Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 8
14. september 1988 - DAGUR - 7 SJÓNVARPIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. september 18.50 Fréttaágríp og táknmáls- fréttir. 19.00 Töfraglugginn - Endursýn- ing. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Nýjasta tækni og vísindi. 21.05 Sjúkrahúsið í Svartaskógi. (Die Schwarzwaldklinik). Áttundi þáttur. 21.50 Skilaboð til Söndru. íslensk bíómynd frá árinu 1983. Framleiðandi kvikmyndafélagið Umbi hf. Handrit gerði Guðný Halldórs- dóttir eftir sögu Jökuls Jakobs- sonar. Tónlist er eftir Gunnar Reyni Pálsson. Leikstjóri Kristín Pálsdóttir. Aðalhlutverk: Bessi Bjarnason, Ásdís Thoroddsen, Bryndís Schram, Benedikt Árnason, Jón Laxdal og Bubbi Morthens. Miðaldra rithöfundur fær tæki- færi til að sanna hvað í honum býr, er hann er beðinn um að skrifa kvikmyndahandrit. Áður á dagskrá 19. maí 1986. 23.15 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. FIMMTUDAGUR 15. september 18.50 Fréttaágríp og táknmáls- fréttir. 19.00 Heiða. Endursýndur þáttur frá 8. sept. sl. 19.25 Heiða. Teiknimyndaflokkur byggður á skáldsögu Jóhönna Spyri. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Þingkosningarnar í Svíþjóð. Fréttaskýringaþáttur vegna kosninga sem fara fram í Svíþjóð sunnudaginn 18. september. Fylgst er með kosningabarátt- unni og rætt við helstu stjóm- málaleiðtoga Sviþjóðar. 21.15 Matlock. 22.05 „Komir þú á Grænlands- grund..." (Fangere og fangstdyr.) Dýraveiðar. Þriðji þáttur af fjómm þar sem skyggnst er inn í grænlenskt samfélag, og fylgst með hvemig Grænlendingar veiða sér til matar. 22.50 Útvarpsfróttir í dagskrár- lok. FÖSTUDAGUR 16. september 18.50 Fréttaágríp og táknmáls- fréttir. 19.00 Sindbað sæfari. 19.25 Poppkorn. Umsjón Steingrímur Ólafsson. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Sagnaþulurínn. (The Storyteller.) Fyrsta saga: - Hans broddgölt- ur. Nýr myndaflokkur úr leiksmiðju Jim Hensons, þar sem blandað er saman á ævintýralegan hátt leikbrúðum og leikurum til að gæða fomar evrópskar þjóðsög- ur lífi. Sagnaþulinn leikur John Hurt. 21.05 Derrick. 22.05 Bílalestin. (Convoy.) Bandarísk bíómynd frá 1978. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson, Ali MacGraw, Burt Young og Emest Borgnine. Myndin fjallar um flutningabíla- lest á ferð sinni um Bandaríkin, ævintýrin sem bílstjórarnir lenda í og útistöður þeirra við lögregl- una. 23.50 Útvarpsfréttir. 00.00 Ólympíuleikarnir í Seoul 1988. Ingólfur Hannesson og Bjami Felixson hita upp fyrir setningu Ólympíuleikanna. 00.30 Ólympíuleikarnir '88. Opnunarhátíð - Bein útsending. 04.00 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 17. september 16.00 Ólympíuleikamir '88. Endursýndir kaflar úr opnunar- hátíðinni frá sl. nótt. 17.00 íþróttir. Umsjón Amar Bjömsson. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Mofli - síðasti pokabjörn- inn. 19.25 Smellir - Sting. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 Ökuþór. 21.00 Maður vikunnar. 21.15 í leit að Susan. (Desperately Seeking Susan.) Bandarísk bíómynd frá 1985. Aðalhlutverk: Rosanna Arqu- ette, Madonna og Aidan Quinn. Húsmóðir styttir sér stundir við lestur einkamáladálka í blöðum, og fyrr en varir er hún flækt í morðmál og ástamál sem gjör- breyta lífi hennar. 22.55 Vargar í véum. (La Horse.) Frönsk bíómynd frá 1970. Aðalhlutverk: Jean Gabin og D. Adjoret. Bóndi nokkur kemst að því að eiturlyfjasmyglarar nota land hans við iðju sína og segir þeim stríð á hendur. 00.15 Útvarpsfréttir. 00.25 Ólympíuleikarnir '88 - Bein útsending. Sund - dýfingar. 