Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 5
lesendahornið 14. september 1988 - DAGUR - 5 l Yfir 200% hækkun á tveimur árum! Maí 1986 Útseld vinna: Ágúst 1988 Hækkun í % 424.69 1.098.00 158,5 552.10 1.722.00 211,9 313.75 898.00 186,2 407.85 1.290.00 216,3 454.00 1.377.00 203,3 523.00 1.659.00 217,2 í hinni miklu umfjöllun liðinna vikna varðandi erfiðleika fisk- verkunar og útgerðar hafa ítrek- að komið fram aðilar, sem hafa viljað gera lítið úr þessum erfið- leikum og þá gjarnan talað um „eilífðan barlóm“ sjávarútvegs- aðila. Mér datt því í hug að sýna ykk- ur smádæmi, sem sýna glögglega við hvað er að eiga. í maímánuði 1986 fengum við í Ameríku fyrir 5 lbs pakkningu af þorski kr. 2.990.00, sem í dag er á kr. 4.078.00. Hefur hækkað um 36,9%. Ef við tökum síðan taxta þjón- ustu-fyrirtækis hér í bæ, sem eru ekkert hærri heldur en hjá öðrum aðilum á landinu, þá hljóta menn að geta séð hve alvarlegir hlutir eru á ferðinni hjá undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar. Ofanrituð dæmi eru ekki á nokkurn hátt einstök tilfelli, heldur eru þetta dæmi, sem hver sem er getur með auðveldum hætti sannað sér. Jón E. Aspar, Útgerðarfélagi Akureyringa hf. „Hefur bæjarfélagið eftii á þessu?“ - Nokkur orð um fyrirhuguð framkvæmdastjóraskipti hjá ÚA Geta bæjaryfirvöld á Akureyri lagt best rekna sjávarútvegsfyrir- tæki landsins í hendur einstefnu frjálshyggjunnar? Hefur bæjar- félagið efni á því? Spurningar eins og þessar hljóta að vakna þegar fráfarandi forstjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, sem fyrir þremur áratug- um forðaði því frá falli og hefur alla tíð síðan átt drjúgan þátt í velgengni þess með stjórn sinni, hefur varað við einlitri pólitískri stjórn þessa fyrirtækis. Hafa menn efni á því að hafa ráð hans að engu og finnst mönn- um yfirleitt tilhlýðilegt að launa honum með þeim hætti vel unnin störf um þrjátíu ára skeið? Freyja Eiríksdóttir. Sirkusinn: Ljótar auglýsingar Mig langar að kvarta vegna aug- lýsinganna um sirkusinn sem var á ferð á Akureyri fyrir stuttu. Þeir límdu auglýsingar út um all- an bæ á áberandi stöðum og hanga þær enn uppi, að vísu sum- ar hálf niðurrifnar. í þokkabót er liturinn á þeim hræðilega bleikur sem gerir þær enn meira áberandi fyrir vikið. Þetta er afskaplega ljótt og ættu viðkomandi aðilar að sjá sóma sinn í að fjarlægja þær svo bæjarbúar þurfi ekki lengur að ergja sig yfir að hafa þær fyrir augunum. Reiður bæjarbúi. „...þama úti er fólk sem enn þjáist“ - Stofnum Norðurlandsdeild SÁÁ! Einn af hverjum tíu sem drekka, missa stjórn á drykkjunni og þar með á lífi sínu. Alkóhólistinn réttlætir drykkjuna og býr til varnarskel um sig með hroka og reiði, en innan skeljarinnar er maður sem þjáist. Til þessa manns viljum við ná. Þeir sem standa alkóhólistanum næst, börn hans, maki og aðrir, þjást með honum á einn og annan hátt. Þessu fólki viljum við leiðbeina. Ástandið kringum ofdrykkjuna - eða pilluátið - er sjúklegt og á sök á mörgum fjölskylduharm- leiknum. Margar áleitnar spurn- ingar vakna vegna þessa. SÁÁ og Akureyri Árið 1987 leituðu 65 karlmenn og 18 konur á Akureyri á náðir