Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 16. september 1988 Júdó-æfíngar veturinn 1988-1989 Æfingarnar hefjast mánudaginn 19. september Flokkur 5-8 ára: Miðvikudaga kl. 18.10-19.10. Sunnudaga kl. 13.00-14.00. Æfingagjald fram að áramótum kr. 1500,- Flokkur 9-13 ára: Þriðjudaga kl. 18.10-19.10. Fimmtudaga kl. 18.10-19.10. Sunnudaga kl. 14.00-15.00. Æfingagjald fram að áramótum kr. 2000,- Flokkur 14 ára og eldri: Mánudaga kl. 19.30-21.00. Þriðjudaga kl. 19.30-21.00. Miðvikudaga kl. 19.30-21.00. Fimmtudaga kl. 19.30-21.00. FÖStudaga kl. 18.30-20.00. Æfingagjald fram að áramótum kr. 3000,- Kvennaflokkur: Mánudaga kl. 21.00-22.00. Fimmtudaga kl. 21.00-22.00. Sunnudaga kl. 15.00-16.00. Æfingagjald fram að áramótum kr. 2000,- Æfingar eru í íþróttahöllinni. Tvær vinsælustu hljómsveitir landsins ÐE LÓhLÍ BLÚ B0J5 00 ROKK5VEIT RÚHAR5 JÚLÍU550MAR í Sjallanum föstudags- og laugardagskvöld OKLAHOMA OO VILLTA VE5TRIÐ 90 mínútna stórsýning með söngvurum og dönsurum frá OKIahoma í Bandaríkjunum. Valdar perlur úr sönglelknum Oklahoma ásamt vlllta vestrinu með tilheyrandi dönsum, kúrekaleikjum og sveitasöngvum dagana 21. og 22. september. Kynnir Bjarni Dagur Jónsson. Miða- og borðapantanir í síma 22970. Markús Örn Antonsson: Landsbyggðin í fjöhmðlum „Enginn fjölmiðill annar en útvarpið getur nánast fyrirvara- laust tekið á málum og gert þeim skil, flutt fréttir og áríðandi til- kynningar með hraði til fólks um land allt. Ekkert fær betur tryggt ítar- lega og áreiðanlega umfjöllun í fréttum útvarps af viðburðum í fjarlægum landshlutum en vitnis- burður sjónarvotts á staðnum, fréttamanns eða fréttaritara. Þetta eru alkunn sannindi um gildi öflugrar útvarpsstarfsemi, sem mönnum verða ljósust við skilyrði lík þeim sem ríkt hafa í Ólafsfirði undanfarna daga og mjög hafa sett svip sinn á frétta- flutning Ríkisútvarpsins síðustu viku. Þróttmikill, tíður og ábyrgur fréttaflutningur og gerð frétta- tengds efnis er aðalsmerki hverr- ar útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Því hafa forráðamenn Ríkisút- varpsins lagt allt kapp á að treysta innviðina í starfsemi fréttastofanna síðustu árin, efla fréttaöflunarkerfi og fjölga fréttatímum og sérstökum dag- skrárþáttum sem ætlaðir eru til lengri umfjöllunar um einstök málefni og efnisatriði. Landsbyggðin í fjölmiðlum og fréttum er yfirskrift þessa dag- skrárliðar fjórðungssambands- þings. Ég kýs eftir atvikum að snúa henni lítillega við í þessu erindi mínu. Fjölmiðlar á lands- byggðinni eru, að því er Ríkisút- varpið varðar, órjúfanlegur þátt- ur af þeim tengslum við fólkið í landinu, miðlun upplýsinga milli landshluta og innan þeirra sem Ríkisútvarpið hefur á undanförn- um misserum lagt sérstaka rækt við að efla. í útvarpslögum frá 1985, sem Ríkisútvarpið og einkstöðvar starfa eftir er með allólíkum hætti skilgreint hlutverk og skyld- ur þessara fyrirtækja og kröfur um þjónustu við landsmenn. Einkastöðvarnar fá heimildir til svæðisbundinnar starfsemi en hafa í reynd getað fært út kvíarn- ar til þeirra þéttbýlisstaða utan höfuðborgarsvæðisins sem arð- vænlegust þykja fyrir rekstur þeirra. í lögum er tekið fram að einkastöðvum beri að stuðla að almennri menningarþróun og efla íslenzka tungu. Þeim er einn- ig skylt að lesa tilkynningar frá almannavörnum, löggæzlu, slysa- varnafélögum eða hjálparsveit- um og gera hlé á dagskrá ef brýna nauðsyn ber til og almannaheill krefst. Frekari dagskrárlegar skyldur eru ekki lagðar einkaútvarps- og sjónvarpsstöðvum á herðar sam- kvæmt hinum nýju útvarpslög- um. í þeim kafla laganna, sem fjall- ar um Ríkisútvarpið er í fyrsta lagi undirstrikað að það skuli senda út til landsins alls og næstu miða tvær hljóðvarpsdagskrár og minnst eina sjónvarpsdagskrá árið um kring. Til þess að ná þessu markmiði hefur Ríkisút- varpið byggt upp afar víðfeðmt og öflugt dreifikerfi um allt land. Rás 1 er dreift um 65 FM- stöðvar, tvær langbylgjustöðvar og nokkra miðbylgjusenda. Ann- að sjálfstætt kerfi þarf fyrir Rás 2, sem enn er í uppbyggingu. í því kerfi eru nú 46 FM-sendar. Til samanburðar má geta þess að samanlagt notast einkastöðvarn- ar Bylgjan og Stjarnan við 9 FM- senda á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Eyjafjarðarsvæði. Allir FM-sendar hafa sjálfstætt tíðnisvið til að forðast að útsend- ingum