Dagur - 27.09.1988, Side 5

Dagur - 27.09.1988, Side 5
27. september 1988 - DAGUR - 5 Fylgst með pökkun og framleiðslu á ávaxtasúrmjólk í samlaginu. Langar þig að starfa í hjálparsveit? Nú fer nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta Akureyri að hefjast, því verður efnt til kynningarfundar á starfsemi sveitarinnar, þriðjudaginn 27. september kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði sveitarinnar Lundi v/Skógarlund. Við leitum að fólki 1 7 ára og eldra sem hefur áhuga á björgunarstörfum hvar sem er og hvenær sem er. Fólki sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu við margvísleg störf. Allir sem áhuga hafa og vilja kynna sér málið ættu að koma á kynningarfundinn. Þar verður gerð grein fyrir starfinu í máli og myndum. við Snorra Evertsson samlags- stjóra á skrifstofu hans. Fyrst barst talið að núverandi húsnæði samlagsins: „Húsið var þá mjög stórt, árið ’48, og þótti mjög veglegt hús. t»á datt engum í hug að það yrði fljótlega mjög lítið, en þá var framleiðslan eitthvað um 2 millj- ónir lítra á ári. Það var strax um 1965 sem húsnæðið var orðið of lítið og var þá byggt norðan við húsið. Það má segja að það sé mjög þröngt á okkur í dag, sér- staklega erum við í vandræðum með að geyma framleiðsluvörur okkar.“ - Hvernig hefur svo fram- leiðslan þróast frá upphafi? „Það má segja að strax í upp- hafi hafi verið alhliða fram- leiðsla, það var ostur, smjör, skyr, mysuostur og þessar hefð- bundnu mjólkurafurðir. Það var strax byggt með það í huga að hér yrði aðallega ostagerð, og ef við lítum á dæmið eins og það er í dag þá erum við með ca. 12- 15% af mjólkinni sem fer í neyslu, eins og nýmjólk, léttmjólk, rjóma og súrmjólk, allt hitt fer í ost og smjör. Við framleiðum um 700 tonn af osti á ári og í það þurfum við 7 milljón lítra af mjólk. Ávaxtasúrmjólkin hjá okkur, sem er okkar nýjasta framleiðsla, hefur farið fram úr vonum og gefst mjög vel. Við þurftum ekki að bæta við neinu tæki þegar við hófum þá fram- leiðslu. Það er í mörgum tilfell- um ekkert erfitt mál að bæta við framleiðslutegund án þess að bæta við tækjum. Tækin eru fyrir hendi og við fáum þá betri nýt- ingu á þau. Svoleiðis er þetta held ég hjá flestum samlögum, afkastagetan er miklu meiri held- ur en við fáum að nýta.“ - Munuð þið bæta nýrri tegund við hjá ykkur á næstunni? „Ég veit ekki hvort við bætum við okkur einhverjum tegundum. Þegar mjólkurmagnið minnkar og framleiðslan í landinu færist nær innanlandsþörfinni, þá verð- ur farið að stjórna því nákvæm- lega hvað gert verður við hvern einasta lítra af mjólk. Því verður stjórnað af SAM, Samtökum af- urðastöðva í mjólkuriðnaði og Framleiðsluráði landbúnaðarins. Það má vel vera að við fáum til- mæli um að framleiða þær vörur sem við erum ekkert sérstaklega ánægðir með, eða flytja hráefni á rnilli vinnslustöðva. Þegar sam- dráttur er þá hlýtur það að koma niður á úrvinnslufyrirtækjum ekki síður en bændum.“ FRYSTIKISTUR- FRYSTISKAPAR Sem fyrr segir voru um 700 tonn af osti framleidd á síðasta ári og af því fóru um 320 tonn til út- flutnings, aðallega til Bandaríkj- anna. Samlagið hefur flutt út osta um nokkurt skeið en fyrirsjáan- legt er að það hætti vegna þess að framleiðslan er komin á innan- landsþörfina. „Það er ekkert vit í að flytja út osta þegar þarf að fara að borga mikið með þeim, eins og er í dag,“ sagði Snorri. Sá ost- ur sem fluttur hefur verið út er Gouda 45%, en hann ásamt Brauðosti eru vinsælustu ostar samlagsins á innanlandsmarkaði. Framleiðsla þessa árs verður aðeins minni en á síðasta ári, eða um 8,3 milljónir lítra. Er það rétt um 28 þúsund lítrum umfram fullvirðisrétt svæðisins. Nýmjólk- ursala hefur minnkað það sem af er þessu ári, en neyslumjólk- ursala hefur aukist og vegur þar þyngst sala á ávaxtasúrmjólk. Samdráttur er í flestum öðrum framleiðslugreinum, í smjörinu úr rúmum 49 tonnum í 35 tonn. Ostaframleiðslan hefur dregist saman um rúm 34 tonn og birgðir osta eru tæpu 31 tonni minni en á sama tíma 1987. Útflutningur osta er rúmum 36 tonnum minni.“ - Að lokum Snorri, nú ert þú fimmti samlagsstjórinn í 53ja ára sögu Mjólkursamlags KS. Á að vera fram yfir aldamót í þessu starfi? „Það er ekki gott að segja. Ég er búinn að vinna hérna í samlag- inu í 31 ár, frá því ég var 13 ára, vann þá hérna á sumrin með skólanum. Fór svo til Noregs að læra mjólkurfræðina og var þar í 3 ár. Ég sat sem ungur drengur frammi í Stóru-Gröf og handmjólk- aði kýrnar. Einnig var ég í fiski og við Iöndun, en það má segja að ég hafi verið að sulla í mjólk frá blautu barnsbeini." -bjb m iil ^4rTrmMTTiTriifrmTinTtm_.j^, eins og hlutirnir gerast bestir GRAM frystikisturnar hafa hraðfrystihólf, hraðfrystistillingu, körfur sem hægt er að stafla, Ijós í loki, barnaöryggi á hitastilli- hnappi, blikkandi öryggisljós við of hátt hitastig. GRAM frystiskáparnir hafa jafna kulda- dreifingu.í öllum skápnum, hraðfrysti- stillingu, öryggisljós fyrir hitastig, útdraganlegar körfur með vörumerki- miðum, hægri eða vinstri opnun. Og auðvitad fylgir hitamælir og ísmola- form öllum GRAM frystitækjunum. Kistur: YTRI MÁLlCM. hæð breidd dýpt rými í lítrum orkunotk. frystiafköst kWst/ kg/ sólarhr. sólarhr. VERÐ afborg. st.gr. HF-234 85,0 x 80,0 x 69,5 234 1,15 17,6 35.450 (33.678) HF-348 85,0 x 110,0 x 69,5 348 1,30 24,0 41.460 (39.387) HF-462 85,0 x 130,0 x 69,5 462 1,45 26,8 47.740 (45.353) H-590 90,0 x 160,0 x 67,5 590 2,85 47,8 59.850 (56.858) Skápar: FS-100 71,5 x 55,0 x 60,6 100 1,06 16,3 29.990 (28.491) FS-175 106,5 x 55,0 x 60,6 175 1,23 24,5 38.200 (36.290) FS-146 86,5 x 59,5 x 62,1 146 1,21 18,4 36.100 (34.295) FS-240 126,5 x 59,5 x 62,1 240 1,40 25,3 47.570 (45.192) FS-330 175,0 x 59,5 x 62,1 330 1,74 32,2 62.980 (59.831) 3ja Góðir skilmálar CýÍRafíand hf. ára ábyrgd Traust þjónusta Sunnuhlíð 12 • Akureyri • Sími 25010

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.