Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 16
Haldið veisluna eða fundinn i elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. AHar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Akureyri, föstudagur 16. september 1988 Stöð 2: Færir út kvíamar - á Norður- og Austurlandi Töluverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á vegum Stöðvar 2 á Norður- og Austurlandi á næstunni. Pantaðar hafa verið fleiri flutningsleiðir hjá Pósti og síma og er svars að vænta á næstunni. Sighvatur Blöndal hjá Stöð 2 sagði í samtali við Dag, að fyrir- hugað sé að stækka sendinn við Blönduós þannig að Skagstrend- ingar geti séð útsendingarnar. Þá hafa verið pantaðar flutningsleið- ir til Siglufjarðar, Þórshafnar, Kópaskers og Raufarhafnar. „Um leið og við fáum svar frá Pósti og síma getum við pantað senda, en það tekur tvo mánuði. Við vonumst því til að flestir þessara staða geti séð til okkar fyrir jól, en það er helst að Siglu- fjörður náist ekki því þar þarf að byggja upp nýja örbylgjuteng- ingu hjá Pósti og síma. Á Austurlandi er Stöð 2 í sam- vinnu við Sjónvarpsfélag Austur- lands og hefur það pantað flutn- ingsleið til Hafnar í Hornafirði. VG Strætisvagnar Akureyrar: Engin skemmdar- verk í sumar - aðal „skæruliða-tíminn“ framundan í sumar hefur ekkert verið um skemmdarverk í strætisvögn- um Akureyrarbæjar. Forsvars- menn SVA þakka það að mestu áróðursspjöldum sem fest voru upp í vögnunum, en sömuleiðis segja þeir skemmd- arverkin nær einungis framin á veturna á meðan skólarnir starfa. Töluvert var um skemmdir á strætisvögnum Akureyrar í fyrra. Þá voru sæti skorin sundur, sætis- bök spörkuð úr stólunum og krot var ákaflega algengt. Gripið var til þess ráðs, að hætta að hleypa farþegum inn í vagnana á Ráð- hústorgi á meðan beðið var þar, áróðursspjöld voru hengd upp og til stóð að hleypa ekki fólki aftast í vagnana á kvöldin en þess þurfti ekki. „Það var aðallega skemmt á kvöldin, aftast í vögnunum og var hugmyndin að girða af fyrir aftan aftari dyrnar. Fyllilega kemur til greina að framkvæma þetta í vetur ef á ný verður vart við skemmdarverk því þegar þannig er komið að e.t.v. 3 sæti á kvöldi eru tekin og skorin er Ijóst að um gífurlegan kostnað er að ræða,“ sagði Stefán Baldursson hjá SVA í samtali við Dag. Hann sagði jafnframt að um leið og vagnarnir eru skemmdir, versni umhirða og umgengni í þeim og leiðinlegt verður fyrir farþega að ferðast með þeim. „Ég vona að krakkarnir taki sig taki og að foreldrar og kennarar brýni fyrir börnum að stunda ekki þennan ósóma. Það er útsvarið okkar sem fer í að greiða þetta, þjónustan minnkar og áhuginn sömuleiðis.“ VG Busar í baði Mynd: TLV Busar Verkmenntaskólans fengu til tevatnsins í gær, þá er haldin var busavígsla í skólanum. Busavígslur þessar tíðk- ast í framhaldsskólum landsins og taka eldri nemar fyrsta árs nemendur í eins konar vígslu. I VIMA var busum dýft í ker mikið hvar þorskhausar úldnir vel svömluðu, busum til lítils yndis. Angan þeirra á eftir var lítt geðfelld og þótti þeim er fundu sem spariilmurinn hefði ckki verið brúkaður. I hremmingum öðrum lentu busar þessa morgunstund og verður hún þeim eflaust lengi í minni. mþþ Hitaveita Sauðárkróks og Sigluijarðar: Sameigiiilegt útboð á bortin rannsóknahola - tilboði Flóamanna tekið Fyrir skömmu voru opnuð til- boð í borun rannsóknarholu fyrir Hitaveitu Sauðárkróks og Hitaveitu Siglufjarðar. Tilboð bárust frá fimm aðilum og hef- ur einn aðilinn óskað að falla frá sínu tilboði. Um er að ræða eina holu fyrir Hitaveitu Sauð- árkróks og líklcga einar sex fyrir Siglfirðinga. Umsjón með útboðinu hafði Orkustofnun fyrir hönd