Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 14. september 1988 Uppreimandi málarar á Svalbarðseyri Á Svalbarðseyri voru nú nýverið nokkrir strákar að mála leiktæki við skólann. Tveir þeirra, Valdimar Jóns- son 10 ára og Henry Indriða- son 13 ára voru alveg til í smá spjall á meðan þeir kepptust við að mála. „Ég er ekki í unglingavinn- unni,“ tilkynnti Valdimar og bætti við að hann væri bara að þessu sér til gamans. Henry er aftur á móti í vinnu og í sumar sagðist hann aðallega hafa verið að slá fótboltavöllinn og lóðir fyr- ir íbúa þorpsins. Henry hefur alltaf átt heima á Svalbarðseyri en Valdimar bjó einu sinni á Akureyri í 1 ár. Strák.arnjr voru í barnaskólanum á Svalþarð'seyri í vetur og kemur Valdimar til með að halda áfram þar en Henry fer í heimavist á Hrafnagili eins og flestir jafnaldr- ar hans í Svalbarðsstrandar- hreppi. Peir sögðu ekki mikið vera um félagslíf fyrir krakkana fyrir utan íþróttir. „Við höfum fótboltafé- lag hérna sem heitir Æskan,“ sagði Henry og sagðist alls ekki halda með KA en það gerði Valdimar hins vegar. Aðspurðir sögðu þeir félagarn- ir að það væru ekki allir jafn skemmtilegir á Svalbarðseyri. „Sumir eru svolítið skemmtilegir en ekki allir,“ sögðu þeir. KR Henry og Valdimar í málningargöllunum. Mynd: TLV }uf-*viiiun ~~~—------------- íll .U^i«laður ;f| hun er f iunu staðícit,,. samræml ■'Oselninq , ^ "'naa dU'íií)S Ski,a9roinTegnániauna 9ialda ———niir^gre/ðs/na 1 -------■ Fnimrli OnitolnHu GJALDDAGI FYRIRSKIL A STAÐGREÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi þann 15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein ber að skila, þó svo að engin' stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem e:n- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðist öriröð síðustu dagana. RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI Starfsemi Tón- listarskólans að hefjast Tónlistarskólinn á Akureyri verður settur í Akureyrarkirkju sunnudaginn 25. sept. kl. 17 og kennsla hefst daginn eftir. Gert er ráð fyrir svipuðum nemendafjölda eins og á síðasta vetri eða um 570 nemendum. Þegar á sl. vori höfðu 440 nemendur sótt um skólavist og gert er ráð fyrir nokkrum fjölda eldri nemenda sem enn hafa ekki skilað inn umsóknum. Þegar er fullskipað í kennslu á ýmis hljóð- færi, en unnt er að bæta við nemendum í forskóladeild (aldur 5-9 ára), á selló, í gítar og á nokkur blásturshljóðfæri. Loka- innritun og staðfesting eldri umsókna fer fram fimmtudaginn 15. sept. og föstudaginn 16. sept. á skrifstofu skólans, í Hafnar- stræti 81 á þriðju hæð. Á sama tíma verður tekið við skólagjöld- um, eða samið um greiðslufyrir- komulag, jafnframt því sem nemendur þurfa einnig að skila inn afriti af stundaskrá eða upp- lýsingum um hvenær þeir geta sótt tónlistartíma. Gallery AllraHanda: Breyttur opmmartúm Vakin er athygli á breyttum opnunartíma í Gallerí Allra- Handa, Brekkugötu 5, efri hæð, sími 27584. Gallerí Allra- Handa verður opið á fimmtu- dögum frá kl. 17-19, föstudög- um frá kl. 13-18 og laugardög- um frá kl. 10-12. Aðrir opnun- artímar geta orðið eftir sam- komulagi. í Gallerí AllraHanda eru til sölu og sýnis íslenskir listmunir eftir marga af okkar þekktustu og viðurkenndustu listamönnum í ýmsum listgreinum. Má þar nefna Grafik eftir Þórð Hall, Ingunni Eydal, Hörpu Björnsdóttur, Guðrúnu B. Ólafs- dóttur og Jennýju Guðmunds- dóttur. Leirmuni eftir „Koggu“, Kol- brúnu Kjarval, Lisbet Sveins- dóttur, Jónínu Guðnadóttur, Bryndísi Jónsdóttur og Guðnýju Magnúsdóttur. Silfurmuni eftir Jens Guð- jónsson, Snorra Sigurðsson og Hansínu Jensdóttur. Önnu Mar- íu Guðmundsdóttur „Pýrit“ gull- smiðja. Myndvefnað eftir Ásu Ólafs- dóttur og Guðrúnu Gunnarsdótt- ur. Tekstil muni svo sem sérhann- aða hatta, silkislæður og fleira. Þá er að finna ýmiss konar norð- lenskan heimilisiðnað og nytja- list. Og íslenskt ilmvatn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.