Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 7
agaj- ,gJ* — f^U-OAO — 0 16. séptember 1988 - DAGUR - 7 markana, sem opinber stofnun eins og Ríkisútvarpið verður að hlíta. Vafalaust orkar sitthvað tví- mælis sem aðhafst hefur verið hjá stofnuninni á samkeppnistíma undanfarinna tveggja ára en það fer hins vegar ekkert á milli mála, að Ríkisútvarpið hefur sýnt algjöra yfirburði í fréttaþjónustu. Má það m.a. þakka mjög virkri fréttaöflun á landsbyggðinni og reglubundinni starfsemi, sem stofnað hefur verið til í lands- hlutadeildum Ríkisútvarpsins og með svæðisútvarpi. Kannanir sýna að ekkert útvarpsefni fær viðlíka hlustun og fréttir Ríkisút- varpsins. Samkvæmt síðustu mælingu í ágústlok nemur hún um 48% allra landsmanna þegar aðalfréttatímar eru sendir út. Þá ber að hafa hugfast að frétta- hlustun dreifist meira yfir daginn en fyrr, þar eð fréttatímum hefur fjölgað frá því að vera 8 á dag árið 1985 í 19 á sólarhring á báð- um rásum nú, þar með taldir næt- urfréttatímar. Til viðbótar koma síðan fréttatímar svæðisútvarps- stöðva sem nánar verður vikið að síðar. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps, starfsmenn deilda Ríkisútvarpsins úti á landi og fréttaritarar í bæjum og sveitum mynda traust fréttaöflunarkerfi um landið. Fréttastofan annast oft úrvinnslu frumheimilda til flutnings í fréttatímum en eins og útvarpshlustendur hafa tekið eft- ir færist það æ meira í vöxt að fréttamaður eða fréttaritari úti á landi flytji eigin texta í fréttapistl- um í Útvarpinu. Með þessu fyrir- komulagi reynir meira á viðkom- andi starfsmenn og jafnframt má ætla að staðbundin viðhorf kom- ist þannig beint til skila án rit- stjórnarlegrar endurvinnslu á fréttastofu. Játað skal að fréttaritarar úti um landið eru misdugmiklir og þeir ötulustu skiptast líklega ekki jafnt á milli landshluta eða hér- aða. Samtals eru 47 skráðir fréttaritarar hjá fréttastofu Útvarpsins. Ekki sýna þeir allir jafnmikið frumkvæði en eru fúsir til samstarfs þegar til þeirra er leitað. í fréttum koma þó að jafn- aði við sögu um 20 fréttaritarar víðs vegar um landið. Þrátt fyrir eindreginn vilja Ríkisútvarpsins til að gera enn betur og fá fleiri fréttaritara til samstarfs hefur ekki alltaf verið á vísan að róa með það. Starf fréttaritara Útvarps eða Sjónvarps á landsbyggðinni getur verið mjög krefjandi þó að um íhlaupavinnu sé að ræða. Frétta- stofurnar og sjálft umhverfi þess- ara ármanna Ríkisútvarpsins ger- ir til þeirra vissar kröfur og menn geta kallað yfir sig gagnrýni næstu nágranna auk þess sem ólíkir einkahagsmunir eða pólit- ísk viðkvæmni eru ekki síður uppspretta tortryggni og rit- stjórnarlegra tilburða þeirra sem sízt skyldi í fámenninu en á stærri þéttbýlissvæðunum. Fréttaritarar geta fundið sig milli steins og sleggju fyrir að segja fréttir eða segja þær ekki. Af þessum ástæð- um og öðrum hefur oft reynzt mun örðugra að fá virka fréttarit- ara til starfa en í fljótu bragði mætti halda. Umfjöllun um málefni lands- byggðar hefur stóraukizt í Ríkis- útvarpinu og beinum fréttum af viðburðum úti um allt land hefur fjölgað verulega á síðustu tveim- ur árum. í útvarpinu sjást þess víða merki: í fréttum og frétta- pistlum, í svæðisútvarpi, í dæg- urmálaútvarpi Rásar 2, í Land- póstþáttum á Rás 1 og einstök- um öðrum dagskrárþáttum sem ýmist eru alfarið unnir hjá við- komandi landshlutastöðvum eða í dagskrárdeildum syðra. Til að varpa ljósi á lands- byggðarefni í Ríkisútvarpinu get ég nefnt eftirfarandi: Af handahófi var kannað hve margar fréttir og fréttapistlar hefðu komið af landsbyggðinni eða hversu oft fjallað hefði verið um málefni hennar í tveim vikum þessa árs í fréttatímum Rásar 1 og 2 kl. 8.00, 12.20 og 19.00. Vikuna 8.