03.00 Dagskráriok. SUNNUDAGUR 18. september 16.00 Ólympíusyrpa. Ýmsar greinar. 17.50 Sunnudagshugvekja. Heiðdís Norðfjörð, læknaritari á Akureyri, flytur. 18.00 Töfraglugginn. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Knáir karlar. (The Devlin Connection.) Aðalhlutverk: Rock Hudson og Jack Scalia. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá næstu viku. 20.45 Hjálparhellur. (Ladies in Charge - 2.) 21.40 Ólympíusyrpa. Ýmsar greinar. 22.30 Sænsku þingkosningarnar. Bein útsending frá Svíþjóð. 23.00 Úr ljóðabókinni. Sigrún Edda Bjömsdóttir les ljóðið Svarað bréfi eftir Ólínu Andrésdóttur. 23.10 Útvarpsfréttir. 23.20 Ólympíusyrpa. Ýmsar greinar. 00.55 Ólympíuleikamir '88 - bein útsending. Sund - úrslit, fimleikar kvenna. 04.00 Dagskrárlok. SJÓNVARP AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 14. september 16.15 Sjúkrasaga. (Medical Story.) Ungur læknir á stóm sjúkrahúsi er mótfallinn þeirri ómannúð- legu meðferð sem honum finnst sjúklingamir hljóta. Þrátt fyrir aðvaranir starfsfélaga sinna læt- ur hann skoðanir sínar í ljós. Aðalhlutverk: Beau Bridges, Jose Ferrer, Carl Reiner og Shirl- ey Knight.. 17.50 Litli Folinn og félagar. Teiknimynd með íslensku tali. 18.15 Köngullóarmaðurinn. Teiknimynd. 18.40 Bílaþáttur Stöðvar 2. Umsjón og kynnig: Birgir Þór Bragason og Sighvatur Blöndahl. 19.19 19:19. 20.30 Pulaski. Glænýir breskir þættir um leikar- ann og óhófssegginn Pulaski. í þessum fyrsta þætti er Pulaski beðinn að hafa afskipti af fjöl- skylduharmleik. Sonurinn er horfinn og er hvarfið álitið tengj- ast því að átrúnaðargoð stráksa er Pulaski. Aðalhlutverk: David Andrews og Caroline Langrishe. 21.50 Með lögum skal land byggja. Umræðuþáttur undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar. í þættinum verður fjall- að um tilgang stjórnarskrárinn- ar og hugsanlegar breytingar á henni. Rætt verður við Sigurð Líndal prófessor, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmann, Garðar Gíslason borgardómara, Hrein Loftsson lögfræðing, Ólaf Ragnar Gríms- son prófessor og Þorstein Páls- son forsætisráðherra. Umsjón og handrit: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 22.20 Veröld - Sagan í sjónvarpi. (Television History.) Geysivinsælir þættir þar sem mannkynssagan er rakin í myndum og máli. í fyrsta þætti fylgjumst við með þróun apanna þegar þeir smám sam- an yfirgefa trén og fara að ganga uppréttir. Maðurinn þjálfar hug og hönd og býr til tæki og tól. Hann aðlagar sig aðstæðunum og lærir hvernig tendra eigi bál og hvernig nota megi dýrahúðir sem klæði. 22.45 Herskyldan. (Nam, Tour of Duty.) Ný þáttaröð sem fjallar um her- deild í Víetnam. Myndin er gerð í beinu framhaldi af hinni frægu mynd Platoon og lýsir vináttu, fórnfýsi og samstöðu hermann- anna. Þessir þættir varpa nýju ljósi á Víetnamstríðið og er ögn mannúðlegri en flestar stríðs- myndir hingað til. Aðalhlutverk: Terence Knox, Stephen Caffrey, Joshua Maur- er og Ramon Franco. 23.35 Falinn eldur. (Slow Burn) Spennandi sakamálamynd. Þegar sonur frægs listamanns hverfur er einkaspæjari fenginn til að rekja slóð hans. Aðalhlutverk: Dennis Lipscomb, Raymond J. Barry og Anne Schedeen. Ekki við hæfi barna. 01.10 Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 15. september 16.10 Söngur Brians. (Brian's Song.) Myndin er byggð á sannri sögu um fótboltaleikarana Brian Piccolo og Gale Sayers. Þeir bundust sterkum vináttubönd- um allt til dauða Brians, en hann lést úr krabbameini aðeins 26 ára að aldri. Myndin hef- ur unnið til fimm Emmy verð- launa auk fjölda annarra viður- kenninga. Aðalhlutverk: James Caan og Billy Dee Williams. 17.20 Sagnabrunnur. Nýju fötin keisarans. 