd og ósam- þykkt. Nauðsyn bæri til að ganga sem fyrst frá henni. EHB Það hljóp heldur betur á snærið hjá Gísla Bergssyni á Akureyri þegar hann opnaði eitt af þessum alræmdu gluggaumslögum. Þetta var frá Rafmagnsveitunni og þeg- ar Gísli hugðist kíkja á skuld sína við stofnunina kom i Ijós að hann ætti inni rúmlega eina milljón króna. Nákvæm- lega 1.095.452 krónur skyldu koma til endurgreiðslu. „Ég sá strax að þetta gat ekki staðist," sagði Gísli og bætti því við að þetta hefði ekki komið sér á óvart. „Ég hef undirbúið mig svo vel fyrir lífið að ég læt ekkert koma mér á óvart. Komi eitthvað upp á þá á að leysa málin. Þetta mál leysi ég með því að innramma reikninginn," sagði hann. Hann þvertók fyrir að hvarfl- að hefði að sér að fá peningana greidda út, sagðist vera heiðar- legur ungur maður og slíkt hefði aldrei komið til greina. Hjá Rafmagnsveitu Akureyr- ar fengum við þær skýringar að um mannleg mistök hefði verið að ræða. Slegið hefði verið rangt inn á tölvu, en vegna fámennis á skrifstofu hefði skekkjan farið fram hjá starfs- fólki og reikningurinn sendur út. Starfsmaður á rafmagnsveit- unni sagði að fordæmi væru fyr- ir reikningum sem þessum, en skekkjurnar kæmu fljótlega í ljós. mþþ Gísli með reikninginn góða. Mynd: GB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.