-14. marz sl. var alls um að ræða 58 sjálfstæðar fréttir og pistla, utan af landi, sem tóku samtals hálfa aðra klukkustund í flutningi. Dagana 8.-14. ágúst sl. voru fréttir og pistlar af landsbyggðar- málum 74 talsins, samtals í rúmar 2 klukkustundir. í hvorugu tilviki eru taldar með fréttir af veðri, vegum og flugi, sem fólk á lands- byggðinni fylgist náið með. I dægurmálaútvarpi Rásar 2 voru þessar sömu vikur pistlar og viðtöl við fólk utan af landi 14 að tölu í samtals 47 mínútur, dagana 8.-14. marz en 16 og 1 klst. og 48 mín. að lengd 8.-14. ágúst. Aðstaða til dagskrárgerðar, sem þegar er fyrir hendi í útibú- um Ríkisútvarpsins á Akureyri, Egilsstöðum og einnig ísafirði, þó frumstæðari sé en á hinum fyrrnefndu stöðunum tveim, hef- ur verið vel nýtt til framleiðslu á margvíslegu dagskrárefni fyrir Rás 1. í flestum dagskrárliðum eru málefnum landsbyggðarinnar þá gerð sérstök skil. Gildir það einkum og sér í lagi um hina svonefndu Landpóstþætti. Frá áramótum hafa komið 144 sjálf- stæðir þættir frá Norðurlandi, þar af 33 Landpóstar. Frá Austur- landi 37 þættir, þar af 23 Land- póstar. Frá Vestfjörðum 46 þættir, þar af 20 Landpóstar. Vesturland og Suðurland hafa lagt til 22 Landpóstþætti. Þess má geta til fróðleiks að annar hver þáttur Um daginn og veginn hefur komið af landsbyggðinni það sem af er þessu ári, 5 frá Norðurlandi, 6 af Austurlandi og 6 að vestan. í þessari upptalningu er ekki mælt framlag af landsbyggðinni inn í blandaða þætti. Þar má nefna, að áhugaleikfélög um allt land lögðu til efni í þættina Mannfagnaður veturinn 1987 til ’88. Einnig voru nokkrir stakir umræðuþættir um mál lands- byggðarinnar á mánudagskvöld- um. Ennfremur töluvert af stök- um þáttum frá landsbyggðinni sem dagskrárgerðarfólk úr Reykjavík vann að, t.d. í tilefni stórhátíða og merkisdaga. Þá lögðu landshlutastöðvarnar til efni um menningarviðburði í þáttinn Sinnu á Rás 1. Einstakir tónlistarþættir á Rás 2 hafa komið frá Akureyri og fleira efni á þeirri dagskrárrás hefur verið unnið gagngert með landsbyggðina í huga eða í sam- starfi við fólk utan höfuðborgar- svæðisins. Sjónvarpið lýtur að mörgu leyti öðrum lögmálum en útvarp. Mun lengri undirbúningstíma þarf til vinnslu frétta og dag- skrárþátta í Sjónvarpinu, en hjá Útvarpinu, fleiri þurfa að koma við sögu og tæknin er flóknari og tæki fyrirferðarmeiri og dýrari ef vel skal vandað til verka. Af þessu leiðir m.a. að Sjónvarpið flytur aðeins einn fréttatíma á dag enn sem komið er. Vikuna 8.-14. marz sl. voru sjö frétta- myndir og lengri innskot frá landsbyggðinni í fréttatímum Sjónvarpsins. Vikuna 8.