17.45 Þrumufuglarnir. (Thunderbirds.) Ný og vönduð teiknimynd. 18.10 Ólympíuleikarnir. (Olympic Experience.) Óviðjafnanleg klukkustund sem sýnir okkur eftirminnileg- ustu atburði Ólympíuleikanna. Samantektin spannar Ólympíu- leikana í tuttugu ár, allt frá keppninni í Tókýó 1964 þegar sjónvarpið var enn i svart hvítu, fram til keppninnar í Los Angel- es 1984 þegar burgeisarnir í Hollywood höfðu snúið Ólympíuleikunum upp í fjár- mála- og fjölmiðlabrask. Sagt er frá tækniútbúnaðinum sem hver keppni krefst og rakin saga fremstu kvikmyndatöku- mannanna á leikvanginum. 19.19 19.19. 20.30 Svaraðu strax. Starfsfólk verslunarinnar Hag- kaups tekur þátt í léttum spurn- ingaleik. 21.10 Eins konar líf. (A Kind of Living.) Nýr breskur gamanþáttur. Með nýstofnaða fjölskyldu mætti ætla að flestir horfðu fram á veginn, en því er öfugt farið með Trevor sem er fastur í minningunni um liðna tíð. Hann er ráðinn til kennslustarfa, en eiginkonan situr heima og samkjaftar ekki við sjö mánaða gamalt barn, sem þau eignast á efri árum. 21.35 Djúpið.# (The Deep.) Spennumynd um ungt par sem eyðir sumarfríinu við neðansjáv- arköfun við strendur Bermuda. Þau finna skipsflak sem hefur að geyma falinn eiturlyfjafarm og fjársjóð af gulli. Áðalhlutverk: Jacqueline Bisset, Robert Shaw, Nick Nolte, Lou Gossett og Eli Wallach. Ekki við hæfi barna. 23.35 Viðskiptaheimurinn. (Wall Street Journal.) Nýir þættir úr viðskipta- og efna- hagsiífinu. 24.00 Geimveran. (Alien) Óhugnanleg vísindaskáldsaga um áhöfn á geimskipi sem ofsótt er af ókunnum og dularfullum farþega. Myndin hlaut Óskars- verðlaun fyrir tæknibrellur. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver, John Hurt og Tom Skeritt. Alls ekki við hæfi barna. 01.55 Dagskrárlok. # táknar f rumsýningu á Stöð 2. FÖSTUDAGUR 16. september 15.55 Skin og skúrír. (Only When I Laugh.) Mynd sem gerð er eftir handriti Neil Simons og hann samdi sér- staklega fyrir aðalleikkonuna, Marsha Mason. Myndin fjallar um leikkonu með óljósa sjálfsímynd og drykkju- vandamál. Aðalhlutverk: Marsha Mason, Kristy McNichol og James Coco. 17.50 í Bangsalandi. (The Berenstain Bears.) Leikraddir: Guðrún Alfreðsdótt- ir, Guðmundur Ólafsson, Hjálm- ar Hjálmarsson. 18.15 Föstudagsbitinn. 19.19 19.19. 20.30 Alfred Hitchcock. Nýjar, stuttar sakamálamyndir sem gerðar eru í anda þessa meistara hrollvekjunnar. 21.00 Þurrt kvöld. Skemmtiþáttur á vegum Stöðvar 2 og styrktarfélagsins Vogs. í þættinum er spilað bingó með glæsilegum vinningum. Símanúmer bingósins eru 673560 og 82399. 21.45 Ærslagangur.# (Stir Crazy.) Þetta er ein geggjaðasta mynd sem sést hefur í langan tíma og leidd af tveimur bestu grín- leikurum í dag, þeim Richard Pryor og Gene Wilder. Skip og Harry hefur báðum verið sagt upp starfi og ákveða að fara á gömlu druslunni til Kalifomíu, í leit að frægð og frama. Á miðri leið hrynur bíllinn saman og þeir standa uppi auralausir, bíllausir og matarþurfi. Nú em góð ráð dýr. Það vill þeim til happs að í nágrenninu er verið að opna banka og skemmtiatriði, sem em jú þeirra sérgrein, vel þegin. Þeir ráða sig samstundis í hlut- verk söng- og dansfugla, en komast í hann krappann þegar þeir uppgötva að bíræfnir ræn- ingjar hafa stolið búningunum í miður góðum tilgangi. Aðalhlutverk: Gene Wilder og Richard Pryor. 23.35 Þrumufuglinn. (Airwolf.) Hawke, sem var þyrluflugmaður í Víetnamstríðinu, er nú einn færasti og eftirsóttasti þyrluflug- maður sem völ er á. Þó færni hans vegi þungt á metunum þá slær þyrlan hans, Þmmufuglinn, öllum bardagafarkostum í lofti við. Aðalhlutverk: Jan-Michael Vincent, Emest Borgnine og Alex Cord. 00.20 Hvít elding.