Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 4
4-tóedR-Wí?sepfömb^Í98é ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Dánardægrið skammt undan? „Því miður er þetta ekkert nema millifærsla, sem ég hélt að menn hefðu afskrifað í kringum 1960. Það er ekki samstaða um niðurfærsluna en ég er sannfærður um, eftir að hafa lesið tillögurnar, að niðurfærsla er eina færa leiðin, eða a.m.k. sú leið sem vert er að reyna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú hafnað þeirri leið og mér finnst satt að segja svo sorglegt að horfa á þessar tillögur að ég á varla orð.“ Þannig komst Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokks- ins að orði í viðtali við Dag í gær, um tillögur Þor- steins Pálssonar forsætisráðherra um aðgerðir í efnahagsmálum. Þessi ummæli utanríkisráðherra lýsa vel stöðu mála innan ríkisstjórnarinnar nú. Þorsteinn Páls- son hefur fyrir hönd sjálfstæðismanna hafnað niðurfærsluleiðinni, sem þó virtist langvænlegust til árangurs í baráttunni við efnahagsvandann. Með því gerði hann í einu vetfangi margra daga starf svokallaðrar ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinn- ar að engu. í kjölfarið fylgdu óheppilegar yfirlýs- ingar forsætisráðherra um hókus-pókus-aðferðir samstarfsflokkanna, svo sem frægt er orðið. Til að bæta gráu ofan á svart sló hann síðan fram ósönn- um fullyrðingum um óheilindi samstarfsflokkanna og stjórnarmyndunarviðræður þeirra og Alþýðu- bandalags á bak við tjöldin. Þessar yfirlýsingar urðu til þess að dýpka enn þann ágreining sem ríkt hefur innan ríkisstjórnarinnar. Vafasamt er að sá ágreiningur verði jafnaður úr þessu. Nú er beðið eftir því að alþýðuflokksmenn og framsóknarmenn segi álit sitt á nýjustu tillögum forsætisráðherra um aðgerðir í efnahagsmálum. Draga verður mjög í efa að þær tillögur hljóti hljómgrunn meðal samstarfsflokkanna. Tillögur forsætisráðherra gera ráð fyrir gengisfellingu og frystingu launa í hálft ár. Þær gera hins vegar ekki ráð fyrir lækkun vaxta og verðlags með lagasetn- ingu, heldur einungis að strangs aðhalds verði gætt í þeim efnum. Tillögur forsætisráðherra gera sem sagt ráð fyrir að laun haldist óbreytt á sama tíma og engin trygging er fyrir því að verðlag hald- ist óbreytt né heldur að vextir og fjármagnskostn- aður lækki. Slíkum tillögum hljóta samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins að hafna. Verkalýðshreyfingin hefur þegar hafnað þeim og það mun almenningur einnig gera. Grundvallarskilyrðið fyrir því að fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir beri árangur, er að um þær ríki breið samstaða. Tillögur forsætisráðherra uppfylla ekki þau skilyrði og koma því vart til greina. Fram- tíð ríkisstjórnarinnar er því óvissari en nokkru sinni fyrr. Örlög hennar ráðast örugglega á næstu dög- um og æ fleiri hallast nú að því að dánardægrið sé skammt undan. BB. Barnaskólinn á Svalbarðseyri gegnir margvíslegum hlutverkum. Yfir sumarmánuðina er þar starfandi leikskóli. Eins og nafnið bendir til er þar skólahald yfir veturinn, en að auki þjónar barnaskólinn sem félagsheimili. Mynd: tlv Barnaskólinn á Svalbarðseyri: Krakkarnir gera sjálfir námsáætlanir Gunnar Gíslason skólastjóri ásamt nýstárlegu hengi fyrir verðlaunapeninga. Mynd: TLV í fámennum skólum verður oft að kenna saman nokkrum árgöngum. Þetta kann kannski að hljóma nýstárlega fyrir sumum en svona er þetta nú samt. í barnaskólanum á Sval- barðseyri er 4., 5. og 6. bekk kennt saman. Skólastjóri þar er Gunnar Gíslason og sagði hann þetta fyrirkomulag ekki reynast illa. „Þetta þýðir samt meiri vinnu fyrir kennarann en þar sem fáir eru í hverjum ár- gangi er ekki annað hægt,“ sagði hann. í skólanum verða um 40 nemendur í 0.-6. bekk næsta vetur. Þegar komið er að 7. bekk þurfa krakkarnir síðan að fara í Hrafnagilsskóla og þá í heima- vist. Tveir þeirra fjögurra kennara sem koma til með að kenna við skólann í vetur eru réttindalaus- ir. „Þetta er sama starfslið og sl. vetur. Það var auglýst eftir rétt- indafólki en enginn sótti um.“ Segja má að skólinn sé ekki hefðbundinn því reynt er að hafa töluvert mikið af sjálfstæðum verkefnum fyrir nemendurna. „Skólinn er hálfopinn,“ sagði Gunnar. „Krakkarnir þurfa að áætla sig sjálf fyrir eina viku í senn og þurfa síðan að standast þá áætlun. Þau eru auðvitað löt stundum eins og aðrir og þá áætla þau bara minna á sig en taka síð- an meira seinna. Þetta getur ver- ið gott ef þau eru t.d. að æfa fyrir íþróttamót eða eitthvað slíkt, þá missa þau ekki úr heldur hafa tækifæri á að vinna sig upp.“ Hann sagði ekki erfiðara að kenna í fámennum skóla en öðrum. Hann fyndi t.d. miklu meira fyrir samheldni. „Hérna er enginn skilinn útundan af því að hann er bara 7 ára,“ sagði Gunnar. Greinilegt er að skólastjóri og kennarar skólans vilja gera hann vistlegan og líflegan því fiskabúr er í einni stofunni og fuglabúr í annarri. Samfelldur skóladagur er einnig og tvisvar í viku er hætt um hádegi og þá tekið til við ýmiss konar félagsstarf. Gunnar sagði skákáhuga vera mikinn í skólanum og þá einstaklinga sem tækju þátt í þeirri íþrótt vera nokkuð sterka á norðlenskan mælikvarða. Verið er að byggja íþróttahús við skólann og í því húsi verða tvær kennslustofur. „Það skortir fjármagn í bygginguna og þess vegna þrífa krakkarnir skólann sjálf. Með því spara þau það fé sem annars yrði borgað fyrir þrifnað og leggja það að hluta til í íþróttahúsið og að hluta í ferða- sjóð. Einnig hafa þau keypt upp- stoppaða fugla til nota við nátt- úrufræðikennslu og ýmislegt fleira," sagði Gunnar. íþróttahús vantar tilfinnanlega því öll íþróttakennsla við skólann hefúr farið fram á Akureyri. í fyrravetur sá kennari þaðan um kennsluna en ekki er vitað hvern- ig málið verður leyst í vetur. Húsnæði barnaskólans er einn- ig notað sem félagsheimili og sagði Gunnar að einu sinni til tvisvar á ári væri allt hreinsað út og haldið þorrablót eða aðrar sam- komur. Á sumrin er síðan starf-- ræktur leikskóli í húsnæðinu og því er ekki annað hægt að segja en skólinn sé með líflegri húsum. KR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.