-14. ágúst voru þau 18. Fréttaöflun og dagskrárgerð fyrir Sjónvarpið úti í byggðum landsins er í heildina tekið mjög dýr. Ef beitt er venjulegum vinnuaðferðum þurfa þrír menn að fara saman í fréttaöflunarleið- angra út um land. Sjónvarpið keypti mjög fullkominn upptöku- og útsendingabíl fyrir tveimur árum, eins konar sjónvarpsstöð á hjólum, sem hefur komið að mjög góðum notum í dagskrár- gerð víða um landið eins og menn minnast t.d. af þáttunum „Hvað heldurðu?“ á sl. vetri. Okkur eru kunnar eindregnar óskir um að fréttaöflun Sjón- varps verði aukin um land allt. Þar fara fullkomlega saman sjón- armið Sjónvarpsins og fólksins á landsbyggðinni. Eftir því sem fjárhagur frekast leyfir verður að þessu unnið. Fastráðning frétta- manns Sjónvarps á Norðurlandi á þessu ári var eitt skref í þessa átt, sem ég veit að hefur mælzt mjög vel fyrir og hefur þegar skilað sér með auknum hlut Norðlendinga í sjónvarpsfréttum. Þannig vildi ég mjög gjarnan sjá fastráðna frétta- menn og myndatökulið í öllum landsfjórðungum og myndatöku- menn í sem flestum byggðum að auki. Fullkomin fréttatökuvél með nauðsynlegum upptökubún- aði kostar milljónir króna. Ríkis- útvarpið hefur stuðlað að kaup- um einfaldari og ódýrari mynda- véla handa tökumönnum víða um landið, sem hægt er að notast við þegar eitthvað fréttnæmt kemur snögglega upp á, eins og nýlegar myndir Sjónvarpsins af vatnsveðrinu mikla í Ólafsfirði voru til marks um. Nú er skráður 31 myndatökumaður á landinu í íhlaupastörfum fyrir fréttastofu Sjónvarpsins. Fljótlega má vænta nýjunga í myndatökubúnaði. Einfaldar myndavélar, sem skila næstum sömu myndgæðum og háþróaðri sjónvarpstökuvélar eru væntan- legar á markaðinn. Við hljótum að vona að þær nýtist úti á landi í framtíðinni. Þetta er þó sagt með þeim fyrirvara að tækin eru dýr, munu kosta um 600 þúsund krón- ur hver vél. Víkjum þá að útvarpsstarfsem- inni norðan heiða sérstaklega. Deild Ríkisútvarpsins fyrir Norðurland á Akureyri var stofn- uð í ágúst 1982. Fyrstu þrjú árin var einvörðungu unnið þar efni til flutnings í aðaldagskrá Ríkis- útvarpsins, síðar kölluð Rás 1. Þessi starfsemi jókst hröðum skrefum og snemma árs 1985 var ákveðið að hefja svæðisbundnar útsendingar um hnútstöðina á Vaðlaheiði og endurvarpsstöðv- arnar sem hún fóðrar. Útsend- ingar ná því til Eyjafjarðarsvæð- is, Siglufjarðar, Húsavíkur og austur í Mývatnssveit. Nú starfa níu manns við deild Ríkisútvarpsins á Akureyri. Árið 1984 voru þar unnar 210 klst. af dagskrárefni fyrir landsút- varpið, en 492 klst. 1987. Svæðis- útvarpssendingar voru alls 198 klst. á síðasta ári. í svæðisútvarpi frá Akureyri, sem nú sendir út kl. 8-8.30 á morgnana og milli kl. 18 og 19 alla virka daga, eru fyrst og fremst fréttir af Norðurlandi og fréttatengt efni. Sömu sögu er að segja um staðbundnar fréttir og annað efni í svæðisútvarpi Austurlands á Egilsstöðum, sem sendir nú út tvo virka daga í viku hálftíma í senn, sem verður klukkutími frá 1. október nk. Stefnt er að því að hefja svæð- isútvarp á Vestfjörðum í síðasta lagi hinn 1. október 1989 ef fjár- hagslegar forsendur leyfa. Verð- ur það með svipuðu sniði og á Austurlandi, útsending á fimmtu- dögum og föstudögum, klukku- tíma hvorn dag. Starfsemi útibúa Ríkisútvarps- ins úti á landi hefur mikla þýð- ingu fyrir landsbyggðina. Fólk á þessum svæðum nýtur betri þjón- ustu en áður og fréttir úr viðkom- andi byggðarlögum eru tíðari. Unnt er að sækja f þessi útibú