Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 15
16. september 1988 - DAGUR - 15 íþróttir Torfi Ólafsson í vígahug. Frjalsar íþrottir: Snörtur sigurvegari í Sveina- og mevjamóti UNÞ Fyrir nokkru fór fram Sveina- og meyjamót UNÞ í frjálsum íþróttum. Mótið var haldið í Asbyrgi í ágætisveðri. Það var Samvinnubankinn á Kópaskeri sem gaf verðlaunapeninga fyrir þrjú efstu sætin í hverri grein. Þá var keppt um farandverð- launagrip sem Ræktunarsam- band N.-Þingeyinga gaf árið 1980. Ungmennafélagið Snört- ur gerði það gott á mótinu og vann gripinn í fjórða sinn. 25 keppendur frá 5 félögum mættu til leiks og urðu úrslit í einstökum greinum þessi: Sveinar (16 ára og yngri) 100 m hlaup sek. 1. Kristján Ingi Jónsson, Sn. 12,7 2. Þröstur Aðalbjarnarson, Öx. 12,9 3. Ólafur D. Jónsson, Sn. 13,3 Kúluvarp (5,5 kg) m 1. Pröstur Aðalbjarnarson, Öx. 9,43 2. Páll Ingi Jónasson, Au. 9,41 3. Ragnar Þormar Pálsson, Au. 9,19 Kringlukast (1,5 kg) m 1. Árni Björgvinsson, Af. 27,04 2. Ragnar Þormar Pálsson, Au. 26,91 3. Ólafur D. Jónsson, Sn. 24,22 Spjótkast (600 g) m 1. Friðmundur Guðm., Au. 36,78 2. Jón Haraldsson, Au. 34,66 3. Árni Björgvinsson, Af. 33,44 Meyjar (16 ára og yngri) 100 m hlaup sek. 1. Kristveig Sigurðardóttir, Sn. 15,1 2. Rebekka Garðarsdóttir, Sn. 15,9 3. Angela Agnarsdóttir, Au. 16,4 Langstökk m 1. Hulda P. Garðarsdóttir, Sn. 4,01 2. Kristjana Helgadóttir, Öx. 3,77 3. Kristveig Sigurðardóttir, Sn. 3,73 Hástökk m 1. Kristbjörg Sigurðard., Sn. 1,30 2. Rebekka Garðarsdóttir, Sn. 1,15 3. Angela Agnarsdóttir, Au. 1,15 Kúluvarp (4 kg) m 1. Hulda P. Garðarsdóttir, Sn. 6,97 2. Halldóra Sigurðardóttir, Sn. 6,93 3. Lýdía Grímsdóttir, Sn. 5,78 Kringlukast (1 kg) m 1. Hulda P. Garðarsdóttir, Sn. 21,36 2. Angela Agnarsdóttir, Au. 12,34 3. Hjördís Ragnarsdóttir, Au. 11,14 Spjótkast (600 g) m 1. Hulda Þ. Garðarsdóttir, Sn. 15,51 2. Angela Agnarsdóttir, Au. 15,07 Stig félaga: stig Mraunir: Torfi keppir í Krafti ’88 - sem jafnframt er keppni um sterkasta mann íslands Kraftaknrlinn kunni, Torfi Ólafsson, mun á sunnudaginn taka þátt í alþjóðlegri krafta- keppni sem haldin verður í Reiðhöllinni í Reykjavík. Keppnin kallast Kraftur ’88 - sterkasti maður íslands og mun Torfi þar etja kappi við alla helstu jötna landsins auk þess sem vöðvabúntið Bill Kazmaier, oft talinn sterkasti maður allra tíma, mætir til leiks. Torfi Ólafsson varð eins og kunnugt er sigurvegari í keppninni um titilinn „sterk- asti maður landsbyggðarinnar“ sem fram fór á Akureyri í sumar. Auk þeirra Torfa og Kazmai- ers munu Jón Páll Sigmarsson, Hjalti „Úrsus“ Árnason, Magnús Ver Magnússon og Guðni Sigur- jónsson taka þátt í keppninni. Keppnisgreinarnar eru að venju fjölbreyttar, tveimur bílum verð- ur velt, trédrumbi einum ógur- legum jafnhent, 25 kílóa lóði kastað yfir á, hlaupið um með jeppa í eftirdragi, lýsistunnum staflað upp, rafgeymum lyft og hlaupið með sekki. JHB 800 m hlaup mín. 1. Ólafur D. Jónsson, Sn. 2.36,7 2. Friðmundur Guðm., Au. 2.38,2 3. Ragnar Þormar Pálsson, Au. 2.40,0 Langstökk m 1. Kristján Ingi Jónsson, Sn. 5,12 2. Árni Björgvinsson, Af. 5,02 3. Jón Haraldsson, Au. 4,80 Hástökk m 1. Þröstur Aðalbjarnarson, Öx. 1,40 2. Ragnar Pormar Pálsson, Au. 1,40 3. Jón Haraldsson, Au. 1,40 Þrístökk m 1. Ólafur D. Jónsson, Sn. 10,12 2. Árni Björgvinsson, Af. 10,11 3. Kristján Ingi Jónsson, Sn. 9,27 KRA-mótin: Félögin deildu sigrum - í síðustu