Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 5
16. september 1988 - ÐAGUR - 5 Áhugi fyrir andlegum málum er aðalatríðið - rætt við Jyttu Eiríksson, skólastjóra Norræna heilunarskólans Mynd: EHB Norræni heilunarskólinn hélt kynningarfund á Akureyri fyr- ir skömmu en fyrsta námskeið vetrarins á vegum skólans verður haldið helgina 17. og 18. september. Til að forvitn- ast nánar um heilunarskólann og starfsemi hans ræddi blaða- maður stuttlega við Jyttu Eiríksson, skólastjóra. - Hvenær var Norræni heilun- arskólinn stofnaður og hver stofnaði hann? „Skólinn var stofnaður í Kaup- mannahöfn haustið 1978 en til íslands kom hann árið 1985 þegar deild var stofnuð í Reykjavík. Þar hefur skólinn starfað síðan. Höfuðstöðvar heilunarskólans eru í Melbourne í Ástralíu. Mik- ið starf fer fram á Norðurlöndun- um; Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Þá er starfandi deild í Þýskalandi og ætlunin er að stofna deild í Englandi. Á Akureyri var haldinn kynn- ingarfundur á vegum heilunar- skólans fyrir þremur árum en starfið hér fyrir norðan byrjaði í fyrra. Þá var haldið byrjenda- námskeið og núna verður haldið framhaldsnámskeið fyrir þá, einnig nýtt byrjendanámskeið. Um daginn héldum við fjölmenn- an kynningarfund í Ánni á Akur- eyri og vorum við ánægðar með þátttökuna þá.“ - í hverju felst heilun og nám í heilunarskólanum? „Það er mjög erfitt að útskýra það í stuttu máli. Þetta er andleg þjálfun og um er að ræða ákveðn- ar æfingar, þó ekki líkamlegar. Við æfum okkur í að opna fyrir innstreymi alheimsljóssins, í hug- leiðslu og slíku.“ - Notar skólinn eitthvert ákveðið kerfi? „Við erum í þann veginn að gefa út tvær þækur um þær aðferðir sem notaðar eru. Önnur þeirra fjallar um hugleiðsluæfing- ar eða plánetuæfingar þar sem við notum stjörnur og plánetur í Jytta Eiríksson, skólastjóri. hugleiðslu. Hin bókin er um innri byggingu mannsins." - Höfðar þetta kerfi til allra? „Nei, fólk þarf auðvitað að hafa áhuga fyrir andlegum málefnum til að geta notfært sér heilunarskólann. Fólk þarf alls ekki að vera mikið skólagengið til að geta komið til okkar en áhuginn verður að vera fyrir hendi.“ - í kynningartexta fyrir skól- ann er talað um að skólinn kenni hvernig hagnýta eigi guðspeki í daglegu lífi. Eruð þið tengd Guð- spekifélaginu? „Það má segja að þetta sé framhald af guðspekinni en teng- ist ekki jógaiðkun beint. Mér finnst framlag heilunarskólans aðallega vera að gera námsefnið í andlegum fræðum aðgengilegt fyrir almenning, áður fyrr var þetta aðeins aðgengilegt fyrir fáa útvalda. Við komurn saman allt árið. í hverjum mánuði fer ein helgi í þetta og tvö kvöld þar að auki. Ég hef komið til Akureyrar einu sinni í mánuði og í vetur ætla ég að vera tíu daga í hvert skipti á Akureyri. Hópurinn á Akureyri hefur komið saman reglulega einu sinni í viku í allt sumar.“ - Getur þú útskýrt nánar hvað við er átt með andlegri leit? „Já, ég get reynt það. Margt fólk er búið að leita í mörg ár að andlegri uppsprettu og hefur les- ið mikið um þessi efni en ekkert fundið við sitt hæfi. í kynningar- námskeiðinu 1985 myndaðist hópurinn sem núna starfar og er kjarninn í starfinu á Akureyri. Þessi hópur var í heilunarskólan- um allan síðasta vetur. Ég komst að því þegar ég kynntist skólanum að ég þurfti ekki að leita lengur því ég hafði fundið það sem ég leitaði að. Ég vil að lokum segja að allir eru velkomnir til okkar og skiptir kyn og aldur fólks þar engu. Eina skilyrðið er að viðkomandi sé að leita í andlegum efnum og hafi ekki fundið það sem hann eða hún var að leita eftir. Hjá þeim sem eingöngu koma af forvitni gufar áhuginn fljótlega upp.“ EHB Auglýsing um opið hús hjá Mjólkursamlagi KEA, Akureyri í tilefni af Norrænu tækniári verður opið hús hjá Mjólkursamlagi KEA, sunnudaginn 18. september frá kl. 1.00 eftir hádegi til kl. 5.00. Nú er gullið tækifæri til að koma og kynna sér mjólkuriðnað. Það er óskandi að sem flestir noti sér þetta tækifæri til að fræðast og kynnast fslenskum lífefnaiðnaði. ALLIR VELKOMNIR! ' Mjolkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 SktrteinaaÉiendmg laugard. 17. sept. frá kl. 13-17 og sunnudag 18. sept. frá kl. 13-15. Óskum eftir gömlum húsgögnum og munum frá árunum kringum 1960 eöa eldra. Sjáum um aö sækja hlutina. Greiðsla ef óskaö er. Ráðhústorgi. sími 24199 og 27090. Fimleikar Krakkar! Nýtt námskeið byrjar mánudaginn 19. sept. Innritun í síma 22812 (Ásdís) frá kl. 19-21 dag- ana 14.-18. september. ATH! Vinsamlegast innritið ykkur áður en nám- skeið hefjast. Fimleikaráð Akureyrar. Bera spariskírteini þín hámarks ávöxtun? Ný spariskírteini ríkissjóðs bera nú 7-8% vexti umfram verðtryggingu Mörg eldri spariskírteini bera mun lægri vexti Innleysanleg spariskírteini Flokkur Innleysanleg Vextir dagur % 1973 1 b 15.09.88 5.00 1974 1 15.09.88 5.00 1977 2 10.09.88 3.50 1978 2 10.09.88 3.50 1979 2 15.09.88 3.50 1980 2 25.10.88 3.50 1981 2 15.10.88 3.20 1982 2 01.10.88 3.53 1983 2 01.11.88 4.16 1984 2 10.09.88 8.00 1984 3 12.11.88 8.00 1985 2a 10.09.88 7.00 Taktu gömlu skírteinin og fáÖu þér ny Gengi Einingarbréfa 16. september 1988 Einingabréf 1 ...................... 3.276,- Einingabréf 2 ..................... 1.875,- Einingabréf3 ....................... 2.118,- Lífeyrisbréf ...................... 1.046,- Skammtímabréf ..................... 1,153 = t KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri • Sími 96-24700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.