þjónustu sem menn þurftu áður að sækja til Reykjavíkur, til dæmis ef menn vilja koma aug- lýsingu í útvarpið, svo eitthvað sé nefnt. Ekki er þetta þó alfullkomið. Engan veginn. Það er t.d. ekki auðleyst að láta svæðisútvarps- sendingar ná til kjördæmanna eins og útvarpslögin ákvarða, því að uppbygging dreifikerfisins hefur alls ekki miðast við slíkar staðbundnar þarfir hingað til heldur grundvallast á hagkvæm- ustu úrlausnum, tæknilega og fjárhagslega, sem menn fundu löngu áður en nokkuð var farið að tala um svæðisútvarp. Af þessu leiðir að óánægju gætir sums staðar vegna ríkjandi fyrir- komulags, aðrir telja sig ekki hafa komizt í eðlilegt samband við rétt svæði og enn aðrir bíða óþreyjufullir eftir að yfirhöfuð sé farið að minnast á svæðisútvarpið á þeirra heimaslóðum, eins og á Suðurlandi, Vesturlandi og Suð- urnesjum. - Sú stefna hefur verið skýrt mörkuð, að svæðisútvarpssend- ingar Ríkisútvarpsins verði á kerfi Rásar 2. - Nauðsynlegri hagræðingu á dreifikerfi verði komið á í áföng- um. - Reynt verði að afmarka út- sendingarsvæði eða umdæmi með tilliti til beggja þátta: þ.e. ákvæða útvarpslaga um útvarps- svæði eftir kjördæmaskiptingu og hins vegar þeim öðrum áhrifa- þáttum sem skipta töluverðu máli, og snerta viðtekin tengsl milli byggða yfir kjördæmamörk, að því er varðar samgöngur, við- skipti og félagsleg samskipti. - Næstu áfangar í áframhald- andi þróun svæðisútvarps á Norðurlandi verða þeir, að ljós- leiðari verður notaður til að koma svæðisútvarpi Norðurlands til Skagafjarðar og í Húnaþing. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Pósts og síma getur það orðið nú í nóvember. - Fréttaöflun og dagskrárgerð í vesturkjördæminu verður efld og fréttaritara og þáttagerðar- manni á Sauðárkróki falin aukin verkefni. - Útsending efnis og stjórnun svæðisútvarps Norðurlands verð- ur á Akureyri. Að endingu þetta: Skiljanlega verður fulltrúum landsbyggðar- innar tíðrætt um svæðisbundinn útvarpsrekstur í landshlutunum. Svæðisútvarp á Norðurlandi og Austurlandi hefur hlotið almennt lof eins og ályktanir fjórðungs- sambandsþings Norðlendinga frá í fyrra sýndu og ályktun Fjórð- ungssambands Austurlands fyrir viku. Svæðisútvarp á ekki aðeins fyllilega rétt á sér heldur getur það orðið áhrifaríkt tæki til að skapa samstöðu með fólki milli byggða innan héraðs. Aðstöðuna til útvarps úti um land á þó fyrst og fremst að nota til að vinna útvarps- og sjónvarpsefni fyrir landið allt. AÍdrei hefur þörfin verið brýnni að miðlað sé sem víðast upplýsingum um hagsmuni og baráttumál fólks á lands- byggðinni. Ríkisútvarpið á að vinna að aukinni þekkingu lands- manna á landinu sjálfu og því lífi sem lifað er við hinar breytileg- ustu aðstæður fólks í ólíkum starfsgreinum og við mismunandi búsetuskilyrði. Ríkisútvarpið á að skyggnast um í fjölskrúðugu félags- og menningarlífi sem dafnar vel úti um allt landið. Það hlýtur að vera einlæg ósk okkar, sem að málum Ríkisútvarpsins störfum að það megi jafnan stuðla að samkennd og samstöðu þjóðarinnar í sem víðtækustum skilningi. Höfundur er útvarpsstjóri Rík- isútvarpsins. erindi útvarpsstjóra kemur m.a. fram að Svæðisútvarpið á Akureyri sendi út í alls 198 klukkustundir á síðasta ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.