SÁÁ vegna alkóhólisma og fóru í með- ferð á Vogi. Það er gott mál, því bak við hvern alkóhólista eru að meðaltali fimm sem þjást með honum, svo hópurinn er stór. Til skamms tíma var starfs- maður SÁÁ á Akureyri. Hann leiðbeindi alkóhólistum og aðstandendum þeirra hér á Norðurlandi. Starfsmaðurinn var launaður tvo tíma á dag, fimm daga vikunnar, en vinnutíminn var oft þrefaldur sá tími. Vegna fjárhagsörðugleika SÁÁ var starfið lagt niður hér á Akureyri. Reynslan hefur þó sýnt að full þörf er á ráðgjafa á Norðurlandi, sem sérhæfður er í alkóhólisma. Ráðgjafinn getur boðið upp á markviss viðtö! og beitt sér fyrir uppbyggjandi námskeiðum og stofnun stuðningshópa. Stofnun Norðurlandsdeildar Fyrir nokkrum mánuðum kom hópur áhugamanna um áfeng- isvandamálið saman á Akureyri. Rætt var um hvað væri til úrbóta. Niðurstaða hópsins var sú að þörf væri fyrir starfsemi SÁÁ hér á Akureyri. 600 manns eru á félagaskrá SÁÁ á Akureyri og margir í nærliggjandi byggðar- kjörnum. Það þarf að virkja bet- ur hinn frjálsa landsbyggðar- mann og fá styrk hans og stuðn- ing og stofna SÁÁ-N; þ.e.a.s. Samtök áhugamanna um áfeng- isvandamálið - Norðurlands- deild. Starfsemin hefði sjálfstæð- an fjárhag og ákvörðunarrétt í sínum málum. Þetta fyrirkomu- lag myndi tvímælalaust styrkja samtökin í heild og í raun er þetta útfærsla á 2. grein laga SÁÁ, 3. lið, en þar er talað um stofnun leitar- og leiðbeiningar- stöðvar í hverjum landsfjórð- ungi. Hlutverk SÁÁ-N yrði að reka á Akureyri skrifstofu, er byggði á tíu ára reynslu samtakanna, og sjá um skipulag og rekstur starfs- ins hér á Akureyri. Ýmis vand- mál þarf að leysa áður en slík skrifstofa verður opnuð. T.d. þarf að finna hentugt húsnæði og fjármagna kaup ýmiss stofnbún- aðar s.s. síma, símsvara, ljósrit- unarvélar og annars sem tilheyr- ir. Tekjur SÁÁ-N yrðu félags- gjöld, opinber framlög og svo fjáröflun af ýmsu tagi, s.s. blaða- útgáfa o.fl. Undirbúningsnefnd SÁÁ-N mun auglýsa stofnfund samtak- anna síðar, en fundurinn verður haldinn um eða upp úr næstu mánaðamótum. Guð styrkir góðan vilja og ef margir leggjast á eitt, mun skrif- stofa SÁA-N á Akureyri verða opnuð áður en langt um líður. Undirbúningsnefnd SÁÁ-N Innritun hafin í alla flokka Nánar í Dagskranni Sími 22566 frá kl. 16-20 Leikfimi - Þrekhringur - Erobik Byrjum 19. september Kvennaleikfimi ★ Músíkleikfimi ★ Leikfimi og megrun, barnshafandi ★ Magi, rass og læri ★ Framhaldstími ★ Erobik ★ Þrekhringur ★ Karlatími í þrekhring Morguntími, dagtímar, kvöldtímar. Námskeið hefjast 19. september. Látið skrá ykkur sem fyrst, allt er að fyllast. Skírteinaafhending laugard. 17. sept. frá kl. 13-17 og sunnud. 18. sept. frá kl. 13-15. Sími 24979. Tryggvabraut 22 Akureyri V/SA Hugsið vel um bílinn Látið stilla hjólin í hinni nýju fullkomnu hjólastill- ingatölvu okkar. Sparið bensín. Komið í veg fyrir dekkjaslit Varnið því að slit komi í stýrisgang og hjólaiegur. Aukið endingu bifreiðarinn- ar. Öll hjól bifreiðarinnar eru stillt undir bifreiðinni, sem tryggir rásfestu og rétt álag við mikinn hraða. Símar 21365 og 26915.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.