# (White Lightning.) Meðan Gator afplánar dóm inn- an fangelsismúranna er bróðir hans myrtur einhvers staðar úti í hinum harða heimi. í fangelsinu kemst Gator í kynni við banda- riskan fjármálaerindreka sem er á höttunum eftir siðspilltum lög- reglustjóra. Gator gerir samning við erindrekann þess efnis að han leiði lögreglustjórann í gildru gegn þvi að vera látinn laus. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Jennifer Billingsley, Ned Beatty, Bo Hopkins og Diane Ladd. Ekki ætluð bömum. 02.00 Átvaglið. (Fatso.) Mynd þessi fjallar bæði af gamni og alvöru, um ofát. Aðalhlutverk: Dom DeLuise og Anne Bancroft. 03.35 Dagskrárlok. # Táknar framsýningu á Stöð 2. LAUGARDAGUR 17. september 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. 08.25 Einherjinn. Teiknimynd. 08.50 Kaspar. Teiknimynd. 09.00 Med afa. Afi er kominn aftur eftir langt og gott sumarfri og hefur eflaust frá mörgu að segja. Karta og Tútta taka vel á móti afa og koma hon- um skemmtilega á óvart. Mynd- irnar sem afi sýnir í þessum þætti eru Jakari, Depill, Emma litla, Skeljavik, Selurinn Snorri, Óskaskógur, fræðsluþáttaröðin Gagn og gaman. Allar myndir sem börnin sjá með afa eru með íslensku tali. 10.30 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. 10.55 Þrumukettir. Teiknimynd. 11.20 Ferdinand fljúgandi. 12.05 Laugardagsfár. 12.50 Viðskiptaheimurinn. (Wall Street Joumal.) 13.15 Nílargimsteinninn. (Jewel of the Nile.) Afar vinsæl spennu- og ævin- týramynd sem fjallar um háska- för ungra elskenda í leit að dýr- mætum gimsteini. Aðalhlutverk: Kathleen Tumer og Michael Douglas. 15.00 Ættarveldið. (Dynasty) 15.50 Ruby Wax. Breskur spjallþáttur þar sem bandaríska gamanleikkonan og rithöfundurinn Ruby Wax tekur á móti gestum. 16.20 Listamannaskálinn. (The South Bank Show.) 17.15 íþróttir á laugardegi. 19.19 19.19. 20.30 Verdir laganna. (Hill Street Blues.) 21.25 Séstvallagata 20. (All at No 20) 21.50 Án ásetnings. # (Absence of Malice.) Er maður áhtinn sekur þar til hann hefur sannað sakleysi sitt? Maður nokkur tekur upp dag- blað og les á forsíðu blaðsins, sér til mikillar furðu, grein sem fjallar um Uf hans. Það sem verra er; hún á sér engar stoðir. Paul Newman fer hér með hlutverk heiðarlegs kaupsýslumanns sem les í blöðunum að hann sé stórglæpamaður. Skyndilega er allt hans ævistarf til einskis og veröldin hrynur í kringum hann. Hann leitar á náðir greinar- höfundar, sem aðstoðar hann við að komast tU botns í þessu máli. Aðalhlutverk: Paul Newman og Sally Field. 23.45 Saga rokksins. (The Story of Rock and RoU.) 00.10 í skugga nætur. # (Nightside) Rólyndi lögregluþjónninn Dandoy og hinn einfaldi félagi hans Sgt. Macey em á næturvakt þar sem þeir, af sinni einstöku kunnáttu og gamansemi, fást við óvana- leg mál sem rekur á fjörur þeirra frá myrkvun til morgunsárs. Það færist heldur betur fjör í leikinn þegar umsjónarmenn sjúkra- bifreiðar, sem er úr sér gengin, saka heiðarlega keppinauta sína um að hafa stolið farkosti sinum. Enginn gerir sér grein fyrir því að „bræðralag" nokkurt hefur fengið tækjakostinn „að láni". Þeir hyggjast nota bílinn í vel skipulagt gabb gegn fyrirlitleg- um keppinautum þeirra á fót- boltaveUinum næsta dag. Lögg- unum tveimur er því i sjálfsvald sett að greiða úr þessari aUsherj- ar flækju á sinn óviðjafnanlega máta. Aðalhlutverk: Doug McClure og Michael Comelison. Ekki við hæfi yngrí barna. PANTIÐ BORÐ TÍMANLEGA RLSTAURANT Opiö daglega kl. 12.00-14.00 og 18.00-23.30. Borðapantanir í síma 27100. PANTIÐ BORÐ TÍMANLEGA V / RESTAURANT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.