veitnanna. Dalvík: Fóðurstöðin fær nýjan bfl sem bætir úr brýnni þörf - framleiðslan um 1000 tonnum meiri nú en í fyrra Fóðurstöðin sf. á Dalvík tók nýjan fóðurbfl í notkun í vikunni. Bfllinn sá var langþráður, en einungis einn fóðurbfll var í akstri hjá stöðinni og hafði hann ærnum verkefnum að sinna. Bflnum var ekið um 400 kflómetra leið á degi hverjum og var í akstri frá kl. 5 á morgnana til 10 á kvöldin. Að öðrum kosti hefði bíllinn ekki annað öllu svæðinu, en það er stórt, frá Ólafsfirði, inn Svarf- aðardal, Hörgárdal, til Greni- víkur og allt inn í Fnjóskadal. „Bíllinn bætir úr brýnni þörf,“ sagði Símon Ellertsson fram- kvæmdastjóri Fóðurstöðvarinn- ar. Hann sagði að það væri mikið öryggi að hafa tvo bíla í akstrin- um, ekkert hefði mátt út af bera á meðan einn fóðurbíll sinnti svæðinu. „Petta breytir miklu,“ sagði Símon um nýja bílinn. Um’ 45% veltuaukning hefur orðið hjá Fóðurstöðinni það sem af er ársins miðað við árið í fyrra, en Símon sagði reksturinn erfið- an og ekki víst hvort þessi aukn- ing myndi duga til svo endar næðu saman. í fyrra voru fram- leidd um 3700 tonn af fóðri hjá stöðinni, en verða í ár á milli 4500 og 5000 tonn, að sögn Símon- ar. í síðasta mánuði voru fram- leidd 640 tonn af fóðri og fram- leiðslan verður svipuð í þessum mánuði. Á sama tíma í fyrra voru framleidd 530 tonn á mánuði. Fimm menn eru í vinnu hjá stöð- inni og er unnið alla daga vikunn- ar, jafnt virka sem rúmhelga. mþþ Orkustofnun telur tilboð Ræktunarsambands Flóa og Skeiða hagstæðast og hefur Veitustjórn Sauðárkróks sam- þykkt að ganga til samninga við þá um borun einnar holu. Áætl- aður kostnaður þeirra á eina holu, miðað við svartsýnisáætlun var kr. 226.325. Önnur tilboð sem bárust voru frá Hagvirki kr. 283.663, Jarðboranir kr. 471.352 og kr. 537.332 frá Borverki. Ellert Skúlason féll frá sínu til- boði en það hljóðaði upp á kr. 228.938. Siglfirðingar hafa skrifað undir samninga við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og mun Hitaveita Sauðárkróks ganga frá sínum samningi hið fyrsta. Stefnt er að því að boranir geti hafist í næstu viku og líklega verður byrjað á holunni á Sauðárkróki. Hún verður við Fornós sem er við Borgarsand, og er áætlað að bora 60-70 metra niður til að sjá hvort undir leynist ferskt vatn eða sjór. Ástæðan fyrir því að hitaveit- urnar á Siglufirði og Sauðárkróki buðu sameiginlega í holurnar er sú að þegar Hitaveita Sauðár- króks tilkynnti fyrirætlan sína til Orkustofnunar var nýbúið að ganga frá útboðslýsingu fyrir bor- un á 6 holum fyrir Siglfirðinga. Var þá ákveðið að skella þeim holum saman við holu Sauð- krækinga. Að sögn Páls Pálsson- ar veitustjóra var það mun hag- stæðara, sérstaklega upp á flutn- ingskostnað að gera en Hitaveita Sauðárkróks var búin að gera ráð fyrir að borun holunnar myndi kosta 300-500 þúsund krónur. -bjb Hvammstangi: Mikil eftírspum eftir húsnæði Á undanförnum vikum hafa fjölmiðlar birt mikið af slæm- um fréttum frá Hvammstanga um rekstrarörðugleika fyrir- tækja og gjaldþrot. Þrátt fyrir það ríkir bjartsýni hjá íbúum Hvammstanga sem meðal ann- ars kemur fram í mikilli eftir- spurn eftir húsnæði. Að sögn Þórðar Skúlasonar, sveitarstjóra, losnuðu fyrir skömmu tvær íbúðir í eigu hreppsins og umsækjendur um það húsnæði voru níu þó að það væri aldrei auglýst. Þórður sagði að hreppurinn væri búinn að kaupa fjórar íbúðir í blokk af byggingafélaginu Starra hf. og færu þær inn á verkamannabú- staðakerfið og leyfi hefði fengist fyrir byggingu fjögurra kaupleigu- íbúða. „Eins og útlitið er í dag veitri ekki af þessu húsnæði,“ sagði Þórður. fh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.