frá tveim eða þrem nær- liggjandi sendum slái saman og þeir trufli hver annan. Þess vegna þurfa notendur að stilla útvarps- tækið í bílnum á milli stöðva ef hlustað er á FM-útsendingu þeg- ar ekið er um landið. Dreifikerfi Sjónvarpsins samanstendur af 9 hnútstöðvum í örbylgjuneti hringinn í kringum landið og 134 endurvarpsstöðv- um sem annast miðlunina til ein- stakra byggðarlaga. Stofnverð alls dreifikerfis Útvarps og Sjónvarps reiknað til núvirðis er um 1800 milljónir króna og árlegur reksturskostn- aður er rúmlega 70 milljónir. Ríkisútvarpið fjármagnar sjálft stofnkostnað og rekstur dreifi- kerfisins en Póstur og sími annast framkvæmdir fyrir það, rekstur og viðhald. Dreifikerfið er enn í þróun og verður svo um mörg komandi ár. Þörf er á endurnýj- un langbylgjustöðvar, öflugri útvarps- og sjónvarpssendingu út á miðin svo og þéttingar á FM- og sjónvarpsendurvarpskerfinu. þannig að móttökuskilyrði verði bætt á þeim svæðum, sem illa eru sett í þessu tilliti nú. Það eru stór orð að segja, en hljóta þó að lýsa lokatakmarki útvarps allra landsmanna, það er, að útvarp og sjónvarp Ríkisút- varpsins náist með viðunandi hætti á hverju byggðu bóli á land- inu. Með tilliti til þeirrar byggða- stefnu sem endurspeglast í öllum aðgerðum varðandi dreifingu dagskrárefnis Ríkisútvarpsins og þeirrar samfélagslegu þjónustu sem í henni felst, verður seint séð að aðrir aðilar taki að sér þann rekstur einir og óstuddir. Opin- ber tilstuðlan og fjármögnun af almannafé með einhverjum hætti yrði óhjákvæmilega að koma til. Því hefur löggjafinn ætlað Ríkis- útvarpinu þetta hlutverk og markað því tekjustofna sem m.a. felast í almennu afnotagjaldi á öll viðtæki er gera mönnum kleift að taka á móti útvarps- og sjón- varpssendingum. Snúum okkur þá að þeim kafla útvarpslaga sem tíundar dag- skrárlegar skyldur Ríkisútvarps- ins. í 15. gr. er þeim svo lýst: „Ríkisútvarpið skal leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðar- innar og menningararfleifð. Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallar- reglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Ríkisútvarpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Það skal flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstól- um fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi og sjónvarpi. Ríkisútvarpið skal flytja efni m.a. á sviði lista og bókmennta, vísinda og sögu auk tónlistar. Erindi flutt á Fjórðungsþingi Norðlendinga að Húnavöllum undir dagskrárliðnum „Fjölmiðlun á landsbyggðinni“ Það skal veita almenna fræðslu og gera sjálfstæða dagskrárþætti er snerta ísland eða íslendinga sérstaklega. Útvarpsefni skal miða við fjöl- breytni íslensks þjóðlífs. Veita skal alla þá þjónustu sem unnt er með tækni útvarpsins og þjóðinni má að gagni koma.“ Þá er í 16. gr. tekið fram að Ríkisútvarpið skuli stefna að því að koma upp aðstöðu til dag- skrárgerðar og hljóðvarps í öllum kjördæmum landsins. Ennfremur, að Ríkisútvarpið skuli starfrækja fræðsluútvarp í samvinnu við fræðsluyfirvöld og skuli veita til þess fé á fjárlögum. Með tilliti til þess að hin nýju útvarpslög kveða á um gjörbylt- ingu í útvarpsmálum þjóðarinnar Markús Öm Antonsson. með heimild til útvarpsrekstrar til handa öðrum en Ríkisútvarp- inu þótti ástæða til að setja eftir- farandi setningu í lögin: Þjónustu Ríkisútvarpsins skal í engu minnka frá því sem nú er hjá Ríkisútvarpinu. Stjórnendum Ríkisútvarpsins og starfsmönnum var ljóst að yfirvofandi samkeppni í útvarps- málum kallaði á margs konar endurskipulagningu innan stofn- unar, breyttar og auknar áherzlur á einstök þjónustusvið. Þetta starf tók til margra ólíkra þátta í rekstri stofnunarinnar. Ríkisút- varpið varð að styrkja svo sem kostur var stöðu sína í sam- keppni, þar sem saman fóru kröf- ur notenda um forystu þess á öll- um sviðum fram yfir aðra sam- bærilega miðla og stórfelldir pen- ingalegir hagsmunir á auglýsinga- markaði. Árið 1985, þegar nýju lögin voru sett námu tekjur af auglýsingum helmingi heildar- tekna Ríkisútvarpsins. Það lá í augum uppi, af ýmsum ástæðum, að umtalsverð breyting yrði þar á en hlutverk okkar var að bregð- ast við óvissu og umróti með þeim aðgerðum sem taldar voru skynsamlegastar og rúmuðust innan allra þeirra þröngu tak-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.