viku Tveir leikir fóru fram í síðustu viku í KRA-mótunum í knatt- spyrnu. í 3. flokki karla léku Þór og KA síðari leik sinn í sumarmótinu á Þórsvelli á limmtudag og sigruðu KA- menn 4:3 í þeirri viðureign. Daginn eftir léku KA og Þór í 2. flokki kvenna á KA-velli og var sá leikur liður í haustmót- inu. Það voru Þórsstúlkurnar sem báru sigur úr býtum, 3:1. í 3. flokki karla skoraði Höskuldur Þórhallsson tvö mörk fyrir KA og þeir Ingólfur Guð- mundsson og Pórður Guðjónsson Knattspyrna helgarinnar: Botnbaráttan í eitt hvor. Rúnar Sigtryggsson, Aðalsteinn Pálsson og Ingólfur Guðmundsson skoruðu mörk Þórs. í 2. flokki kvenna skoraði Soffía Frímannsdóttir öll mörk Þórs en Arndís Ólafsdóttir skor- aði mark KA. JHB 800 m hlaup mín. 1. Kristbjörg Sigurðard., Sn. 2.49,7 2. Kristveig Sigurðard., Sn. 3.03,2 3. Rebekka Garðarsdóttir, Sn. 3.03,9 1. Umf. Snörtur Kópaskeri 86 2. Umf. Austri Raufarhöfn 42 3. Umf. Öxfirðinga 20 4. Umf. Afturelding Þistilfirði 14 Golf: Ferðamótið að Jaðrí um helgina - glæsileg verðlaun í boði Um helgina gangast Golfklúbb- ur Akureyrar, Flugleiðir og Ferðaskrifstofurnar Útsýn og Úrval ásamt Ferðaskrifstofu Akureyrar fyrir opnu 36 holu golfmóti að Jaðri. Óvenju glæsileg verðlaun verða í boði og því má búast við góðri þátt- töku og harðri keppni að Jaðri um helgina. Tilhögun keppninnar er sú að tveir spilarar leika saman og ræð- ur betri bolti skor. Spilað er með Vs forgjöf. Þannig geta tveir óvanir lent saman en átt jafn- mikla möguleika á sigri og tveir vanir sem lenda saman. Vegleg ferðaverðlaun eru í boði og hljóta þeir sem verða í fyrsta sæti sólarlandaferðir með Útsýn og Úrval. Þeir sem hafna í öðru sæti fá í sinn hlut helgarferð til London en þeir sem hafna í þriðja sæti fá helgarferð til Reykjavíkur í verðlaun. Þá verða veitt aukaverðlaun til þeirra sem næst eru holu á 4. og 18. braut en það eru flugfarmiðar til Reykja- víkur. Að auki hljóta allir vinn- ingshafar veglega verðlaunagripi. Þátttöku í mótið ber að til- kynna í golfskálann að Jaðri í síma 96-22974 og til Ferðaskrif- stofu Akureyrar í síma 96-25000 fyrir kl. 17.00 í dag. Mótið hefst síðan kl. 9 í fyrramálið. algleymingi Um helgina fer fram heil umferð í 1. og 2. deiid íslands- mótsins í knattspyrnu. Botn- baráttan er nú í algleymingi í báðum deildum og er ekki ólíklegt að línur skýrist í 1. deild en trúlega ræðst það ekki fyrr en í síðustu umferð hvaða lið fylgir Þrótti í 3. deild. Einnig leikur KA afar mikil- vægan leik á Akranesi því ef liðið tapar þar eru mögu- leikarnir á Evrópusæti endan- lega úr sögunni en með sigri heldur liðið enn í vonina. Fjórir leikir fara fram í 1. deild á laugardag. Víkingur og Völs- ungur leika á Víkingsvelli og Þór og ÍBK á Akureyrarvelli. Báðir leikirnir hefjast kl. 14. ÍA og KA mætast á Akranesi kl. 14.30 og Leiftur og Fram í Ólafsfirði kl. 17. Umferðinni lýkur síðan með leik Vals og KR kl. 14 á sunnu- dag. í 2. deild eru einnig fjórir leikir á laugardag. FH og Selfoss leika í Hafnarfirði, Tindastóll og ÍR á Sauðárkróki, Þróttur og KS á Laugardalsvelli og ÍBV og Víðir í Eyjum. Allir leikirnir hefjast kl. 14. Fylkir og UBK mætast síðan á Fylkisvelli kl. 17 á sunnudag. JHB Ekki vitum við hvort þessi ætlar að keppa i ferðamótinu um helgina en sennilega þarf hann að breyta gripinu ef hann ætlar að vinna sér inn sólarlandaferð. Mynd: -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.